Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 4

Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 4
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR4 BRETLAND Seðlabankar víða um heim hafa keypt gull í stórum skömmtum undanfarið. Á þriðja fjórðungi ársins keyptu þeir sam- tals nærri 150 tonn af gulli, sem er mesta magn sem þeir hafa keypt áratugum saman. Seðlabankar keyptu reyndar lítið sem ekkert af gulli frá árinu 1988 þar til á síðasta ári, þegar kreppan hafði dregið verulega úr tiltrú manna á gjaldmiðlum flestra ríkja heims. Talið er að heildargullkaup seðlabankanna verði 400 til 500 tonn á þessu ári. - gb Seðlabankar tryggja sig: Kaupa gull í gríð og erg LÖGREGLUMÁL Karl á fimmtugs- aldri var tekinn með kókaín inn- vortis í Leifsstöð í vikunni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rennur út í dag. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn þegar hann var handtekinn á mánudag, grunaður um að vera með fíkniefni. Hann reyndist vera með 120 grömm af kókaíni innvortis. Rannsókn á styrkleika kókaínsins er ólokið. Maðurinn hefur lítillega komið við sögu lögreglu áður, þó vegna fíkniefnabrota. - jss Karlmaður í gæsluvarðhaldi: Smyglaði kóka- íni innvortis KÖNNUN Fjórir af hverjum tíu sem afstöðu tóku í nýrri könnun MMR segjast hafa hugsað um að flytja af landi brott á síðustu mánuðum. Um 26,5 prósent sögðust hafa íhugað það vegna efnahags- ástandsins, en 13,3 prósent af öðrum ástæðum. Meirihluti landsmanna, um 60,1 prósent, hefur ekki hugsað um að flytja til annars lands á síðustu mánuðum. Meirihluti fólks á aldrinum 18 til 29 ára hefur íhugað að flytja til útlanda, um 56,6 prósent. Karlar eru líklegri en konur til að íhuga að flytja frá landinu, auk þess sem þeir sem hafa lægri tekjur hugsa frekar um að flytja en þeir sem hafa hærri tekjur. - bj Áhugi á að flytja frá Íslandi: Meirihluti ungs fólks hefur íhugað að flytja GULL Seðlabankar víða um heim hafa keypt hundruð tonna. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Búast má við umtals- verðri fjölgun ferðamanna hér á landi á næsta ári vegna auk- ins framboðs ferða til landsins, sagði Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, á markaðsfundi félagsins í gær. Haft er eftir Birki í tilkynn- ingu frá félaginu að Icelandair muni auka framboð ferða um fjórtán prósent samanborið við árið í ár. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að farþegar verði um tvær milljónir á næsta ári. Birkir sagði að vel gangi að bóka ferðir til Denver í Bandaríkjunum, en það er nýr áfangastaður Icelandair. - bj Ferðamönnum mun fjölga: 14% aukning á framboði ferða Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010 Streita og svefntruflanir Hvað er til ráða? Þriggja kvölda námskeið: 24. nóv, 29. nóv og 1. des kl. 20.00 Verð samtals kr. 7.500 Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir HNLFÍ og Heilsuborgar Magna Fríður Birnir, hjúkrunarforstjóri HNLFÍ Sigrún Ása Þórðar dóttir, sálfræðingur og verkefna- stjóri HNLFÍ og Heilsuborgar GENGIÐ 17.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,6795 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,59 118,15 185,2 186,1 158,42 159,3 21,284 21,408 20,289 20,409 17,301 17,403 1,5268 1,5358 183,58 184,68 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is LÍKNARMÁL Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthlutar jólaglaðn- ingi fyrir þessi jól eins og undan- farin ár. Tekið verður á móti umsóknum um jólaglaðning í húsnæði Mæðrastyrksnefndar við Hátún 12 í Reykjavík milli klukkan 10 og 14 þriðjudagana 22. og 29. nóvember, fimmtudaginn 1. des- ember, þriðjudaginn 6. desember og fimmtudaginn 8. desember. Úthlutun jólaglaðningsins verður síðan 19., 20. og 21. des- ember milli 10 og 12 og milli 13 og 15 að Fiskislóð 14. Mæðrastyrksnefnd úthlutar: Umsóknir um jólaglaðning VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 18° 9° 5° 10° 7° 8° 8° 8° 23° 14° 20° 7° 22° 1° 13° 13° 7°Á MORGUN Hægviðri en vaxandi SA-átt annað kvöld. SUNNUDAGUR 8-13 m/s. 5 5 3 4 1 6 6 7 8 8 8 5 6 3 3 4 2 7 2 4 5 10 3 4 6 6 8 8 7 6 5 HELGARHORFUR Það er góðviðrisspá fyrir morgundaginn en þá verður víðast hæg breytileg átt og nokkuð bjart. Hins vegur breytist þetta annað kvöld með vaxandi suðaustanátt og rigningu sunnan og vestan til. Fremur stíf sunnanátt á sunnudag með vætu en bjart norð- austanlands. