Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 21

Morgunblaðið - 09.07.2010, Page 21
Umræðan 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Hin vesæla ríkis- stjórn hins íslenska lýðveldis hefur undan- farin misseri talið sig vera að leysa fjárhags- vanda heimilanna sem mörg hver væru á hættulegu róli þrúg- andi skulda eftir að verðgildi íslensku krónunnar var fellt af stjórnvöldum til að bjarga stærsta bankaþjófnaði sem vitað er um miðað við höfðatölu þol- enda. Aðgerðir stjórnvalda hafa ein- göngu miðast við að veita þeim úr- lausn sem ætluðu að græða stórar fjárhæðir á því að taka svokölluð myntkörfulán. Þetta vesalings fólk sem lenti í sömu stöðu og keisarinn frægi sem stóð klæðlaus fyrir fram- an þegna sína komst í sína vondu stöðu fyrir eigin græðgi. Ef þetta blessaða fólk hefði fengið sinn ávinning sem lofað var með myntkörfulánum vegna lægri vaxta erlendis hefði það sjálft hirt ágóðann en nú skal velta tapinu yfir á aðra þegna þjóðfélagsins. Eftir dóm Hæstaréttar stendur þetta fólk bet- ur að vígi en þeir sem höfðu tekið lán til sinna þarfa með vöxtum og verðtryggingu. Stór hluti lands- manna býr við skuldir sem miðast við verð- tryggingu höfuðstóls auk vaxta. Þetta fólk hefur orðið fyrir um- talsverðu tjóni vegna bankaráns aldanna við gengisfallið og hækkun vísitölu sem verðtrygg- ingin miðast við. Er málum nú svo komið að skuldir margra heimila, og fleiri heimila en tengjast myntkörfulánum, hafa hækkað um milljónir frá því að rán bankanna uppgötvaðist. Ekki hefur heyrst frá ríkisstjórn- inni að þörf sé á að hjálpa þessu fólki, hinum þögla meirihluta þjóð- arinnar, sem orðið hefur harðast úti vegna atvinnuþjófnaðar á íslenskum verðmætum. Því er spurt: Hvað hyggst rík- isstjórn lýðveldisins gera til að létta undir með hinum þögla meirihluta sem býr við verðtryggingu lána og hefur tapað milljónum á illa ígrund- aðri stjórnsýslu af hálfu leikenda í aðalleikhúsi þjóðarinnar við Aust- urvöll? Enginn leikari í leikhúsinu við Austurvöll hefur orðað það að þörf sé á að huga að aðstoð til handa þeim þegnum sem bera skuldir sem eru verðtryggðar. Sú spurning hefur vaknað hvort þörf sé á nýrri byltingu í landinu til þess að aumir stjórnendur hins ís- lenska lýðveldis sjái að það eru fleiri þegnar sem tilheyra þjóðfélaginu en þeir sem hugðust fara hina vesælu leið lánlausa keisarans sem stóð klæðlaus fyrir framan þegnana? Þetta lánlausa fólk glaptist eins og keisarinn á fagurgala loddara sem kerfisbundið unnu að því að féfletta þjóðina og loddararnir lifa nú margir hverjir í allsnægtum erlendis. Góðir Íslendingar: Er kominn tími til nýrrar byltingar gegn óhæfum leikurum í leikhúsinu við Austur- völl? Ólíkt höfumst vér að Eftir Kristján Guðmundsson Kristján Guðmundsson » Þeir sem tóku verð- tryggð lán skulu borga kostnaðinn vegna þeirra sem tóku mynt- körfulán. Höfundur er fyrrverandi skipstjóri. Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um skólamötuneyti Reykjavíkurborgar. Fagna ber allri upp- byggilegri umræðu um skólamál sem og um- ræðu um næringu, mataræði og heilsu skólabarna. Umræðan má ekki vera hlaðin órökstuddum upphróp- unum eða ásökunum um stefnuleysi borgaryfirvalda eða metnaðarleysi skólastjórnenda og starfsfólks grunnskólanna til að standa sem best að málum. Umræða á þessum nótum gerir ekkert annað en að vekja ótta í brjósti foreldra og barna og höggva í starfsheiður þess góða starfsfólks sem gerir sitt besta dag hvern. Í grunnskólum borgarinnar