Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2011, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.11.2011, Qupperneq 2
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR2 LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur rökstudd- an grun um að þjófaklíka sem talin er hafa staðið að fjölda inn- brota fyrr á árinu sé komin aftur á kreik og hafi hafist handa við sömu iðju á nýjan leik, einkum í austurborginni að þessu sinni. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hefur verið brotist inn eða gerð tilraun til innbrots á höf- uðborgarsvæðinu í nær tuttugu skipti á síðustu tveimur vikum. Síðast var brotist inn á heimili í austurborginni í gærmorgun. Talsverðu magni af skartgripum hefur verið stolið. Innbrotin nú eru spegilmynd innbrotafaraldursins sem reið yfir höfuðborgarsvæðið í febrú- ar og mars síðastliðinn vetur. Þá stálu þjófarnir einungis dýrum skartgripum og dýrum úrum. Sama er upp á teningnum nú. Flest innbrotin voru í fyrra í sér- býli við jaðar byggðar, dreift um höfuðborgarsvæðið. Nú virðast þjófarnir velja sér „viðfangsefni“ þar sem þeir geta athafnað sig við svipaðar aðstæður. Þá eiga báðar innbrotahrin- urnar það sammerkt að þjófarn- ir fara gjarnan inn um glugga eða svaladyr á svefnherbergjum og virðist það ekki hafa fælandi áhrif á þá að heimili séu tengd öryggisþjónustu. Þeir eru snögg- ir að athafna sig og ásælast eink- um skartgripi og úr, eins og áður sagði. Þeir virðast vandfýsnir á hverju þeir stela, því þeir hafa tínt úr gullgripi en skilið silfur- muni og skartgripi úr ódýrari málmum. Mörg innbrotanna hafa verið framin á tímabilinu frá klukkan 17 til 22 þegar heimilisfólk hefur brugðið sér frá. Lögregla hefur fengið upplýsingar um tvo karl- menn sem talið er hugsanlegt að tengist málinu. Þeir hafa gengið í hús og borið upp ýmis fjarstæðu- kennd erindi, að því er virðist til að kanna hvort fólk sé heima við. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu hvetur fólk til að vera á varð- bergi og koma á framfæri upp- lýsingum um grunsamlegar mannaferðir í síma 444-1000. jss@frettabladid.is Laufey, er til svar við öllum spurningum? „Það er ekki endilega til eitt rétt svar við hverri spurningu en það er til svar við öllum spurningum.“ Laufey Haraldsdóttir var í sigurliði Kvennaskólans í spurningakeppninni Gettu betur í vor. Hún býr sig nú undir að verja titilinn í vetur. LÖGREGLUMÁL Tvær konu r í Kópa- vogi, sem urðu nýle ga fyrir barðinu á bíræfnum sk artgripa- þjófum, fá ekki nema f imm pró- sent af tryggingafjárhæ ð á innbúi og persónulegum munu m endur- greidd frá trygginga félaginu. Þær voru tryggðar hjá V ÍS. Þjóf- arnir höfðu á brott með sér mikið af dýrum skartgripum ú r gulli og hvítagulli með eðalstein um. Innbrotafaraldur er nú í gangi, eins og Fréttablaðið gr eindi frá í gær. Um tuttugu inn brot hafa verið framin á höfu ðborgar- svæðinu. Þau eiga það s ammerkt að einungis var farið inn í sérbýli, helst inn um svefnherber gisglugga eða dyr á bakhliðum hús a í útjaðri byggðar og dýrum ska rtgripum stolið. Konurnar tvær sem Frét tablaðið ræddi við í gær báðust u ndan því að koma fram undir na fni undir þessum erfiðu kringum stæðum. Þær voru sammála um að þjóf- arnir væru þrautþjálfa ðir í sínu „fagi“. Báðar kváðust þæ r ætla að herða öryggisgæslu heim a hjá sér eftir föngum eftir þessa d apurlegu reynslu. Önnur kvennanna var m eð stórt skartgripaskrín í fata herbergi undir stafla af fötum. Þjófarnir tæmdu það, að nokkru m silfur- skartgripum og semelí usteinum undanskildum, og settu það síðan aftur á sinn stað. Kona n, sem er ekkja, átti meðal