Morgunblaðið - 09.07.2010, Blaðsíða 6
FRÉTTASKÝRING
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Algjör sprenging varð í fjölda þeirra sem leituðu sér
aðstoðar við að koma viðskiptahugmyndum í fram-
kvæmd í kjölfar bankahrunsins. Nýsköpunar-
fyrirtækjum fjölgaði verulega á síðasta ári og það
sama má segja um fjölda styrkbeiðna til bæði Ný-
sköpunarmiðstöðvar og Tækniþróunarsjóðs Rannís.
Nýsköpunarfyrirtækjum hefur ekki fjölgað jafn ört
það sem af er þessu ári. Þeir sem blaðamaður ræddi
við voru engu að síður á því að sköpunarþörfin og
hugmyndagleðin væru enn ráðandi.
Sá fjöldi styrkbeiðna sem Tækniþróunarsjóði
Rannís barst á fyrri hluta þessa árs er líka svipaður
og á sama tíma í fyrra. En hundrað umsóknir bárust
fyrstu sex mánuði þessa árs vegna 30 styrkja. „Þetta
eru ívið færri umsóknir nú, en það er líka einum
styrk færra um að sækja,“ segir Lýður Skúli Er-
lendsson sérfræðingur hjá Rannís. Á milli áranna
2008 og 2009 þrefaldaðist hins vegar umsóknafjöld-
inn.
100 fyrirtæki með ríflega 300 starfsmenn
Um 90-100 fyrirtæki eru þessi misserin með að-
stöðu í þeim fjórum frumkvöðlasetrum sem rekin
eru á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar á höfuðborg-
arsvæðinu. Hafa sprotafyrirtæki þessi ríflega 300
starfsmenn á sínum snærum, þó ekki séu þeir allir
með aðsetur í frumkvöðlasetrunum.
Rósa Signý Gísladóttir, markaðsstjóri Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands, telur fjölda fyrirtækja í
frumkvöðlasetrunum hafa haldist nokkuð jafnan frá
því í fyrra. Töluverð hreyfing sé hins vegar á sprota-
fyrirtækjum í frumkvöðlasetrunum sem opnuð voru
eftir hrun, enda nýsköpunarkrafan þar önnur. „Að-
stæður geta verið fljótar að breytast hjá litlum fyrir-
tækjum,“ segir Rósa. Sum vaxi þannig og flytji sig
um set, á meðan forsvarsmenn annarra fyrirtækja
hætti í einhverjum tilfellum eða ráði sig í aðra vinnu.
Ásókn í húsakynni frumkvöðlasetranna er hins veg-
ar enn mikil.
Snorri Sigurðsson, verkefnastjóri Sprotans, sam-
starfsverkefnis Landbúnaðarháskólans, Nýsköp-
unarmiðstöðvar og Atvinnuráðgjafar á Vesturlandi,
tekur í sama streng og segir visst jafnvægi hafa ríkt
undanfarna mánuði. Verkefnin sem hýst hafa verið
hjá Sprotanum skipta tugum og hafa verið af öllum
stærðargráðum. „Vistvæn orka ehf. er t.d. með til-
raunaaðstöðu á Reykjum við að prófa ný íslensk ljós
og Litlu búðirnar, sem er þjónustufyrirtæki fyrir
hannyrðavörur, var einnig hýst hjá okkur.“
DaGeek er fyrirtæki sem staðsett hefur verið í
frumkvöðlasetrinu í Kvosinni frá því í janúar sl. Þar
vinna þau Einar Sigvaldason og Rut Magnúsdóttir
að þróun samfélagssíðunnar DaGeek, en hug-
myndin kviknaði hjá Einari fyrir nokkrum árum.
„Honum fannst sig oft vanta ráðleggingar frá
fólki sem hafði svipaðan smekk,“ segir Rut
sem kom inn í samstarfið eftir að þau hittust á
Þjóðfundinum á síðasta ári. „Við erum bæði
áhugasöm um uppbyggingu á fólki og landi og
Einar var að leita að manneskju sem gæti hjálpað
honum að stýra þessu.“ Hún segir vinnuna við síð-
una lofa góðu. „Þetta gengur virkilega vel og við
erum að gera mjög spennandi hluti núna.“
Morgunblaðið/Ómar
Sprotafyrirtæki DaGeek er meðal sprotafyrirtækja í frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar í Kvosinni. Rut Magnúsdóttir hjá DaGeek segir margt spennandi vera þar í vinnslu.
Hugmyndaauðgin og
sköpunargleðin enn við lýði
Jafnvægi komið á fjölgun í röðum sprotafyrirtækja eftir öran vöxt í fyrra
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfshópur um endurskoðun laga um fisk-
veiðistjórnun fundaði í gær. Björn Valur Gísla-
son, alþingismaður og varaformaður hópsins,
bindur vonir við að málið verði mjög langt
komið á fundi hópsins í næstu viku. Hann vildi
ekki greina frá einstökum efnisatriðum við-
ræðnanna en sagði að góður andi hefði ríkt í
hópnum undanfarið. Fulltrúarnir séu búnir að
teygja sig talsvert í áttina hver til annars til að
„ná ásættanlegri lendingu til langs tíma“.
Björn Valur kannast ekki við neina „nýja
nálgun“ í starfi hópsins gagnvart LÍÚ, frekar
en öðrum. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ,
sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að „ný
nálgun“ hefði orðið til þess að útvegsmenn
settust aftur að fundarborðinu. Þeir hættu að
mæta þegar skötuselsfrumvarpið kom fram.
