Morgunblaðið - 10.07.2010, Side 16
16 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
Dagana 16.-18. júlí nk. efna Kan-
aríflakkarar til sumarhátíðar í Ár-
nesi. Haldið verður harm-
onikkuball á föstudagskvöld og
farið verður í Þjórsárdal á laug-
ardag.
Hið vinsæla kvöldverðarhlað-
borð Begga verður um kvöldið
ásamt happdrætti með frábærum
vinningum, meðal annars utan-
landsferð fyrir tvo. Gestur frá
Kanarí verður með gamanmál fyr-
ir matargesti, síðan spila Labbi og
co. fyrir dansi. Tjaldstæði og hús-
bílastæði að venju. „Mætum öll í
sumarskapi og allir eru velkomn-
ir,“ segir í tilkynningu.
Gaman Mikið stuð á Mannabar.
Kanaríflakkarar
Á mánudag eru sex mánuðir liðn-
ir frá því að jarðskjálftinn mikli
reið yfir Haítí. Rauði kross Ís-
lands hefur unnið að hjálparstarfi
á Haítí síðan þá í samstarfi við
Rauðakrosshreyfinguna. Alls hafa
26 íslenskir hjálparstarfsmenn
starfað á vegum Rauða kross Ís-
lands á Haítí síðastliðið hálft ár,
og er viðbúið að enn fleiri muni
halda til starfa á næstu mán-
uðum.
Á morgun, sunnudag, kl. 12.30
efnir Rauði kross Íslands til um-
ræðna um stöðu mála á Haítí.
Sendifulltrúar munu segja frá að-
stæðum og því sem hefur áunnist.
Fulltrúar Landsbjargar og utan-
ríkisráðuneytis verða á staðnum.
Hálft ár frá stóra
skjálftanum
Borgarráð hefur samþykkt að
veita hlutafélagi um rekstur svo-
kallaðs „heimilis kvikmyndanna“ í
Regnboganum 12 milljóna króna
rekstrar- og framkvæmdastyrk.
Stefnt er að því að hefja rekstur
kvikmyndahúss í húsinu 1. sept-
ember næstkomandi. Hagsmuna-
félög kvikmyndagerðarfólks og
kvikmyndaunnendur stóðu að
stofnun hlutafélags um rekstur
Regnbogans eftir að hefbundnum
kvikmyndahúsarekstri var hætt í
húsinu. Hugmyndin er að nýja
kvikmyndahúsið sérhæfi sig m.a. í
nýjum listrænum og eldri sígild-
um kvikmyndum auk fræðslu og
starfsemi sem stuðlar að betra
kvikmyndalæsi barna og ung-
linga.
Kvikmyndahús
fær 12 m. kr. styrk
Útimarkaðurinn í Mosskógum í
Mosfellsdal hefst í dag, laugardag,
kl. 11.00. Markaðurinn er við
gróðrarstöðina
Mosskóga og er
nú haldinn 11.
sumarið í röð.
Á markaðnum
kennir ýmissa
grasa. Meðal
annars er fjöl-
breytt, nýupp-
tekið grænmeti
sem og Þingvallasilungur nýr og
reyktur, pestó, pikles, sultur af
ýmsum gerðum, ullarsokkar, rósir
og jarðarber frá Dalsgarði, Hrísbú-
arrabarbari, ilmandi kaffi og með-
læti og svo mætti lengi telja. Mark-
aðurinn er opinn frá kl. 11.00 á
laugardögum í sumar og eitthvað
fram á haust.
Útimarkaðurinn
í Mosfellsdal
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
Það er orðið sem virðist eiga vel
við um Vestmannaeyjar þessa dag-
ana. Það virðist fátt geta farið úr-
skeiðis eins og er. Karlalið ÍBV í
knattspyrnu er í harðri toppbaráttu
og vinnur hvern leikinn á fætur öðr-
um. Kvennalið félagsins stefnir upp í
úrvalsdeild. Makrílveiðar og -vinnsla
eru kærkomin innspýting inn í bæj-
arfélagið og hver bæjarhátíðin rekur
aðra í sumar.
Goslokahátíðin var haldin með
pomp og prakt og fór að öllu leyti vel
fram. Dagskrá hátíðarinnar hefur
sjaldan verið jafnglæsileg og allir
gátu fundið eitthvað við sitt hæfi,
konur og karlar, börn og fullorðnir.