er mikill metnaður til að standa vörð um líðan og nám nemenda. Heil- næmt umhverfi, hollur matur og heilbrigð hreyfing eru þættir sem stuðla að vellíðan og framförum í námi. Um 90% grunnskólabarna í Rvík. borða í skólamötuneytum Mötuneyti grunnskóla borg- arinnar er líklega stærsta mötuneyti landsins. Í skólunum eru um fjórtán þúsund nemendur. Í nýlegri könnun sem Menntasvið Reykjavíkurborgar lét gera nýttu um 90% grunnskóla- barna þessa þjónustu. Tæplega helmingur þeirra 10% nemenda sem ekki nýta skólamötuneytin nefnir óánægju með matseðilinn og um fjórðungur nefnir matvendni eða of- næmi barns. Kannanir sem þessar hafa verið gerðar reglulega í tíu ár og eru notaðar í gæðastarfi skól- anna. Ánægja foreldra með þær máltíðir sem barnið fær í skólanum hefur einnig vaxið verulega á síðustu ár- um. Foreldrar grunnskólabarna eru vel upplýstir einstaklingar sem mik- ið mark er á takandi og skólayfirvöld í Reykjavík leggja metnað í að fylgj- ast með skoðunum þeirra á skóla- starfi og nýta upplýsingar frá þeim til að gera enn betur. Menntasvið Reykjavíkurborgar hefur nýlega kannað samsetningu skólamáltíða í grunn- skólum. Í könnuninni kom fram að um 94% grunnskólanna nýttu ferskan fisk sem grunnhráefni í hádeg- ismat einu sinni til þrisvar í viku og 88% höfðu ferskt kjöt sem grunnhráefni í hádeg- ismat jafnoft. Í nýlegri grein sem birt er á vef Norðlenska kemur fram að um tveir þriðju innkaupa Reykjavík- urborgar frá fyrirtækinu voru fersk- ar eða lítið unnar kjötvörur sem styður þessar niðurstöður. Yfirmenn mötuneyta grunnskól- anna eru langflestir reynslumiklir og vel menntaðir. Í öllum mötuneyt- unum er til staðar gæðahandbók sem sérstaklega var gerð fyrir skólamötuneyti til að tryggja rétta meðhöndlun, vinnslu og eldun á hrá- efni. Stefna og nýjungar í skóla- mötuneytum borgarinnar Stefna skólamötuneyta Reykja- víkurborgar hefur ætíð verið sú að fylgja viðmiðum Lýðheilsustöðvar við innkaup og samsetningu mat- seðla og hefur ekki verið talin þörf á frekari skilgreiningum um innihald máltíða en að fylgja þeirri manneld- isstefnu sem stjórnvöld setja fram. Stöðugt er verið að leita leiða til að gera enn betur í mötuneyt- ismálum og settar hafa verið fram metnaðarfullar tillögur þar að lút- andi. Ein af þeim snýr að mótun þjónustustefnu fyrir mötuneytin þar sem m.a. verður tekið til þess hvaða gæði liggja til grundvallar þjónust- unni sem veitt er og skilgreina fyr- irmyndareldhús hvað varðar gæði og rekstur en þess má geta að verð á skólamáltíðum hjá Reykjavíkurborg er eitt hið lægsta á landinu. Annað sem má nefna er til- raunaverkefni í leik- og grunn- skólum í einu hverfi borgarinnar um notkun samræmds hráefnismatseð- ils sem fer af stað nú í haust og stendur til áramóta. Verkefnið snýst um að allir skólarnir noti sama grunnhráefni sömu daga í mötuneyt- um sínum í þeim tilgangi að sam- ræma þjónustu og tryggja að hrá- efnið fylgi gæðakröfum Reykjavíkurborgar m.a. um næring- arinnihald. Þannig verður gæðaeft- irlit borgarinnar auðveldara þar sem vitað er hvaða daga verið er að vinna hráefni fyrir skólamötuneytin og hægt að heimsækja framleiðendur með markvissum hætti. Næringarfræðingur stýrði gerð hráefnismatseðilsins en að verkinu komu einnig yfirmenn mötuneyta í skólamötuneytum. Hverjum degi vikunnar fylgir tillaga að eldun hrá- efnis og meðlætis sem hægt er að nýta sér að vild. Með notkun sama hráefnismatseðils í öllum skólum hverfisins má hugsanlega lækka kostnað við pantanir og