annars mikið af sérsmíðuðum skartgri pum sem maðurinn hennar hafði g efið henni og þeim stálu þjófarnir, auk gift- ingarhringa þeirra beggj a. Að auki voru dýrmætir ættargrip ir teknir. Konan er með átta m illjóna króna innbústryggingu en hefur verið tjáð að hún fái að hámarki fimm prósent af henni eð a 400 þús- und krónur. „Ég reyni bara að gleðj ast yfir því að hvorki börn mín né aðrir sem ég þekki stunda óheiðar- lega iðju, heldur er got t og heil- brigt fólk í kringum m ig,“ segir hún. Hin konan og tvæ r dætur hennar misstu skartgr ipi sína, auk tveggja nýlegra tölva , sem hún hafði nýverið skannað a llar sínar fjölskyldumyndir inn á. H ún segir þjófana hafa valið vendi lega dýra skartgripi, en skilið hin a ódýrari eftir. Hildur Arna Hjartar dóttir, vörustjóri hjá VÍS, segir að F plús trygging á innbúi og persónu- legum munum nái ekki yfir úr og skartgripi. Um sé að ræð a tiltekið ákvæði í skilmálum þar sem segi að úr og skartgripir fáis t bætt að hámarki með fimm prós entum af vátryggingafjárhæðinni . Fólki sé bent á að taka sérstakar trygging- ar fyrir skartgripum. jss@frettabladid.is Ég reyni bara að gleðjast yfir því að hvorki börnin mín né aðrir sem ég þekki stunda óheiðar lega iðju. FÓRNARLAMB SK ARTGRIPAÞJÓFA Mar kona við H Hún í Ve eyju jún M nam Lei skó ar P ar bu pró lei lei 19 Re hl ve kv út M le d M dó B u n o s b t a Ö L t Bæta stolna skartgripi eingöngu að litlu leyti Tvær konur sem urðu ný lega fyrir því að bíræfni r skartgripaþjófar brutu st inn á heimili þeirra segja þá þrautþjálfaða í sínu „fag i“. Tryggingafélagið bæt ir aðeins hluta hinna stoln u skartgripa en slíka grip i þarf að tryggja sérstakl ega. SKARTGRIPIR Innbrotsþjóf arnir sem hafa látið greipa r sópa á heimilum fólks á undanförnum vikum hafa sóst eftir dýru skarti en ski lið hið ódýrara eftir. MYND/ÚR SAFNI 2008. Þá lögð þ fram kauptilboð í skuld abréf frá slíkum bré fum og þ P tú l varpar skugga á le iðtogafund m ma n r að ildi - gb ndi- kó, gja nna þær s. ra sér afa - gb ð li LÖGREGLUMÁL Innbrotsþjófar sem einkum eru á höttunum eftir dýrum skartgripum hafa á undan- förnum vikum herjað á tiltekin hverfi á höfuðborgarsvæðinu. Lög- regla segir um faraldur að ræða. Meðal annars var dýrm tum ættargripum stolið frá konu sem Fréttablaðið ræddi við í gær. Á undanförnum mánuði hafa um tuttugu innbrot verið framin í einbýlishúsahverfum í Hafnar- firði, Kópavogi og Grafarvogi. Hafa þjófarnir aðeins stolið dýrum skartgripum og ekki skilið eftir sig verksummerki, að skemmdum við innbrotin undanskildum. Í sumum hverfanna þar sem fólk hefur orðið fyrir barðinu á inn- brotsþjófum ætla íbúar að taka sig saman og koma á fót öflugri nágrannavörslu. „Íbúar við götuna sem ég bý í ætla að efna til fundar með lög- reglu og tryggingafyrirtækjum til að fá upplýsingar um viðbrögð við þessum innbrotum,“ segir Þor- steinn Vilhelmsson, íbúi í Kópa- vogi. Brotist var inn á heimili hans og eiginkonu hans um síð- ustu helgi. Brotist hefur verið inn á fimm heimili í hverfi þeirra. Þorsteinn segir nauðsynlegt að lögregla sé í stakk búin að takast hratt og vel á við verkefni af þessu tagi. Einar Ásbjörnsson, lögreglu- fulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir mikilvægt að fólk hafi tiltek- in atriði í huga til að verjast inn- brotsþjófum. Gæta þurfi að því að allar krækjur á hurðum og glugg- um séu í lagi. Fólk þurfi að vera vakandi fyrir umferð fólks sem ekki virðist eiga erindi inn í götur, taka niður bílnúmer og hika ekki við að láta lögreglu vita þyki eitt- hvað grunsamlegt á ferðinni. Hús í jaðri hverfa hafi verið útsettari fyrir innbrotum. Gjarnan sé farið inn baka til í skjóli trjáa, sólpalla og skjólveggja. Þetta þurfi að hafa í huga. „Yfirleitt eru innbrot framin á hefðbundnum vinnutíma fólks,“ útskýrir Einar. „En í þessari hrinu nú hafa þjófarnir yfirleitt verið seinna á ferðinni, jafnvel fram undir klukkan átta á kvöld- in. Bíræfnin er því töluverð.