Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 ✝ Anna Erlends-dóttir fæddist 9. ágúst 1919 í Odda á Rangárvöllum. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 2. júlí sl. For- eldrar hennar voru hjónin séra Erlendur Þórðarson prestur í Odda og Anna Bjarnadóttir. Hún átti eina systur, Jak- obínu, f. 5. júlí 1922, búsetta á Hellu á Rangárvöllum. Hinn 15. ágúst 1942 giftist Anna Daníel Ágústínusarsyni, f. 18. mars 1913, d. 11. apríl 1996, bæj- arstjóra og bókara. Foreldrar hans voru hjónin Ágústínus Daníelsson bóndi í Steinskoti á Eyrarbakka og Ingileif Eyjólfsdóttir. Börn Önnu ur Þór, f. 5. janúar 1983. Dótt- urdóttir Önnu, Bryndís Ingv- arsdóttir, f. 14. janúar 1969, ólst upp á heimili hennar, maki Helmut Lugmayer. Alls eru lang- ömmubörnin 14. Anna ólst upp í Odda á Rang- árvöllum. Hún stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og útskrifaðist þaðan vorið 1937. Var einn vetur í Danmörku í hús- mæðraskóla í Sórö. Síðan vann hún í Ráðherrabústaðnum hjá Her- manni Jónassyni forsætisráðherra þar sem leiðir hennar og Daníels lágu saman. Þau stofnuðu síðan heimili í Reykjavík. Árið 1954 flytja þau til Akraness og bjuggu í Háholti 7 í um 50 ár. Hún var for- maður kvenfélagsins og kirkju- nefndar Akraneskirkju. Einnig tók hún virkan þátt í starfi Norræna félagsins. Síðustu árin bjó hún á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Útför Önnu fer fram frá Akra- neskirkju í dag, 9. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. og Daníels eru: 1) Er- lendur, f. 18. október 1942, fv. lög- reglumaður á Sel- fossi, maki Gréta Jónsdóttir. Dætur þeirra eru Anna Ingi- leif, f. 22. júlí 1967, maki Grímur Þór- isson; Dagný, f. 14. sepember 1970, maki Stefán Hauksson; Viktoría Björk, f. 9. janúar 1981, sam- býlismaður Þorgils Magnússon. 2) Ingi- leif, f. 18. ágúst 1944, kennari, maki Anton Ottesen bóndi Ytra- Hólmi. Synir þeirra eru: Daníel, f. 27. maí 1979, sambýliskona Bryn- hildur Stefánsdóttir; Helgi Pétur, f. 27. maí 1980, unnusta Arna Kristín Sigurðardóttir og Erlend- Elsku mamma. Nú hefur þú lagt aft- ur augun í hinsta sinn og fengið kær- komna hvíld. Lífsganga þín var löng og farsæl. Ég mun alltaf minnast þín fyrir allt það góða sem þú gerðir og allar stund- irnar sem við áttum saman. Takk fyrir alla þína ást, gleði og umhyggju sem þú veittir okkur. Minningin um þig verður ljós í lífi okkar. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Ingileif Daníelsdóttir. Í dag kveðjum við ömmu okkar á Akranesi, sem lést á dvalarheimilinu Höfða 2. júlí þar sem hún bjó síðustu árin. Margs er að minnast. Þegar við vor- um að alast upp á Selfossi var þó nokk- uð mikið ferðalag að fara upp á Akra- nes. Dvöldum við þá oftast yfir helgi og flestar páskahelgar vorum við þar en í seinni tíð var bara skroppið. Amma var glæsileg kona, alltaf svo fín og snyrtileg. Afi og amma áttu glæsilegt heimili, gætt mörgum falleg- um hlutum sem smekklega var fyrir komið. Þau voru mjög gestrisin og gott að koma til þeirra. Glæsilega lagt á borð, skreytt með kertum, servíettum og jafnvel blómum. Alltaf séð til þess að enginn færi svangur frá borði, því hún lagði mikið upp úr því að allar sortir væru prófaðar, ekki má gleyma heita súkkulaðinu með rjómanum. Afi lést 1996, amma bjó áfram í Há- holtinu þangað til það