Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 8

Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 8
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR8 Nýsköpunarmessa og afhending Hagnýtingarverðlauna Háskóla Íslands Markmiðið með Nýsköpunarmessunni er að virkja nemendur og vísindamenn HÍ til nýsköpunar og vekja athygli á gildi hennar. Hagnýtingarverðlaunin eru veitt árlega á grundvelli samkeppni sem hefur það að markmiði að laða fram hagnýtar hugmyndir nemenda og kennara við Háskóla Íslands. Í tilefni aldarafmælis Háskólans hefur einnig verið sett upp veggspjaldasýning með vörðum úr sögu nýsköpunar og hagnýtingar rannsókna HÍ. Fulltrúar ýmissa nýsköpunar- fyrirtækja, sem eiga rætur að rekja til rannsókna og verkefna innan skólans, munu kynna starfsemi sína. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Háskólatorgi, föstudaginn 18. nóvember kl. 16.00. 1. Hver hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu? 2. Hvaða land hefur verið rekið úr Arababandalaginu? 3. Hversu hátt hlutfall útflutnings Íslands fer til evruríkja? SVÖR AKUREYRI Fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar færði rúmar sjö milljónir króna út af Minning- arsjóði um Jónsbók, styrktar- sjóði LA fyrir listamenn, inn í rekstur félagsins til að leyna rekstrarhallanum. Einungis stjórn leikfélags- ins á að hafa aðgang að sjóðn- um, sem stofnaður var til að styrkja listamenn á vegum félagsins, en maðurinn sótti einsamall um undanþágu hjá bankanum og fékk aðgang að reikningnum án vitundar stjórnarinnar. Ekki komst upp um athæfið fyrr en farið var yfir bókhaldið og var honum þá gert að segja upp. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er nær engin innistæða á sjóðnum í dag, en leikfélagið hefur ákveðið að greiða upphæðina til baka eins fljótt og auðið er. Eins og fram hefur komið var Maríu Sigurðardóttur, fyrrverandi leikhússtjóra, gert að segja af sér í síðasta mánuði, þegar fjárhagsvand- ræði félagsins voru komin upp á yfirborðið, en leikfélagið var rekið með 67 milljóna króna tapi á síðasta ári. Í kjölfar uppsagnar Maríu var ráðinn nýr framkvæmda- stjóri. Auglýsti hann stöðu verkefnastjóra lausa til umsóknar fyrr í mánuðinum og sóttu ellefu manns um. Verkefnastjórinn er með 350 þúsund krónur í mánaðarlaun, sem þýðir að LA er að greiða tvenn mánaðarlaun eftir að María hætti sem leikhússtjóri, þar sem hún er enn á starfs- lokasamningi. Ekki náðist í Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, formann stjórnar LA, í gær. sunna@frettabladid.is Færði fé til að leyna halla Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar tók fé úr styrktarsjóði til að leyna rekstrarhalla leik- félagsins. Var gert að segja upp í kjölfarið. Nýr verkefnastjóri LA vísar gagnrýni á fjölskyldutengsl á bug. Helga Mjöll Oddsdóttir var ráðin verkefnastjóri félagsins, en nokkuð hefur borið á gagnrýni vegna ráðningarinnar og hafa umsækjendur óskað eftir skriflegum útskýringum frá framkvæmdastjóra. Helga er menntaður textílhönnuður og er dóttir Odds Helga Halldórssonar, formanns bæjarráðs Akureyrar. Helga segir gagnrýni á fjölskyldutengsl ekki á rökum reista. „Framkvæmdastjórinn var sá eini sem réði þessu. Enginn af öllum þeim nefndum og ráðum þar sem faðir minn er formaður, Akureyrarstofa, og meira að segja leikhúsnefndin, komu nálægt þessu,“ segir hún, en Helga er varamaður í stjórn Akureyrarstofu. „Við Eiríkur höfum unnið vel saman áður, hann þekkir mig og mína eiginleika og það er ekkert athugavert við þetta.“ Helga hefur unnið við búningahönnun í leikhúsum, meðal annars hjá LA. Eiríkur Haukur Hauksson framkvæmdastjóri vísar gagnrýninni einnig á bug og segir Helgu hafa verið hæfasta umsækjenda í þetta tiltekna starf. Ekki er um stöðu listræns stjórnanda að ræða, heldur eins konar aðstoðarmanns framkvæmda- stjóra. Meðal annarra umsækjenda voru Gestur Einar Jónasson leikari og Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri. Ekkert athugavert LEIKFÉLAG AKUREYRAR Fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins færði fé úr læstum styrktarsjóði til að fegra bókhald leikfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 1. Kristín Marja Baldursdóttir. 