Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ískýrslu Rann-sókn-arnefndar Al-
þingis er upplýst
að á fundi í Seðla-
bankanum þegar
Glitnir var um það
bil að gefast upp
hafi Össur Skarphéðinsson
sagt viðstöddum efnislega að
hann hefði ekki nokkra þekk-
ingu á neinu því sem þarna
væri að gerast. Þá og næstu
vikur á eftir var að koma í ljós
að íslensku viðskiptabank-
arnir þrír höfðu gefið mjög
villandi upplýsingar um raun-
verulega stöðu sína, svo væg-
asta lýsing á því atferli sé not-
uð. Einn maður skuldaði yfir
þúsund milljarða í bönkunum
þremur, sem er svo furðuleg
staðreynd að Íslendingar hafa
í raun ekki enn numið hana.
Össur hefur nýlega viður-
kennt opinberlega að sá mað-
ur hafi verið í sérstöku skjóli
Samfylkingar. Hann hefur
ekki viðurkennt að þannig sé
það enn. Á daginn kom fyrstu
vikurnar í október 2008 að
bankarnir höfðu hreinlega
verið étnir upp að innan og því
yrði ekki lengur leynt fyrir op-
inberum yfirvöldum á Íslandi
né fyrir umheiminum. Það er
liður í því, sem kallað er
manna á meðal bjölluatið í
Brussel, að Össur Skarphéð-
insson flækist nú á milli landa
á ríkisins kostnað. Og þar
heldur hann ræður. Sú síðasta
var um það að viðskiptabank-
arnir þrír hefðu ekki verið étn-
ir upp að innan, og ekki stund-
að glæfralegar fjárfestingar,
ekki haldið uppi fölsku verði á
hlutabréfum sín-
um, ekki lánað
þvers og kruss lít-
illi klíku stærstu
lánin án raunveru-
legra veða ef Ís-
lendingar hefðu
„farið að ráðum
þess sem hér stendur og geng-
ið í Evrópusambandið fyrir tíu
árum“. Þarna talar maður sem
veit sínu viti og hefur því lært
einhver reiðinnar býsn um
bankamál frá haustinu 2008,
og treystir sér nú til að upp-
fræða umheiminn allan. Það
var vissulega tillitssemi af
hálfu Össurar að upplýsa ekki
dolfallna hlustendur sína um á
hverju þessi fullyrðing út í
loftið byggðist. Bretland hefur
verið lengi í Evrópusamband-
inu og hefur stundað frjálsa
bankastarfsemi um aldir.
Fjármálaráðherrann þar og
seðlabankastjórinn hafa upp-
lýst að hársbreidd hafi munað
að allt það stóra kerfi riðaði til
falls hina sömu októberdaga
og Össur fjallaði af yfirgrips-
miklu þekkingarleysi, að eigin
sögn, um íslensku bankana.
Grikkland er nánast gjald-
þrota, sem Ísland er ekki,
þrátt fyrir að hafa ekki enn
gengið í gegnum sambærilegt
bankaáfall og Ísland gerði.
Það land hefur verið meðlimur
bæði í Evrópusambandi og
evru lengi. Auðvitað þykir Ís-
lendingum óþægilegt að horfa
upp á utanríkisráðherra sinn
blaðra um mál, sem hann hef-
ur engan skilning á, í útlönd-
um. En það er þó tilbreyting
að hann skuli gera það þar.
Þekkingarleysi Öss-
urar á bankamálum
er ekki lengur bara
til brúks fyrir heima-
markað}
Furðutal á ferðalögum
BæjarstjóriSamfylking-
arinnar í Hafnar-
firði, Lúðvík Geirs-
son, ákvað að
setjast í baráttu-
sæti lista síns í
sveitarstjórnarkosningunum.
Það var myndarlegt og engum
gátu dulist skilaboðin. Vildu
menn Lúðvík áfram sem bæjar-
stjóra yrði að tryggja Samfylk-
ingunni áframhaldandi hreinan
meirihluta. Lúðvík Geirsson er
um margt dugandi maður.
Engu að síður beið Samfylk-
ingin afhroð í kosningunum í
Hafnarfirði í vor, eins og víðast
á landinu. Formaður flokksins
sagðist í sjónvarpi á kosninga-
nótt virða kosningaúrslitin og
myndi læra af þeim. Fáeinum
dögum síðar var tilkynnt að
þrátt fyrir kosningaafhroðið og
að Lúðvík hefði fallið úr bæjar-
stjórninni yrði hann engu að
síður áfram bæjarstjóri næstu
tvö árin. Vinstri-
grænir hefðu sent
honum líflínu og
dregið hrakinn að
landi. Þetta mælt-
ist ekki vel fyrir,
hvorki í Hafnar-
firði né á landsvísu, og varð
þeirrar óánægju mjög vart.