Breki, mynd eftir Harald Ara Karls-
son, var einnig sýnd um helgina við
húsfylli en í myndinni gerir hann
upp föðurmissi. Þá vöktu Vísna-
tónleikar Gunnars Þórðarsonar
verðskuldaða athygli. En mesta
gleðin á Goslokahátíðinni ár hvert er
ávallt í Skvísusundinu á laugardags-
kvöldinu, þegar Eyjamenn opna
krár sínar, en þar er dansað fram
undir morgun.
Og nú, þegar einni hátíðinni er
lokið, hefst undirbúningur af fullum
krafti fyrir þá næstu og líklega
stærstu hátíð ársins, Þjóðhátíð Vest-
mannaeyja. Að vanda er dagskrá
þjóðhátíðarinnar glæsileg, lands-
frægir skemmtikraftar hafa boðað
komu sína og straumurinn liggur
sem fyrr til Eyja.
Surtseyjarstofa var opnuð um
helgina í Vestmannaeyjum en tölu-
verðan tíma hefur tekið að koma
stofunni upp. Surtsey tilheyrir Vest-
mannaeyjaklasanum en heimamenn
hafa þó haft lítið um eyjuna að segja.
Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði
við opnunina að nú væri Surtsey á
leið heim, líkt og handritin forðum
daga.
Landeyjahöfn verður opnuð síð-
ar í mánuðinum og bíða heimamenn
spenntir eftir 21. júlí þegar Herj-
ólfur hefur siglingar í höfnina. Mikið
hefur gengið á í undirbúningi fram-
kvæmdanna, stór orð látin falla en
nú þegar styttist í opnunina hefur
efasemdaröddunum fækkað. Erfitt
er að henda reiður á möguleikunum
sem opnast með betri tengingu milli
Vestmannaeyja og Suðurlandsins en
beggja vegna sundsins bíða menn
spenntir.
Skemmtun Eyjamenn og gestir skemmtu sér vel í Skvísusundinu.
Jákvætt og skemmtilegt sumar
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Birkir Fanndal Haraldsson
Reykjadalur | Hið þingeyska forn-
leifafélag er metnaðarfullt félag
sem stuðlar að rannsóknum og
fræðslu um þingeyska sögu. Í sum-
ar hefur félagið auglýst fræðslu og
skoðunarferðir á 5 sögustaði í hér-
aðinu og var fyrsta ferðin farin í
fegursta veðri. Farið var að rúst-
um kotbýlis austan í Fljótsheiði
nærri þjóðvegi. Þar hét í Láfsgerði
og var eflaust ekki merkilegra en
hundruð fornra eyðibýla víðsvegar
um landið – og þó.
Sú sögn hefur varðveist að í
byrjun 19. aldar var ungur dreng-
ur sendur frá Einarsstöðum ein-
hverra erinda upp í Láfsgerði. Þar
varð hann vitni að því er rjúpa fló
undan fálka inn í bæinn en hús-
móðirin greip fugl fegin og sneri
háls úr lið. Fulltíða maður varð
þessi drengur, Sigurjón Jónsson
hét hann, fylgdarmaður Jónasar
Hallgrímssonar og sagði honum
söguna.
Þar er þá komið tilefni Jónasar
fyrir Óhræsið.
Ekki skulum við samt á 21. öld
setja okkur í dómarasæti yfir fá-
tæklingi í heiðarbýli í byrjun 19.
aldar, eflaust með marga munna að
metta. Nú láta menn sér sæma að
krefjast veiðiréttar í þjóðgörðum
landsins og er þó þjóðin stríðalin á
alls kyns góðmeti og mætti þess
vegna sjá rjúpuna í friði.
Það voru um 30 áhugasamir
gestir sem nýttu sér skoðunarferð
fornleifafélagsins og gengu um
rústirnar í Láfsgerði.
Eflaust verður áfram mikill
áhugi á ferðum Hins þingeyska
fornleifafélags.
„Óhræsið“ – er það héðan ættað?
Litast um í
rústum Láfsgerðis
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Saman Hópur fólks á rústum Láfsgerðis. Yfir dalinn sér til Stóru-Lauga.
