Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.11.2011, Blaðsíða 38
4 föstudagur 18. nóvember Lilja Nótt Þórarins- dóttir fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar skömmu eftir útskrift úr Leiklistarskóla Íslands og hlaut mikið lof fyrir. Nú hefur hún komið á fót leikhópnum Suðsuð- vestur sem setur upp leikritið Eftir lokin í Tjarnabíói. Viðtal: Sara McMahon Mynd: Vilhelm Gunnarsson L ilja Nótt er uppalin á bóndabýlinu Eyvík í Grímsnesi og flutti snemma að heiman og til Reykjavíkur til að geta lokið grunnskólagöngu sinni. „Ég flutti til föðurbróður míns í Mosfellsbæinn þegar ég var þrettán ára. Ég var að springa úr gelgju á þessum tíma, foreldr- ar mínir og bróðir geta vottað fyrir það, því fannst mér æðislegt að flytja úr sveitinni og komast í stærri skóla.“ Lilja segir föðurafa sinn hafa átt stóran þátt í að hún smitaðist af leiklistarbakteríunni því hann starfaði lengi sem leiksviðsstjóri Þjóðleikhússins og fékk Lilja oft að fylgja honum til vinnu þegar hún var yngri. „Þetta er titill sem er ekki til lengur en á þessum tíma sá hann um allt sem tengd- ist sviðinu. Ég fékk stundum að fara með afa í vinnuna þegar ég var í pössun hjá honum og ömmu og fékk þá að fara baksviðs eftir sýningar og ég held að það hafi átt stóran þátt í að kveikja þenn- an áhuga minn,“ segir Lilja Nótt sem var ung farin að semja ljóð sem hún flutti fyrir hvern þann er hlýða vildi og taka þátt í skóla- leikritum. „Ég tók þátt í öllum skólaleik- ritum og elskaði að dansa, þó það hafi verið svolítið erfitt að stunda „free-style“ dans upp í sveit. Ætli ég hafi ekki verið tólf ára þegar ég áttaði mig á því að leiklistin væri það sem ég vildi gera í lífinu og síðan þá hefur fátt annað komið til greina.“ JÓL Á BAHAMA Lilja vann ýmis ólík störf áður en hún sneri sér að leiklistinni, til að mynda starfaði hún á snekkju bandarísks auðjöfurs á Bahama um hríð ásamt vinkonu sinni. Þær bjuggu um borð í snekkjunni en starfið var ekki sveipað þeim ævintýraljóma sem Lilja hafði búist við í upphafi. „Þessi Banda- ríkjamaður hafði verið mikið á Íslandi og ég held að hann hafi verið hrifinn af vinnusemi Íslend- inga og þess vegna viljað ráða til sín íslenskt starfsfólk. En þetta fór svo allt út um þúfur, snekkj- an var meira og minna biluð allan tímann sem við vorum úti og við vorum settar í að skrúbba burt ryð ofan í skutnum þannig það var lítill glamúr í þessu,“ segir hún og hlær. Alls dvaldi Lilja í fimm mán- uði á eyjunni og upplifði þar ým- islegt framandi, svo sem snjólaus jól með ljósaskreyttum pálma- trjám. „Ég er rosalegt jólabarn! Ef kærasti minn mundi sleppa mér lausri mundi ég kaupa jólaserí- ur fyrir fimmtíu þúsund krónur hver einustu jól, ég fæ ekki nóg af þessu. Það var því mjög skrít- ið að upplifa jól á Bahamaeyjum þar sem pálmatré voru skreytt með seríum, jólalögin voru með bongótrommuspili og svo auðvi- tað enginn snjór. Ég man að ég lá í kojunni minni í bátnum og hlust- aði á Ellý Vilhjálms syngja jóla- lög í litlum ferðageislaspilara og hugsaði heim.“ LEIKLIST EINS OG HVER ÖNNUR VINNA Hún viðurkennir að hún hafi verið lengi að ákveða sig hvort hún ætti að sækja um í leiklist- arnám og segir óttann við neitun hafa átt stóran þátt í því hversu lengi hún var að taka af skarið. Árið 2004 bauðst Lilju hlutverk í kvikmyndinni Strákarnir okkar og varð sú upplifun til þess að hún ákvað að lokum að sækja um í Listaháskólanum. „Ég var komin inn í leiklistarskóla í Englandi en frestaði því námi um ár svo ég gæti tekið að mér hlutverkið í Strákunum okkar. Á meðan ákvað ég að skella mér í inntökuprófið hér líka til að sjá hvað gerðist og viti menn, ég komst inn. Ég kaus Listaháskólann fram yfir skól- ann í Englandi og tíminn þar er líklega sá skemmtilegasti sem ég hef upplifað.