Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 4
FRÉTTASKÝRING
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Ekki hefur enn komið til tals að fjölga nemendum í
læknadeild Háskóla Íslands, í því skyni að vinna
bug á læknaskorti. Mikið hefur verið rætt um flótta
lækna til útlanda, sem sætta sig ekki við þau kjör
sem bjóðast hér á landi.
„Það hefur ekki verið til umræðu enda ekki ljóst
að þörf sé á því. Við sjáum ekki að svar okkar hér á
landi sé að fjölga útskrifuðum læknum. Við þurfum
að byggja lausnina á öðrum forsendum,“ segir Sig-
urður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs
Háskóla Íslands.
Þriðjungur íslenskra lækna býr erlendis
Sigurður segir að þriðjungur allra íslenskra
lækna, sem eru um 1500 talsins, sé búsettur erlend-
is. Margir þeirra eru enn í sérnámi, en aðrir hafa
ekki snúið heim að námi loknu. Hann eygir helst
þann möguleika að fá þessa lækna aftur til landsins.
„Það er okkar sem samfélags að búa þannig um
hnútana að það verði aðlaðandi fyrir þetta unga fólk
að koma heim. Svarið er óskaplega flókið og snýst
ekki nema að hluta til um laun. Þetta snýst um fjöl-
breytni í kerfinu, mögulega fleiri rekstrarform í
þjónustunni og svo má lengi telja. Ástæðurnar eru
raunverulega jafnmargar og mennirnir eru marg-
ir,“ segir Sigurður.
Hann segir að margir setji það fyrir sig hvað
rekstrarformin séu bundin við opinberan rekstur
og að hluti vandans sé ósveigjanleiki stjórnvalda í
heilbrigðisgeiranum.
„Ég held að það sé sama hvaða pólitíska guð
menn trúa á, það er mjög erfitt að horfa upp á ónot-
aðar byggingar, skurðstofur sem dæmi, sem nýtast
ekki fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu og má ekki
nota fyrir einkarekna heilbrigðisstarfsemi.
Mjög margir hafa alist upp í sínu sérnámi í um-
hverfi þar sem einkarekstur er talsvert meiri en hér
og gætu hugsað sér að vinna meira á þeim for-
sendum. Auðvitað er að mjög mörgu að hyggja þar
og það þarf að gæta gæða þjónustunnar sérstak-
lega vel þegar heilbrigðisþjónusta er einkarekin.
Það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að
gera það, eins og dæmin sanna í fjölmörgum lönd-
um um allan heim,“ segir Sigurður að lokum.
Lausn vandans ekki bara hærri laun
Ekki á að fjölga læknanemum Þarf að laða lækna aftur heim frá útlöndum
Hluti vandans er ósveigjanleiki stjórnvalda í heilbrigðisgeiranum
Morgunblaðið/Eggert
Jafnstór Ekki kemur til greina að fjölga lækna-
nemum nú. Lækna þarf að laða heim.
„Það er okkar sem samfélags
að búa þannig um hnútana að
það verði aðlaðandi fyrir þetta
unga fólk að koma heim,“ segir
Sigurður Guðmundsson.
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Ný og endurbætt útgáfa
Handhæg
t
ferðakort
Hljóðbók
Arnar Jón
sson
les 19 þjó
ðsögur
Nýr ítarle
gur
hálendisk
afli
Hafsjór af fróðleik
um land og þjóð
Vegahandbókin sími: 562 2600Eymundsson metsölulisti
30.06.10-06.07.10
1.
Sæti
Hvorki sam-
flokksmenn Lúð-
víks Geirssonar,
fyrrum bæjar-
stjóra Hafnar-
fjarðar, né fulltrú-
ar vinstri grænna
í bænum þrýstu á
hann að draga sig
í hlé frá starfi
bæjarstjóra.
Ákvörðunin var
alfarið Lúðvíks sjálfs. Þetta segir
Guðmundur Rúnar Árnason, nýr
bæjarstjóri og oddviti Samfylkingar í
Hafnarfirði.
Hann telur að með því að draga sig
í hlé muni Lúðvík lægja óánægjuöld-
ur í bænum. Segir hann þó mikla eft-
irsjá að Lúðvík og telur að hefði kom-
ið til atkvæðagreiðslu í bænum um
ráðninguna, eins og andstæðingar
hans höfðu krafist, hefði hann fengið
umboð kjósenda.
