Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 8
FRÉTTASKÝRING
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Þ
að er alveg ótrúlegt hvað hefur ræst úr
ferðasumrinu miðað við hvernig þetta
leit út í vor,“ segir Ásborg Arnþórs-
dóttir, ferðamálafulltrúi á svæðinu frá
Þingvöllum að Þjórsárdal. Tekur hún
fram að bókanir og straumur ferðamanna á svæðinu
hafi dottið niður í mars og apríl vegna eldgossins í
Eyjafjallajökli, en allt bendi til þess að sumar-
mánuðirnir verði góðir auk þess sem menn eru bjart-
sýnir fyrir haustið. „Það er töluvert mikil umferð og
sums staðar aukning,“ segir Ásborg og tekur fram að
þróun síðustu missera hafi verið sú að ferðamenn
bóki ferðir sínar með styttri fyrirvara en áður.
Lilja Halldórsdóttir, starfsmaður í Upplýsinga-
miðstöð Suðurlands sem staðsett er í Hveragerði,
tekur undir með Ásborgu og segir ótrúlegt hvað ræst
hafi úr sumrinu. Vissulega hafi umferð ferðamanna
dottið niður í mars og apríl, en allt stefni í að fjöldi er-
lendra ferðamanna í júní verði svipaður milli ára. Í
þeim hópi séu Þjóðverjar, Frakkar, Svíar og Norð-
menn fjölmennastir, en einnig séu Hollendingar,
Belgar og Austurríkismenn áberandi. Að sögn Lilju
hafa erlendu ferðamennirnir mikinn áhuga á gos-
svæðinu, vilja fá upplýsingar um gönguleiðir á svæð-
inu sem og hvernig aðstæður séu á Laugaveginum
og í Landmannalaugum. „Við fáum mikinn fjölda
tölvupósta þar sem spurt er hvort óhætt sé að fara
um á þessum svæðum,“ segir Lilja og tekur fram að
nokkur vinna fari þannig í að koma þeim upplýs-
ingum á framfæri að svæðið sé ekki hættulegt yfir-
ferðar.
Staðan misjöfn eftir svæðum
Hjá Þuríði H. Aradóttur, markaðs- og kynning-
arfulltrúa Rangárþings eystra, fengust þær upplýs-
ingar að mjög misjafnt væri eftir svæðum hvernig
ræst hefði úr ferðasumrinu. Nefndi hún sem dæmi að
hjá Skógasafni hefði gestafjöldinn í júní verið nánast
sá sami milli ára, auk þess sem rekstur Hótels
Höfðabrekku í Vík gengi vel. Sömu sögu væri ekki að
segja um mörg tjaldsvæðin sem fyrst og fremst hafa
þjónað Íslendingum. „Það er eins og mun færri ís-
lenskir ferðamenn séu að skila sér á svæðið milli
ára,“ segir Þuríður og telur að ástæðuna sé
m.a. að leita í HM.
„Ferðaþjónustan á Suðurlandi er
öll að koma til og lítur vel út með
sumarið eftir mikinn samdrátt í
vor vegna eldgossins,“ segir
Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka
ferðaþjónustunnar. „Það sem einna helst vantar
núna er meiri lausaumferð um svæðið,“ segir Erna
og hvetur Íslendinga til þess að leggja leið sína aust-
ur fyrir fjall og skoða með eigin augum hve vel gróð-
urinn á svæðinu hafi tekið við sér eftir hið mikla
öskufall.
Sigurður Bjarni Sveinsson, framkvæmdastjóri
South Iceland Adventure sem staðsett er á Hvols-
velli, tekur undir með Ernu um að lausaumferð
mætti vera meiri á svæðinu. Kallar hann eftir því að
fyrirtæki í ferðaþjónustu starfi betur saman. Fyrir-
tæki hans skipuleggur gönguferðir, dagsferðir,
jeppa- og jöklaferðir í Rangárþingi eystra og gerir
út á þann mikla fjölda lausaferðamanna sem sumar
hvert leggi ferð sína um svæðið. Segir hann þeim
ferðamönnum hafa fækkað talsvert milli ára og
kennir m.a. um því sem hann kallar hræðsluáróður
bílaleigufyrirtækja. „Starfsmenn bílaleigufyrir-
tækja hafa eindregið varað ferðamenn við að leggja
leið sína nærri gossvæðinu, m.a. með því að segja
það á ábyrgð ferðalanga ef askan valdi lakk-
skemmdum á bílaleigubílum,“ segir Sigurður.