„Kreditkort
mættu óskap-
legum mótbyr í
fyrstu. Kortin
áttu að auka
verðbólgu,
þrengja að kaup-
mönnum og
koma neyt-
endum í skulda-
fen enda hækk-
uðu þau
vöruverð. Einn þingmaður líkti
kortum við eiturlyf þegar málið
kom til umræðu á Alþingi og fjöl-
miðlar fóru hamförum,“ segir Har-
aldur Haraldsson athafnamaður.
Í dag, 10. júlí, eru þrjátíu ár lið-
in frá því Kreditkort hf. gáfu út til
Haraldar fyrsta íslenska greiðslu-
kortið. Haraldur var árið áður á
ferðalagi vestur í Bandaríkjunum
og kveðst hafa lent þar í ýmsum
óþægindum sakir þess að hafa
ekki verið með greiðslukort eins
og alsiða var þá orðið vestanhafs.
Hann ákvað því, í samstarfi við
Gunnar Bæringsson, Gunnar Þór
Ólafsson og fleiri að hefja starf-
semi greiðslukortafyrirtækisins
Kreditkorta sem fór af stað í jan-
úar 1980. Eurocard-kortin voru
gefin út hér í fimmtán ár en eftir
að MasterCard eignaðist Eurocard
þá fengu hinir sömu Mastercard í
staðinn.
Kort frá Visa komu á íslenska
markaðinn 1983.
Varnir brustu fljótt
„Af mörgu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur hafa kreditkortin lík-
lega breytt mestu fyrir almenning.
Fyrst mátti aðeins nota kortin hér
innanlands en notkun erlendis var
skilyrt viðskiptaerindum. Þær
varnir brustu fljótt. Kreditkortin
hjálpuðu alþýðufólki á tímum þar
sem aðeins útvaldir fengu lán. Þá
átti þorri fólks þess nú kost að
komast í sumarfrí með börnin og
gat eignast hluti en greitt niður á
lengri tíma. Þetta voru straum-
hvörf,“ segir Haraldur. Hann telur
ennfremur að notkun kreditkorta
hafi stuðlað að auknum stöð-
ugleika á vinnumarkaði. Innkaup
hvers mánaðar hafi verið greidd
eftir á og fyrir vikið hafi fólk síður
verið tilbúið í verkfallsaðgerðir
eða aðrar skærur sem lengi lituðu
íslenskt þjóðfélag. sbs@mbl.is
Rétt þrjátíu ár liðin í dag frá því fyrstu greiðslukortin á Íslandi voru gefin út
Haraldur
Haraldsson
Kreditkortin voru algjör bylting á Ís-
landi en var líkt við eiturlyf á Alþingi
Kort Fyrsta íslenska kredid- og
greiðslukortið sem kom út 1980.
Kreditkort og notkun þeirra hef-
ur þróast eins og annað á þeim
þrjátíu árum síðan þau komu
fyrst fram á sjónarsviðið. Árið
1984 voru ferðatryggingar kort-
hafa teknar upp og raðgreiðslur
tveimur árum síðar. Rað-
greiðslur komu 1986 og seinna
kom greiðsludreifing til sög-
unnar. Árið 1995 gátu korthafar
tekið út peninga með kredit-
kortum í hraðbönkum innan-
lands, en nokkru áður höfðu de-
betkort verið innleidd. Kunnugir
telja að í dag séu um 80% inn-
lendra viðskipta afgreidd með
kortum og hefur hlutfallið farið
síhækkandi.
Allt út á krít
ÞRÓUN KORTA Í ÞRJÁTÍU ÁR
Austurstræti,
Pósthússtræti og
hluti Hafnar-
strætis verða
helguð hjólandi
og gangandi
vegfarendum út
ágústmánuð.
Með þessu vilja
borgaryfirvöld
styðja við vistvænan ferðamáta og
glæða miðborgina enn frekara lífi.
Undanfarin tvö sumur hefur
Pósthússtræti verið lokað fyrir
bílaumferð á góðviðrisdögum en
það er liður í Grænu skrefunum í
Reykjavík að bæta aðstöðu fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur.
Þetta hefur mælst vel fyrir á með-
al vegfarenda og veitingahúsaeig-
enda við Austurvöll enda skapast
um leið betri aðstaða fyrir borg-
arbúa til að njóta sumarsins í mið-
borginni.
Meira
mannlíf í
miðborg
Lokað fyrir umferð