var henni of erf- itt, flutti hún þá að Höfða. Það var ánægulegt að sjá hvað hún gat tekið marga fallega hluti með sér á Höfða og skapað sér fallegt heimili í smækkaðri mynd af því sem hún hafði búið við. Hún talaði oft um hvað sér liði vel og vel væri hugsað um heimilisfólkið. Ömmu þótti gaman að spila og var mikið spilað þegar við komum í heim- sókn, hvort heldur við vorum ungar eða nú í seinni tíð, og þá bættust börn- in okkar við í spilamennskuna. Hún fylgdist vel með hvað við og fjölskyldur okkar vorum að gera. Við þökkum elskulegri ömmu fyrir samfylgdina og segjum Guð veri með þér, það var það síðasta sem hún sagði við eina okkar tveimur dögum fyrir andlátið. Anna Ingileif, Dagný og Vikt- oría Björk Erlendsdætur og fjölskyldur. Í dag verður amma mín jarðsett og lögð til hinstu hvílu. Þegar ég minnist ömmu minnar geri ég það með bros á vör og söknuð í hjarta. Amma var þannig manneskja sem tók á móti mér alltaf brosandi og spurði frétta af því sem ég tók mér fyrir hendur hverju sinni í leik og starfi. Alltaf gat ég leitað til ömmu þegar ég þurfti að fá per- sónulegar ráðleggingar. Sagði hún sína skoðun umbúðalaust á þeim mál- efnum sem við ræddum um en því sem hún taldi að ég þyrfti að átta mig á sjálfur og finna út lét hún ósvarað. Amma var vinmörg og báru henni allir vel söguna enda talaði hún líka vel um allt fólk og ekki man ég eftir því að hún hafi hallmælt neinum. Alla tíð man ég eftir ömmu vel til fara eins og góðri frú sæmir og hélt hún fallegt heimili á Háholti 7 þar sem ég var tíður gestur alveg frá því ég var smástrákur. Þegar ég var við nám í Lögregluskólanum fyrir sex árum prófaði ég að stunda heimalærdóminn heima hjá ömmu við stóra skrifborðið hans afa og endaði á því að vera þar í heilt ár við lærdóminn eftir skóla. Amma tók þá að venju alltaf á móti mér og spurði hvort ég væri ekki svangur og þótt ég neitaði sagðist hún vera búin að taka til smáhressingu fyr- ir mig og var það oftast heil máltíð. Nærvera ömmu og metnaðurinn á heimilinu hvöttu mig til dáða og reynd- ist mér ómetanlegur stuðningur. Amma náði vel athygli og aðdáun barna og fórum við Thelma Rakel, dóttir mín, oft í heimsókn. „Ertu kom- in ömmustelpan mín“ voru þau orð sem amma notaði þegar hún sá barnið og síðan hjúfruðu þær sig hvor upp að annarri og kyssti hún Thelmu ömmu- kossi eins og hann var kallaður. Síðan gaf hún sér nægan tíma til þess að spila spil, segja sögur eða fara í hvers kyns leiki sem barninu datt í hug og að sjálfsögðu fékk Thelma góðan mola í munninn eftir heimsóknina. Amma lifði farsælu lífi og var mjög sátt við sitt lífsskeið undir lokin, stolt af fjölskyldu sinni og því sem hún hafði komið til leiðar. Að lokum vil ég þakka þér, amma mín, fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og fyrir að vera hornsteinninn í lífi mínu. Þín verður saknað og minnst um ókomin ár. Takk fyrir að hafa verið amma mín. Þinn Helgi Pétur Ottesen. Anna, eða Bíbí, vinkona okkar systra í áratugi, var dóttir séra Er- lendar í Odda á Rangárvöllum og Önnu konu hans. Í tíð þeirra sr. Er- lendar og Önnu var Oddi sannkallað höfðingjasetur, eins og fagurgræn eyja umkringd söndum Rangárvalla. Húsin svo falleg og vel viðhaldið að eftir var tekið. Prestsmaddaman var höfðingleg og jafnan uppáklædd, með uppgreitt hár og drifhvíta