Fréttablaðið - 18.11.2011, Qupperneq 40
KYNNING − AUGLÝSINGJólaföt FÖSTUDAGUR 18. NÓVEMBER 20112
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 | Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is | s. 512 5462 | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Verslunin SIX hefur mikið aðdráttarafl, enda afskap-lega skemmtileg skart-
gripaverslun fyrir ungar konur
og karla auk þess sem hún býður
upp á ýmsa skemmtilega fylgi-
hluti. „Við höfum fengið gríðar-
lega góðar viðtökur enda bjóðum
við upp á gott vöruúrval á góðu
verði,“ segir Laufey Stefánsdóttir,
eigandi verslananna. „SIX er með
tískuskartgripi fyrir öll tækifæri,
hálsmen, eyrnalokka og armbönd
sem henta við ýmis tækifæri. Við
erum bæði með í fínni kantinum
og eins grófari. Í vetur hefur mikið
verið um gróf hálsmen sem passa
til dæmis við grófar peysur og svo
armbönd sem höfð eru nokkur á
úlnliðnum og gjarnan litrík eins
og karrígul og fjólublá. Þá hafa
tískuúrin okkar verið geysilega
vinsæl en þau eru vafin þannig
að ólin fari í tvo hringi kringum
úlnliðinn, eins og armband.“
Laufey segir margt af því sem
fæst í SIX tilvalið í jólapakkann.
„Bæði er um skemmtilegar vörur
að ræða og gott verð. Við erum til
dæmis með skartgripatré í þrem-
ur litum, í svörtu, hvítu og gylltu,
á aðeins 1.595 krónur. Þá má nefna
aðra góða gjöf sem er þrír eyrna-
lokkar á spjaldi á aðeins 795 krón-
ur, bara svo eitthvað sé nefnt,“
segir hún og brosir. Laufey segir
skartgripina í versluninni ekki
síður fyrir karlmenn. „Þeir kaupa
helst silfurskart og leður og hafa
mjög ákveðnar skoðanir á því
sem þeir vilja; meðal þess
eru hálsmen, armbönd,
hringir og eyrnalokkar.“
Þá má ekki gleyma
öðrum f ylgihlutum í
versluninni eins og húfum,
treflum, treflahringjum og
fleiru. „Þar er mikið um jarð-
liti og ferskju en fyrir jólin er
líka að finna dálítið af pallí-
ettum. Þessir fylgihlutir eru líka
tilvaldir í jólapakkann.“
Skart og fylgihlutir við öll tækifæri
Verslunin SIX opnaði á dögunum sína aðra verslun á annarri hæð í Kringlunni. Áður hafði SIX opnað í fyrra á fyrstu hæð í Smáralind, en búðirnar eru
hluti af þýskri keðju sem er með 400 verslanir í 26 löndum. SIX er eitt mest vaxandi fyrirtæki í sölu tískufylgihluta í heiminum í dag.
Vöruúrvalið er fjölbreytt og verðið gott.SIX hefur hlotið góðar viðtökur, en búðirnar eru hluti af þýskri keðju sem sérhæfir sig meðal annars í sölu tískifylgihluta. MYND/VILHELM
Tíska n í vet u r er mjög skemmt ileg, bæði f y r ir konur og karlmenn. Hún er
dálítið sígild en samt mjög kyn-
þokkafull,“ segir Sara Kristín Sig-
urkarlsdóttir, verslunarstjóri Org-
inal í Smáralind. „Kanínuvesti
og önnur loðvesti koma heit inn í
dömutískuna og svo er það leðr-
ið sem er ríkjandi. Leðrið kemur í
buxum, stuttbuxum og pilsum og
oft er fatnaður skreyttur með leður-
bótum eins og til dæmis á peysum.
Gull- og silfurlitir eru alltaf dálítið
áberandi fyrir jólin, bæði í bolum,
peysum og kjólum og eins blúnd-
ur. Þá hafa gagnsæ efni hafa verið
vinsæl og siffon í bolum og skyrt-
um. Sokkabuxur hafa slegið í gegn
í vetur, í öllum regnbogans litum,“
segir Sara, sem lýsir tískunni sem
töff en klæðilegri. „Loðvesti spila
á móti efnisminni flíkum sem og
leðrið. Það er einnig pínulítill rokk-
bragur á tískunni í vetur.“
Slaufukarlar
Karlmennirnir verða ekki út undan
í Orginal. „Það eru ýmsar nýjungar
hjá þeim líka þótt tískan taki sjald-
an eins miklum kúvendingum hjá
þeim og hjá konunum. Slaufurn-
ar eru að ryðja bindunum úr vegi,
svona hægt og rólega,“ segir Sara og
brosir. „Kaðlapeysur eru mjög vin-
sælar, sem og peysur með olnboga-
bót, hvort sem hún er úr leðri eða
rúskinni. Brúni liturinn sem hefur
verið áberandi verður það áfram í
vetur en sá mosagræni hefur einn-
ig verið að koma sterkur inn. Skyrt-
urnar eru í þessum litatónum og
fleiri. Skórnir eru uppháir og reim-
aðir, sem er mjög töff við þessa tísku.
En hvað varðar jakkaföt þá er
meira um klæðilega blazer-
jakka og snyrtilega skó við.
Og svona í lokin þá er rétt
að nefna að við erum
nýbúin að taka Blend-
merkið vinsæla inn.“
Kynþokkafull loðvesti og leður
Hátískan er einstök og hana er ekki langt að sækja. Á annarri hæð Smáralindar í versluninni Orginal liggur hún í hillum og hangir á slám og bíður
viðskiptavina. Sara Kristín Sigurkarlsdótir er verslunarstjóri Orginal og veit hvað ber hæst í dömu- og herrafatnaði í vetur.
„Hún er dálítið sígild en samt mjög kynþokkafull,“segir Sara Kristín Sigurkarlsdóttir,
verslunarstjóri Orginal, um dömu- og herratískuna í vetur. Að hennar sögn eru
loðvesti og leður á meðal þess sem er að koma sterkt inn.