Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 20

Morgunblaðið - 09.07.2010, Side 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Hinn 7. júlí 2010 birtist grein eftir hæstaréttarlögmann- inn Heimi Örn Her- bertsson varðandi dóm Hæstaréttar um geng- istryggð lán. Ber að fagna þegar loks birt- ast málefnalegar greinar úr lögfræð- ingastétt sem fjalla um þetta efni. Þrátt fyrir ágæta umfjöllun lög- mannsins bólar ekkert á hagstjórn- arþætti málsins. Hvers vegna var Seðlabanki Íslands þvingaður út fyr- ir lagarammann á sínum tíma vegna lögbrota banka? Það sem máli skiptir varðandi dóm Hæsaréttar og margoft hefur komið fram er að þegar íslenska krónan var sett á flot árið 2001 var um miklar breytingar að ræða á peningastjórn á Íslandi. Lög nr. 36/ 2001 um Seðlabanka Íslands voru sett og þar gert að skilyrði 2,5% verðbólgumarkmið bankans með um 1,5% vikmörkum í hvora átt. Sam- hliða voru sett lög nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu og þar var lokað fyrir svokallaða gengistrygg- ingu, þ.e. að á Íslandi yrði aðeins heimilt að verðtryggja skuldbind- ingar í krónum með vísitölu neyslu- verðs. Hins vegar var veitt frelsi til að semja um vexti og þrýstu bankar mjög á um það. Halda ber til haga, m.a. fyrir lög- menn, ráðherra og þingmenn, að lög um vexti og verðtryggingu voru ekki sett af vangá eða af kæruleysi held- ur að ásettu ráði og byggðist lög- gjöfin m.a. á ábendingum Alþjóða- gjaldeyrissjóðins (AGS) sem lesa má í skýrslum sjóðsins frá 1999 og 2001. Yfirlýsing sjóðsins frá janúar 2001 um þetta efni var m.a. birt í hefti Peningamála Seðlabanka Íslands í fyrstu heftum þess árið 2001. Voru uppgjörssamningarnir, sem gerðir voru við færslu lánasafna milli gömlu og nýju bankanna, illa ígrundaðir og mótaðir af þeim sem brutu reglurnar á sínum tíma? Spor Icesave hræða. Það er afar mikilvægt að lög nr. 38/2001 ramma inn í grófum dráttum tvo þætti, vaxtaþátt og verðtryggingarþátt. Verðtryggingarþáttur laganna er skýr og úr- lausn varðandi þann þátt liggur fyrir með vísan í dóm Hæsta- réttar á dögunum. Ekki var vikið til hliðar vaxtaþætti lánanna en lítum aðeins á þann þátt og frelsið sem bankarnir kölluðu eftir. Á sínum tíma sendi Viðar Már Matthíasson, núverandi lagaprófessor við lagadeild Háskóla Íslands og einn umsækjenda um stöðu dómara við Hæstarétt Íslands, erindi til nefndar sem vann við smíði draga að frumvarpi sem síðar varð að lögum nr. 38/2001. Ásamt er- indinu sendi hann greinarstúf sem birtist árið 2000 í Tímariti lögfræð- inga og varðaði vaxtalög. Þetta er- indi er mjög áhugavert sem og greinin. Gögn þessi fengust afhent úr ráðuneyti efnahags- og viðskipta þegar greinarhöfundur vann að rannsókn málsins. Viðar lagði áherslu á að það ríkti frelsi bæði í vaxtaþætti og verð- tryggingarþætti frumvarpsins. Nefndin lagðist gegn frelsi varðandi verðtryggingu en samþykkti frelsi varðandi vexti. Þetta staðfesti Al- þingi Íslendinga óbreytt og nú hefur verið dæmt eftir þessum lögum. Lesa má úr erindi Viðars til nefnd- arinnar að hann setur sig beinlínis upp á móti því mikla valdi sem Seðlabanka Íslands átti að verða fal- ið með því frumvarpi sem þá var í smíðum og varð síðar að lögum nr. 38/2001. Það var öllum ljóst á þess- um tíma sem með hagfræði og lög- fræði fara að það var einmitt mark- miðið að veita Seðlabanka Íslands meira vald. Þetta var megintilgang- urinn með þessu öllu svo bankinn gæti stýrt hagkerfinu á Íslandi sam- kvæmt skýrum lögum og reglum. Viðar, með fullri virðingu fyrir fræðum hans, virðist þarna hafa gengið erinda banka og orðar rök sín fyrir