Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
✝ Ágúst SigurbjörnSigurðsson fædd-
ist á Kirkjubóli í Mos-
dal í Arnarfirði 14.
ágúst 1935, yngstur
níu systkina. Hann
andaðist á heimili
sínu 2. júlí 2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigurður
Guðmundsson bóndi
á Kirkjubóli, f. 10.4.
1886, d. 29.8. 1965,
og Jóna Kristjana
Símonardóttir frá
Hjallkárseyri við
Arnarfjörð, f. 13.8. 1895, d. 16.11.
1967.
Systkini Ágústs voru Pétur
(Björn Jón Kristján) Sigurðsson, f.
15.3. 1914, d. 18.3. 2007, maki Þur-
íður Jónsdóttir, f. 12.3. 1920; Númi
Sigurðsson, f. 21.5. 1916, d. 22.11.
1998, maki Elísabet Ragnheiður
fór hann í héraðsskólann að Núpi í
Dýrafirði og lauk þaðan prófi
1954. Vann hann síðan ýmsa vinnu
þar til hann fór í Samvinnuskólann
á Bifröst. Útskrifaðist hann þaðan
1. maí 1958. Að því loknu dvaldi
hann nokkra mánuði í Þýskalandi
við nám og störf. Við heimkomuna
réðst Ágúst til Skattstofu Reykja-
víkur og vann þar uns hann lét af
störfum vegna aldurs.
Ágúst kvæntist Kristínu Erlu
Bernódusdóttur hjúkrunarfræð-
ingi, f. 5.10. 1933, d. 9.1.2007. Hófu
þau búskap í Reykjavík, bjuggu í
eigin íbúð í Hafnarfirði í nokkur ár
en lengst af stóð heimili þeirra í
Kópavogi. Voru þau afar samrýnd
hjón.
Ágúst var fróðleiksfús og víðles-
inn. Hann sótti mörg námskeið um
Íslendinga sögur og fór í ferðir
tengdar náminu bæði innanlands
og erlendis. Þau Erla ferðuðust
víða um heim og einnig var hann
duglegur að fara í ferðalög eftir að
hún lést.
Útför Ágústs verður gerð frá
Digraneskirkju föstudaginn 9. júlí
og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett
verður í Kópavogskirkjugarði.
Jónsdóttir, f. 6.6.
1897, d. 14.12. 1977;
Ólína Guðmunda
Sigurðardóttir, f.
8.12. 1917, d. 4.10.
2008, maki Dagur
Daníelsson, f. 17.10.
1918, d. 27.7. 2001;
Guðjón Árni Sigurðs-
son, f. 17.4. 1921;
Lilja Sigurðardóttir,
f. 23.9 1923; Sigurjón
Markús Sigurðsson, f.
17.3. 1926, maki Guð-
björg Elentínusdóttir,
f. 11.8. 1929; Þor-
björg Sigurðardóttir, f. 26.12.
1927; Kristinn Sigurðsson, f. 20.1.
1931, maki Erna Gunnarsdóttir, f.
22.11. 1938; Þórey Sigurðardóttir,
f. 19.1. 1934.
Ágúst vann hin ýmsu sveitastörf
á Kirkjubóli. Barnaskólinn var á
Hrafnseyri og að honum loknum
Við andlát Gústa rifjast upp fjöl-
mörg atvik frá meira en hálfrar
aldar samfylgd. Hann hóf nám við
Samvinnuskólann í Bifröst haustið
1955 og var í hópi fyrstu nemenda
skólans þar. Veikindi urðu þess svo
valdandi að hann tafðist um eitt ár
í náminu og gat ekki útskrifast
með hópnum sem hann hóf námið
með. Við kynntumst honum svo
þegar hann settist í bekk með okk-
ur veturinn 1957-1958 og útskrif-
aðist síðan um vorið. Dvölin í Bif-
röst var á þessum tíma mjög
sérstök. Í raun var verið að móta
alveg nýjan skóla þótt hann byggð-
ist á gömlum grunni. Nemendurnir
komu víðs vegar að af landinu og
að mörgu leyti með ólíkan bak-
grunn. Skólinn var fámennur og
þannig urðu kynni og samskipti
nemenda mjög náin. Skólinn var að
ýmsu leyti líkur stóru heimili og á
það lögðu skólastjórnendurnir á
þeim tíma líka áherslu. Með Gústa
og skólastjórahjónunum þeim Guð-
laugu og Guðmundi tókst vinátta
sem entist meðan þau lifðu. Gústi
var traustur námsmaður en fór
ekki alltaf troðnar slóðir í náminu
og mótaði sér sjálfstætt viðhorf og
skoðanir. Að lokinni Bifrastardvöl-
inni tók alvara lífsins fljótlega við.
