Morgunblaðið - 09.07.2010, Síða 28
28 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010
✝ Þórir Þórissonfæddist í Reykja-
vík hinn 17. október
1934. Hann lést á
Landspítalanum Foss-
vogi 2. júlí 2010.
Foreldrar Þóris
voru Jónína Jóhann-
esdóttir, f. 4. október
1900, d. 19. október
1983, og Þórir Run-
ólfsson, f. 9. maí 1909,
d. 4. ágúst 1989.
Systkini Þóris eru
Málfríður Ólafsdóttir,
f. 28. mars 1921, d. 21.
október 1997, Ingimundur Ólafs-
son, f. 19. desember 1926, d. 2. júní
2004, Skafti Þórisson, f. 6. sept-
ember 1941, og Rúnar Þórisson, f.
3. september 1945.
Hinn 28. desember 1956 kvæntist
Þórir Guðrúnu Dóru Hermanns-
Kjartan Stefánsson, Emilía Mar-
grét Lárusdóttir, Halldór Kristinn
Lárusson og Bárður Bjarki Lár-
usson.
Árið 1955 hélt Þórir til Ísafjarðar
til að vinna við línulagnir á Vest-
fjörðum á vegum Rafmagnsveitu
ríkisins. Þar kynntist hann Guð-
rúnu Dóru, eftirlifandi eiginkonu
sinni. Þau hófu búskap í Reykjavík
en fluttu til Ísafjarðar 1958. Fjöl-
skyldan flutti aftur til Reykjavíkur
1969 og hefur búið þar síðan.
Þórir hóf ungur störf við al-
menna verkamannavinnu og sjó-
mennsku. Hann lauk prófi frá Vél-
skólanum á Ísafirði og vann sem
vélstjóri á fiskiskipum og í milli-
landasiglingum hjá Eimskipafélag-
inu um árabil. Árið 1977 hóf Þórir
störf sem fangavörður hjá lögregl-
unni í Reykjavík og starfaði þar uns
hann fór á eftirlaun sjötugur að
aldri.
Útför Þóris verður gerð frá Há-
teigskirkju í dag, 9. júlí 2010, og
hefst athöfnin klukkan 13.
dóttur, f. 7. júní 1937.
Börn þeirra eru: 1)
Salóme Anna, f. 1.
september 1956, maki
Hreiðar Sigtryggs-
son. Synir hennar og
Samúel C. Lefever
eru Andri Þór, Willi-
am Óðinn og Kári
Freyr. Sonur Andra
og Magneu Guðrúnar
Guðmundsdóttur er
Ásbergur Eric. 2)
Þóra, f. 16. desember
1958. Börn hennar
eru Guðrún Dóra
Þórudóttir og Arnór Schmidt. Dótt-
ir Guðrúnar Dóru er Þórhildur Sal-
óme. 3) Þórir Hlynur, f. 9. nóv-
ember 1967. 4) Hildur Jónína, f. 20.
desember 1971, maki Lárus Bjarni
Guttormsson. Börn þeirra eru Þór-
ir Hlynur Ríkharðsson, Aðalsteinn
Hvernig minnist maður föður síns,
manns sem alla tíð hefur verið einn
mikilvægasti þátturinn í lífi manns?
Minningar hrannast upp svo hratt að
erfitt er að henda á þeim reiður, allar
þó einhvern veginn ljúfar og bjartar.
Eðlilega þar sem hann pabbi okkar
var fyrst og fremst ljúfmenni með
ótrúlega góða nærveru. Við eigum
minningar um pabba að koma heim af
sjónum hvort sem var eftir stuttan túr
á Farsæli eða langa ferð á Laxfossi.
Um pabba sem kenndi okkur að
rata um Reykjavík, veiða fisk, fara í
útilegu og keyra bíl. Um pabba sem
kenndi okkur að bera umhyggju fyrir
þeim sem minna mega sín, að bera
virðingu fyrir störfum okkar og sinna
þeim af alúð og ekki síst að gæta og
hugsa vel hvert um annað. Þetta
kenndi hann okkur með sínum eigin
verkum. Hvernig hann sinnti foreldr-
um sínum, okkur fjölskyldu sinni og
ekki síst mömmu. Henni sýndi hann
ást sína daglega á augljósan hátt.