frelsinu ekki ósvipað og Pétur Blöndal sem síðar reyndi án árang- urs að auka frelsi varðandi verð- tryggingu árið 2003 en Seðlabanki Íslands bar við áhættu gagnvart al- menningi í því efni. Það var rétt mat Seðlabanka Íslands. Pétur fékk ekki sínu máli framgengt vegna mikil- vægis hagstjórnarinnar og Alþingi samþykkti ekki málaleitan í þessa átt. Finnur Sveinbjörnsson, þáver- andi nefndarmaður í framangreindri nefnd og fyrrverandi forstjóri Arion banka, hafði uppi sömu rök í öðru skjali sem barst nefndinni frá fjár- málafyrirtækjunum sem Finnur var í forsvari fyrir. Sama má einnig lesa í umsögn um framangreint frum- varp frá Guðjóni Rúnarssyni, núver- andi og þáverandi fulltrúa fjármála- fyrirtækja á Íslandi. Á þessum tíma var Tryggvi Páls- son, núverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands, í vinnu fyrir annan banka en Seðla- banka Íslands og barðist m.a. gegn því að Seðlabankinn veitti Hitaveitu Borgarness ráðgjöf um erlent lán því hann krafðist þess þá að þessi ráðgjöf yrði á höndum bankanna enda taldi hann þá best til þess fallna. Stuttu síðar var hann ráðinn til Seðlabanka Íslands og þá líklega með það að markmiði að skapa þar nýja menningu í þessu efni og inn- leiða ný vinnubrögð sem virðist hafa hentað bönkum betur. Það eru ekki öll kurl komin til grafar og rannsóknarnefnd Alþingis birti aldrei þessar upplýsingar sem hér er getið. Nefnd Alþingis hefur aldrei rætt faglega um mikilvægi þess þegar bankar brutu lög og fóru að lána framhjá peningastjórntækj- um Seðlabanka Íslands og ollu gríð- arháum stýrivöxtum sem margir vilja nú að verði leiðarljós í leiðrétt- ingu gagnvart almennum borgurum á Íslandi. Hvers vegna? Lánveitingar og lagarök Eftir Svein Óskar Sigurðsson » Það eru ekki öll kurl komin til grafar og rannsóknarnefnd Al- þingis birti aldrei þessar upplýsingar sem hér er getið Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er BA í heimspeki og hag- fræði og viðskiptafræðingur MBA. Sumarið er tími safnanna á Íslandi. Um allt land starfa söfn sem ferðalangar leggja leið sína á og njóta þar fræðslu og skemmtunar um allt frá nálhúsum til nú- tímalistar. Söfnum er ekkert óviðkomandi og þar er sagan, listin og náttúran sett fram til að auðga og dýpka skilning okkar á því hver við erum og hvert við stefnum. Sam- kvæmt lögum er söfnum ætlað að „safna heimildum um manninn, sögu hans, umhverfi og náttúru landsins, standa vörð um þær, rannsaka, miðla upplýsingum og hafa þær til sýnis svo að þær megi nýtast til rannsókna, fræðslu og skemmtunar“. Söfnum er því ætlað mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Í þeim fjölmörgu söfnum sem starfa víðs vegar um landið geta all- ir fundið eitthvað við sitt hæfi, framsækna myndlist eða hefð- bundna, fugla eða hvali og þjóð- minjar sem segja sögu lífsbarátt- unnar í landinu frá landnámi til dagsins í dag. Íslensk söfn leggja metnað sinn í að miðla safnkosti sínum með fjölbreyttum hætti svo henti bæði börnum og fullorðnum. Heimsókn í safn er upplifun fyrir alla fjölskylduna og oft eru það ekki síður börnin en þeir fullorðnu sem geta tekið að sér hlutverk leiðsögu- manns. Söfn á Íslandi sinna fræðsluhlutverki sínu af alúð. Jafnt sumar sem vetur fara hópar barna úr skólum og úr frístundastarfi um söfnin í fylgd kennara og starfs- manna sem veita þeim fræðslu. Það væri því ekki úr vegi að heimsækja safn í fylgd ungs leiðsögumanns úr fjölskyldunni í sumar og heyra hvað unga kynslóðin hefur að segja um myndlist, minjar og allt annað sem býr í undraveröld safnanna. Söfn eru kjarni menningarstarfs í hverjum landshluta og mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu. Á síðustu áratugum hefur starfsemi safna tekið miklum framförum og fjöl- breytni starfseminnar aldrei verið meiri. Þar koma til ýmsir þættir, svo sem vel menntuð og fjölhæf stétt safnmanna, metnaður stjórn- valda og áhugi almennings. Það er nauðsynlegt nú á tímum sjálfskoð- unar og endurmats að hlúa að menningararfinum og bæði þeim hefðum og nýsköpun sem tengjast honum. Við getum verið stolt af þeirri fortíð og samtíð sem birtist okkur í íslenskum söfnum. Þar get- um við lært sitt hvað um okkur sjálf og þann menningarheim sem við tilheyrum og um leið auðgað skilning okkar á sögu þjóðarinnar í alþjóðlegu samhengi. Á sunnudaginn kemur verða ís- lensku safnverðlaunin afhent. Að þeim standa félagasamtök safn- manna. Dómnefnd vann úr tilnefn- ingum almennings en þrjú söfn eru tilnefnd; Nýlistasafnið, Byggðsa- safn Skagfirðinga og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Þessi þrjú söfn eru gott dæmi um þá fjölbreytni sem finna má í safn- aflórunni. Þar er unnið metn- aðarfullt starf bæði í því sem ber fyrir augu gesta en ekki síður í innra starfi stofnananna og þá sér- staklega umönnun um safnkostinn. Grundvöllur og hjarta hvers safns býr í þeim munum sem það varð- veitir. Safnaráð hvetur fólk til að fjölmenna á söfnin í sumar og njóta þess sem er í boði. Safnastarf í blóma Eftir Margréti Hall- grímsdóttur og Ágústu Kristófers- dóttur »Um allt land starfa söfn sem ferða- langar leggja leið sína á og njóta þar fræðslu og skemmtunar um allt frá nálhúsum til nútíma- listar. Margrét Hallgrímsdóttir Margrét er þjóðminjavörður og for- maður safnaráðs, Ágústa er starfandi framkvæmdastjóri safnaráðs. Ágústa Kristófersdóttir Það er gaman að koma í Þjóðminja- safnið og lifa gamla tíð. Þar sér maður í hnotskurn líf og strit þjóðarinnar gegnum aldirnar. Í daufri birtu kolunnar í bað- stofukytrunni má greina fólk við vinnu sína. Kona kembir ullarlagð, eldri maður þæfir vett- ling sá þriðji fléttar reipi úr hrosshári. Ungur sjómaður tálgar keip úr rekavið en gráhærða kon- an er að kenna ungum sveini að stauta í kverinu. Í baksýn sést slitinn verkamaður burðast með mópoka á bakinu og ögn fjær er gamli heimiliskennarinn að kríta sínus-kúrfu á svarta töflu. En hvað er heimiliskennarinn að væflast þarna? Á þetta ekki að vera 17. aldar lífsmynd? Jú en starf stærðfræðikennarans hefur verið óbreytt í gegnum aldirnar og hans boðskapur er sígildur og óbreytanlegur eins og lögmál Móse. Svo gerðist einkennilegur at- burður eitt árið. Vestur í Banda- ríkjunum fundu nokkrir ungir menn upp lítið tæki sem hafði þá náttúru að geta margfaldað og deilt og þessi kynjagripur kunni einnig góð skil á rótardrætti og hornaföllum. Stærðfræðikennarar sáu strax að hér var háski á ferð. Aldagömul hefð, lífsnauðsynleg yfirvinna og ánægjulegt föndur var í uppnámi. Hér yrði að bregð- ast skjótt við til varna og stoppa ósómann. Og þetta undratæki hlaut svipuð örlög og Grettir Ás- mundarson. En smám saman versnaði vígstaðan fyrir kenn- arana. Tækin urðu ódýrari og hin snjöllu varnarrök um mennta- gildið, þroskagildið og hina æva- fornu þekkingarhefð sem ávallt höfðu sigrað misstu sinn töfra- mátt. Samið var vopnahlé með því skilyrði að grafískar smátölvur kæmu ekki í skólastofur. En Adam var ekki lengi í paradís. Því er líkt varið með tölvutæknina og bakteríurnar að hún smýgur alls staðar inn fyrir dyr. Upplýs- ingabyltingin er framtíðarmúsík. Árið 1988 komu á markað afar fullkomin stærðfræðiforrit með Maple og Mathematica í broddi fylkingar. CAS (computer algebra systems)-tæknin