Morgunblaðið - 10.07.2010, Page 24

Morgunblaðið - 10.07.2010, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú þegar af-koma ríkis-sjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins liggur fyrir er ekki annað að sjá en að upplýsingar sem fjár- málaráðherra gaf Alþingi í um- ræðum 10. maí sl. standist engan veginn. Ráðherra var drjúgur yf- ir árangrinum í umræðum um skatta og fjárlagagerð og sagði meðal annars: „Ég vona að hátt- virtir þingmenn hafi glaðst yfir því sem ég tel mig geta upplýst, að í öllum aðalatriðum erum við á áætlun hvað varðar markmið okkar í ríkisfjármálum. … Það er sömuleiðis ánægjulegt að við er- um bjartsýnni á tekjuforsend- urnar núna eftir tölur fyrstu fjögurra mánaðanna en við kannski vorum í byrjun. Það er misskilningur ef menn halda það, hvort sem það er háttvirtur for- maður Framsóknarflokksins eða aðrir, að þar sé einhver meiri háttar brestur á ferðinni. Það er sem betur fer ekki svo.“ Nú þegar tölurnar fyrir maí liggja fyrir er staðan þannig að tekjur ríkissjóðs urðu tæpum sex milljörðum króna lægri en áætl- anir gerðu ráð fyrir. Forsendur fjárlaganna hafa þess vegna brostið og þeir sem í umræðun- um lýstu miklum áhyggjum af ríkisfjármálunum, svo sem for- maður Framsóknarflokksins, höfðu mikið til síns máls. Ánægja fjármálaráðherra yfir meintum árangri í ríkisfjármálum hefur ekki staðist skoðun og vandinn er ekki síst á tekjuhliðinni, þar sem áætlanir hafa reynst allt of háar. Sú leið sem ríkisstjórnin valdi í fyrra við að ná tökum á ríkis- fjármálunum hefur með öðrum orðum ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt. Ríkisstjórnin taldi að hægt væri að hækka skatta upp úr öllu valdi til að hala inn meiri tekjur og al- ræmd er yfirlýsing fjármálaráðherra – you ain’t seen noth- ing yet – um að enn frekari skattahækkanir væru fram- undan. Vandinn er hins vegar sá að hærri skatthlutföll og hærri tekjur fara ekki alltaf saman. Þvert á móti er hægt að ganga svo nærri fólki með skattheimtu að skatttekjur dragist saman með hækkun skatthlutfalla. Lægri skatthlutföll geta þess vegna skilað meiri árangri til að auka tekjur en hækkun skatta og um það eru mörg dæmi bæði hér á landi og erlendis. Lágir skattar leysa krafta fólks og fyrirtækja úr læðingi en háir skattar drepa þá í dróma. Í fyrrnefndum umræðum á Al- þingi vitnaði Óli Björn Kárason til fyrrverandi Bandaríkja- forseta, sem orðaði þessa hugsun þannig: „Efnahagskerfi sem er þrúgað af háum sköttum mun aldrei skila nægilegum tekjum til að jafnvægi náist í ríkisfjár- málum alveg eins og það mun aldrei búa til nægilegan hagvöxt eða nægilega mörg störf.“ Ríkisstjórn Íslands mætti gjarna gera þessi orð Johns F. Kennedys að sínum. Lægri skattar eru það sem efnahagslífið þarf á að halda en ekki skatta- hækkanir með hótunum um frek- ari hækkanir. Afmarkaður skattaafsláttur, sem getur hjálp- að tímabundið á afmörkuðum sviðum, kemur heldur ekki í stað- inn fyrir almenna skattalækkun ef styrkja á efnahagslífið og hleypa í það lífi. Til þess duga al- mennar og myndarlegar aðgerð- ir best, ekki síðbúnar smá- skammtalækningar. Skattahækkanir rík- isstjórnarinnar hafa ekki skilað árangri } Brostnar forsendur Héraðsdómurhefur kveðið upp fangelsisdóm vegna