2. Sýrland. 3. Helmingur. LÖGREGLUMÁL Verslunarstjórinn í Bónus við Undirhlíð á Akureyri var rekinn og kærður til lögreglu vegna þjófnaðar úr versluninni. Þá hefur komist upp um þjófnað tveggja starfsmanna til viðbótar, en málin eru ótengd. Hafa þeir einnig verið kærðir. Frá þessu er greint í Akureyri Vikublaði. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Akureyri er verslunar- stjóranum gefið að sök að hafa stolið töluverðu magni af matvör- um úr versluninni í nokkra mán- uði. Þegar rannsókn lögreglu hófst voru eftirlitsmyndavélar skoðaðar og þá komu brot hinna starfsmann- anna í ljós. Þau eru talin minni- háttar. Starfsmennirnir tveir, ungir piltar, hafa játað brot sín og voru kærðir fyrir minniháttar stuld. Þeim hefur verið sagt upp störf- um. Verslunarstjórinn hefur játað á sig hluta brotanna. Ekkert bendir til þess að hann hafi reynt að koma vörunum í verð og rannsakar lög- reglan málið sem þjófnað. Maðurinn sem um ræðir var áður kærður og dæmdur fyrir þjófnað fyrir nokkrum árum þegar hann stal úr búningsklefum í líkamsræktarstöðinni Laugum í Reykjavík. - sv Starfsmenn Bónuss á Akureyri kærðir fyrir þjófnað: Verslunarstjóri játar að hafa stolið mat BÓNUS Verslunarstjóri Bónuss við Undirhlíð á Akureyri hefur verið kærður fyrir að stela matvörum úr búðinni svo mánuðum skiptir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM INDLAND Farþegar austurríska flugfélagsins Comtel, sem biðu á flugvelli í Amritsar á Indlandi eftir fari til Bretlands, urðu harla undrandi þegar starfsfólk flug- félagsins krafðist þess að þeir reiddu fram fé svo hægt væri að kaupa eldsneyti til flugsins. Ann- ars væri ekki hægt að fljúga. Fyrr í vikunni fengu farþeg- ar sama flugfélags, sem milli- lent höfðu í Austurríki eftir flug frá Indlandi, sams konar beiðni. Ekki væri hægt að fljúga áfram til Bretlands nema farþegarnir greiddu aukalega svo hægt væri að kaupa meira eldsneyti á vélina. „Ef þið viljið komast til Birm- ingham verðið þið að borga,“ sagði starfsmaður flugfélagsins þá. - gb Flugfarþegar strandaglópar: Gert að greiða fyrir eldsneytið FARÞEGAR Í AMRITSAR Flugfélagið vildi viðbótargreiðslur. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA, AP „Við verðum að sannfæra markaðina um að við séum byrj- uð að vinna að varanlegri lækk- un hlutfalls ríkisskulda af lands- framleiðslu,“ sagði Mario Monti, nýr forsætisráðherra Ítalíu, sem í gær kynnti þær aðgerðir sem nýja sérfræðingastjórnin ætlar að grípa til. Skuldir ítalska ríkisins eru nú 1,9 milljarðar evra og þar með 120 prósent af landsframleiðslunni. Monti hefur tekið við embætt- inu af fjölmiðlakónginum Silvio Berlusconi, sem enn situr þó á þingi og stjórnar stærsta þing- flokknum. Þingið samþykkti í síð- ustu viku aðhaldsaðgerðir sem stjórnin hyggst nú hrinda í fram- kvæmd ásamt frekari aðgerðum sem eiga að minnka skuldabyrðina smám saman. Almenningi á Ítalíu líst þó varla á blikuna, enda boðar stjórnin bæði niðurskurð á ríkisútgjöldum og skattahækkanir. Víða um land kom til átaka í gær milli lögreglu og mótmælenda, sem sums staðar köstuðu grjóti í lögregluna en köstuðu annars staðar eggjum og reyksprengjum í banka. - gb Mario Monti lofar að ná ríkisskuldum Ítalíu niður næstu árin: Reynir að sannfæra markaði MÓTMÆLI Í RÓM Fjöldi manns kom saman til að mótmæla fyrirhuguðum aðhaldsaðgerðum stjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP VÍSINDI Ný tegund rafhlaðna með tífalt betri endingu en þær raf- hlöður sem notaðar eru í raf- tækjum á borð við farsíma og fartölvur mun koma á markað innan fimm ára að sögn vís- indamanna við Northwestern háskólann í Bandaríkjunum. Verkfræðingar við skólann hafa hannað hleðslurafhlöðurn- ar sem auk þess tekur tíu sinn- um styttri tíma að hlaða. Talið er að tæknin geti valdið bylt- ingu í hönnun rafbíla. - bj Hanna betri rafhlöður: Betri ending og hlaðast hraðar VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.