Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 54

Fréttablaðið - 18.11.2011, Page 54
18. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR34 BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hæfileiki, 6. bardagi, 8. meðal, 9. loft, 11. tveir eins, 12. skrá, 14. vegahótel, 16. hvað, 17. kk nafn, 18. geislahjúpur, 20. klaki, 21. tafl. LÓÐRÉTT 1. hluta sólahrings, 3. málmur, 4. sumbl, 5. máttur, 7. markmið, 10. sæ, 13. maka, 15. kúnst, 16. rámur, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfa, 6. at, 8. lyf, 9. gas, 11. ll, 12. skjal, 14. mótel, 16. ha, 17. ari, 18. ára, 20. ís, 21. skák. LÓÐRÉTT: 1. dags, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. takmark, 10. sjó, 13. ata, 15. list, 16. hás, 19. aá. Jæja krakkar. Verðlaunin fyrir að vera kominn lengst á veg í þróuninni hlýtur... Næsti… Hvað meinarðu með því að þú getir ekki lært án þess að vera með iPod? Ég bara get það ekki. Ég get ekki einbeitt mér ef tónlist dynur ekki á báðum eyrunum. Það setur mig út af laginu ef ég hef ekki það sem ætti að setja mig út af laginu. Sumir segja að í for- eldrahlutverkinu séu árin stutt en dagarnir langir. Sumar næturnar eru nú enn lengri. Samstíga systkini Systkinin Þórarinn, Sigrún og Ólöf Eldjárn, sem ólust upp á safni og áttu föður sem varð forseti, hafa öll skapað sér sinn sérstaka sess í heimi bókmenntanna. Meðal annars efnis: Áflog í íslenskum stjórnmála- flokkum Formannsslagir fyrr og nú. Kvenlegt og einfalt Jakkaföt og hnésíð pils eru ráðandi í jólatískunni í ár. Mikill fréttaflutningur hefur verið um ofþyngd Íslendinga undanfarið. Talað er um að Íslendingar séu næst- feitasta þjóð Vesturlanda og að aukinni offitu barna sé best lýst sem faraldri. Ýmsar umræður hafa sprottið upp í kjöl- far þessa fréttaflutnings og vilja margir meina að orðum sé nokkuð aukið og einnig að heilsufarsvandamál og ofþyngd séu ekki endilega jafn samanspyrt og margir þeir sem tjá sig um ofþyngd vilja vera láta. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hér enda væri ég þá á hálum ís, til- heyrandi þeim vaxandi hópi Íslend- inga sem er í ofþyngd. MIG LANGAR hins vegar að benda á að ef sú er raunin að ofþyngd og offita stefni hraðbyri í þá átt að vera stærsta heilsufars- vandamál Íslendinga væri eðli- legt að staldra við og velta fyrir sér hvað hægt sé að gera til að stemma stigu við vandanum. RANNSÓKNIR sýna að sykur er fíkniefni á sama hátt og áfengi og tóbak og að þeir sem ánetjast því eiga erfitt með að standast það þegar það býðst. Mannfólk er enda forritað til að sækja í sykur og aðrar hitaeiningaríkar afurðir. Aðgerð- ir gegn ofneyslu á áfengi og tóbaki hafa meðal annars falið í sér stífar reglur um aðgengi; áfengi má til dæmis ekki kaupa nema á veitingastöðum eða í sérversl- unum, tóbak er hvergi sýnilegt í verslun- um og innkaup eru háð aldurstakmarki. Alfarið er bannað að auglýsa þessar vörur. ÞEGAR KVEIKT er á sjónvarpi, einkum þegar fjölskylduefni er á dagskrá, má hins vegar sjá bráðið súkkulaði leka tælandi um allan skjá og þegar gengið er inn í matvöruverslanir fer ekkert á milli mála hvað helst á að selja; sælgæti og gos- drykkjum er stillt upp þannig að ekki fer framhjá neinum. Þá er regla frekar en undantekning að sælgæti sé til sölu við kassann svo góður tími gefist til að láta freistast á meðan beðið er í röð eftir því að borga. Flestir sem þurfa að fara í matarinnkaup með börn meðferðis þekkja umræðurnar sem sprottið geta þar. ÞAÐ ER ljóst að ofþyngd stafar helst af ofneyslu hitaeiningaríkrar fæðu og hreyf- ingarleysi. Læknar hafa nú fengið umboð til að ávísa á hreyfingu ef þeir telja þörf á og er það vel. En vandinn í sambandi við neysluna situr eftir hjá neytandanum. Og hann heldur áfram að borða nammi og drekka kók á meðan aðgengi að því er eins auðvelt og raun ber vitni. Sætmeti til sölu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.