dreifingu vöru og nýta stærri hluta fjármagns mötuneyta í gæði þess hráefnis sem keypt er. Niðurstöður þessa verk- efnis munu liggja fyrir snemma á næsta ári og verða nýttar í fleiri hverfum ef vel tekst til. Fyrir utan máltíðirnar sjálfar er mikilvægt að huga að umgjörð mál- tíða og lengd matartíma í skóla- mötuneytum. Lýðheilsustöð vinnur nú að því að móta aðferðir til al- mennrar heilsueflingar í grunn- skólum og þar er lögð mikil áhersla á umgjörð máltíða í grunnskólum ekki síður en á innihald matarins. Menntasvið Reykjavíkurborgar fylgist náið með þessari vinnu með það að markmiði að niðurstöður hennar verði markvisst nýttar í skólamötuneytum. Öll viljum við að börnum okkar líði vel, fari stöðugt fram og þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Við þurfum því að bjóða þeim á hverjum tíma bestu mögulegu að- stæður til þess. Ég hvet allt starfsfólk grunnskóla borgarinnar sem og foreldra að sam- einast um að standa vörð um velferð barnanna okkar, það er okkar hlut- verk. Hollur matur stuðlar að vellíðan og framförum í námi Eftir Ragnar Þorsteinsson »Reykjavíkurborg er stöðugt að leita leiða til að gera enn betur í mötuneytismálum skól- anna og settar hafa ver- ið fram metnaðarfullar tillögur þar um. Ragnar Þorsteinsson Höfundur er fræðslustjóri í Reykjavík. Á þeim krepputím- um, sem við lifum á, talar ríkisstjórnin stöðugt um að allir verði að leggja sitt af mörkum í niðurskurði til þess að eyða rík- ishallanum. Það er sagt, að að hlífa eigi velferðarmálunum en skera meira niður í öðrum þáttum rík- isrekstrarins. En þegar litið er á nið- urskurð hinna ýmsu ráðuneyta kem- ur í ljós, að niðurskurður er mestur í velferðarmálum og heilbrigðisráðu- neyti og svo í samgönguráðuneyti en í öðrum ráðuneytum er niðurskurður lítill sem enginn og víða hafa útgjöld aukist. Hér er ekki rétt farið að og ekki í samræmi við markmið. Og á hverjum bitnar niðurskurðurinn mest? Hann bitnar mest á öldruðum og öryrkjum. Sl. 12 mánuði hefur kaup launþega og ríkisstarfsmanna (með lág laun) hækkað um 23 þús. kr. á mánuði. En á sama tíma og þetta launafólk hefur verið að fá kaup- hækkun eru kjör aldraðra og öryrkja skert. Hvað er hér að gerast? Er verið að leggja byrðarnar á þá sem síst skyldi, aldraða og öryrkja? Ég hefði síst átt von á því að félagshyggju- stjórn mundi haga sér á þennan hátt. Þegar ríkisstjórnir Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknar voru við völd var það venja, að lífeyrir aldr- aðra og öryrkja hækkaði í kjölfar nýrra kjarasamninga, enda stendur í lögum, að hækkun á lífeyri eigi að taka mið af hækkun launa og verð- lags. Það var oft deilt um það hvort hækkun lífeyris hafi verið nóg miðað við hækkun kaupgjalds en það varð alltaf hækkun á lífeyri í kjölfar kaup- hækkana. Núverandi félagsmálaráð- herra hefur tekið upp nýja siði í þessu efni. Enn höggvið í sama knérunn Landssamband eldri borgara, Fé- lag eldri borgara í Reykjavík, 60+, samtök eldri borgara í Samfylking- unni og Öryrkjabandalag Íslands mótmæltu öll harðlega kjaraskerð- ingu aldraðra og öryrkja 1. júlí sl. Þessi samtök hafa krafist þess að kjaraskerðingin 1. júlí sl. verði leið- rétt og þau hafa farið fram á kjara- bætur til handa lífeyrisþegum í sam- ræmi við kauphækkanir launþega. En félagsmálaráðherra hefur stung- ið öllum þessum ályktunum undir stól. Ríkisstjórnin lýsti því yfir þegar hún tók við völdum, að hún ætlaði að hafa samráð við hagsmunasamtök í landinu um þær ráðstafanir sem