Missir mömmu er mestur. Með hon-
um hefur hún gengið lífsins veg
stærstan hluta ævinnar. Hann var
besti vinur hennar og félagi. Pabbi var
vinmargur maður enda fáir sem áttu
jafn auðvelt og hann með að eiga sam-
skipti við fólk. Það var alveg sama
hvar hann kom, það leið sjaldnast
langur tími áður en hann var orðinn
vel málkunnugur fjölda manns. Þó að í
lífi pabba hafi, líkt og hjá okkur öllum,
skipst á skin og skúrir valdi hann alltaf
að dvelja ekki við erfiðleikana. Hann
var æðrulaus maður sem tók það sem
lífið hafði að bjóða honum og gerði það
besta úr því fyrir sig og sína. Hann var
gæfumaður í lífinu með það sem í raun
skiptir máli. Að leiðarlokum erum við
fyrst og fremst þakklát fyrir að hafa
átt pabba sem var svona mikið ljúf-
menni sem hann var. Að upplifa aldrei
neitt nema það sem gott var frá hon-
um. Til hinstu stundar var hann mað-
ur gríns og sátta. Þrátt fyrir að pabbi
gengi ekki alveg heill til skógar hin
síðari ár kom kallið óvænt, á einu
augabragði var hann farinn. Það er
sárt en eftir situr þó þakklætið fyrir
einmitt það að pabbi þurfti ekki að feta
þá leið að týnast okkur í lifandi lífi. Við
erum lánsöm því við fengum að hafa
hann hjá okkur sem sama gamla um-
hyggjusama grínarann fram á síðasta
andartakið. Farðu í friði elsku pabbi.
Salóme, Hlynur og Þóra.
Elsku hjartans pabbi minn, mikið
er nú skrýtið að hugsa sér lífið án þín.
Allar ljúfu minningarnar um þig
munu þó ylja mér um ókomna tíð. Ég
er yngsta dóttirin og þegar ég var að
alast upp þá varstu að mestu kominn í
land og ég naut því þeirra forréttinda
að vera mikið með þér. Stundirnar
okkar voru ófáar og er gott að hugsa
til þeirra núna á sorgarstund. Langt
frameftir aldri tók ég þig fram yfir vini
mína. Ég valdi að eyða tímanum með
þér, að vesenast í að gera við bílinn eða
fara í banka eða bara hvað sem er,
mér þótti svo gaman að vera með þér.
Svo voru ófáar veiðiferðir sem farið
var í þegar ég var barn og þú kenndir
mér að veiða. Með þér lærði ég líka að
tína ánamaðka og vorum við ansi klár í
því að fara á þá staði sem mest var að
fá, því það skipti máli að maðkarnir
væru stórir og feitir.
Gleðimaður varstu mikill og ófáar
stundirnar þar sem menn skemmtu
sér mikið. Hvað við gátum hlegið að
óförum þínum þegar reimarnar í
skónum festust saman og þú dast
kylliflatur og allar niðurhellurnar
vöktu endalausa kátínu. Stríðinn
varstu og allir sem kynntust þér fengu
að finna fyrir stríðninni sem var þó
alltaf góðlátleg.
Ég mun sakna þess að fá þig ekki
lengur til mín í klippingu og ég mun
sakna þín óendanlega mikið í daglegu
amstri því alltaf varstu besti pabbi í
heimi.
Þín dóttir,
Hildur Jónína Þórisdóttir.
Lífið er vissulega undarlegt ferða-
lag. Þegar við leggjum af stað vitum
við ekki hvert ferðinni er heitið eða
hvenær henni lýkur. Það kom okkur í
fjölskyldunni á óvart að ferðalagi Þór-
is tengdaföður míns skyldi ljúka
skyndilega föstudaginn 2. júlí síðast-
liðinn eftir stutta sjúkralegu.
Í litlu samfélagi eins og á Ísafirði
kannast allir við alla. Ég vissi því hver
Þórir og Gunna Dóra voru fyrir meira
en fjörutíu árum. Náin kynni okkar
Þóris og Gunnu Dóru spanna einungis
örfá ár en með okkur tókst ágætis vin-
átta sem aldrei hefur borið skugga á.
Þórir kom mér fyrir sjónir sem
gamansamur náungi og ljúfmenni.