Gústi dvaldi nokkra mánuði í
Þýskalandi en Skattstofan í
Reykjavík varð síðan vinnustaður
hans nánast alla starfsævina. Þar
undi hann hag sínum vel með góðu
samstarfsfólki og ekki er vitað til
að hann hafi haft áhuga á að breyta
um vinnustað. Hann eignaðist þar
félaga og vini sem hann hélt
tengslum við eftir að hann fór á
eftirlaun fyrir nokkrum árum.
Gústi átti ýmis áhugamál utan
vinnunnar. Hann sótti um langt
skeið námskeið Jóns Böðvarssonar
um Íslendingasögurnar og fór í
ferðalög sem tengdust sögunum.
Þar að auki var hann almennt mik-
ill áhugamaður um sögu og aflaði
sér fróðleiks með lestri vandaðra
bóka um þau efni. Hann þekkti til
staðhátta víða um landið. Þess
fróðleiks aflaði hann sér bæði með
lestri og ferðalögum. Hann var
lengi áhugamaður um silungsveiði
og við minnumst margra samveru-
stunda með honum við ár og vötn.
Gústi batt ekki alltaf bagga sína
sömu hnútum og samferðamenn-
irnir og öll hjarðhegðun var honum
lítt að skapi. Hann lét ekki mata
sig á skoðunum en var fastur fyrir
þegar hann hafði gert upp hug sinn
til manna og málefna. Hann var
einhvers konar blanda af sveita-
manni úr Arnarfirði og heimsborg-
ara.
Mesta gæfa Gústa í lífinu var
þegar hann kynntist Erlu sinni en
þau lifðu í farsælu hjónabandi í
meira en fjörutíu ár. Þau áttu svip-
uð áhugamál og nutu lífsins saman.
Þau ferðuðust mikið bæði hér
heima og erlendis. Sóttu leikhús og
kvikmyndahús og voru miklir sæl-
kerar. Það var Gústa mikið áfall
þegar Erla veiktist alvarlega síðla
árs 2006 og lést síðan í janúar árið
eftir. Eftir það áfall náði hann sér
aldrei og við bættist að sjálfur var
hann ekki heilsuhraustur. Hann
hafði lent í hjartaskurði úti í Lond-
on fyrir alllöngu og þótt það gengi
allt vel var hann alltaf í lækniseft-
irliti eftir það. Hann ræddi raunar
oft um það upp á síðkastið að hann
biði þess bara að hitta Erlu sína að
nýju á fyrirheitna landinu. Sú von
hefur nú ræst.
Að leiðarlokum þökkum við og
makar okkar Gústa fyrir margra
áratuga samskipti og vináttu við
hann og Erlu. Systkinum hans og
fjölskyldum þeirra sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Elís R. Helgason, Húnbogi
Þorsteinsson og Sigurgeir
Þorkelsson.
Í dag fylgjum við til grafar göml-
um vini, Ágústi Sigurðssyni frá
Kirkjubóli í Arnarfirði. Meira en
hálf öld er nú liðin síðan við hitt-
umst fyrst, bekkjarsystkinin úr
Bifröst, til tveggja vetra samveru í
heimavist Samvinnuskólans, sem
þá var að hefja annað starfsár sitt í
nýja skólahúsinu uppi í Norður-
árdal í Borgarfirði og ævintýrið
mikla hófst. Ég segi ævintýri, því
það, að aka í gegnum Grábrók-
arhraun í fyrsta sinn með Hrauns-
nefsöxl, Baulu og Grábrók fyrir
stafni í allri sinni fegurð, varð byrj-
un á tímabili gleði, æskufjörs, lær-
dóms og aga. Já, sannkölluð menn-
ingarveisla beið okkar, með séra
Guðmund Sveinsson í fararbroddi,
þennan stórkostlega kennara og
læriföður sem hann var. Kennslu-
stundirnar hjá honum í menning-
arsögu, samvinnusögu og dönsku
voru okkur gott veganesti inn í
framtíðina og öll hans leiðsögn, til
handa unga fólkinu, ómetanleg.
