Fréttablaðið - 18.11.2011, Síða 29
FÖSTUDAGUR 18. nóvember 2011 29
Á dögunum kom út skýrsla starfshóps á vegum Reykja-
víkurborgar þar sem greint er
frá því að stór hluti drengja á
grunnskólaaldri býr ekki yfir
nauðsynlegri hæfni til að lesa
texta sér til gagns. Þá er ekki
átt við að drengirnir séu ólæsir
heldur að þeir eigi í vandræðum
með að vinna úr þeim upplýs-
ingum sem þeir lesa og nái ekki
almennilega innihaldi textans.
Þetta er mikið áhyggjuefni,
ekki síst í ljósi þess hversu mik-
ill hluti kennslunnar felur í sér
að nemendur noti lestur til að
afla sér upplýsinga. Formaður
starfshópsins, Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, segir það nauð-
synlegt að þessar niðurstöður
skili sér með virkri umræðu í
samfélaginu ásamt þeirri stað-
reynd að lestur ungmenna hefur
minnkað gríðarlega. Eru það þá
skólarnir sem eru ekki að sinna
hlutverki sínu nægilega vel?
Á öllum skólastigum í skólum
landsins starfa kennarar sem
nálgast starf sitt á faglegan
hátt. Allt innra starf skólanna
einkennist af metnaði, þreki og
þoli við að sinna starfi sínu eins
vel og hægt er, oft við erfiðar
aðstæður. Eflaust komu þessar
niðurstöður kennarastéttinni
ekkert á óvart, þar sem kenn-
arar hafa í mörg ár bent á sífellt
minni lestrargetu barna og kall-
að eftir aðgerðum. Nú er talan
loksins orðin nægilega há svo að
byrjað sé að tala um að gera eitt-
hvað. En hvað á þá að gera?
Ásgrímur Hermannsson,
nemi og ármaður Mennta-
skólans við Sund, birti grein á
nemendavef MS sem ber yfir-
skriftina „Hvernig skólinn drap
metnaðinn minn“. Í greininni
fjallar Ásgrímur um skólakerfi
sem að hans mati hefur ekki
ögrað honum sem nemanda, er
úr sér gengið og með áherslur
á röngum stöðum. Ásgrímur
segir meðal annars: „Ég þori að
fullyrða það að kynslóðin mín
er ekki komin í skóla til þess
að sitja við bækur og skrifa
með blýanti...“ Hann heldur svo
áfram og lýsir hinu hefðbundna
daglega lífi sínu sem ungling-
ur af „… zapping kynslóðin,
kynslóðin sem er það ofhlað-
in aðgengi að upplýsingum“.
Greinin vekur vissulega upp
vangaveltur, t.d. varðandi það
hvaða starfsstéttir samfélags-
ins nota bækur í sinni daglegu
vinnu; þær eru ekki margar og
fer ört fækkandi. Í dag gúggla
einfaldlega allir allt, þurfa ekki
að ganga með úr og vita allt um
aðra.
Grein Ásgríms endurspeglar
daglegt líf ungmenna nútímans
sem eyða mun meiri tíma að lesa
á skjá en bækur. Lestrarvenjur
barnanna eru því orðnar mjög
ólíkar því sem áður var. Þeim
er kennd kunnátta til að ná upp-
lýsingum úr bók sem þau nota
mestmegnis til að lesa upplýs-
ingar á skjá. Ungmennin lifa í
veröld þar sem þau þurfa ekki
að geyma upplýsingar í höfðinu
á sér heldur frekar kunnáttuna
til að ná þessum upplýsingunum
úr nærliggjandi tækjum. Þetta
er kynslóð sem elst upp við að
finnast hún vera þróaðri og
tæknivæddari en fyrri kynslóðir
og kannski er hún það. Það er þó
ekki þar með sagt að þessi zap-
kynslóð þurfi ekki leiðsögn og
undirbúning fyrir lífið.
