Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 34
34 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ADDA, KENNARARNIR ERU BÚNIR AÐ SEMJA VIÐ RÍKIÐ HVAÐ GERÐIST? SÍÐAST ÞEGAR ÉG VISSI LEIT ALLS EKKI ÚT FYRIR AÐ ÞETTA MYNDI LEYSAST Í BRÁÐ VEIT ÞAÐ EKKI. EN ÞETTA HEFUR VERIÐ SANN- GJARNT AF HVERJU SEGIR ÞÚ ÞAÐ? VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ERU ALLIR FÚLIR Á SVIPINN Í ALVÖRUNNI? ERTU AÐ HUGSA ÞAÐ SEM ÉG ER AÐ HUGSA?NÝ- MÁLAÐ Í ALVÖRU? ÉG KEYPTI GJÖFINA ÞÍNA FYRIR MÁNUÐI SÍÐAN ÆÆÆÆ... ÞETTA ER ALLT Í LAGI. FÁÐU ÞÉR SMÁ AULA-KAKÓ ÞAÐ ER ERFITT AÐ VERSLA FYRIR ÞIG. ÉG HEF EKKI ENN FUNDIÐ JÓLAGJÖF HANDA ÞÉR ÞAÐ RIGNIR ANSI MIKIÐ RAKEL SAGÐI AÐ ÞEGAR HÖFIN URÐU TIL RIGNDI Í MARGAR ALDIR ÞÁ HEFUR VERIÐ ERFITT AÐ SKIPULEGGJA LAUTARFERÐIR HRÓLFI HEFUR ALLTAF VERIÐ SAMA UM VERALDLEGAR EIGNIR... SVO LENGI SEM HANN HEFUR NÓG AÐ DREKKA ÉG HEF TAPAÐ ÖLLU! KLUKKUSAFNINU MÍNU... FRELSINU... HEFNDINNI... REYNDU AÐ LÍTA Á BJÖRTU HLIÐARNAR ÞÚ KEMST AÐ MINNSTA KOSTI Í BLÖÐIN „BIG-TIME, BEINA LEIÐ Í STEININN“ Dísarfugl fannst Fallegur dísarfugl fannst við Vífilsstaði 5. júlí sl. Fuglinn er grár með gult höfuð og gula rönd á vængjunum. Yfirbragð fjaðr- anna er örlítið grænleitt sem sam- kvæmt dýralækni er tilkomið vegna lifrarsjúkdóms. Eigandi fuglsins getur haft samband í síma 893-4500 eftir kl. 19. Fréttamat Ég velti nú vöngum yfir mati ljós- vakamiðla á fréttnæmu efni, einkum eftir hverju farið er á sviði íþrótta. Brids er vinsæl almenningsíþrótt á Íslandi sem stunduð er reglulega í félögum og í heimahúsum um allt land af fólki á öllum aldri. Nú ber svo við að sveit skipuð íslenskum áhuga- mönnum nær þeim frábæra árangri að ná fjórða sæti á Evrópumóti í brids eftir 11 daga samfellda spila- mennsku. Þessi árangur er sýnu eftirtektarverðari fyrir þær sakir að a.m.k. tíu sterkustu þjóðirnar eru nær eingöngu skip- aðar atvinnumönnum. Með þessum eftir- tektarverða árangri er Ísland í hópi sex Evr- ópuþjóða sem öðlast hafa rétt til að taka átt í heimsmeistaramótinu í Hollandi að ári. Rétt er að minna á að fyrir 20 árum urðu Íslend- ingar heimsmeistarar í brids og eiga nú mögu- leika á að endurtaka svo einstætt afrek. Til þess þarf þó ýmislegt fleira en að vera í hópi bestu spilara heims. Nefna má öflugan stuðning, samstöðu og skilning á því að brids heldur á lofti sóma þjóðarinnar ekki síður en góður árangur í öðrum íþróttum og veitir víst ekki af. Hvorki RÚV né Stöð 2 sáu ástæðu til að geta um þessa stóru íþrótta- frétt eftir að mótinu lauk hinn 3. júlí síðastliðinn. Það virðist deginum ljósara að þegar brids er annars veg- ar er sigursælt lið Íslendinga ekki í hópi „strákanna okkar“, a.m.k. ekki í augum fréttamanna í ljósvakamiðl- um. Þorvaldur Pálmason. Ást er… … að fara saman í heitt bað. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið kl. 9-16, vinnu- stofa opin, hádegismatur. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30. Orlofsferð á Austurland 22.-27. ágúst, gist á Hótel Laka og Norðfirði. Lokað 12. júlí til 9. ágúst. Sjá www.febh.is. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böð- un fyrir hádegi, matur. Bingó kl. 13.30, veitingar. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Síðasti skrán- ingardagur til þátttöku á skemmtidegi eldri borgara í Gufunesbæ í Grafarvogi 14. júlí kl. 14, í síma 411-1400. Ókeypis aðgangur. Uppl. í síma 520-2300. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, matur og kaffi, bingó kl. 14. Sumarið er komið með kafla-skilum hjá Gylfa Þorkelssyni, sem setið hefur í bæjarstjórn Ár- borgar fyrir Samfylkinguna, en yrkir nú: Áform hef nú mörg og merk, mikið band á rokknum. Sem mitt fyrsta sumarverk ég sagði mig úr flokknum. Ólafur Stefánsson sendi honum hamingjuóskir: Þetta tel ég þroskamerki, – þó enn fækki lokkum. Nú rís Íslands stóri sterki stofn í bændaflokkum. Gylfi svaraði þegar og vildi ekki að afstaða sín yrði oftúlkuð: Burt úr flokki, af því er ekki hlýðinn sauður. Ennþá glaður inní mér eldur logar rauður. Helgi Zimsen lagði orð í belg: Sé hann vaskur, sannur, klár, sitt með allt á hreinu. Gulur, rauður, grænn og blár, gilda má þá einu. Ármann Þorgrímsson fékk ekki orða bundist eftir að dómur féll um skattlagningu sjúkratrygginga- bóta: Á aumingjunum fantabrögðin bitna bera dæmin vitni allsstaðar, en púkarnir á fjósbitanum fitna finnast margir lögspekingar þar. Sigrún Haraldsdóttir tekur undir það: Óvitrum dómurum illa vinnst, auka þeir hrjáðra vanda, að leika þá harðast sem hafa minnst og höllustum fæti standa. Vísnahorn pebl@mbl.is Af dómi og sumarverkum Sumarsólstöðugátan 2010 fól í sér ferskeytlu í reitum 1-105. Mjög góð þátt- taka var í þessari vinsælu krossgátu og bárust hátt í 200 lausnir. Í gær var dregið úr réttum lausnum. Vinningshafinn er Kristín Friðbertsdóttir, Torfufelli 42, Reykjavík. Hún hlýtur í verðlaun hina glæsilegu bók Páls Stefánssonar ljósmyndara, Áfram Afríka. Rétt lausn Sumarsólstöðugátunnar 2010 er svohljóðandi: Hvílík fegurð hvelfist yfir dali! Hvert sem lítur speglast hún í mynd og ljóði um móa og tún. Mér finnst eins og dýr og steinar tali. St.P.H. Sumarsólstöðugátan 2010

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.