Morgunblaðið - 10.07.2010, Síða 11
Morgunblaðið/Ernir
Gripið Það
skiptir höf-
uðmáli að
haldið sé rétt
á golfkylf-
unni.
hvernig megi laga það.
Leiðin lá því í Hafnarfjörð-
inn á glæsilegt æfingasvæði golf-
klúbbsins Keilis þar sem ég hafði
mælt mér mót við Björgvin Sig-
urbergsson, kylfing og golfkenn-
ara. Í þeim tilgangi að sjá hvort
ekki væri hægt að fá nokkur góð
ráð hjá einum af sigursælustu
kylfingum landsins. Meistaramót
golfklúbbsins Keilis er í fullum
gangi þessa dagana, en Björgvin
átti ekki að mæta á teig strax og
hafði því tíma til að fara yfir
nokkra hluti sem betur mættu fara
í sveiflunni hjá mér.
Gripið og aftur gripið
Björgvin tekur vel á móti mér í
kennslustofu sinni á æfingasvæði á
Hvaleyrinni, en þar við hlið er upp-
gert hús þar sem hægt er að æfa sig
að vetri til. En húsið var eitt sinn
stærsta fiskabúr landsins og bjó þar
um hríð háhyrningurinn Keiko.
Bjallan hringir og tíminn er byrj-
aður. Sjö-járnið verður fyrir valinu
og ég byrja að slá nokkra bolta svo
Björgvin geti séð hvað þurfi að laga
í sveiflunni, sem í mínu tilviki var
heill hellingur. Það fyrsta sem
Björgvin tekur eftir er gripið hjá
mér. Bara það hvað ég held vitlaust
á kylfunni hefur áhrif á allt sem við-
kemur sveiflunni og segir Björgvin
að það eitt að gripið sé ekki rétt geri
það að verkum að ómeðvitað fari
kylfingar að reyna að laga það á
öðrum stöðum í sveiflunni. Sumir
loka kylfunni á meðan aðrir opna
hana og enn aðrir hreinlega breyti
allri líkamsstöðunni bara til að leið-
rétta vitlaust grip.
Tæknin nýtt til fulls
Eftir að hafa slegið nokkra
bolta út á æfingasvæðið með mis-
jöfnum árangri færum við okkur yf-
ir á mottuna við hliðina þar sem
tvær myndavélar eru notaðar til að
taka upp sveiflu nemanda sem síðan
er greind í tölvuforriti. Ég endurtek
leikinn og slæ nokkra bolta að
beiðni kennarans. Flestir halda þeir
sig við jörðina eða fara til hægri ,
„slice“ eins og hægri beygjan er
kölluð á golfmálinu. Teknar eru upp
nokkrar sveiflur og við setjumst nið-
ur og Björgvin hefst strax handa við
að greina hvað mætti betur fara.
Bakið er ekki nógu beint, mjöðmin
færist, aftursveiflan dettur niður á
meðan framsveiflan fer upp. Allt
þetta gerir það að verkum að kylfu-
hausinn nær ekki tengingu við bolt-
ann á réttum stað. En allir þessir
hlutir hafa einmitt með gripið að
gera. Ég er semsagt að reyna að
bæta fyrir vitlaust grip með því að
gera aðrar óþarfa vitleysur í sveifl-
unni.
Að tímanum loknum gefur
Björgvin mér svo nokkur góð ráð
varðandi þetta blessaða grip og nú
er bara vonandi að næst þegar ég
fer á æfingasvæðið nýti ég mér þau.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
Samkeppnisreglur og upplýsingar: www.jonsigurdsson.is
Samkeppni um minjagripi
og handverk. Vertu með!
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
S
L
50
72
8
06
/1
0
Þessa dagana stendur Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur fyrir þjóðdansa- og
þjóðlagamótinu Ísleik 2010 í samráði
við norrænu danssamtökin Nordlek. Í
tilefni af því verða ýmsar uppákomur
næstu daga sem flestar eru í boði
mótsins og er því enginn aðgangs-
eyrir. Í dag verður dansað í miðbæ
Reykjavíkur milli 13:30 og 16:00 og
hefst svo opnunarhátíð í Háskólabíói
kl. 17. Á morgun verður m.a. dansað í
Árbæjarsafni og haldnir þjóðlaga-
tónleikar í Neskirkju. Nánari upplýs-
ingar má finna á vefsíðunni isdans.is.
Þjóðdansa- og þjóðlagamót
Morgunblaðið/Sverrir
Þjóðdansar Dansað verður m.a. á
Ingólfstorgi og Lækjartorgi í dag.
