Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.07.2010, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 FRÉTTASKÝRING Gísli Baldur Gíslason gislibaldur@mbl.is Tillaga SPITAL-hópsins bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun nýs Landspítala við Hringbraut. Alls bárust sjö tillögur til dóm- nefndar sem að lokum skar úr um hver yrði að veruleika af þeim fimm sem voru teknar til greina. Niður- staðan var tilkynnt af formanni dómnefndar á Háskólatorgi í gær. „Við völdum þessa tillögu af mörgum ástæðum. Í fyrsta lagi vegna þess að hún skapar sterka bæjarmynd með götum og torgum. Umferðarmálin eru skýr bæði hvað varðar akandi umferð, hjól og gang- andi. Það er gert ráð fyrir hag- kvæmni í innra skipulagi bygging- anna sem byrjað verður á, með nauðsynlegum sveigjanleika. Þetta skiptir verulegu máli þegar á að sameina allan spítalann við Hring- braut. Þessi sveigjanleiki og stöðlun sem skiptir máli í nútíma-sjúkra- hússtarfsemi næst best, fannst okk- ur, í þessari tillögu,“ segir Guðrún Ágústsdóttir, formaður dómnefnd- arinnar. Hún segir að störf nefnd- arinnar hafi gengið vel þó viðfangs- efnið hafi verið flókið. „Við unnum myrkranna á milli og sveifluðumst til og frá. Það var ekki vinningstillagan sem við sáum strax að væri best. Það var ekki fyrr en við fórum að kafa dýpra ofan í til- lögurnar allar að við komumst að niðurstöðu.“ Mikilvægt skref fyrir heilbrigðisþjónustuna „Þetta þýðir alveg óskaplega mik- ið. Þetta þýðir að við erum áfram að þróa heilbrigðiskerfið fram á við. Við erum að fara að byggja okkur húsnæði sem mun henta bæði nú- tímanum og framtíðinni. Þannig að við erum tilbúin í alla þá þjónustu sem við þurfum að veita vonandi næstu fimmtíu árin,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Starfsemi Borgarspítalans í Foss- vogi verður, að sögn Björns, komið fyrir í nýbyggingunni við Hring- braut. Þar verða skurðstofur, bráðamóttaka og gjörgæsla fyrir allan spítalann auk rannsóknar- stofa og nokk- urra legu- deilda. Björn kveðst ánægður með vinn- ingstillöguna. „Hún hefur þann sveigjanleika sem þarf í spítala- rekstri og þá breyttu tíma sem eru framundan,“ segir Björn. Sérstöku opinberu hlutafélagi verður falið að annast fjármögnun og framkvæmd verkefnisins. Hluta- félagið verður sett á stofn sam- kvæmt lögum Alþingis frá því í síð- asta mánuði, að sögn Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra. „Það félag mun bjóða út einstaka verkþætti, tryggja fjármögnun og þannig sjá um byggingarfram- kvæmdirnar og bera ábyrgð á þeim gagnvart yfirvöldum og spítalan- um.“ Ekki verkefni ráðuneytisins Álfheiður segir að verkefnið sé ekki beint á vegum heilbrigðisráðu- neytisins, þó að ráðuneytið gæti komið að ákvörðun um áfangaskipt- ingar, stefnumörkun á þjónustu spítalans og forgangsröðun í fram- kvæmdum. „Þetta er ekki venjuleg, opinber framkvæmd í því tilliti vegna þess að þetta er fjármagnað af lífeyris- sjóðunum. Landspítalinn mun síðan endurgreiða allan fjármögnunar- kostnaðinn til lífeyrissjóðanna í formi leigugjalda og þannig mun ríkið eignast spítalann á endanum.“ Hluti borgarmyndar  Úrslit í hönnunarsamkeppni nýs Landspítala kynnt í gær  Sterk bæjarhugsun tryggði SPITAL vinninginn  Þróar heilbrigðiskerfið fram á við, segir forstjóri Framtíðaráform „Svigrúmi til stækkunar er haldið með sveigjanleika „bæjarhverfis“,“ segir meðal annars í niðurstöðu dómnefndar. Í dag fagnar Hið íslenska biblíu- félag 195 ára afmæli. Stofnfundur þess var haldinn fyrrnefndan dag árið 1815 á heimili sr. Geirs Vídalín biskups, en biskupsgarður var þá í Aðalstræti 10 en það hús stendur enn. Félagið telst af þessum sökum elsta starfandi félag á Íslandi. Allt frá stofnun hefur meginmarkmið þess verið að gera íslensku þjóðinni kleift að eignast Biblíuna á eigin tungumáli. Í upphafi 19. aldar höfðu mikil hallæri gengið yfir þjóðina og ekkert tækifæri gefist til þess að leggja fjármuni í kostn- aðarsama og flókna útgáfustarfsemi um áratuga skeið. Með stofnun fé- lagsins og öflugum stuðningi hins breska og erlenda biblíufélags var grettistaki lyft og þúsundum ein- taka af Biblíunni og Nýja testa- mentinu dreift um öll héruð lands- ins, hvort sem um gjafir var að ræða eða til sölu. Hægt að skrá sig til leiks Í tilefni afmælisins hefur Hið