svuntu. Allt var jafn fágað og fægt, innandyra sem utan. Presturinn, sem var listhagur, hafði smíðað borðstofuhúsgögn og skorið út með höfðaletri í stóla og bekki. Þar var borðað. Sr. Erlendur var líka flinkur að mála með olíu á striga fallegar nátt- úrulífsmyndir sem margar hverjar skreyttu veggi ásamt bókum og blöð- um. Ekki var leiðinlegt að sækja blóm í vasa í garðinn framan við húsin, eða að tína kúmen í djúpum heimtröðum sem kappar fóru um með gassagangi er þeir riðu í hlað til forna. Þarna var Bíbí uppalin. Ég fékk að vera barnapía hjá Önnu og Daníel Ágústínussyni, manni henn- ar, þarna í Odda, þegar börnin tvö voru lítil. Edda systir mín tók svo við þegar systur Önnu, Jakobínu, sem bjó á Hellu, vantaði „píu“. Okkur var mikill heiður að fá að kalla Önnu Bíbí. Það leyfi varaði ævina á enda. Á hverju ári skiptumst við systur á jólakveðjum við þau hjón. Börnin, Erlendur og Ingileif, reyndust skemmtileg, greind og góð eins og þau áttu kyn til og hefur vegn- að vel í lífinu. Anna var sérlega falleg, með rauð- brúnt hár, létt á fæti og brosmild. Gestir á heimili þeirra á Akranesi skiptu örugglega hundruðum, enda Daníel lengi erindreki Framsóknar og ferðaðist mikið um landið. Með honum komu alls konar gestir sem jafnvel voru teknir „í kost og logi“ ef á þurfti að halda. Daníel varð síðar bæjarstjóri á Akranesi og heimilið jafnan í miðju mannamóta. Alltaf var Bíbí viðræðu- góð og kát þótt hún stæði langar vaktir og strangar. Svo skellihló hún að öllu saman þannig að undir tók í húsinu. Fyrir okkur systur er nú skarð fyrir skildi. Við kveðjum vinkonu okkar, Bíbí, með söknuði og biðjum börnum, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum blessunar. Blessuð sé minning Önnu Erlends- dóttur. Elín og Edda Ólafsdætur. Anna Erlendsdóttir „Blómarós frá Odda“ sofnaði inn í morgunsól og blómaskrúð hásumarsins. Traust vin- kona er horfin af sjónarsviðinu. Senni- lega hefur enginn utan fjölskyldu hennar haft jafnlöng kynni af Önnu og við fjölskyldan á Háholti 7, sambýli í tvíbýlishúsi í 50 ár. Ég tel að það sam- býli og kynni af þeim hjónum Önnu og Daníel hafi verið mesta heillaspor sem við höfum stigið. Þau urðu örlagavald- ar í lífi okkar. Kynni mín af þeim hjón- um má rekja allt aftur til 1939 og snerta upphaf kennsluferils míns. Vor- ið 1954 þegar ég sótti um og fékk kenn- arastöðu á Akranesi var það fyrir þeirra tilstilli að við fengum þá íbúð sem þau höfðu fengið til bráðabirgða. Daníel var ráðinn bæjarstjóri á Akra- nesi og þau fluttu í stærra húsnæði. Þessi samskipti urðu til þess að við byggðum saman hús á Háholti 7. Við fluttum þar inn sumarið 1956. Þegar Anna flutti að Dvalarheimilinu Höfða árið 2006 hafði sambýli okkar staðið í hálfa öld án þess að nokkurn skugga bæri þar á. Aldrei sundurorða eða ágreiningur um eitt eða neitt. Hvílíkt lán, þvílík gæfa. Einhver kann að halda að þetta hafi verið skaplaust fólk eða að annar aðilinn hafi ráðið öllu. En svo var ekki. Anna var innanríkisráðherra á efri hæðinni og hún var þannig skapi farin og umgengnishættir á þá lund að ósætti var víðsfjarri alla tíð. Einn stærsti hluti Önnu í sambýlinu var garðurinn og lóðin umhverfis húsið. Við hjónin vorum í vegavinnu á sumr- in. Þau Anna og Daníel skipulögðu og girtu lóðina, græddu upp, settu niður tré og runna. Garðurinn varð yndi Önnu og aukastarfsvettvangur. Það brást ekki að hún væri búin að setja niður sumarblóm 17. júní. Það var fal- leg aðkoma. Ef ég nefndi að borga eitt- hvað meira en sameiginlegan kostnað var hendi veifað og sagt: „Það eru for- réttindi að fá að vinna þetta.