„Ég er sannfærður um að hann
hefði fengið gríðarlegan stuðning og
öflugt umboð,“ segir Guðmundur og
bendir því til stuðnings á skoðana-
könnun sem Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands gerði 3.-12. maí. Í
henni vildu 68% að Lúðvík gegndi
stöðu bæjarstjóra áfram. Segir Guð-
mundur að Lúðvík hafi talið það þjóna
hagsmunum Hafnarfjarðar best að
ganga ekki til atkvæðagreiðslu og
framlengja óróann heldur skapa sátt
án tafar með því að víkja.
Ekki náðist í Lúðvík sjálfan í gær.
skulias@mbl.is
Ákvörðun um að
víkja var Lúðvíks
Sátt í bæjarstjórn, segir nýr bæjar-
stjóri Lúðvík hefði fengið umboð
Vaskir fimleikakrakkar gengu á
höndum niður Laugaveginn í gær
við mikinn fögnuð viðstaddra.
Ástæðan er sú að Fimleikadeild
Ármanns stendur um þessar mund-
ir fyrir söfnun til styrktar skóla-
byggingu í smábæ í Gvatemala.
Vegfarendur fylgdust með af að-
dáun og hvöttu krakkana til dáða.
Foreldrar og þjálfarar sáu um að
allt færi vel fram en oft þurfti snar
handtök við að færa aðskotahluti af
göngubrautinni.
Morgunblaðið/Ómar
Snör handtök í handahlaupi
Fimleikakrakkar söfnuðu fyrir fórnarlömb fellibyljar
MMeira á mbl.is
Gunnþórunn Jónsdóttir
gunnthorunn@mbl.is
Ársverk lögreglumanna, þ.e. fjöldi
lögreglumanna í fullu starfi, voru
696 á árinu 2009 sem er fækkun
frá árinu áður, en þá voru þau 724.
Fækkunin nemur um 4% og hafa
þau ekki verið svo fá í yfir 10 ár,
að því er segir í ársskýrslu rík-
islögreglustjóra sem var kynnt í
gær. Hegningarlagabrotum fjölg-
aði á hinn bóginn í fyrra.
Samkvæmt bráðabirgðatölum
ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009
kemur fram að hegningarlagabrot-
um fjölgaði um 5% árið 2009. Þau
voru 15.296 þá en 14.578 á árinu
2008. Gert er ráð fyrir að ástæður
þessarar fjölgunar megi rekja til
fjölgunar á innbrotum og þjófn-
uðum. Öðrum vægari brotum, svo
sem umferðarlagabrotum, fækkaði
milli ára en þau vógu ekki upp á
móti fjölgunum hegningarlaga-
brota.
Aka miklu minna
Fram kemur í ársskýrslu ríkis-
lögreglustjóra að lögregluembætti
landsins hafa dregið verulega úr
akstri á undanförnum árum. Akst-
urinn 2009 var 1,2 milljón kíló-
metrum minni en árið 2006. Skýr-
ingin á minni akstri er sparnaður
og breytt verklag.
Ársverkum lögreglu fækkaði
árið 2009 en glæpum fjölgaði
Akstur lögreglu dregst saman um 21% á síðustu 4 árum
Morgunblaðið/Júlíus
„Þetta er sigur fyrir lýðræðið í
Hafnarfirði,“ segir Rúnar S. Sig-
urjónsson en hann er einn
þeirra sem stóðu fyrir undir-
skriftasöfnun gegn ráðningu
Lúðvíks. Telur hann að undir-
skriftirnar hafi haft áhrif en
hátt í þúsund manns skrifuðu
undir. Vonir stóðu til að safna
tækist undirskriftum 25% allra
kosningabærra Hafnfirðinga,
um 4500 manns. Með þeim
fjölda hefði, samkvæmt reglum
bæjarins, verið hægt að knýja
fram kosningar um ráðninguna.
Vildu kjósa
TÆP 1000 UNDIRRITUÐU
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu síðastliðinn miðviku-
dag, tóku margir þátt í inntöku-
prófi læknadeildar þetta árið.
Af þeim 285 sem luku prófinu
komust aðeins 48 inn. Það vek-
ur athygli að hlutfall kynjanna í
hópi þeirra sem stóðust prófið
er jafnara en áður. Stutt er síð-
an konur voru meirihluti innrit-
aðra. Nú skiptast sætin þannig
milla kynja, að 23 þeirra skipa
karlmenn og 25 konur. Meiri-
hluti þátttakenda í prófinu eru
nýútskrifaðir úr menntaskóla,
en þó nokkuð er um það að
nemendur komi í deildina eftir
annað háskólanám.
Hlutfall kynja
jafnara
NÆSTI ÁRGANGUR
Guðmundur
Rúnar Árnason