ís- lenska biblíufélag haslað sér völl á hinum nýja vettvangi veraldarvefs- ins, „facebook“, og birtir þar reglu- lega fréttir af félaginu ásamt ritn- ingartextum dagsins. Geta vefnotendur skráð sig til leiks og þannig fylgst með því sem efst er á baugi hverju sinni hjá félaginu. Árið 2007 stóð Hið íslenska bibl- íufélag að útgáfu nýrrar þýðingar Biblíunnar í samstarfi við JPV- útgáfu. Var þar um að ræða sjöttu heildarþýðingu Ritningarinnar á ís- lensku en hin fyrsta í þeirra röð er oftast kennd við Guðbrand biskup Þorláksson. Kom hún út árið 1584 og telst til mestu þrekvirkja ís- lenskrar menningarsögu. Biblíufélagið er komið á facebook Aðalstræti 10 Félagið stofnað. Fagnar 195 ára afmæli sínu í dag Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Gengisstyrking síðustu mánaða gefur tilefni til frekari verðlækkana á matvælum, segja forsvarsmenn matvöruverslana.Verðkönnun sem ASÍ birti í vikunni sýnir að verð á mat- arkörfu hefur lækkað nokkuð frá því í febrúar á þessu ári. Könnunin miðar við maí 2009 til júní 2010. Á því tímabili hafa virðis- aukaskattur og vörugjöld hækkað. Þær hækkanir hafa ekki teljandi áhrif á mat- vælaverð að sögn hagfræðings ASÍ. Áhrif skattahækkana sjást aðallega á sælgæti og drykkjarföngum. „Það er full ástæða til að búast við frekari verðlækkunum og þá sérstaklega hvað varðar innfluttar vörur,“ segir Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem meðal ann- ars rekur Nóatún, Krónuna og 11-11- verslanirnar. Hann segist einnig búast við einhverjum lækkunum á innlendum fram- leiðsluvörum en í kjölfar styrkingar krón- unnar hafi aðföng orðið ódýrari fyrir innlenda framleiðendur. Það ætti svo að hafa áhrif til lækkunar vöruverðs. Eysteinn segir þetta þó allt háð stöðugri gengisþróun. Guðmundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, tekur í sama streng og Ey- steinn. Verðlækkanir hafi þegar gert vart við sig vegna styrkingar krónunnar og býst hann allt eins við frekari lækkunum. Eysteinn segir verð á kjöti hafa lækkað undanfarna mánuði og nú sé það lægra en það var fyrir tveimur árum. Það megi þakka svo- kallaðri iðnaðarframleiðslu, svo sem á kjúk- lingum og svínum. „Lækkað vöruverð á kjúklinga- og svína- kjöti hefur áhrif til lækkunar vöruverðs á lamba- og nautakjöti,“ segir Eysteinn. Guðmundur hjá Bónus segist þó hafa tölu- verðar áhyggjur af svínakjötsmarkaðnum. Svínakjöt hafi haldist ódýrt síðustu tvö ár en fyrirhugaðar sameiningar svínabúa geti leitt til samdráttar í framleiðslu og hækkunar vöruverðs. Hins vegar hefur Guðmundur litl- ar áhyggjur af verði á lambakjöti. Telur hann að það muni haldast frekar stöðugt. „Talsvert hefur dregið úr sölu á lambakjöti og sem stendur þolir það ekki hærra verð,“ segir Guðmundur. Verðhækkanir á fiski Öfugt við flestar vörur hefur fiskverð á inn- lendum markaði farið hækkandi. Guðmundur Marteinsson segir hækkunina felast í því að útgerðirnar fái svo gott verð fyrir útflutning. Það bitni á innlendum kaupendum. Þeir verði að greiða hátt verð fyrir fiskinn vilji þeir standast samkeppni við erlenda kaupendur. Sem dæmi nefnir hann verð á harðfiski. „Við horfum upp á gríðarlegar verðhækk- anir á harðfiski. Hækkanir eru boðaðar upp í sjöunda þúsund krónur á kílóið,“ segir Guð- mundur. Harðfisksframleiðsla krefjist mikils hráefnis og útgerðirnar selji fiskinn frekar úr landi. Matarverð fer að líkindum lækkandi  Styrking krónunnar leiðir til lækkunar matvælaverðs  Forsvarsmenn matvöruverslana búast við frekari lækkunum, sérstaklega á innfluttum vörum  Allt er þó háð stöðugu gengi krónunnar Eysteinn Helgason Guðmundur Marteinsson „Spítali í borg er það sem ein- kennir verkefnið,“ segir Helgi Már Halldórsson, verkefnisstjóri SPITAL-hópsins. „Við leggjum áherslu á götur og torg og höf- um sagt að við viljum færa göm- ul og góð gildi inn í skipulag spít- alans – tengja hann betur borg- inni og setja annan mælikvarða í stærð bygginga en hefur verið í þeim tillögum sem hafa verið á borð- um hingað til.“ SPITAL-teymið samanstendur af níu fyrirtækjum, þar af tveimur norskum. Hóp- urinn var að hluta til mynd- aður fyrir fyrri sam- keppnina, árið 2005. Vilja tengja spítala og borg VERKEFNISSTJÓRI SPITAL Helgi Már við afhjúpun tillög- unnar í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.