“ - jss Láta allt vera nema v r æta skartgripi Hrina skartgripaþjófnaða gengur yfir sérbýlishúsahverfi á höfuðborgarsvæð-inu. Innbrotsþjófarnir sækjast einkum eftir dýrum skartgripum og skilja ekki eftir sig verksummerki. Efla á nágrannavörslu og árvekni í hverfunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skartgripaþjófar eru komnir aftur á kreik Nær tuttugu innbrot hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á síðastliðnum tveimur vikum. Þjófarnir stela úr svefnherbergjum og takmarka feng sinn við skartgripi úr gulli og verðmæt úr, nákvæmlega eins og í hrinunni í fyrravetur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir mikilvægt að fólk hafi tiltekin atriði í huga til að verjast innbrotsþjófum. Gæta þurfi að því að allar krækjur á hurðum og gluggum séu í lagi. Fólk þurfi að vera vakandi fyrir umferð fólks sem ekki virðist eiga erindi inn í götur, taka niður bílnúmer og hika ekki við að láta lögreglu vita, þyki eitthvað grunsamlegt á ferðinni. Hús í jaðri hverfa hafi verið berskjaldaðri fyrir innbrotum. Gjarnan sé farið inn baka til í skjóli trjáa, sólpalla og skjólveggja. Þetta þurfi að hafa í huga. Varnir gegn innbrotsþjófum ÍTALÍA Ljósmynd sem sýnir Bene- dikt páfa XVI og egypska trúar- leiðtogann Ahmed el-Tayeb kyssast hefur verið tekið niður að kröfu Páfagarðs. Myndin var sett upp í tengslum við auglýsingaherferð verslanakeðjunnar Benetton, sem áður hefur birt umdeildar auglýsingamyndir. Auk myndarinnar af páfa- kossinum tilheyra auglýsinga- herferðinni ljósmyndir af öðrum þekktum leiðtogapörum að kyssast. Á einni myndinni sjást til dæmis þeir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, for- seti Palestínustjórnar, kyssast, á annarri Kim Jong-il og Lee Myung-bak, leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu, og á þeirri þriðju Angela Merkel Þýskalands- kanslari og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. - gb Páfagarður ósáttur: Kossamynd af páfa fjarlægð TVÆR MYNDANNA Auk páfans og íslamska bænaleiðtogans sjást þarna Barack Obama Bandaríkjaforseti og Hu Jintao, leiðtogi Kína, sameinast í kossi. NORDICPHOTOS/AFP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu lagði hald á tæp- lega 60 grömm af amfetamíni, rúmlega 100 grömm af marijúana og stera við húsleit í íbúð í fjöl- býlishúsi í Árbæ í fyrradag. Tveir karlmenn voru handtekn- ir, húsráðandi og maður sem var gestkomandi. Gesturinn var með tæplega 40 grömm af amfetamíni og rúmlega 30 grömm af mari- júana á sér sem einnig var tekið. Mennirnir, sem eru á fertugs- og sextugsaldri, játuðu aðild sína að málinu en báðir hafa þeir ítrekað komið við sögu hjá lög- reglu. - jss Fundu fíkniefni í Árbænum: Tveir menn handteknir HAFNARFJÖRÐUR Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði eiga nú í viðræðum við Rio Tinto Alcan vegna vatns- gjalds. Með vísan í lög frá 2007 lagði Vatnsveita Hafnarfjarðar 66,7 milljóna króna aukagjald á álverið í Straumsvík vegna áranna 2005 til 2009. Alcan greiddi upphæðina en innanríkisráðuneytið hefur síðar tekið undir með fyrirtækinu og úrskurðað að því beri ekki að greiða vatnsgjald til Vatnsveitu Hafnarfjarðar. Á síðasta fundi umhverfis- og framkvæmda- ráðs bæjarins bókaði fulltrúi minnihluta Sjálfstæðisflokks að nauðsynlegt væri að fá skorið