Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.07.2010, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2010 Knight and Day kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ Knight and Day kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS The A-Team kl. 5:20 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Killers kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Húgó 3 kl. 4 íslenskt tal LEYFÐ SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Sími 462 3500 Knight and Day kl. 6 - 8 - 10:10 (KRAFTSÝNING) B.i. 12 ára Killers kl. 8 - 10 B.i. 12 ára Grown Ups kl. 6 LEYFÐ Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó SÝND Í SMÁRABÍÓI „The A-Team setur sér það einfalda markmið að skemmta áhorfendum sínum með látum, og henni tekst það með stæl. Ekta sumarbíó!” -T.V. - Kvikmyndir.is L.A Times USA TodayWashington Post Missið ekki af hasar gamanmynd sumarsins! Verkefni sem hann átti ekki að geta leyst Leyndarmál sem hún átti ekki að vita Núna þurfa þau að treysta á hvort annað SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Hraðskreið og hlaðin fjöri. Tom Cruise hefur sjaldan verið hressari! T.V., Kvikmyndir.is Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng AF GERVIREGLUM Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is Hinn 25. desember árið 2009 að lokinnijólamessu og eftir að hafa gert sig fín-an, gengur páfinn marmarasleginn ganginn á Péturskirkju Vatíkansins umvafinn lotningu mannfjöldans sem tilbiður hann gang- andi tígulega og reisulega í heilögum kjól munstruðum af lituðu silki, með hatt sem geisl- ar út eins og stélið á páfugli, haldandi á gull- slegnum valdasprota sem Jesús Kristur sjálfur trónir ofan á, krossfestur á gullnum krossi, að því er virðist alfarið úr gulli sjálfur. Hópur fólks er kominn saman til að dást að dýrindis- skrautinu hans þegar ófrýnileg fimmtug kona stekkur fram og hrindir páfanum svo kjóllinn hans flýgur upp eins og á fínu kerlingunum í gamla daga þegar hvasst var úti og hatturinn hættir að líta út eins og heilagur sveppur og lít- ur meira út eins og misheppnuð túbering. Páf- anum er hjálpað við að reisa sig við og hann ýlir og mumlar eitthvað út úr sér eins og reytt geit. Geitur eru nú reyndar ekki reyttar en ég ímynda mér að ef þær væru það þá hljóðuðu þær eins.    Eftir að hafa séð páfaatvikið á youtube fórég frá vangaveltum um páfann og reyttar geitur að vangaveltum um hversu fráleit við- höfnin væri. Hvarvetna má finna fyrirkomulag byggt á reglum án allra nytja sem geta jafnvel verið aftrandi og það sem verst er: leiðinlegar. Þetta eru gervireglur. Hrindivargurinn Að hlæja að heilögum kúm Á toppnum Þessi maður kveðst vera æðsti embættismaður Guðs á jörðu. minnti okkur á fáránleika skrúðbúningsins, við- hafnarinnar og lotningarinnar sem eiga sér rætur í mannlegum tilbúningi. Þegar rætt hef- ur verið um það hvort aðstoðardómari megi nota myndavélar til að styðjast við í dómum á HM þá er viðkvæðið slíkt að það megi helst ekki breyta þessari íþrótt, því hún sé svo fín eins og hún er. Nú eða þá að reglurnar eigi að henta nákvæmlega alls staðar og að 6. flokkur í Gróttu geti ekki látið aðstoðardómara nota myndavélar í dómgæslunni. Gervireglur koma ekki bara í veg fyrir betri dómgæslu í knatt- spyrnu eða skynsamlegri afstöðu til páfans.    Tycho Brahe sprakk, eða öllu heldur þvag-blaðran hans, við matarborð konungsins í Tékklandi því hann vildi ekki rjúfa borðsiði með því að víkja frá borðinu á undan konung- inum. Í bók Stefans Zweig, Veröld sem var, segir hann okkur frá venjum efri stéttanna í Austurríki fyrir seinna stríð. Þá þótti óásætt- anlegt fyrir drengi og stúlkur að hittast án fylgdar, en í sama mund var það samþykkt að sömu drengir færu í hóruhús eins og minkar í hænsnabú. Konur hafa reyndar lengi þurft að samþykkja alls konar gervireglur. Home Economics for Women frá 1950: „1. Planaðu kvöldmatinn allt að því daginn áður. 2. Farðaðu þig áður en hann kemur heim, settu borða í hárið, vertu kát og áhugaverð fyr- ir hann. 3. Taktu eina yfirferð og dustaðu rykið af öllu áður en hann kemur. 4. Lágmarkaðu allan hávaða áður en hann kemur heim. 5. Ekki nöldra í honum. Þú veist ekki hvað hann hefur gengið í gegnum í vinnunni.“ Á frjósömum beitilendum Indlands eru beljurnar heilagar og fólkið hungrað, sums staðar í arabaheiminum er fólk grýtt eins og sjálfur efnisheimurinn myndi rifna í sundur ef þess væri ekki gætt að grýta duglega þá sem brjóta gervireglurnar. Við þurfum fleiri á við hrindivarginn í Vatíkaninu. Við getum afhjúpað fáránleika heimsins og fengið fólk um allan heim til þess að opna augun og hætta veseni og kjánagangi. Lesendur, sameinist! Hrindið af stað breytingum um allan heim. » „Ekki kvarta eða nöldra í honum þegar hann kemur heim. Þú veist ekkert hvað hann hefur gengið í gegnum í vinnunni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.