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hvatti þá flokksmenn sem kynnu að hafa komið sér fyrir í skotgröfum í afstöðu sinni til aðildarumsókn- ar að Evrópusambandinu (ESB) til að stíga upp úr þeim í setningar- ræðu sinni á landsfundi flokksins í Laugardalshöll í gær. „Síðasti landsfundur okkar álykt- aði að draga bæri aðildarumsóknina til baka. Það er stefna flokksins og hún er skýr. Að mínu mati er þetta rökrétt niðurstaða, óháð því hvaða afstöðu menn hafa til aðildar,“ sagði Bjarni. „Mín sannfæring er sú að hags- munum Íslands sé best borgið utan ESB. En ég ítreka það sem ég sagði á síðasta landsfundi. Ef ríkisstjórn- in þráast við og heldur viðræðun- um til streitu er það að sjálfsögðu skylda okkar að beita okkur af alefli fyrir því að hagsmuna Íslands verði gætt í hvívetna í viðræðuferlinu,“ sagði Bjarni. Í ræðu sinni varði Bjarni þá ákvörðun sína og meirihluta þing- flokks Sjálfstæðisflokksins að styðja þriðju Icesave-samningana í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Hann segist ekki líta svo á að með því hafi verið farið gegn ályktun landsfundar flokksins. Bjarni gagnrýndi stjórnvöld harðlega í ræðu sinni fyrir úrræða- leysi í efnahagsmálum. Hann krafð- ist þess einnig að bankarnir gerðu grein fyrir þeim afslætti sem þeir hefðu fengið af lánum til heimila, svo hægt yrði að meta svigrúm þeirra til frekari afskrifta. „Það er blaut tuska í andlit okkar allra þegar það er upplýst að 76 milljarðar króna renni til erlendra kröfuhafa og þá fyrst og fremst vogunarsjóða, vegna endurmats á eignum viðskiptabankanna. Hvaða réttlæti er fólgið í því að erlendir spákaupmenn sem hafa makað krókinn á falli íslenska fjár- málakerfisins græði 76 milljarða á meðan fjölskyldurnar í land- inu berjast við að halda heimilum sínum?“ brjann@frettabladid.is Sjálfstæðismenn rísi úr ESB-skotgröfum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir rökrétt að draga aðildarumsókn að ESB til baka. Hann varði afstöðu sína í Icesave-málinu á landsfundi. Hann sagði það áhugamál stjórnvalda að ná sér niðri á fyrrverandi forystumönnum flokksins. „Það hefur verið sérstakt áhugamál þeirra sem nú stjórna landinu að ná sér niðri á fyrrverandi forystumönnum Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, í setningarræðu sinni á landsfundinum. „Það hefur ítrekað verið vegið að Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni okkar og farsælasta forsætisráðherra seinni tíma,“ sagði Bjarni. „Íslensk stjórnmál náðu síðan nýjum lægðum, og íslenskir stjórnmálamenn sýndu á sér sínar verstu hliðar, þegar meirihluti þingmanna ákvað að efna til pólitískra réttarhalda yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi formanni okkar.“ Hann sagðist styðja Geir heils hugar í landsdómsmálinu og sagði það sama gilda um þingmenn flokksins, sveitarstjórnarmenn, landsfundargesti og þúsundir annarra Íslendinga. „Við stöndum öll með þér,“ sagði Bjarni. „Við stöndum öll með þér“ KLÖKKUR Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var klökkur þegar hann lýsti því yfir að fundarmenn, og raunar allir sjálfstæðismenn, stæðu með Geir H. Haarde í landsdómsmálinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓLK Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra hefur í ráðherratíð sinni glímt við þráláta martröð úr fortíðinni. Þessu greindi Katrín frá á ráðstefnu um kosti og galla sam- einingar háskóla á Íslandi. „Ég get sagt ykkur það, í algjör- um trúnaði, sem hér eruð að mig hefur, eftir að ég varð ráðherra, stundum dreymt draum – og hann er mjög óþægilegur,“ hóf Katrín frásögn sína á ráðstefnunni. Að sögn Katrínar hefst draum- urinn á því að hún fær símtal þar sem henni er sagt að hún hafi aldrei lokið grunnskólaprófi. „Og ég segi: Ég trúi því ekki, ég man greinilega eftir að hafa verið í grunnskóla! Og svo semur skólastjórinn við mig í mínum gamla skóla, í L angholts - skóla, um að ég geti lokið prófinu utanskóla – af því að ég segi að ég komist bara alls ekki í tíma því ég sé nefni- lega menntamálaráðherra,“ lýsti ráðherra draumnum, sem snerist síðan um það að hún væri að rifja upp þýsku og stærðfræði og fleira. „Yfirleitt hrekk ég upp í svita- kófi og hugsa með mér: Guð minn almáttugur! Hvað fór framhjá mér í grunnskólanum? Hvað veldur því að mig dreymir þennan draum reglulega?“ sagði Katrín og lýsti eftir aðstoð úr salnum til að losna undan martröðinni: „Ef þið eruð miklir Freud-istar megið þið endi- lega koma til mín og segja mér hvað ég á að gera og við hvern ég á að tala; hvort ég á að tala eitt- hvað sérstaklega við mömmu eða eitthvað slíkt.“ - gar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra vaknar ítrekað upp við vondan draum: Óklárað grunnskólapróf vitjar Katrínar KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Nauthóll í Nauthólsvík er veitinga- staður en ekki kaffihús, ólíkt því sem sagði í Fréttablaðinu á miðvikudag. LEIÐRÉTT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.