Formaður Samfylkingar hafði
áður sagt að þjóðaratkvæða-
greiðslan um Icesave væri
markleysa, sem formaðurinn
myndi hunsa. Fólkið í landinu
svaraði þessari tilraun til leið-
sagnar með því að flykkjast á
kjörstað. Það voru ekki aðeins
úrslitin sem urðu áfall fyrir Jó-
hönnu og ríkisstjórnina. Hin
mikla þátttaka þjóðarinnar í
atkvæðagreiðslu sem foringjar
stjórnarliðsins reyndu að eyði-
leggja kórónaði það áfall. Sam-
fylkingin hafði ekki efni á að
hunsa einnig með öllu úrslitin í
Hafnarfirði, þótt hún geri það
enn að mestu leyti.
Samfylkingin hafði
ekki efni á að hunsa
með öllu kosninga-
úrslitin í Hafnarfirði}
Lúðvík hættir
É
g er svo barnalegur að ég hef allt-
af trúað því að kosturinn við hina
vísindalegu aðferð væri sá að
samkvæmt henni þurfa vísinda-
kenningar að lifa af ýtarlega og
oft mjög harkalega gagnrýni annarra vísinda-
manna. Vísindalega aðferðin byggir hreinlega
á því að reyna að afsanna kenningar og því
fleiri slíkar tilraunir sem kenning stendur af
sér því líklegra er að hún sé sönn. Opin og
gagnrýnin umræða er með öðrum orðum
grundvöllur vísindalegrar framþróunar.
Þess vegna þótti mér skjóta skökku við þeg-
ar bandaríska vísindastofnunin The National
Academy of Sciences (NAS) birti í nýjasta
hefti tímarits síns lista yfir 496 vísindamenn
sem ekki á að taka alvarlega í umræðunni um
loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar.
Á þessum lista eru ekki ómerkari menn en stærð- og
eðlisfræðingurinn Freeman Dyson í þriðja sæti listans,
veðurfræðingurinn Richard Lindzen í fjórða sæti og
eðlisfræðingurinn William Happer í sjötta sæti. Allir eru
þeir afskaplega virtir prófessorar í sínum vísindagreinum
og allir eru þeir meðlimir í NAS.
Það sem er sérstaklega alvarlegt við þessa nálgun
stofnunarinnar er að þrátt fyrir að hún sé að forminu
sjálfstæð stofnun var hún stofnuð af bandaríska ríkinu og
hlutverk hennar er að veita stjórnvöldum ráðgjöf hvað
varðar alls konar vísindalegar spurningar.
Miðað við þann gríðarlega fjárhagslega kostnað sem
margar ríkisstjórnir virðast æstar í að taka á
sig til að bregðast við heimshlýnun mætti ætla
að afar mikilvægt sé að vísindin séu á tæru –
að engu sé til sparað til að finna út hver vand-
inn raunverulega er, ef hann er til staðar yfir-
höfuð.
Þvert á móti hefur stofnunin með þessum
hætti búið til svartan lista yfir vísindamenn,
sem allir hafa látið í ljós efasemdir um að hug-
myndin um heimshlýnun af mannavöldum sé
byggð á nægilega sterkum vísindalegum
grunni. Maður getur bara reynt að ímynda sér
hvaða áhrif það hefði haft ef tímarit eðlisfræð-
inga hefði á fyrri hluta síðustu aldar birt lista
yfir þá vísindamenn sem aðhylltust skammta-
fræði og sagt að ekki ætti að taka mark á þeim
af því að þeir væru ekki í afstæðiskenningar-
hópnum.
Eins og eðlisfræðingurinn og stærðfræðingurinn
Frank J. Tipler (36. sæti á lista NAS) bendir á er nauð-
synlegt að tölulegar upplýsingar, sem liggja að baki lofts-
lagslíkönum, séu grandskoðaðar og gagnrýndar ef efni
standa til. Það er hins vegar í mörgum tilvikum afar erfitt
þar sem tölulegu upplýsingunum er haldið leyndum.
Hann útilokar ekki að hnötturinn sé að hlýna, en þær
tölulegu upplýsingar sem hann hefur fengið að sjá styðja
ekki þá kenningu. Þar til allar tölulegu upplýsingarnar
hafa verið gerðar opinberar hljóti rökrænn og gagnrýn-
inn einstaklingur að draga fullyrðingar hlýnunarsinna í
efa.
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Vísindamenn settir á svartan lista
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Lögin stangast á um
sjúkdómatryggingar
FRÉTTASKÝRING
Jónas Margeir Ingólfsson
jonasmargeir@mbl.is
H
éraðsdómur Reykja-
víkur dæmdi sjúk-
dómatryggingabætur
tekjuskattsskyldar í
fyrradag en slíkar
bætur greiðast í einu lagi ef ein-
staklingur greinist með tiltekinn al-
varlegan sjúkdóm. Ekki þarf að upp-
fylla nein önnur skilyrði eins og að
sýna fram á tekjumissi eða útlagðan
kostnað að neinu leyti.
Tryggingafélögin, ásamt ýmsum
hagsmunasamtökum sjúklinga, segja
lögin óskýr í þessum efnum og telja
löggjöfina orka tvímælis.