þyrfti að gera í ríkisfjármálum og til endurreisnar efnahag landsins. Jú, félagsmálaráðherra hefur kallað á hagsmunasamtök til þess að kynna þeim kjaraskerðingar, sem verið hafa í pípunum, en ekki til þess að taka tillit til óska þessara samtaka, nei, aðeins til þess að láta menn vita, að nýjar kjaraskerðingar mundu dynja yfir. Það er ekki samráð. Það er kynning. Við samráð þarf að taka eitthvert tillit til óska mótaðilans. Er þetta krafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Nú er verið að undirbúa fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2011 og þá dettur mönnum aftur í hug að auðvelt væri að ná í einhverja peninga með því að þjarma enn betur að öldruðum og ör- yrkjum. En er ekki nóg komið? Er ekki búið að pína þessa hópa nóg? Er það kannski krafa Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins (AGS) að lífeyrir almanna- trygginga verði skertur meira? Ög- mundur Jónasson alþingismaður sagði í blaðaviðtali eða grein rétt eft- ir valdatöku ríkisstjórnarinnar, að AGS krefðist þess ávallt þar sem sjóðurinn kæmi að málum, að al- mannatryggingar væru skornar hraustlega niður. Þess vegna var hann lítt hrifinn af að- komu AGS hér. Ég trúði þessu ekki þegar ég las þetta, taldi þetta aðeins áróður gegn AGS. En ég er farinn að halda að þetta geti verið rétt. Ég finn enga skýr- ingu aðra á mikilli bar- áttu félagsmálaráð- herra fyrir því að skera niður almannatrygging- arnar og þar á meðal líf- eyri aldraðra og ör- yrkja. Ráðherrann ætti nú að bregðast við til varnar almanna- tryggingunum og lífeyri aldraðra og öryrkja. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að ekki megi frysta lífeyri lengur. Það sagði hann um leið og hann mótmælti frystingu á launum ríkisstarfsmanna. Hann er andvígur kjaraskerðingu lífeyrisþega. En það er ekki aðeins, að ekki megi frysta lífeyri, heldur verður að hækka hann. Staða ríkissjóðs betri en reikn- að var með Í fyrra sagði fjármálaráðherra, að staða ríkissjóðs hefði reynst 20 millj- örðum betri en reiknað hafði verið með. Það fundust 20 milljarðar. En samt var haldið fast við að skerða kjör aldraðra og öryrkja. Nú hefur verið upplýst, að staðan sé 7 millj- örðum betri en reiknað var með í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin ætti því að ganga fram og segja, að vegna þessa hefði hún ákveðið að falla frá skerðingu á kjör- um aldraðra og öryrkja og mundi láta þá fá sömu hækkun á lífeyri og launþegar hefðu fengið sl. 12 mánuði, þ.e. ca. 16% hækkun. Ef ríkisstjórnin gerði þetta væri hún í raun fé- lagshyggjustjórn. Viðskiptablaðið segir, að staðan hafi batnað enn meira en sem nemur umræddum 7 milljörðum. Ef svo er er enn auðveldara að ganga til móts við aldraða og öryrkja. Sem betur fer eru nú ýmis teikn á lofti um að bjart- ara sé framundan, atvinnuleysi fer minnkandi, verðbólgan lækkar og hagvöxtur er á næsta leiti. Umskipti til hins betra gætu orðið um næstu áramót. Stjórnin leggur byrðarnar á aldraða Eftir Björgvin Guðmundsson Björgvin Guðmundsson »Er ekki búið að pína þessa hópa nóg? Er það kannski krafa Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) að lífeyrir al- mannatrygginga verði skertur meira? Höfundur er viðskiptafræðingur og er í kjaranefnd LEB. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánu- dag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfara- rdag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minn- ingagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.