“ Auk Strákanna okkar hefur Lilja leikið í kvikmyndunum 101 Reykjavík og Reykjavík Rotter- dam en í þeirri síðarnefndu fór hún með hlutverk Írisar, eigin- konu Baltasars Kormáks. Innt eftir því hvort það hafi verið taugatrekkjandi að mæta fyrsta daginn í vinnuna vitandi að hún ætti eftir að leika á móti tveim- ur af þekktari leikurum landsins svarar hún því neitandi. „Maður spáir lítið í það því þetta er bara vinnan manns, svo eru þeir báðir svo yndislegir að maður er fljót- ur að verða afslappaður í návist þeirra. Ætli þetta sé ekki eins og að vinna inni á Alþingi, þá gengur maður líklega ekki um og hugs- ar; „Guð minn góður, þarna er Steingrímur J!“ Starf leikara er þó ólíkt starfi flestra og þurfti Lilja til að mynda að kyssa mótleikara sína strax fyrsta tökudaginn á Reykjavík Rotterdam. „Við vorum að taka upp „flash back“ senur, sem voru allar klipptar úr, og ég þurfti að kyssa bæði Ingvar E. og Baltasar Kormák og ég viðurkenni að það var skrítið að byrja fyrsta dag- inn á þennan hátt. En svo verð- ur þetta fljótt eðlilegur hluti af starfinu.“ Kærasti Lilju heitir Ólafur Gauti Guðmundsson og starfar sem hugbúnaðarverkfræðingur og segir Lilja að það þurfi að ríkja mikill skilningur og traust á milli pars þegar annar aðilinn neyðist til að kyssa samstarfsfélaga sína í vinnunni. „Ég hef rætt þessi mál við samstarfsfélaga mína og þetta er alltaf viðkvæmt, jafnvel þótt makinn sé líka leikari. Maður Kossaflens fyrsta vinnudaginn Sjálfstæð Lilja Nótt Þórarinsdóttir hefur komið víða við á stuttum leikferli. Hún fór með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Þjóðleikhúsinu en starfar nú sjálfstætt með leikhópnum Suðsuðvestur. verður bara að ræða þessa hluti og sýna makanum tillitssemi.“ GAT EKKI AFÞAKKAÐ HLUTVERK SNÆFRÍÐAR Lilja útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum árið 2009 og bauðst henni vinna bæði hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu skömmu eftir útskriftina. Hún segist hafa verið tvístígandi með að velja á milli en þegar henni bauðst hlut- verk Snæfríðar í Íslandsklukk- unni gat hún ekki afþakkað. „Ég held það séu fáar íslenskar leik- konur sem myndu segja nei við því hlutverki.“ Hún viðurkennir að tilboðið hafi komið flatt upp á hana enda var hún nýútskrifuð og hlutverkið krefjandi. „Þetta var mikil pressa en Benedikt (Erlingsson) er alveg einstakur leikstjóri og passaði vel upp á mig. Hann treysti mér fullkomlega og skapaði jákvætt og gott vinnuumhverfi fyrir leik- arana. Það sem mér þótti erf- iðast við hlutverkið var vitneskj- an um að allir hafa sína skoðun á Snæfríði og að ég gæti aldrei upp- fyllt kröfur allra. En ef þú reynir að þóknast öllum verður persón- an hvorki fugl né fiskur og þá ertu búinn að skjóta þig í fótinn.“ SJÁLFSTÆÐIÐ SKEMMTILEGT Lilja er einn af stofnendum og meðlimum leikhópsins Suðsuð- vestur sem sýnir verkið Eftir lokin í Tjarnabíói, en sýningum lýkur í byrjun desember. Verkið er eftir Dennis Kelly og segir frá tveimur vinnufélögum. Þau eru innilok- uð í sprengjubyrgi eftir sprengju- árás. Saman reyna þau að þrauka í gegnum hörmungarnar og hvort annað á meðan þau hírast inni- lokuð í byrginu. Leikstjóri verks- ins er Stefán Hallur Stefánsson og leikur Sveinn Ólafur Gunnarsson á móti Lilju. „Verkið er spennu- verk og við Sveinn erum tvö ein á sviðinu allan tímann. Áhorfendur sitja allt í kringum okkur þannig að það ríkir mikil nánd milli okkar og þeirra sem mér finnst mjög krefjandi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.