Bæturnar voru dæmdar tekju-
skattskyldar á grundvelli 7. gr. tekju-
skattslaga en þar má finna upptaln-
ingu á skattskyldum tekjum. Í þeirri
upptalningu eru skaðabætur og vá-
tryggingafé vegna sjúkdóms nefndar
sérstaklega og féllst dómurinn á þau
lagarök og dæmdi á grundvelli þess
ákvæðis.
Féllst ekki á lagarökin
Málið kom til kasta dómstóla eft-
ir að ríkisskattstjóri í fyrsta skipti í 10
ár lagði tekjuskatt á sjúkdómatrygg-
ingabætur sem kona ein fékk greidd-
ar. Hún höfðaði mál og voru lagarök
hennar þau að í 28. gr. sömu laga er
einnig talið upp það sem ekki telst til
tekna og er því undanþegið tekju-
skatti. Þar er talinn upp sá eignaauki
sem verður vegna greiðslu líftrygg-
ingarfjár. Af hálfu konunnar var
byggt á að sjúkdómatryggingabætur
féllu undir líftryggingarfé því lög um
vátryggingarsamninga segja að þeg-
ar rætt er um líftryggingu sé einnig
átt við heilsutryggingu án uppsagn-
arréttar, sem er sú trygging sem um
var deilt í málinu.
Sjúkdómatrygginguna bæri því
að meðhöndla sem líftryggingu að
lögum og væri þannig undanþegin
tekjuskatti skv. tekjuskattslögunum.
Þá benti hún á áratugarlanga
skattaframkvæmd en héraðsdómur
féllst ekki á nein rök hennar og
dæmdi bæturnar skattskyldar.
Ekki skoðað sem skattur
Tryggingarfélögin seldu sjúk-
dómatryggingar á þeim forsendum
að bæturnar væru skattfrjálsar enda
í takt við áratugarlanga framkvæmd
skattayfirvalda. Í vetur leituðu því
tryggingarfélögin ásamt ýmsum
hagsmunasamtökum sjúklinga til
efnahags- og skattanefndar.
Ögmundur Jónasson er einn
nefndarmanna sem tryggingar-
félögin leituðu sérstaklega til og fóru
þess á leit við hann að löggjöfin yrði
samræmd til að gera bæturnar skatt-
frjálsar.
„Þegar við skoðum þetta og lög-
gjafinn skoðar þetta, þá er það ekki
skoðað einvörðungu sem skattlagn-
ing á sjúkt fólk, heldur er þetta skoð-
að út frá því hvert við erum að stefna
með okkar heilbrigðiskerfi almennt.
Þar höfum við byggt á því að við er-
um með kerfi sem er fyrir alla og ég
hygg að það sé ekki vilji til þess í sam-
félaginu að fara með þetta kerfi út á
svona einkavæddar brautir,“ segir
Ögmundur sem kveður mikla mis-
munun að finna í einkavæddu heil-
brigðistryggingakerfi.
„Fólki er mismunað þannig að
þeir sem eru með lítil skaðleg erfða-
gen fá betri kjör en hinir sem hafa
slíkar byrðar í sálu og skrokk. Þannig
er fyrir hendi mismunun inni í einka-
væddu kerfi. Það er því spurning
hversu langt menn vilja bera þá mis-
munun inn í þjóðfélagið og skatt-
kerfið,“ segir Ögmundur en skatta-
nefnd Alþingis mun skoða málið að
loknu sumarleyfi. „Við munum fara
yfir þetta með hliðsjón af þessum
dómi og því hvað menn telja rétt í
þessum efnum,“ segir Ögmundur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Vinsælt Um fjörutíu og fjögur þúsund sjúkdómatryggingaskírteini eru út-
gefin á Íslandi. Þau voru seld á þeim forsendum að bætur séu skattfrjálsar.
Guðmundur Örn Gunnarsson,
forstjóri VÍS, segir sérfræðinga
sem fyrirtækið leitaði til hafa
talið bæturnar skattfrjálsar.
„Skilningur okkar á þeim plögg-
um sem við höfum frá endur-
skoðendum og öðrum sérfræð-
ingum í skattamálum á þessum
tíma var að þetta væri sam-
bærilegt við líftryggingar eins
og annars staðar á Norður-
löndum þar sem sambærilegar
tryggingar eru seldar með þess-
um hætti og enn frekar með vá-
tryggingarsamningalögum sem
tóku gildi 2006,“ segir Guð-
mundur sem telur vilja löggjaf-
ans þann að undanþiggja
sjúkdómatryggingar frá tekju-
skatti.
„Þegar tekjuskattslögin voru
sett var þessi sjúkdómatrygg-
ing ekki til. Ég er alveg viss um
það að hefði þessi trygging ver-
ið til þegar lögin voru sett þá
hefði sjúkdómatrygging verið
undanþegin.“
Taldar
skattfrjálsar
FORSTJÓRI VÍS