Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.11.2011, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 18.11.2011, Qupperneq 52
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR32 Hrafnhildur Arnardóttir listakona fékk afhent hin virtu norrænu textíl- verðlaun The Nordic Award in Text- iles 2011 á fimmtudaginn síðastliðinn við hátíðlega athöfn í sænsku borginni Borås. Hún hlýtur verðlaunin fyrir frumleg verk sín úr hári, bæði ekta og gervi. „Mér var tilkynnt að ég hefði verið útnefnd til verðlaunana fyrir ári þegar hringt var í mig á afmæl- isdaginn minn,“ segir Hrafnhildur glaðlega, en hún er nýlega snúin aftur til New York þar sem hún býr að staðaldri. „Í verðlaununum felst að maður setur upp textílsýningu í textílsafn- inu í Borås. Það er mjög flott safn enda borgin með mikla textílhefð,“ segir Hrafnhildur, sem einnig fékk verðlaunaupphæð sem nemur 250.000 sænskum krónum. Sýning hennar var opnuð í safninu sama dag og verðlaun- in voru afhent. Hrafnhildur segir að sér hafi ekki veitt af heilu ári til að undirbúa hana. „Ég ákvað að vera með stóra sýningu enda rýmið afar stórt og mér fannst gaman að geta tekist á við það,“ segir Hrafn- hildur, sem sýndi mörg ný verk á sýning- unni. „Ég einbeitti mér að textíl og sýndi nokkra skúlptúra auk þess sem ég var með plánet- uher- bergi.“ Hún sýndi einnig nokk- ur fyrri verka sinna á mynd- bandi, meðal ann- ars gjörninga. „Þetta er í fyrsta sinn sem vinnings- hafinn er gjörninga- listamaður og ég var af því tilefni með gjörning hér í Sví- þjóð á laugardaginn,“ segir Hrafnhildur og lýsir því hlæjandi að hún hafi þar breytt sér í plánetu. Gunnar Gunnarsson, sendi- herra Íslands í Svíþjóð, afhenti Hrafnhildi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Åhaga, menn- ingar- og tón- listarhúsinu í Borås, að viðstödd- um fjölda gesta. Mikið var um dýrð- ir þetta kvöld, en auk verð- launaaf- hending- arinnar og hátíðar- kvöldverð- ar hélt sin- fóníuhljómsveit Borås tón lei k a með þátttöku sænska píanóleikarans Robert Wells. „Það var hálf furðulegt að vera miðpunktur athyglinnar en þetta var skemmtilegt,“ segir Hrafnhildur, en sýningin hefur vakið þó nokkra athygli. „Ég fór í blaða-, sjónvarps- og útvarpsviðtöl,“ segir hún og er afar upp með sér að hafa hlotið þessi verðlaun. The Nordic Award in Text- iles eru enda virtustu verðlaun sinnar tegundar í Evrópu. Móðir okkar, Vigdís Einarsdóttir áður til heimilis að Fornastekk 11, Reykjavík, lést laugardaginn 12. nóvember á Hjúkrunarheimilinu Mörk. Útför fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 18. nóvember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Friðberg Hjartarson Einar Friðberg Hjartarson Stefán Friðberg Hjartarson Ævar Sigmar Hjartarson Þökkum innilega samúð og hlýhug við fráfall systranna Erlu og Svönu Tryggvadætra Sigríður Svana Pétursdóttir Ólafur Tryggvi Egilsson Arndís Erla Pétursdóttir Snorri Már Egilsson Tryggvi Pétursson Guðrún Björg Egilsdóttir Katrín Pétursdóttir tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir okkar, Þorsteinn Guðmundsson Auðsstöðum, Hálsasveit, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Reykholtskirkju mánudaginn 21. nóvember kl. 11. Hinrik Guðmundsson Ingibjörg Guðmundsdóttir Ásmundur S. Guðmundsson Guðmundur Guðmundsson Bjarni Guðmundsson Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingibjargar B. Jóhannesdóttur. Sérstakar þakkir til starfsfólks Öldrunardeildar Kristnesspítala fyrir kærleiksríka umönnun, hlýju og vinsemd. Jónína Hallgrímsdóttir Heiðbjört Hallgrímsdóttir Ævar Kristinsson Kristín Hallgrímsdóttir Þórir Ó. Tryggvason ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, bróðir, tengdafaðir og afi, Árni Magnússon skipstjóri, Suðurmýri 16, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu hinn 17. nóvember. Móeiður M. Þorláksdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, Sesselja Júlíana Ísleiksdóttir Fellsmúla 4, áður Lokastíg 10, lést á Landspítalanum sunnudaginn 13. nóvember sl. Útförin fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14.00. Fanný Gunnarsdóttir, Hörður Gunnarsson Gunnar Harðarson, Maren Lind Másdóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýju og hjálpsemi vegna andláts Árna Þorkelssonar. Sérstakar þakkir til Valgerðar Sigurðardóttur læknis, Heimahlynningu og starfsfólks Líknardeildar fyrir einstaka umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Þorkell S. Árnason Rakel Egilsdóttir Í tilefni af 25 ára afmæli Hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslands verður opið hús fyrir gesti og gangandi að Vínlandsleið 16 í dag. Kynnt verður saga og starfsemi Hjálpartækja- miðstöðvar í máli og mynd- um, og gestum gefst kostur á að prófa ýmis hjálpartæki, eins og þrautabraut fyrir hjólastóla, sokkaífæru og lyftara. Þá verður set ráðgjöf í boði, grillaðar pylsur, gos, piparkökur og kaffi. Á 25 ára tímabili hefur starfsemi Hjálpartækja- miðstöðvar aukist veru- lega, en hlutverk hennar felst aðallega í að annast afgreiðslu umsókna um styrki vegna hjálpar- tækja, veita faglega ráð- gjöf á hjálpartækjum og sinna viðgerðarþjónustu. Miðstöðin stuðlar að hag- kvæmni í ríkisrekstri því hún sér um að endurnýta hjálpartæki með viðhaldi og viðgerðarþjónustu á þeim. Hún leggur einnig áherslu á að miðla upplýs- ingum og sjá um fræðslu varðandi hjálpartæki. Um það bil 30 þúsund umsóknir um hjálpartæki komu inn til stofnunarinn- ar á árinu 2010 og fer þeim fjölgandi með hverju ári. Opið hús er að Vínlands- leið 16 frá klukkan 12 til 15.30 í dag. - þlg Hjálpartækjamiðstöðin 25 ára HJÓLASTÓLL Meðal þess sem gestum Hjálpartækjamiðstöðvar býðst í dag er að prófa þrautabraut fyrir hjólastóla. Hlaut virt norræn textílverðlaun LISTAKONA Hrafnhildur Arnardóttir hefur vakið athygli fyrir frumleg textíllistaverk úr hári og gervihári. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.