Hann gerði óspart grín að sjálfum sér
og öðrum þegar svo bar við. Það var
ævintýraljómi yfir atburðum í erlend-
um höfnum þegar hann var í sigling-
um, veiðitúrunum þar sem hann
veiddi manna mest eða skondnum frá-
sögnum af samferðamönnum. Gaman
hefði verið að upplifa einhver slík æv-
intýri með honum. Við áttum góðar
stundir saman á Miklubrautinni og í
sumarbústað okkar Salóme síðustu
misserin. Það átti vel við tengdaföður
minn að dóla í heita pottinn og spjalla
um heima og geima.
Þórir átti auðvelt með að kynnast
fólki og eignaðist góða vini hvar sem
hann fór. Hann var einlægur og sló á
létta strengi og sagði stundum hluti
sem við hin þorðum ekki að segja.
Hann átti til að gera góðlátlegt grín að
vandamönnum sínum og dró þá ekk-
ert undan. Í einu kuldakastinu kom ég
til þeirra hjóna með húfu á höfðinu.
Það voru engar vöflur á mínum manni
þegar hann spurði hvar ég hefði fengið
þessa ljótu húfu! Hann átti líka til að
skjóta á okkur þegar honum fannst við
berast of mikið á og sagði þá gjarnan
að eitthvað hlyti hitt eða þetta að
kosta! Allt var þó sagt með glotti á vör
og án mikillar alvöru. Hann sparaði
heldur ekki hólið þegar honum þótti
ástæða til. Þórir stóð með sínu fólki
allt til enda.
Þórir var skemmtilegur maður og
töffari til síðustu stundar. Hann var
góðmenni sem allir voru sáttir við.
Mér er efst í huga þakklæti fyrir góð
en alltof stutt kynni.
Gunnu Dóru tengdamóður minni og
fjölskyldunni allri færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi minn-
ingin um góðan eiginmann, föður og
afa lifa um ókomin ár.
Hreiðar Sigtryggsson.
Afi okkar, Þórir Þórisson, er látinn.
Margar minningar spretta strax
upp um hann enda var hann alltaf stór
þáttur í lífi okkar allra. Veiðiferðir, úti-
legur eða bara daglegt líf í stofunni
munu fylgja okkur um ókomin ár.
Það eru ekki allir sem geta hreykt
sér af því að hafa átt einhvern í sínu lífi
sem var eins réttsýnn, sanngjarn,
hjartahlýr og með djúpan skilning á
tilfinningum þeirra sem nálægt hon-
um stóðu og afi okkar. Allt þetta var
hann þó, ásamt því að vera með gletti-
lega góðan húmor og óhræddur við að
reyta af sér brandara. Hann var okkur
sannarlega góð fyrirmynd.
Grínið tók sér oft birtingarmynd í
formi gagnrýni á klæðaburð okkar
barnabarna. Reglulega vildi hann
senda okkur í klippingu og þá helst til
þess að láta snoða okkur drengina,
enda væri það flottasta klippingin eftir
að hann tók hana upp sjálfur.
Einu sinni var spurt hvort honum
þætti sojasósa svona góð, enda frægur
fyrir að drekkja hrísgrjónunum. Svar-
ið var einfalt. „Nei, mér finnst hrís-
grjón vond.“ Ekki var að sjá að hann
væri að grínast þó hann hafi brosað út
í eitt þegar allir sprungu úr hlátri. En
það var einmitt þetta sem gerði afa
okkar svona eftirminnilegan. Hvernig
hann leit upp fyrir gríðarstóru gler-
augun með blik í auga og brosti örlítið
út í eitt. Þetta er grafið inn í huga okk-
ar allra. Hans verður sárt saknað.
Afi var bestur.
Hann varð aldrei reiður við okkur
og lét aðra sjá um uppeldi og skamm-
ir. Hann var sérlega stríðinn maður og
sumir brandarar gengu í meira en ára-
tug. Sem dæmi má nefna að hann var
alltaf fljótur til svars ef einhver spurði
hvar amma væri, „hún fór í bíó“ sagði
hann með stríðnisglott á vör.
Afi sagði líka alltaf nákvæmlega
hvað honum fannst um eitthvað, sama
hvernig aðrir myndu taka því. Það var
samt ekki hægt að vera reiður við
hann því hann var afi og hann var
fyndinn. Afi kallaði okkur barnabörn-
in ýmsum nöfnum t.d. Púkos og þau
yngstu Debbedí. Hann sagði kannski
ekki mikið þegar allir voru saman-
komnir að ræða málin en þegar hann
sagði eitthvað þá var það merkilegt og
allir hlustuðu. Við eigum margar
minningar um sögur sem voru listi-
lega sagðar með ógleymanlegum
áhersluþögnum sem skópu mikla eft-
irvæntingu. Það kom jafnvel stundum
fyrir að maður hélt að sagan væri bú-
in, en þá kom hápunkturinn með ynd-
islega háróma, hvella hlátrinum í kjöl-
farið.
