Morgunblaðið - 10.07.2010, Page 6

Morgunblaðið - 10.07.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is Ekki hefur enn tekist að selja eignir Reykjavík- urborgar í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22, en húsin hafa verið í sölu sl. þrjá mánuði. Einhverjar fyrirspurnir hafa þó borist vegna húsanna sem unnið hefur verið að endurbyggingu á sl. misseri. Vinna á milli 30 og 40 manns við endurgerð húsanna þessa dagana og er nú unnið á mörgum vígstöðvum innanhúss og utan, auk þess sem hluti byggingarvinnunnar fer fram utan svæðisins. Hús- in eyðilögðust í miklum eldsvoða vorið 2007. Endurbyggingin örlítið á eftir áætlun Að sögn Kristínar Einarsdóttur, aðstoðarsviðs- stjóra framkvæmda- og eignasviðs Reykjavík- urborgar, eru framkvæmdirnar örlítið á eftir því sem gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. „Við reiknum með að húsin verði tilbúin næsta vor,“ segir Kristín, en fyrri áætlanir höfðu miðað verklok við áramótin 2010-2011. Ýmsir þættir hafi spilað þar inn í ekki hvað síst að torvelt getur verið að nálgast rétta efniviðinn þegar endurgera á gömul hús. „Þetta á ekki hvað síst við um Austurstrætið, það hefur þurft að sérpanta efni enda ekki sama hvað er notað.“ Austurstrætið ætti þó að fara að taka á sig mynd strax í næsta mánuði því hefjast á handa strax eftir verslunarmannahelgi við að reisa veggi og koma skorsteininum upp, en eldstæðinu var komið fyrir í húsinu nú í vor. Þó ekki hafi tekist að selja húsin virðast margir áhugasamir um að leigja þau, enda lá fyrir að ef lít- ill markaður væri fyrir sölu nú þá yrðu þau leigð. Kristín segir fleiri þó áhugasama um að leigja Lækjargötuna. „Austurstrætið er líka viðkvæmara hús.“ Svo kann líka að fara að líf verði komið í Lækjar- götuna fyrir næstu jól. „Við stefnum að því að hægt verði að hefja starfsemi á fyrstu hæð Lækjargötu 2 strax í desember á þessu ári,“ segir Kristín og kveður allt benda til að það eigi að geta tekist. „Þetta verður kannski ekki endanleg starfsemi í húsinu, en það ætti að minnsta kosti að vera eitt- hvert líf þar.“ Morgunblaðið/Eggert Endurbygging Á milli 30 og 40 manns við endurgerð húsanna þessa dagana og er nú unnið á mörgum vígstöðvum innanhúss og utan Líf í Lækjargötuna um jólin Morgunblaðið/Júlíus Eldsvoði Slökkviliðsmenn berjast við eldinn sem kom upp í húsunum vorið 2007.  Margir áhuga á að leigja Lækjargötu 2 Dómarnir tveir sem nýlega féllu í vændiskaupamálunum svokölluðu hafa ekki verið birtir á heimasíðu héraðsdóms. Meginreglan er sú að dómar birtist þar fljótlega eftir uppkvaðningu. Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Reykjavík, segir birtingarleysið eiga sér eðlilegar skýringar. Málin hafi verið útivistarmál en slík mál séu undanþegin netbirtingu sam- kvæmt k-lið 2. gr. tilkynningar dómstólaráðs nr. 2/2009. Tilkynn- ingin er öllum aðgengileg á heima- síðu dómstólaráðs. Útivistarmál eru mál þar sem sakborningur mætir ekki fyrir dóm. Reglan á við í öllum málaflokkum. „Dómarnir verða birtir síðar í dómabók en samkvæmt reglunum verða nöfn og annað sem tengir menn persónulega við málið af- máð,“ segir Helgi. Það sé ávallt gert þegar um persónuleg mál sé að ræða svo sem kynferðisbrota- mál eða málefni barna. Í umræddum málum voru tveir karlmenn dæmdir til sektar- greiðslna vegna