“ Þegar ég hætti störfum varð samstarf okkar Önnu með ágætum, án afskipta Daní- els og Ingibjargar. Eitthvað tókst mér að jafna vinnumetin síðustu áratugina. „Nú er hún Snorrabúð stekkur“ og garðurinn í vanhirðu því „ellin hallar öllum leik“. Vegna sumarvinnu okkar hjóna féll inniblómarækt niður. Önnu tókst að endurvekja áhuga minn, gaf mér græðlinga og tilsögn. Ég varð með á annan tug innijurta og Anna var „blómmóðir besta“. Við rifjum nú upp, full þakklætis og gleði, svo margt og ljúft frá þessari 50 ára samveru með Önnu. Sérstakar þakkir flyt ég frá konu minni fyrir nær daglegar heim- sóknir á löngum veikindatímabilum hennar. Alltaf var Anna ljúf og kát og uppörvandi og það hressti jafnan. Anna var vinmörg og hvers manns hugljúfi. Jafnvel hörðustu pólitísku andstæðingar Daníels gátu verið góð- vinir Önnu. Allir báru virðingu fyrir henni og aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni. Hún hafði þann einstæða hæfileika að laða að sér fólk en jafnframt að halda einkalífi sínu og fjölskyldunnar fyrir sig. Um leið og við fjölskyldan á Háholti 7 kveðjum höfð- ingskonuna Önnu Erlendsdóttur frá Odda með einlægri hjartans þökk fyrir samveruárin 50 vottum við börnum hennar, Ingileif og Erlendi, og öðrum nákomnum einlæga samúð. Þorgils Stefánsson. Stuttu eftir að ég flutti á Akranes 1969 vakti athygli mína glæsileg, bros- mild kona á góðum aldri. Ég komst að því að hún héti Anna Erlendsdóttir og væri móðir Ingileifar samkennara míns. Eiginleg kynni mín af Önnu hóf- ust ekki fyrr en nokkrum árum síðar eftir að eiginmenn okkar fóru að vinna saman að bæjarmálum á Akranesi. Daníel maður hennar var bæjarfulltrúi og um tíma forseti bæjarstjórnar og Magnús maðurinn minn var bæjar- stjóri. Anna var mikilhæf kona og vel gerð- ur persónuleiki. Hún var félagslynd og hafði mikinn áhuga á félagsmálum. Það var fyrir áhrif Önnu að ég hóf af- skipti af málefnum Norræna félagsins á Akranesi, þegar hún lagði til að ég yrði varamaður í stjórn félagsins í hennar stað. Þau hjónin voru áhuga- söm um starf félagsins og norræna samvinnu. Ég minnist ánægjulegra ferða með þeim á vinabæjamót í När- pes í Finnlandi og Tönder í Danmörku. Þess má geta að síðasta samvera okk- ar Magnúsar með þeim hjónum var á afmælishátíð hjá Norræna félaginu á Akranesi. Skömmu síðar héldu þau til Kanaríeyja en í þeirri ferð lést Daníel. Anna starfaði m.a. mikið í Kven- félagi Akraness og var um árabil for- maður þess. Á þeim vettvangi fékk ég að kynnast skipulögðum vinnubrögð- um hennar og vönduðum undirbúningi fyrir þau viðfangsefni sem hún tók sér fyrir hendur. Eitt af þeim verkefnum sem félagið beitti sér fyrir í hennar for- mannstíð var að kaupa listaverkið „Pyramidisk Abstraktion“ eftir Ás- mund Sveinsson í samvinnu við Menn- ingarsjóð Akraness og Sementsverk- smiðjuna og setja það upp á horni Kirkjubrautar og Stillholts. Kven- félagskonur stóðu fyrir kaffisölum og tískusýningum til að afla fjár í þessu skyni. Eftirminnilegasta samvera okkar Önnu er án efa ferðin til Grænlands 1978. Þá fóru 24 