Umræðan fer fram í hópnum
Björn Valur sagði að hann og Guðbjartur
Hannesson, alþingismaður og formaður starfs-
hópsins, hefðu átt fund með talsmönnum LÍÚ
eftir að LÍÚ fundaði með þremur ráðherrum
og fulltrúum atvinnulífsins og fiskvinnslunnar.
„Þeir [LÍÚ] spurðu okkur í hvaða farvegi
endurskoðunin væri. Þeim var bent á að sú um-
ræða færi fram í þessum hópi, en ekki annars
staðar,“ sagði Björn Valur. „Við hefðum hvorki
umboð né vilja til að ræða við einstaka aðila um
einhvers konar skilyrði eða vilyrði fyrir að fara
aðrar leiðir en verið er að ræða í hópnum. Ef
þeir vildu halda áfram þá væri fundur næsta
þriðjudag, og þeir mættu.“
Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, situr í
starfshópnum. Honum finnst vinnan hafa
gengið ágætlega og mikill vilji allra hlutaðeig-
enda til að ná saman um þetta mikilvæga mál.
„Við höfum ekki lokið störfum og ýmislegt sem
á eftir að reyna á,“ sagði Einar. Hann vildi ekki
tjá sig um einstök efnisatriði sem eru til um-
ræðu fyrr en niðurstaðan er fengin.
Ekki markmiðið að herða að hálsi
„Ég hef haft trú á því og hef enn að það verði
hægt að ná viðunandi niðurstöðu,“ sagði Einar.
„Hún verður þá að byggjast á því að það verði
einhver fyrirsjáanleiki fyrir útgerðina. Fyrir
mér hefur það aldrei verið markmiðið að kom-
ast að því hvað hægt er að herða mikið að hálsi
útgerðarinnar án þess að hún gefist upp. Miklu
heldur hvað er hægt að gera til þess að hún búi
til eins mikil verðmæti fyrir þjóðfélagið og
mögulegt er.“
Styttist í löndun endurskoðunar
Mikilvægara að stuðla að sem mestri verðmætasköpun útgerðarinnar en að gá hve mikið hún þolir
Vonast til að endurskoðun laga um fiskveiðistjórnun verði langt komin á fundi í næstu viku
Björn Valur Gíslason, al-
þingismaður, bindur vonir
við að endurskoðun laga um
fiskveiðistjórnun verði mjög
langt komin í næstu viku.
Borgarráð samþykkti í gær að
styrkja Tónlistarþróunarmiðstöð
um sex milljónir króna í því skyni
að tryggja áframhaldandi rekstur
miðstöðvarinnar út árið.
Diljá Ámundadóttir, formaður
ÍTR, segir þennan styrk fara upp í
leigu sem TÞM skuldar. „Þetta á að
duga til þess að ganga frá því sam-
komulagi sem hefur verið gert við
eigandann og allir eru sáttir.“
Aðspurð hvort þetta sé næg fjár-
hæð fyrir miðstöðina út árið segir
Diljá að starfsemin sé í góðum mál-
um fram að áramótum en þá rennur
samningur við eigandann út. „Þá
ætlum við að taka þessi mál upp á
annað stig.“ gunnthorunn@mbl.is
Styrkur
tryggir
starfsemi
Tónlistarmiðstöð fær
fé fram til áramóta
Þróun Það er fjör að þróa tónlist.
Tillaga borgarstjóra um að nafni
Miklatúns verði breytt í Klambratún
var samþykkt einróma í borgarráði í
gær, að því er segir í tilkynningu frá
borginni.
Einnig var samþykkt að í tilefni af
því að Christian H. Christensen, síð-
asti bóndinn á bænum Klömbrum,
hefði orðið 100 ára 18. júlí næstkom-
andi, verði hannað og sett upp sögu-
skilti á túninu síðar í sumar.
Í tilkynningu borgarinnar kemur
fram að nafni Klambratúns var
breytt í Miklatún á sjöunda áratugn-
um en nafnið festi sig aldrei í sessi í
huga borgarbúa.
Miklatún
verður aftur
Klambratún
Morgunblaðið/G. Rúnar
Tún Hvað felst í nafni?
Þó að visst jafnvægi ríki hvað fjölgun
sprotafyrirtækja varðar, virðist töluverður
samdráttur vera í stofnun einkahlutafélaga.
Þannig voru um þriðjungi færri einkahluta-
félög skráð hjá Fyrirtækjaskrá á fyrstu sex
mánuðum þessa árs en í fyrra.
„Á tímabilinu janúar til júní 2010 voru 899
einkahlutafélög skráð hjá okkur,“ segir Skúli
Jónsson, forstöðumaður Fyrirtækjaskrár.
„Það er um 430 félögum færra en var á sama
tíma í fyrra.“ Samlagsfélögum sem fá kenni-
tölu hefur hins vegar fjölgað á þessum tíma
og segir Skúli ástæðuna skattalegs
eðlis. Þannig er þegar búið
að skrá 306 samlagsfélög
í ár, á meðan 97 samlags-
félög voru skráð allt árið í
fyrra. Veruleg aukning
hefur líka verið í
skráningu sameign-
arfélaga og hafa 70
slík verið skráð það
sem af er ári á móti 44
allt árið í fyrra.
Nýskráningum
fækkar um þriðjung
FYRIRTÆKJASKRÁ