Ræður hans við ótal tækifæri höfð-
uðu vel til okkar og það mátti
heyra saumnál detta þegar hann
hóf upp raust sína yfir okkur. Þess-
ar minningar allar eigum við sam-
an með honum Gústa. Hann var
einn af Vestfirðingunum í bekknum
og gerðist snemma hrókur fagn-
aðar í okkar hópi. Glaðsinna,
ákveðinn og einbeittur, og vinur
vina sinna. Síðan höfum við haldið
hópinn. Endurfundir á fimm ára
fresti, kaffifundir, súpufundir og
margt fleira. Gústi varð fyrir sárri
sorg fyrir þrem árum er hann
missti Erlu, eiginkonu sína. Gömlu
bekkjarbræðurnir stóðu þétt við
hlið hans og reyndust honum vel.
Við kveðjum Ágúst Sigurðsson með
trega. Minningin um hann mun ylja
okkur um ókomin ár. Vertu sæll,
kæri Gústi.
Fyrir hönd saumaklúbbsins,
Ólafía Ásmundsdóttir.
Vinur okkar og vinnufélagi til
margra ára, hann Ágúst Sigurðs-
son, hefur lokið sinni vegferð hér á
jörð.
Ágúst var alveg sérstakur mað-
ur, stórbrotinn persónuleiki, skarp-
greindur, fróður vel og minnugur.
Það sem hann mundi ekki „var
ekki þess virði að muna“. Hann var
jafn stórbrotinn og náttúran þar
sem hann fæddist, í Arnarfirði eða
„vestur á fjörðum“ eins og hann
kallaði það. Hann var heiðarlegur,
ærlegur og kallaði hlutina réttum
nöfnum og dró aldrei neitt undan.
Stundum var ekki laust við að það
hafi hamlað honum að hann kunni
ekki að brjóta odd af oflæti sínu í
samskiptum við aðra, en því fékk
ekkert breytt. Hann var vinur vina
sinna, en gleymdi aldrei ef honum
fannst að sér vegið. Hann gekk
ekki hljóður um, enda hafði hann
skoðanir á öllu. Ef Ágúst var á
svæðinu duldist það engum. Það
brást ekki að ef blíður hann varð í
rómnum þá var hann að tala um
Erlu, eiginkonu sína, sem hann
missti fyrir þremur og hálfu ári
eftir mjög erfið veikindi. Þeirra
samband lýsti af virðingu og vænt-
umþykju; var það honum mikill og
sár harmur að missa hana.
Ágúst kom í heimsókn á gamla
vinnustaðinn fyrir örfáum dögum.
Það varð alltaf glatt á hjalla þegar
hann mætti á svæðið, mikið rætt og
mörg mál krufin til mergjar, eða
öllu heldur kom hann sínum sjón-
armiðum að og kom ekkert annað
til greina. Í þessari heimsókn var
hann að gantast með það hvernig
hann vildi haga sinni erfidrykkju,
fyrirhyggjan sat alltaf í fyrirrúmi.
Hann var ekki að tvínóna við hlut-
ina, dreif það af sem drífa þurfti,
helst ekki seinna en í gær.
Komið er að kveðjustund, við
vinnufélagarnir horfum hnípnir á
myndina af honum í dánartilkynn-
ingunni, okkur finnst hann segja:
„Verið þið sæl, það var gaman að
kynnast ykkur, ég er farinn á nýjar
slóðir“. Við segjum: „Vertu sæll,
vinur, við erum ríkari að hafa
kynnst manni eins og þér, sönnum
Íslendingi, hrjúfum og blíðum í
senn, eins og landið okkar“.
