Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 11
Daglegt líf 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
SUMARHÚS OG FERÐALÖG
Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra
Gas-hellur
Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w
Gas-ofn
Gas-vatnshitarar
5 - 14 l/mín
Kælibox
gas/12v/230v
Gas-eldavélar
Sólarrafhlöður fyrir
húsbíla og fellihýsi.
Þunnar 130w
B
Reykja
k
Opið virka daga frá kl
Gas-helluborð
Hjörtu tískuaðdáenda slógu hraðar í París í vik-unni þegar John Galliano sýndi nýjustu hönnunsína fyrir Christian Dior. Svo virðist sem Galli-ano hafi brugðið sér í líki blómaskreytis fyrir
haust- og vetrarlínuna 2011 en tískusýningin þótti minna
helst á blómahaf.
Fallegur blómvöndur
Hver flíkin á fætur annarri var eins og fallegt
blóm í vendi; bleik tjullpils og jakkar og kjólar
skreyttir pífum og blúndum í skærum litum. Kok-
teilkjólarnir voru heldur ekki af verri endanum, í
kremuðum og dökkbláum litum. Ball-
kjólarnir voru glæsileg samsuða af tjulli
og silki að ofanverðu með pilsum sem formuð
voru eins og blómablöð. Galliano þykir hing-
að til hafa verið afar frumlegur í hönnun
sinni og hefur ekki brugðist bogalistin í
þetta sinn ef marka má íburðarmikla sýn-
inguna og viðbrögðin við henni. Jessica Alba
var til að mynda afar hrifin af hönnun Gallianos
og sagði eftir sýninguna að hún myndi vilja vera
hvert einasta blóm í garðinum hans.
maria@mbl.is
Látlaus Svo
virðist sem
þessi hafi
vafið um sig
fögru blómi.
Blómarós Í hönnun sinni notar Galliano litríkt
silki og tjull í bland við svart og dekkri liti.
Töff Þessi var með
blómvönd á pilsinu.
Glæsilegt blóma-
haf Gallianos
Reuters
Meistarinn
Galliano hefur
sjálfur sinn
sérstaka stíl.
Blómvöndur
Þessi er eins
og samsettur
úr litríkum
blómum.
Danska vefsíðan www.rice.dk er
stútfull af fallegum hlutum fyrir
heimilið. Hún var sett upp af hjónum
sem búsett eru í Danmörku en kon-
an er dönsk og maðurinn Frakki.
Hlutirnir á síðunni eru hins vegar frá
Taílandi og Madagaskar. Þeir eiga
það sameiginlegt að vera mjög litrík-
ir og sumir hverjir dálítið krúttlega
„kitsch“. Mikið er til af glösum,
diskum, hnífapörum og öðru fyrir
eldhúsið en líka hlutir til að skreyta
heimilið og hlutir fyrir börnin. Allt
saman mjög lekkert og smart og
gleður augað með öllum regnbogans
litum. Hægt er að panta af vefsíð-
unni til Íslands en til gamans má
geta að verslanirnar Sirka á Akureyri
og Snúðar & snældur á Selfossi
selja einnig vörur frá Rice.
Vefsíðan www.rice.dk
Litagleði Eldhúsáhöldunum frá Rice er ekki auðvelt að týna enda afar litrík.
Litríkt fyrir heimilið
Einn daginn er eins ogmaður vakni úr margramánaða roti sífelldsskemmtanahalds, útstá-
elsis og vitleysu. Það stefnir í þrí-
tugt og skyndilega er maður boðinn
í tvö brúðkaup með nokkurra vikna
millibili og vinkonur manns fara að
gildna um sig miðja. Ósjálfrátt
skrúbbar maður sig í framan, vakn-
ar til meðvitundar og stígur á svið í
alveg nýju hlutverki. Ég er samt
ekki að þykjast því mér finnst í
raun frábært að fá barn í vinahóp-
inn og fara í brúðkaup. En það kem-
ur mér stórlega á óvart hvað ég
virðist eiga auðvelt með að ræða
brjóstagjöf, prufugreiðslur og jafn-
vel hundauppeldi ef út í það fer.
Skyndilega er ég orðin meistari
pókerfésins. Ég sem er alltaf svo
mikill engill, lýg aldrei og er góð.
Nú sit ég bísperrt og fleygi
mér í umræður um ágæti
brjóstamjólkur til móts við
pelagjöf, hlusta ábúðarfull á
frásagnir vinkvenna minna af
ógurlegum fæðingarhríðum
þeirra og svefnlausum
nóttum með óstöðvandi
magakveisubörnum.
Ekki nóg með það held-
ur fer ég líka til útlanda
og sleppi mér yfir litlum
bleikum peysum og
krúttlegum flísgöllum
á svo allt of góðu verði
að það er fáránlegt.
En í gegnum þetta
hef ég komist að
ýmsu athyglisverðu, t.d. því að mér
þykir svo vænt um vinkonur mínar
að ég get ekki annað en verið afar
spennt og þegar þótt mjög vænt um
litla krílið sem ein þeirra hefur nú
burðast með innra með sér í fulla
níu mánuði. En krílið lætur enn bíða
eftir sér þegar þessi orð eru skrifuð.
Eins get ég ekki annað en sam-
glaðst vinum mínum yfir því að hafa
fundið hvort annað og vera á leið
í hjónaband. Það er einmitt svo
mikilvægt að geta samglaðst
og verið ánægður með það
sem maður hefur. Vissulega
eru barnaföt krúttleg og ung-
börn svo ósköp sæt. En í bili
nægir mér alveg að ein-
hver annar eigi þau og
ég er sátt við að geta
skilað litla bómull-
arhnoðranum aft-
ur um leið og
næsti maga-
krampi flæðir
yfir og hnoðrinn
byrjar að æpa.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
»Ekki nóg með þaðheldur fer ég líka til
útlanda og sleppi mér yfir
litlum bleikum peysum og
krúttlegum flísgöllum á svo
allt of góðu verði.
HeimurMaríu