Dansað um
víðan völl
„Ég ætla að kúra frameftir því ég er
búin að vera að keyra frá Raufarhöfn
til Reykjavíkur á einum degi [í gær].
Ég ætla að taka því rólega, fá mér
góðan hádegisverð og hafa kósí
heima. Svo er ég að spá í að kíkja í
bæinn á útsölur og svo þarf ég að
komast í nokkrar búðir, t.d. Fönd-
urstofuna og Liti og föndur fyrir
skartgripagerðina mína,“ segir Inga
Björk Andrésdóttir, fata- og skart-
gripahönnuður. Hún hannar undir
nafninu IBA og kallast merkið henn-
ar The indian in me.
„Ég er með nokkrar pantanir svo
ég ætla að gera þær í góðu tómi á
morgun þegar ég kem heim úr bæn-
um. Svo er spurning hvort maður
skellir sér aðeins út að fá sér gott
að borða og svo eftir það verður
kannski bara vídeókvöld í góðum fé-
lagsskap.“ Inga hefur upp á síðkast-
ið einbeitt sér meira að skartgripa-
hönnuninni en er að byrja aftur að
hanna föt og var t.a.m. með í tísku-
sýningu á Jónsvöku. „Ég ákvað að
vera með í tískusýningunni því það
gaf mér tækifæri til að koma fram
með föt. Ég ætla að halda áfram að
vinna í því og gera meira úr því,“
segir hún.
Inga hefur tekið þátt í Pop Up-
markaðnum vinsæla en hann verður
næst á LungA-listahátíðinni á Seyð-
isfirði 12.-18. júlí. Inga verður hins-
vegar ekki með fyrr en í ágúst.
Inga Björk Andrésdóttir,
fata- og skartgripahönnuður.
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Morgunblaðið/Heiddi
Slakar á Inga ætlar að sofa út og hafa það gott í dag eftir mikla keyrslu í gær.
Afslöppun eftir langa keyrslu
Nú um helgina líkt og undanfarin ár munu meðlimir
í Harley Davidson mótorhjólaklúbbnum á Íslandi
halda fjölskyldumót í Þykkvabænum. Mótið kallast
Potato-Run og hefur ávallt verið vel sótt af áhuga-
mönnum um Harley Davidson mótorhjól en mótið
er opið öllum og sóttu á þriðja hundruð manns há-
tíðina 2009.
Hátíðin verður haldin í Oddsparti, Þykkvabæ í
samvinnu við staðarhaldara þar. Í ár er áhersla lögð
á skemmtilega leiki og keppnir fyrir krakka á öllum
aldri en verðlaunapeningar verða veittir fyrir best-
an árangur. Nýjar keppnir verða haldnar í ár en þær
eru Vitringurinn 2010 og Varahlutagúrú 2010.
Mótið er sannkallað fjölskyldumót en í dag verð-
ur þar fjölbreytt dagskrá fyrir krakka á öllum aldri,
leikir, keppnir og verðlaunaafhending auk lifandi
tónlistar og grillveislu.
Fjölskyldumót mótorhjólafólks
Glens og grín
á Potato-Run
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Davíðshúsi á Akureyri, heimili skálds-
ins Davíðs Stefánssonar frá Fagra-
skógi, barst nýlega fágætur munur
sem rataði þar með aftur til síns
heima eftir að hafa verið lengi á
flakki og jafnvel verið talinn glataður.
Nýlega kom Jón B. Guðlaugsson
færandi hendi í Davíðshús og hafði í
fórum sínum slitna munnhörpu sem
Davíð átti forðum daga en hana hafði
Árni Kristjánsson (1906-2003), pí-
anóleikari og fyrrverandi tónlistar-
stjóri Ríkisútvarpsins, gefið Jóni
seint á síðustu öld. Árni og Davíð
voru kærir vinir og líkast til hefur
Davíð einhverju sinni gleymt hörp-
unni heima hjá Árna. Í bókinni End-
urminningar samferðamanna skrif-
aði Árni kafla um Davíð vin sinn og
nefnir þar meðal annars að hann hafi
orðið vitni að því að skáldið kunni
listavel að spila á munnhörpu. Hægt
er að skoða gripinn alla virka daga
frá 13-17.
Munnharpa
skáldsins
Gefandinn Skáldið Davíð Stefánsson
spilaði listavel á munnhörpu.
Fágætur munur kominn aftur til síns heima
Æfing
Sveiflan á
vonandi eft-
ir að lagast í
sumar með
æfingu.
Daglegt líf 11