konur frá Kvenfélaga- sambandi Íslands, þar af fimm frá Akranesi, þangað í ógleymanlega viku- ferð. Í þessari ferð skeði margt óvænt og skemmtilegt og skrifaði Jakobína frænka Önnu ferðasöguna í tímaritð „Húsfreyjuna“. Anna naut sín vel í þessari ferð. Mér verður sérstaklega minnisstæður síðasti morgunninn okk- ar þar en þá um nóttina höfðum við gist víðsvegar á heimilum kvenfélags- kvenna í Brattahlíð. Þá birtist Anna glettin á svip með blóm í hendi og sagðist hafa gist hjá Eiríki rauða um nóttina. Þegar við hinar drógum það í efa náði hún í myndarlegan Grænlend- ing máli sínu til sönnunar og kynnti hann sem Erik den Röde óðalsbónda í Brattahlíð. Minningar um gott veður, gestrisni Grænlendinga og óvæntar uppákomur hafa æ síðan glatt okkur. Þegar Anna varð 90 ára sl. sumar voru fjórar úr ferðinni í afmælisveislunni og að sjálfsögðu var talað um Grænlands- ferðina forðum. Ég minnist Önnu Erlendsdóttur með virðingu um leið og ég þakka henni vináttu og góðar en jafnframt gefandi samverustundir á liðnum ár- um. Við hjónin sendum börnum henn- ar, þeim Ingileif og Erlendi, og fjöl- skyldum þeirra einlægar samúðarkveðjur. Svandís Pétursdóttir. Látin er hún góða Anna, eins og börnin okkar nefndu hana gjarnan í æsku. Hún var merkileg kona. Vel gef- in, lengst af stálminnug og þekking- arbrunnur um menn og málefni. Ró og gleði ríkti yfir öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur. Hún var fáguð og snyrtileg í öllum háttum og gerðum. Reglusöm, nákvæm og traust. Anna var fé- lagslynd og umtalsgóð, þó að stundum væri sviptingasamt í pólitísku starfi Daníels. Hún sá alltaf það góða og besta í fólki. Vildi gera gott úr öllu. Langrækni var henni fjarri. Yfir henni var ómeðvituð reisn. Fyrir henni báru því allir sem til hennar þekktu ósjálf- rátt virðingu og hlýju. Anna var glað- leg og skemmtilega hraðmælt. Spurði oft beinskeyttra spurninga um ólíkleg- ustu hluti af áhuga og fróðleiksfýsn. Hún var afar umhyggjusöm um fjöl- skyldu sína og vini og spurul og áhuga- söm um fjölskyldur, börn og barna- börn allra sem hún þekkti. Anna bjó þeim Daníel fallegt menningarlegt heimili, lengst af í Háholtinu, og komu þangað margir. Hún var gestrisin með eindæmum, myndarleg húsmóðir, gjafmild og barngóð. Nutum við þess ríkulega þegar við bjuggum á Akra- nesi með ung börn okkar og alla tíð síð- an. Að leiðarlokum þökkum við Önnu samfylgdina sem var fyrir okkur í senn gefandi og ógleymanleg. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Jón Sveinsson og Guðrún S. Magnúsdóttir. Anna Erlendsdóttir ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG GUÐJÓNSDÓTTIR, frá Fögruhlíð, Fljótshlíð, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, laugardaginn 3. júlí. Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð, laugardaginn 10. júlí kl. 10.30. Ingilaug Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Einar Þorbergsson, Theodór Guðmundsson, Brynja Bergsveinsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Ágústa Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur frændi okkar, KRISTINN HALLDÓRSSON, Öldugötu 12, Seyðisfirði, lést á Landspítalanum föstudaginn 2. júlí. Útförin fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 10. júlí kl. 11.00. Systkinabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.