Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Nokkrir þingmenn særðust í átökum sem bloss-
uðu upp á þingi Taívans í gær þegar hefja átti
umræðu um umdeildan viðskiptasamning við
Kína. A.m.k. tveir þingmenn voru fluttir á
sjúkrahús. Annar þeirra fékk klukku í höfuðið
og hinum var kastað fram af ræðupalli þingsal-
arins. Aðrir urðu fyrir minni meiðslum. Ákveðið
var að fresta umræðunni um viðskiptasamning-
inn sem var undirritaður í vikunni sem leið.
Reuters
Barist með hnúum og hnefum á þinginu
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Norska öryggislögreglan PST
skýrði frá því í gær að þrír menn
hefðu verið handteknir vegna gruns
um að þeir hefðu undirbúið hryðju-
verk. Norsk yfirvöld vildu ekki
greina frá því hvort mennirnir hefðu
ætlað að gera sprengjuárásir í Nor-
egi eða einhverju öðru landi.
Hermt er að norska lögreglan hafi
fylgst með mönnunum í rúmt ár og
ákveðið að flýta handtöku þeirra af
ótta við að alþjóðleg fréttastofa
myndi birta upplýsingar um rann-
sóknina. Fréttastofan AP hafði í gær
eftir ónafngreindum embættismönn-
um í Bandaríkjunum að málið tengd-
ist líklega áformum um að gera
sprengjuárásir á jarðlestir í New
York í Bandaríkjunum og verslana-
miðstöð í Manchester á Englandi, en
lögreglu tókst að koma í veg fyrir
þær árásir. Embættismennirnir
sögðu að þremenningarnir hefðu lík-
lega ætlað að beita heimatilbúnum
sprengjum, líkum þeim sem átti að
nota í New York og Manchester.
Mennirnir þrír hafa allir búið í
Ósló eða í nágrenni borgarinnar.
Janne Kristiansen, yfirmaður
norsku öryggislögreglunnar, sagði
að einn mannanna væri 39 ára norsk-
ur ríkisborgari, Uighuri frá Kína
sem hefði búið í Noregi frá 1999.
Annar væri 37 ára íraskur ríkisborg-
ari sem hefði fengið landvistarleyfi í
Noregi af mannúðarástæðum. Þriðji
maðurinn er 31 árs Úsbeki sem hafði
einnig fengið varanlegt landvistar-
leyfi í Noregi.
Magnus Ranstorp, sænskur sér-
fræðingur í baráttunni gegn hryðju-
verkum, sagði að ekki kæmi á óvart
að hryðjuverkamenn skyldu beina
sjónum sínum að litlu landi eins og
Noregi sem hefði ekki eins öflugar
öryggisstofnanir og stór lönd eins og
Bandaríkin og Bretland. „Handtök-
urnar sýna þó að Norðmenn eiga
gott samstarf við leyniþjónustur
annarra landa,“ hafði fréttavefur
Aftenposten eftir Ranstorp.
Reyndu að búa til sprengjur
Yfirvöld í Noregi handtóku þrjá menn vegna gruns um að þeir hefðu skipulagt hryðjuverk
Mál þremenninganna talið tengjast áformum um sprengjuárásir í New York og Manchester
Hryðjuverkaógn Storberget dómsmálaráðherra og Jens Stoltenberg.
Flugmaðurinn Andre Borschberg
varð í gær fyrstur manna til að fljúga
vél knúinni sólarorku samfleytt í
rúman sólarhring.
Borschberg lenti tilraunavélinni
Solar Impulse í Sviss um níuleytið í
gærmorgun að staðartíma, um þrem-
ur klukkustundum eftir sólarupprás.
Hann hafði þá flogið vélinni í 26
klukkustundir.
Vélin flaug fyrst í fjórtán klukku-
stundir í dagsbirtu og sólarrafhlöð-
urnar söfnuðu þá orku sem notuð var
í næturfluginu. Þegar vélin lenti var
hún með næga orku til að geta flogið
í þrjár klukkustundir til viðbótar.