vændiskaupa ann- ars vegar og tilraunar til vændis- kaupa hins vegar. Mennirnir eru í hópi ellefu karlmanna sem ákærðir voru fyrir vændiskaup fyrr á árinu. Helgi segir að aðalmeðferðar megi vænta í einhverjum málanna síðar á árinu og þá verði dómarnir birtir á eðlilegan hátt á netinu eft- ir uppkvaðningu. hjaltigeir@mbl.is Vændis- kaupadómar birtast ekki Catalina Mikue Ncogo var í héraðs- dómi Reykjaness í gær dæmd til að sæta 15 mánaða fangelsi fyrir milli- göngu um vændi, líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Hún hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir Hæstarétti í byrjun júní fyrir hagnýtingu vændis og fíkniefnabrot. Felur dómur héraðsdóms í sér hegn- ingarauka við þann dóm og skal Ca- talina því sæta fangelsi í fjögur ár og níu mánuði. Héraðsdómur taldi sannað að Ca- talina hefði haft tekjur af vændi fjögurra erlendra kvenna, sem komu hingað til lands. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru fyrir mansal þar sem ekki þótti sannað að stúlkurnar væru fórnarlömb mansals. Var Catalinu einnig gerð refsing fyrir að berja nágrannakonu sína með rafmagnssnúru, lemja aðra konu í höfuðið og að hrækja á lög- reglumann. Nágrannakonunni voru dæmdar 250.000 kr. í skaðabætur, auk vaxta, úr hendi Catalinu. Dæmd aftur fyrir hórmang Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Útsendingar frá heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu halda áfram að njóta langmestra vinsælda af því efni sem boðið er upp á í sjónvarpi þessar vikurnar. Capacent mælir sjónvarpsnotkun Íslendinga og er það gert rafrænt. Valdir einstaklingar bera á sér sér- stök tæki, sem mæla nákvæmlega hvaða sjónvarpsefni viðkomandi ein- staklingur horfir á. Capacent hefur nú birt niðurstöð- ur áhorfsmælinga fyrir vikuna 28. júní til 4. júlí. Samkvæmt þeim eru þrír knattspyrnuleikir í efstu sætun- um hjá Ríkissjónvarpinu, sem sýnir leikina. Flestir horfðu á leik Spánar og Portúgals, en 55,2% landsmanna horfðu á þann leik í fimm mínútur eða lengur. Næstflestir horfðu á leik Spánar og Paragvæs (51,2%) og í þriðja sæti var leikur Argentínu og Þýskalands (47,7%). Í vikunni á und- an voru leikir með Argentínu í tveimur efstu sætunum og því virð- ast Spánverjar hafa tekið við af Arg- entínu sem vinsælasta lið keppninn- ar. HM-kvöldin í umsjón Þorsteins J. njóta einnig mikillar hylli meðal áhorfenda RÚV. Þrjú HM-kvöld komast á lista yfir 10 vinsælustu dagskrárliðina. Í sæti 9 kemur svo Popppunktur og það er við hæfi að tíufréttir séu í 10. sætinu. Sjálfur að- alfréttatíminn nær ekki á listann enda eru fréttirnar á öðrum tíma en venjulega, eða klukkan 18. Þegar heildaráhorf er skoðað eru yfirburðir RÚV miklir. Hlutdeild RÚV í heildaráhorfi er 59,1%, hlut- deild Stöðvar 2 20,8% og hlutdeild Skjás eins 7,5%. Vinsælasta efni Stöðvar 2 voru fréttirnar með 18,6% uppsafnað áhorf en Helgarsportið kom næst með með 17,% áhorf. Hjá Skjá einum var þátturinn Law&Order með mest uppsafnað áhorf eða 9,6%. Í þessum tölum er miðað við ald- urshópinn 12-80 ára. Íslendingar eru sem límdir við sjónvarpstækin þegar sýnt er frá HM í knattspyrnu Átta vinsælustu dagskrár- liðirnir eru tengdir HM Reuters Vinsælir Spánverjar virðast njóta mestra vinsælda hjá Íslendingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.