Fyrrverandi samstarfsfólk laun-
þegadeildar Skattstjórans í
Reykjavík sendir aðstandendum
samúðarkveðjur.
Fanný Bjarnadóttir.
Kveðja frá fv. samstarfs-
fólki hjá skattstjóranum
í Reykjavík
Á góðum vinnustað skapast
gjarnan góð tengsl milli starfs-
manna og ánægjustundir verða
margar. Ágúst starfaði hjá embætti
skattstjórans í Reykjavík í áratugi
og hélt þessum góðu tengslum
fram á síðasta dag. Hann var
skipulagður, rökfastur og vandvirk-
ur í öllum þeim verkefnum sem
honum voru falin. Hann setti svo
sannarlega svip á vinnustaðinn því
hann var afskaplega fróður og les-
inn og hafði auk þess ákveðnar
skoðanir á mönnum og málefnum.
Það var engin lognmolla í kringum
Gústa.
Ágúst var hamingjusamur í
einkalífi sínu og það fór ekki á milli
mála hversu mjög hann mat konu
sína Erlu. Þau voru samstiga í líf-
inu, ferðuðust töluvert saman bæði
innanlands og utan og nutu þess
mjög. Þetta voru miklar lærdóms-
ferðir því Ágúst hafði yndi af að
fræðast um nýja staði og lesa sér
til áður en haldið var af stað og
miðlaði okkur af þekkingu sinni
þegar heim var komið.
Eftir að Ágúst hætti störfum
fyrir nokkrum árum áttu þau hjón
góða daga en konu sína missti hann
fyrir þremur árum. Hann hélt sínu
striki og reyndi að sættast við orð-
inn hlut. Hann kom nú oftar við á
gamla vinnustaðnum á Tryggvagöt-
unni og var jafnan vel fagnað enda
var hann vinfastur og heill.
Ágúst kom fyrir stuttu í heim-
sókn og lék á als oddi en okkur
fannst samt eins og hann væri
kominn til að kveðja. Sú stund er
nú runnin upp og viljum við fyrr-
verandi samstarfsfólk hans þakka
honum fyrir afskaplega góð kynni
og margar ánægjustundir.
Kristín Norðfjörð.
Ágúst Sigurbjörn
Sigurðsson
✝ Eyjólfur Egilssonfæddist í Reyk-
jahjáleigu í Ölfusi 6.
ágúst 1925. Hann lést
á hjúkrunarheimilinu
Ási í Hveragerði 4.
júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Svanborg
Eyjólfsdóttir, f. 19.4.
1891, d. 12.7. 1974, og
Egill Jónsson bóndi í
Reykjahjáleigu, f.
11.9. 1887, d. 16.5.
1930. Eyjólfur var
næstyngstur sex
systkina. Þau eru Hallgrímur Haf-
steinn garðyrkjubóndi í Hvera-
gerði, f. 13.7. 1919, d. 7.5. 1996,
Jónína Guðrún húsmóðir í Bárð-
ardal, f. 8.11. 1920, d. 19.5. 2000,
Guðrún húsmóðir í Reykjavík, f.
4.11. 1922, d. 4.3.
2003, Steinunn hús-
móðir í Reykjavík, f.
17.5. 1924, og Egill
Svavar vélstjóri í
Reykjavík, f. 1.10.
1929, d. 9.8. 1989.
Eyjólfur var einn
vetur í Reykholti í
Borgarfirði. Hann
starfaði lengst af hjá
Heilsuhæli NLFÍ í
Hveragerði.
Árið 1951 kvæntist
hann Irmgard Lisu
Egilsson, f. 26.4. 1916,
d. 25.3. 1984, en hún fluttist hingað
frá Þýskalandi.
Útför Eyjólfs verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag, föstudag-
inn 9. júlí 2010, og hefst athöfnin kl.
13.30.
Í dag kveð ég kæran frænda
minn. Eyjólfur fæddist í Reyk-
jahjáleigu, litlum torfbæ sem stóð í
neðri hlíðum Reykjafjalls. Hann
var næstyngstur sex systkina og
fæddust fimm þeirra í torfbænum.