úr málinu fyrir dómstólum. - gar Rætt við Alcan um vatnsgjald: Minnihlutinn vill dómsmál STRAUMSVÍK Ágreiningur um vatnsgjald veldur áhyggjum í Hafnarfirði. STELA DÝRUM SKARTGRIPUM Innbrotshrinan nú á það sammerkt með fyrri hrinu að þjófarnir eru snöggir að athafna sig og þeir virðast vandfýsnir á hverju þeir stela. Mörg inn- brotanna hafa verið framin að kvöldi til. Eldur í potti í Kópavogi Slökkviliðið var kallað að húsi í Laufbrekku í Kópavogi í gær- kvöldi. Þaðan var tilkynnt um eld í feitispotti. Ekki var um neinn eld að ræða en töluverðan reyk lagði frá pottinum. Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. BRUNI Ólík afstaða almennings Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka? Hvort vilt þú ljúka aðildarviðræðum við ESV og fá að kjósa um samninginn í þjóðar- atkvæðagreiðslu eða slíta aðildarviðræðum við ESB? MMR Capacent ■ Mjög eða frekar andvíg(ur) ■ Hvorki fylgjandi né andvígur ■ Mjög eða frekar fylgjandi 35,3% 53,1% 46,9% 14,2% 50,5% ■ Ljúka viðræðum ■ Slíta aðildarviðræðum KÖNNUN Tvær kannanir sem greint var frá í gær sýna ólíka afstöðu almennings til viðræðna við Evr- ópusambandið. Samkvæmt nið- urstöðu Capacent vill meirihluti landsmanna ljúka viðræðum, en samkvæmt könnun MMR vill meirihlutinn slíta viðræðum. Í könnun MMR, sem unnin var fyrir vefsíðuna andriki.is, var aðeins spurt hvort fólk vildi draga umsóknina til baka eða ekki. Í könnun Capacent, sem gerð var fyrir Sterkara Ísland, var spurt hvort fólk vildi draga umsókn- ina til baka eða ljúka viðræðum og setja niðurstöðuna í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Í könnun Capacent, sem sagt er frá í Fréttatímanum í dag, segist 53,1 prósent vilja ljúka aðildar- viðræðum og kjósa um samning- inn en 46,9 prósent vilja slíta þeim. Könnun MMR sýndi að held- ur fækkar í hópi þeirra sem vilja draga umsóknina til baka. Um 50,5 prósent segjast þessarar skoðun- ar í dag, en 57,6 prósent vildu fara þá leið í júní í fyrra. Nú segjast 35,3 prósent andvíg því að draga umsóknina til baka, en hlutfallið var 24,3 prósent í fyrra. - bj Könnun MMR sýnir að heldur dregur úr fjölda þeirra sem vilja slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið: Misvísandi kannanir um ESB-viðræður SLYS Mikill harmur ríkir á Siglufirði og Ólafsfirði vegna banaslyss sem varð þar á miðvikudagskvöld. Þrettán ára stúlka lést þegar fólksbíl var ekið á hana eftir að hún steig út úr rútu. Hún var flutt rakleiðis á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið en var úrskurðuð látin við komuna þangað. Önnur stúlka var flutt alvarlega slösuð til Akureyrar og lögð inn á gjörgæsludeild. Hún er illa brotin, en með meðvitund og ekki í lífshættu. Sú þriðja fékk að fara heim með minniháttar áverka að lokinni skoðun á heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar. Stúlkurnar voru að koma frá Ólafsfirði, þar sem þær höfðu verið í félagsheimilinu um kvöldið ásamt skólasystkinum sínum. Skólafélögum stúlknanna í grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði var veitt áfalla- hjálp í gær. Í skólanum eru um hundrað börn og unglingar. Þá var haldin minning- arstund í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi. Lögregla rannsakar hvort ökumaður fólksbílsins var allsgáður undir stýri. - sh Þrettán ára stúlka lést og jafnaldra hennar slasaðist alvarlega: Siglfirðingar í sárum eftir banaslys AF SLYSSTAÐ Fólk lagði blómvendi og kerti á slysstaðinn í gær. Víða í bænum blöktu fánar í hálfa stöng. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON SPURNING DAGSINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.