þjófnaðar úr versluninni Bónus. Brotamaðurinn sem í hlut á er kona sem hafði unnið þar á kassa. Og hún er dæmd fyrir að hafa dregið sér 47 þúsund fimm hundruð og þrjátíu og tvær krónur (47.532). Ekki var getið um neina aura í frá- sögninni. Nafn hennar og heim- ilisfang er birt í dómnum enda sjálfsagt óhjákvæmilegt þegar slíkur stórglæpur er afgreiddur. Og konan er dæmd til skilorðs- bundinnar fangelsisvistar. Hinn skilorðsbundni fangelsistími er fáeinum mánuðum styttri en tími Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, eiganda Bónusverslunarinn- ar, sem varð fyrir svo þungum búsifjum að hann lét kæra kon- una á kassanum til fangavistar vegna áfallsins, 47.532 krónur. Eigandinn hafði í sínu brotamáli, að eigin sögn, varið 2000 milljónum af sínu fé til varna í málinu með ágætum árangri. Síðar kom í ljós að milljarðarnir tveir, sem eytt var í dómsmálið, komu ekki úr vasa Jóns heldur frá bönkunum þrem, sem nú eru gjaldþrota. Líklegt er að konan á kassanum í Bónus hafi haft eitthvað minna til sinna varna og því fór sem fór. Vonandi fær Bónuseigand- inn 47.532 krónurnar til baka, og munu þær þá væntanlega duga honum fyrir nokkrum Diet Coke, og eins má leggja þær inn á reikninginn í Kanada í sparn- aðarviðleitni. Það er aldrei að vita nema hússtjórnin í húsinu í New York, þar sem þriggja milljarða íbúðin er, vilji láta skipta um peru. Þá gætu 47.532 krónur komið sér vel. Það skapar öryggi og vissu að sjá að dómskerfið lætur ekki lengur snúa á sig} Sko dómstólana E flaust er það að bera í bakka- fullan lækinn að fjalla hér um HM í fótbolta. Og þó; skítt með það. Óhjákvæmilegt er að klára dæmið fyrst byrjað var að reikna á sínum tíma og sá lækur heldur senni- lega ekki jafn bakkafullur og ýmsir aðrir, þrátt fyrir allt. Að minnsta kosti fegurri á að líta og hljómbetri en margar þær sprænur sem heimsbyggðin fylgist með falla til sjávar dag hvern. Jafn slæmt er að monta sig og í síðustu viku, en allt í lagi að nefna að spá okkar, mín og hlið- arsjálfsins, frá því áður en 16-liða úrslitin hóf- ust, rættist að hálfu leyti. Er ekki 50% ágætis árangur? Við spáðum því sem sagt eftir riðlakeppnina, á þessum vettvangi, að Hollendingar kæmust í úrslitaleikinn og andstæðingurinn yrði Argentína. Þá var í kortunum að Maradona færi alla leið en skjótt skipast veður í lofti; hans menn gleymdu að svitna gegn Þjóð- verjum, sem burstuðu Suður-Ameríkumennina. Hið gríð- arsterka, þýska lið var svo í hlutverki músarinnar gegn Evrópumeisturum Spánar þó munurinn yrði ekki nema eitt mark. Kannski spáði ég ósjálfrátt eins og raun ber vitni; hef jafnvel gert mér grein fyrir því að ég er ekki alvöru völva og ólíklegt að ég hefði rétt fyrir mér að öllu leyti. Þess vegna hafi Spánn dottið út í átta liða úrslitum skv. spánni, eftir tap gegn Argentínu. Það er nefnilega ekkert launungarmál að ég held með Spáni. Algjör unun er að horfa á liðið leika. Hvernig er annað hægt þegar um er að ræða einhvers konar styrkta útgáfu af Barce- lona? „Fallegasta“ liði heims síðustu misseri. Það er satt að segja einstaklega ánægju- legt, knattspyrnunnar vegna, að þessi tvö lið skuli mætast í lokaleiknum. Hvorugt hefur enn orðið heimsmeistari. Spánn er besta lið heims en ekkert er sjálf- gefið. Í