hóf innreið sína. Það sem áður var kallað rútína (einföld endurtekning ) teygði sig nú yfir nýjar lendur sem eru höf- uðstöðvar calculus-reikningsins svo sem algebra, teikning ferla, heildun, diffrun og lausnir jafna af ýmsu tagi. Enn brugðust kenn- arar til varnar og fullyrtu að kennslugildi þessa hugbúnaðar væri afar takmarkað og þetta væri bara ómerkilegt hjálpartæki sem gæfi svör en ekkert um reikniaðferðina. Þessi gagnrýni var á margan hátt réttmæt í byrjun en þróun þessa hugbúnaðar varð miklu ör- ari en menn áttu von á. Nú er svo komið að öflugustu CAS-forritin, t.d. Maple, eru með afar fullkomið gagnvirkt kennslukerfi sem út- skýrir í smáatriðum hvernig reikniaðgerðin er framkvæmd. Árið 2009 kom á markað stærð- fræði- og þekkingarforritið Wol- framAlpha sem var kosið merk- asta nýjungin í tölvuheiminum það ár. Alpha er til á iPhone og kostar 2 dollara. Það er einnig ókeypis á netinu. Maple 14 og Alpha litla eru ótrúlega öflugt par og nánast ómissandi við allt stærðfræðinám. Með því að nota þessi stórkostlegu forrit er nemandinn kominn með einka- kennara í tölvunni og getur lært heima á margfalt styttri tíma en áður og allt í einu er stærðfræðin orðin skemmtileg og árang- urinn miklu betri. Síðastliðin misseri hefur Menntaskólinn Hraðbraut notað for- ritið Maple við stærð- fræðikennslu. Í könnun sem gerð var í vor sagði yfirgnæfandi fjöldi nemenda að námið væri miklu skemmtilegra með þessum hætti, sparaði tíma og gerði nemandann sjálfbjarga og yki áhugann á náminu. Svipaðar niðurstöður fást úr rannsóknum um allan heim. Hinn dapri sannleikur sem ekki má segja upphátt Í mínum kunningja- og vina- hópi eru margir vel lærðir á stærðfræðisviðinu. Mér er mjög hugleikið að fræðast um hve mik- ið gagn þessir ágætu menn hafi haft af sínu langa stærð- fræðinámi. Svarið við spurningum mínum er yfirleitt alltaf það sama. Nánast enginn hefur haft nokkurt gagn af framhalds- og háskólastærðfræðinni. En þetta þarf að fara hljótt og ekki orð um það meir. Skrauthýsi eða menntasetur Ég heyrði eitt sinn hollenskan kennslufræðing og fyrirlesara í stærðfræði sem víða hafði farið halda því fram að hér væru veg- legustu skólahús sem hann hefði nokkurn tímann séð en árangur skólastarfsins væri ekki af sama gæðaflokki. Hér á landi er aðal- áherslan lögð á lofthæð húsanna og að glerið og harðviðurinn sé fyrsta flokks. Minnka þarf flottræfilsháttinn í skólabygg- ingum og verja meira fé í starfs- þjálfun og menntun kennara og stjórnenda skólanna. Lokaorð Framtíðin verður full af nýjum ævintýrum. Í úrinu eða gler- augum býr herra Fróði. Hann er gervigreindartæki með skemmti- legan húmor og nýtur þess að spjalla við eiganda sinn, fræða hann og gefa góð ráð. Tölvu- og fjarskiptatæknin mun gera allt nám og kennslu miklu gagnlegra og skemmtilegra. Stærðfræðikennsla mun gjör- breytast. Lausn raunhæfra verk- efna í fræðigreinum svo sem list- fræði, eðlisfræði, líffræði, hagfræði og verkfræði verður í fyrirrúmi. Loksins fær sjónminnið að njóta sín. Hugmyndir koma í stað þreytandi reiknistrits. Ekki þarf lengur að kunna þykka doðranta utan að. Utan- garðsfólkið í stærðfræði hefur eignast traustan og skemmtilegan vin. Stærðfræðikennsla í framhalds- og háskólum Eftir Ellert Ólafsson Ellert Ólafsson » Í mínum kunningja- og vinahópi eru margir vel lærðir á stærðfræðisviðinu. Mér er mjög hugleikið að fræðast um hve mikið gagn þessir ágætu menn hafi haft af sínu langa stærðfræðinámi. Höfundur er verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Tölvu- og stærð- fræðiþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.