Bendir hann á að hann sé sjálfur með fimm bíla í
rekstri á svæðinu og enginn þeirra hafi enn orðið
fyrir lakkskemmdum.
Bjartsýn á ferðasumarið
Allt útlit fyrir að vel rætist úr ferðasumrinu á Suðurlandi að mati fagaðila
Sakna þess helst að fleiri íslenskir ferðamenn leggi ekki leið sína á gossvæðið
Morgunblaðið/Ómar
Frá Landmannalaugum Starfsmenn í Upplýsingamiðstöð Suðurlands segjast fá fjölda fyrirspurna um
gönguleiðir á gossvæðinu og hvort óhætt sé að leggja leið sína þangað sem og upp á hálendið.
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Ríkisstjórnin hefur haft hálft ann-að ár til að finna lausn á skulda-
vanda heimilanna, þar með talið
gengislánavandanum. Þrátt fyrir
þetta var hún algerlega óundirbúin
þegar dómur Hæstaréttar féll.
Við tók vandræðagangur ríkis-stjórnar og loks voru Seðlabank-
inn og Fjármálaeftirlitið fengin til að
gefa út tilmæli.
Tilmælin fengu opinberan stuðningríkisstjórnarinnar þegar Gylfi
Magnússon efnahags- og viðskipta-
ráðherra sagði að nauðsynlegt hefði
verið að finna einhverja lausn og að
tilmælin „hafi verið eðlileg leið til
þess“.
Gylfi bætti því við að ríkisstjórninhefði fregnir „úr dómskerfinu“
um hvernig málsmeðferðin yrði í
framhaldinu, sem óneitanlega var
mjög sérstök yfirlýsing.
Síðan hefur það gerst að tilmælumríkisstjórnarinnar, sem Seðla-
banki og FME kynntu, hefur verið
tekið fálega og þurfti þá ekki að bíða
lengi viðbragða frá sólskinsdreng
Samfylkingarinnar. Árni Páll Árna-
son félagsmálaráðherra segir nú að
tilmælin hafi verið „misráðin og
ótímabær“.
Það sem er óþægilegast við þennanruglanda ríkisstjórnarinnar er
að hann kemur ekkert á óvart leng-
ur. Spurningin hlýtur hins vegar að
vera sú hversu lengi Ísland getur bú-
ið við að hafa ekki aðeins eina ráð-
þrota ríkisstjórn heldur margar.
Gylfi Magnússon
Margar ráðþrota ríkisstjórnir
Árni Páll Árnason
Veður víða um heim 8.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 léttskýjað
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 9 alskýjað
Egilsstaðir 8 rigning
Kirkjubæjarkl. 17 skýjað
Nuuk 8 léttskýjað
Þórshöfn 12 skýjað
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 19 skúrir
Stokkhólmur 26 léttskýjað
Helsinki 24 léttskýjað
Lúxemborg 30 heiðskírt
Brussel 31 heiðskírt
Dublin 16 skúrir
Glasgow 19 léttskýjað
London 26 léttskýjað
París 33 heiðskírt
Amsterdam 26 heiðskírt
Hamborg 30 heiðskírt
Berlín 29 heiðskírt
Vín 26 léttskýjað
Moskva 27 heiðskírt
Algarve 24 léttskýjað
Madríd 31 léttskýjað
Barcelona 28 heiðskírt
Mallorca 29 heiðskírt
Róm 29 léttskýjað
Aþena 25 skýjað
Winnipeg 20 skýjað
Montreal 31 léttskýjað
New York 27 alskýjað
Chicago 26 alskýjað
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
9. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:25 23:42
ÍSAFJÖRÐUR 2:39 24:38
SIGLUFJÖRÐUR 2:19 24:24
DJÚPIVOGUR 2:44 23:22
„Veltutap okkar vegna eldgossins er 8 millj-
ónir króna enda þurftum við að loka safninu
í nærri þrjár vikur í apríl vegna öskufalls.
Það sem af er ári hafa 1.100 færri gestir
lagt leið sína hingað, en gestafjöldinn í júní
var hins vegar næstum svipaður milli ára
þannig að það er vonandi að rætast úr
þessu,“ segir Sverrir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Skógasafns. Tekur hann fram
að miðað við bókanir gistirýma á svæðinu
það sem eftir lifir
sumars og fram á
haustið sé hann
bjartsýnn á
framhaldið.
Vonir standa til
að úr sumrinu rætist
FRAMKVÆMDASTJÓRI SKÓGASAFNS