Afi virtist þekkja alla þegar hann
fór út, bæði átti hann marga vini og
kunningja en svo átti hann svo gott
með að byrja bara að spjalla við hvern
sem var. Hann var fangavörður áður
en hann fór á eftirlaun og því þekkti
hann marga ógæfumenn í borginni og
lenti oft á spjalli við þá. Það var því
sérlega spennandi að labba niður
Laugaveginn með honum þegar mað-
ur var yngri og enginn vafi á því að afi
var flottastur í okkar augum.
Elsku afi, við kveðjum þig með
söknuði í hjarta en erum þér ævinlega
þakklát fyrir alla góðu tímana sem við
áttum saman og minningarnar af þér
munu veita okkur hlýju og gleði um
aldur fram.
Andri, Óðinn, Guðrún
Dóra, Kári, Arnór, Þórir
Hlynur, Aðalsteinn og
Emilía Margrét.
Nú þegar mágur minn Þórir Þór-
isson hefur kvatt þessa jarðvist þá er
margs að minnast fyrir mig.
Þórir kom til Ísafjarðar um miðjan
sjötta áratuginn, þá liðlega tvítugur,
úr Kópavogi. Þá var hann búinn að
starfa á unglingsárunum við út- og
uppskipun hjá Eimskip undir verk-
stjórn föður síns. Hann kom til Vest-
fjarða á vegum Rarik til þess að vinna
við rafmagnslínulagnir, allt frá Súða-
vík og vestur um hálendið. Þeir
bjuggu í tjöldum vítt og breitt um
Vestfirði og ekki fyrir nema vinnu-
vana og hrausta menn. Þórir vann í
þrjú ár við þetta starf allt vestur á Pat-
reksfjörð. Hann var léttur á fótinn í
fjöllunum. Þetta voru bæði miklar
fjallaferðir og talsvert átakasamar að
vinna við þessar rafmagnslínur enda
tækni og græjur ekki eins fullkomnar
þá og nú eru orðnar. Unnið var hálft
árið í senn eftir því sem snjóar leyfðu.
Hér fyrir vestan kynntust þau
yngsta systir mín, Guðrún Dóra, og
Þórir og giftu sig í desember 1956.
Fluttu eftir áramót til Reykjavíkur,
leigðu sér íbúð og hófu búskap. Þá var
húsnæðisekla í Reykjavík um þær
mundir og misstu þau íbúðina eftir
rúmt ár. Var Þórir á togaranum Þor-
steini Ingólfssyni þá um veturinn 1959
en eftir þann vetur settust þau að á
Ísafirði. Næsta hálfa áratuginn kemur
hann til mín í skipsrúm sem vélstjóri
en hann hafði þá aflað sér vélstjórn-
armenntunar hér á Ísafirði. Við rerum
á 65 tonna línubáti. Það verð ég að
segja að áratugurinn 60-70 eru þau
verstu illviðra ár sem ég hefi upplifað á
vetrarvertíðum enda urðum við Vest-
firðingar fyrir miklum skipssköðum.
Áhlaupa- og ísingarveðrin voru mán-
aðarlegir atburðir, sem skullu á fyr-
irvaralítið. Kuldinn í sjónum var mikill
og í vondum veðrum fylgdu miklar ís-
ingar á bátum. Árið 1966 réðumst við
mágarnir á Guðmund Péturs frá Bol-
ungarvík á síldveiðar um sumar og
haust og netaveiðar á vetrum. Skip-
stjóri var Jóhann Símonarson, góður
aflamaður. Þetta voru litrík ár og
margt að ske með skemmtilegri áhöfn.
Árin 1968 og 1969 er Þórir á rækju- og
handfæraveiðum á 6 tonna báti, Far-
sæl, með Rafni Oddssyni vini sínum.
Þau Þórir og Gunna Dóra bjuggu á
Ísafirði í 10 ár eftir þetta og eignuðust
þar þrjú börn, þau Salóme Önnu, Þóru
og Þóri Hlyn. Eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur eignuðust þau dótturina
Hildi Jónínu. Eftir að suður kom var
Þórir áfram á fiskveiðum, en síðustu
þrjú sjómennskuár sín var hann á
fragtskipum hjá Eimskip.