Vélin er mjög viðkvæm fyrir
sviptivindum þar sem hún er mjög
létt og með svipað vænghaf og breið-
þota. Veðrið var ákjósanlegt og ekki
komu upp nein alvarleg vandamál í
fluginu.
Svissneski ævintýramaðurinn
Bertrand Piccard stjórnaði tilrauna-
fluginu, en hann varð fyrstur manna
til að fljúga loftbelg umhverfis jörð-
ina árið 1999. Hann segir markmiðið
með tilraunafluginu að sýna að hægt
sé að nota hreina orku í samgöngum í
ríkari mæli en gert hefur verið.
Stefnt sé að því að fljúga vélinni enn
lengur og færast nær draumsýninni
um vél sem geti flogið „endalaust“.
Færast nær draumavél sem
gæti flogið „endalaust“
Flaug í rúman
sólarhring aðeins
knúin sólarorku
Reuters
Knúin sólarorku Ævintýramaðurinn Bertrand Piccard (t.v.) og flugmað-
urinn Andre Borschberg fagna eftir að vélin lenti í Sviss í gærmorgun.
Estudio R. Carrera fyrir
FLAUG ALLA NÓTTINA KNÚIN SÓLARORKU
Heimild: www.solarimpulse.com
Frumgerð HB-SIA
Í næturfluginu gekk flugvélin
fyrir orku sem sólarrafhlöðurnar
söfnuðu í dagsbirtu
Burðarvirki
úr kolefnis-
trefjum
Stjórnklefi (1 m3)
rúmar einn
flugmann
Þyngd rafhlaðna
er 400kg,
fjórðungur af þyngd
flugvélarinnar
Fjórir 10 hestafla
rafhreyflar
Sólarrafalar
10.748 ofan á vængjunum
880 á láréttum stélfleti
63,40 m
21,85 m
6,4 m
ÞYNGD: 1.600 kg MEÐALFLUGHRAÐI: 70 km/klst HÁMARKS-
FLUGHÆÐ: 8.500 m
Solar Impulse, flugvél sem gengur aðeins fyrir sólarorku, lenti á
flugvelli í Sviss í gær eftir að hafa flogið samfleytt í rúman sólarhring.
Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél er flogið alla nóttina með sólarorku.
Norska toll-
gæslan hefur
handtekið bíl-
stjóra flutninga-
bifreiðar sem
reyndi að smygla
28 tonnum af kín-
verskum hvítlauk
til Evrópusam-
bandsins í gegn-
um Svíþjóð. Yfirvöld telja að 1.200
tonnum af ódýrum hvítlauk frá Kína
hafi verið smyglað til ESB-landa í
gegnum Noreg frá árinu 2009.
Smyglararnir komast þannig hjá því
að greiða 9,6% toll af hvítlauknum.
NOREGUR
Stórfellt hvítlauks-
smygl afhjúpað
Læknar á Taívan
hvetja veitinga-
hús til að hætta
að selja risaham-
borgara vegna
margra tilfella
sem lýsa sér í
aumum kjálka og
erfiðleikum með
að opna munn-
inn. Haft er eftir prófessor á Taívan
að slík vandamál geti komið upp
þegar hamborgarinn er hærri en
átta sentimetrar. Stórir borgarar
geti skaðað liðamótin milli kjálka-
beins og gagnaugabeins.
Ofreyna sig á
hamborgaraáti
TAÍVAN
Jens Stoltenberg, forsætisráð-
herra Noregs, sagði á blaða-
mannafundi með Knut Stor-
berget dómsmálaráðherra að
málið sýndi að landið væri ekki
laust við hryðjuverkaógnina.
„Noregur er enn eitt af örugg-
ustu löndum heims,“ sagði þó
Storberget og bætti við að lög-
reglan teldi að almenningur í
Noregi hefði ekki verið í hættu.
Ekki lausir
við ógnina
ÓHUGUR Í NORÐMÖNNUM