Grein Ásgríms er ákall á
breytingar frá samfélagshópi
sem virðist eiga í hvað mestum
vandræðum með hefðbundið
bóknám og er einn stærsti brott-
fallshópur úr framhaldsskóla,
þ.e. ungum drengjum. En hún
er líka ákall á breytt kennslu-
fyrirkomulag og vakningu innan
skólakerfisins um að aðlagast
breyttum tímum og nýjum
aðstæðum. Við þurfum að horf-
ast í augu við það að það sem
hentaði okkar kynslóð ágætlega
virkar ekki endilega fyrir börnin
okkar, enda hefur veröldin tekið
talsverðum breytingum á síðustu
áratugum.
Hvað er hægt að gera fyrir
ungmenni eins og Ásgrím sem
eru fróðleiksfús en finnst bók-
nám einvörðungu ekki vera neitt
sérstaklega áhugaverður eða
spennandi möguleiki? Það er til
fjöldinn allur af úrræðum sem
vert er að skoða og kynna sér
en umhverfi og svigrúm til þess
er takmarkað. Skólarnir búa við
strangt rekstrarumhverfi sem
þeir eiga á stundum erfitt með
að brjótast út úr, jafnvel þó að
hagsýni og hagræðing sé höfð
að leiðarljósi. Það er einmitt þar
sem breytingarnar verða að eiga
sér stað svo hægt sé að setja sér
langtímamarkmið með skóla-
kerfi sem kemur til móts við
þarfir hvers og eins nemanda,
ögrar honum og hvetur til dáða.
Það er því ekki lítið þrekvirki
sem þarf að vinna og ein leið til
þess er að nota nútímatækni í
daglegu skólastarfi. Innleiðing
á tækni í skólastarf þarf ekki
að vera kostnaðarsöm þegar á
heildina er litið og í rauninni á
hún ekki að vera það. Tæknin á
að standa undir því að vera hag-
ræðingartæki sem skilar sér í
auknum árangri, framleiðni og
hagkvæmni. En til þess að það sé
mögulegt er ekki nóg að henda
gömlum tölvum inn í skóla og
kalla það upplýsingatækni. Það
þarf að mynda ákveðna stefnu
varðandi tölvukaup og hugbúnað,
kenna fólki að umgangast tækin
sem það á að nota svo því líði vel
og viðbragðstími þarf að vera
skjótur þegar eitthvað kemur
upp á. Lykilatriði er að tæknin
styðji nám og skólastarf en byrji
ekki að stjórna því. Þetta virðist
stundum hafa gleymst.
Rétt eins og Ásgrímur gerir
sjá flestir sem koma að skóla-
starfi að eitthvað þarf að gera,
einhverju þarf að breyta. Hugs-
anlega þurfum við að hætta að
kalla eftir einhverjum gríð-
arlegum umbreytingum eða
róttækum aðgerðum og byrja
að skoða hlutina í heild sinni.
Koma saman og skoða hvernig
við getum byrjað að taka fyrstu
skrefin í átt að betra mennta-
kerfi.
Skólauppfærsla 2.0
Menntamál
Ólafur
Sólimann
kennari
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
* Flugsæti aðra leið með sköttum.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
47
75
1
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
13.900 kr.flug frá
á lægsta verðinu árið 2012!
Billund
Heimsferðir bjóða þér beint flug til Billund á næsta ári. Flogið verður alla mánudaga frá
21. maí til 10. september frá Billund til Keflavíkur. Flug frá Keflavík til Billund verður alla
miðvikudaga frá 23. maí til 12. september.
Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í fyrstu sætin á lægsta verðinu á
www.heimsferdir.is
Forsala
Fyrstu 400 sætin
á þessu frábæra verði
bókaðu strax
á www.heimsferdir.is
Flug með Primera Air
Primera Air annast þessi leiguflug fyrir Heimsferðir á Íslandi eins og fyrir
önnur dótturfyrirtæki Primera Travel Group í Skandinavíu. Þjónusta um
borð er fyrsta flokks og að sjálfsögðu á íslensku.
Skráðu þ
ig í
netklúb
b
Heimsfe
rða og
fáðu sen
d öll
tilboð.
*