Nú urðu miklar breytingar á starfs-
ævi Þóris þar sem hann gerðist fanga-
vörður á lögreglustöðinni á Hverfis-
götu við Hlemm. Það er sameiginlegt
álit flestra sem þar lentu hjá honum í
erfiðleikum sínum að þar hafi verið
réttur maður á réttum stað því Þórir
var afar vinsæll og mannúðarfullur
maður. Þar var hann samfellt í 23 ár.
Þórir og Gunna Dóra bjuggu í Breið-
holtinu í 20 ár og síðan hafa þau átt
heima í 19 ár á Miklubrautinni. Þórir
Þórisson var bæði gæflyndur og glað-
vær, í návist hans var óþarfi að láta sér
leiðast.
Ég votta systur minni og börnum
þeirra Þóris fullrar samúðar.
Halldór Hermannsson.
Í dag er kvaddur elskulegur móð-
urbróðir minn Þórir Þórisson. Þórir
var mér sérlega kær frændi, góður
maður sem mátti ekkert aumt sjá án
þess að koma til hjálpar á sinn ljúfa
hátt. Ég fann fljótt sem lítið barn
hvernig vinur hann var og átti ég alla
tíð vináttu hans og elsku. Hann sem
ungur drengur tók mér fagnandi,
skríðandi til hans fór ég að reyna að
segja nafnið hans og kom það út sem
„Lóli“. Ég kallaði hann alltaf Lóla og
margir tóku það upp eftir mér. Seinna
reyndi ég að venja mig af því og kalla
hann hans rétta nafni, sér í lagi þegar
börnin hans voru nærri, – mér tókst
það ekki alltaf en ég veit að þau fyr-
irgefa mér það. Ég man þegar Þórir
kom með konuefnið sitt, Guðrúnu
Dóru, frá Ísafirði til að hitta foreldra
sína og fékk ég að fara sérstaka ferð
suður í Kópavog til að líta hana augum.
Fór ég ein með strætisvagni og hafði
það fyrir afsökun að fara með dönsku
blöðin til hans afa míns en auðvitað var
ég dauðhrædd um að hún væri ekki
nógu góð fyrir hann Þóri frænda minn
og svo vildi ég bara hafa eitthvað um
þetta að segja líka. En auðvitað þurfti
ég ekkert að hafa áhyggjur af þessu
því þetta var stórglæsileg ung kona
sem passaði svona glimrandi vel fyrir
hann frænda minn og hefur alla tíð átt
stóran part í hjarta mínu. Þau voru
glæsileg saman; hávaxin, teinrétt og
tíguleg og ávallt kát og glöð. Þau eign-
uðust stórglæsilegan barnahóp og
barnabörn sem standa þétt saman.
Hún mamma mín átti ekki alltaf
gott með að koma því til skila hvað
henni þætti vænt um fólk en ég veit að
henni þótti afar vænt um hann Þóri
bróður. Hún sagði aldrei nafnið hans
Þórir Þórisson
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát okkar ástkæra sonar, bróður,
barnabarns og mágs,
KARLS CESARS SALÓMONSSONAR,
Hafnargötu 5,
Vogum Vatnsleysuströnd.
Guð blessi ykkur öll.
Salómon Viðar Reynisson, Þóra Lind Karlsdóttir,
Svavar Örn Eysteinsson, Steinunn Björnsdóttir,
Gylfi Snær Salómonsson,
Reynir Viðar Salómonsson, Kristín Valgeirsdóttir,
Birna Björg Salómonsdóttir,
Karl Cesar Sigmundsson,
Reynir Ásgrímsson.
✝
Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS KNÚTS VALDIMARSSONAR,
Dalbraut 42,
Bíldudal.
Vilborg Jónsdóttir,
Jón Rúnar Gunnarsson, Nanna Sjöfn Pétursdóttir,
Fríða Björk Gunnarsdóttir, Aðalsteinn Gottskálksson,
Valdimar Gunnarsson, Arna Guðmundsdóttir,
Þröstur Leó Gunnarsson, Helga S. Helgadóttir,
Kolbeinn Gunnarsson, Jóna Sigurðardóttir,
Víkingur Gunnarsson, Þórhildur Þóroddsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.