Faðir þeirra lést þegar elsta barnið
var 10 ára og það yngsta nýfætt.
Sá var skírður við jarðarför föð-
urins fékk nafnið hans. Á þessum
tíma var lífsbaráttan hörð og ekki
sjálfgefið að ekkjur fengju að halda
börnum og búi eftir andlát föður.
Oft var sótt að ekkjum eftir andlát
eiginmanns og fjölskyldum tvístr-
að. Með seiglu, elju og útsjónar-
semi tókst ömmu Svanborgu að fá
því framgengt að halda börnunum.
Hún fékk leyfi yfirvalda til að búa
áfram á bænum og var þar með
smábústofn og ræktaði grænmeti.
Systkinin stóðu vel saman með
móður sinni og áttu mörg æsku-
sporin í hlíðum og giljum Reykja-
fjalls. Þar áttu þau sér þar sér bú,
athvarf og drauma. Það var fróð-
legt að heyra frænda minn rifja
upp minningar frá þessum æskuár-
um í glöðum systkinahóp.
Amma flutti síðan í Hveragerði
áður en frændi fermdist. Hún bjó
við Breiðumörk og þar fæddist ég
árið 1945. Hveragerði var á þess-
um tíma stækkandi bæjarsamfélag.
Þar voru gjósandi hverir og byrjað
að virkja jarðhitann til ylræktar í
gróðurhúsum. Þar var líka blóm-
legt listalíf skálda og málara.
Eyjólfur var náttúrubarn, víð-
sýnn og fróðleiksfús. Hann átti sér
draum um að fara víðar og öðlast
frekari menntun.
Árið 1951 kvæntist hann Lísu frá
Þýskalandi sem kom til Íslands eft-
ir seinni heimsstyrjöld. Þau
byggðu eigið hús í Hverahlíðinni
og vann Eyjólfur það mikið sjálfur.
Þau ræktuðu lóðina fallega með
trjám og blómum. Þar undi frændi
sér vel og tók ávallt vel á móti
gestum. Hjá Eyjólfi hittust systk-
inin oft með börnum sínum og síð-
ar barnabörnum. Oft var farið í bíl-
túr að Reykjafjalli. Þar var gengið
um æskuslóðir og rifjaðar upp
minningar. Hjónin höfðu dálæti á
dýrum og voru kettir og hundar
nágranna oft á vappi í kringum
húsið. Margar minningar eru
tengdar því þegar verið var að
stússast í kringum dýrin og gefa
þeim allskonar góðgæti.
Eyjólfur fylgdist áhugasamur
með systkinabörnum sínum. Mér
þykir vænt um að frændi hafi fylgt
mér upp að altarinu þegar ég gifti
mig árið 1967.
Eyjólfur starfaði lengst af á
„Náttúrunni“ sem nú heitir Heilsu-
stofnun NLFÍ. Þegar aldur færðist
yfir ákvað hann að færa sig um set
og flutti á dvalarheimilið Ás. Allra
síðustu árin var hann búsettur á
hjúkrunarheimilinu þar sem hann
naut hlýju og hugulsemi starfsfólks
og heimilisfólks. Hann fór oft út í
göngu og horfði oft upp til Reykja-
fjallsins. Síðan gekk hann í áttina
að kirkjunni og horfði á gamla hús-
ið sitt og fylgdist með gullregninu
og hvernum. Daginn sem jarð-
skjálftinn reið yfir Suðurland árið
2008 var frændi nýkominn inn úr
gönguferð þegar ósköpin dundu yf-
ir. Þau ollu því að hann féll til jarð-
ar og lærbrotnaði. Eftir þetta slys
hallaði verulega undan fæti hjá
honum hvað heilsuna varðaði. En
alltaf var hann þó sami góði frænd-
inn með gletni í augunum og sitt
hlýja bros.
Guð blessi minninguna um góðan
frænda.
Eygló Stefánsdóttir.
Eyjólfur Egilsson
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins.
Smellt á reitinn Senda inn efni á for-
síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður
valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að
senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt
er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram
upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og
hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar
mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn.
Minningargreinar