báðum liðum er valinn maður í hverju rúmi. Xavi, Iniesta og þeir eru ekki sjálfsagðir sigurvegar. Snillingar eru líka í hollenska lið- inu; Wesley Sneijder og Arjen Robben fremstir meðal jafninga en Kuyt, van Persie og van Bronkhurst engir aukvisar. Mark þess síðastnefnda, í undanúrslitunum gegn Úrú- gvæ, er eflaust það fallegasta í keppninni. Þessi gamalkunni bakvörður, fyrirliði Hollands, leggur skóna á hilluna eftir morgundaginn. Getur verið að mátt- arvöldin ætli honum að hampa bikarnum? Tvennt er spennandi við morgundaginn. Annars vegar hvort liðið vinnur auðvitað – og megi það betra vinna úr- slitaleikinn. Hins vegar hvort merkasti núlifandi maður á jörðinni, Nelson Mandela, afhendir bikarinn. Mandela er 91 árs og heilsuveill. Hann treysti sér ekki á opnunar- leikinn en nærvera forsetans fyrrverandi á morgun yrði ánægjulegur lokapunktur sögulegrar keppni. Það er aðeins eitt slæmt við það að úrslitaleikur HM sé á næsta leiti; að keppninni sé að ljúka. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Bakkafullur lækur eða ekki STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is A llt frá hruni bankakerf- isins haustið 2008 hefur óvenju mikið mætt á lögreglumönnum landsins. Ekki aðeins hafa þeir þurft að sinna löggæslu í kringum fjölda mótmæla sem reglu- lega blossa upp, heldur hefur þjófn- aðarbrotum og innbrotum fjölgað verulega í kjölfar efnahagshrunsins. Lögreglan hafði sett sér það markmið að fækka hegningar- lagabrotum á tímabilinu 2007-2009 um 2% miðað við árin 2006-2008 en þess í stað fjölgaði brotunum um 3%. Sérstaklega fjölgaði auðgunar- brotum mikið eða um rúmlega 11%, úr 226 í 250. Jákvæðu fréttirnar eru þær að brotum gegn lífi og líkama fækkaði á tímabilinu um 4%, voru 52 á tíma- bilinu 2007-2009 samanborið við 54 brot árin 2006-2008. Ekki færri ársverk í áratug Á sama tíma og glæpum og lög- gæsluverkefnum fjölgar hefur hins vegar ársverkum lögreglu fækkað. Samtals unnu lögreglumenn 696 ársverk á árinu 2009 sem er fækkun á ársverkum frá árinu áður, en þá voru þau 724. Ársverkum fækkaði sum sé um 4% og hafa þau ekki verið svo fá í yfir 10 ár, að því er fram kemur í árssýrslu ríkislögreglustjóra. Ársverkum hafði fjölgað jafnt og þétt á árunum 2004-2006 en síð- an hefur þeim farið fækkandi og þau voru í fyrra 1,38% færri en árið 2004. Flest voru ársverkin 741 árið 2006 og hefur þeim því fækkað um 45 á síðustu þremur árum. Rúmlega 700 lögreglumenn að störfum Í febrúar árið 2009 voru 712 lögreglumenn, þ.e. lögreglumenn sem lokið hafa prófi frá Lögreglu- skólanum og afleysingamenn, starf- andi á landinu. Þar við bætast 78 héraðslögreglumenn og 44 lögreglu- nemar sem voru við nám í Lög- regluskólanum í byrjun árs 2009. Fjölgunin er umtalsverð milli ára en árið 2008 voru 660 lög- reglumenn við störf. Það sem skýrir þessa miklu fjölgun í byrjun árs 2009 er að þá voru um 20 lög- reglumenn á tímabundnum ráðning- arsamningum auk þess sem afleys- ingamönnum fjölgaði úr 14 í 26 frá árinu 2008. Þessi fjölgun hélst hins vegar ekki út árið 2009 en ársverkum lög- reglu fækkaði þegar leið á árið. 7,8 milljarðar til löggæslu Á árinu 2009 námu heildar- útgjöld til löggæslu ríflega 7,8 millj- örðum króna, samanborið við rúm- lega 7,2 milljarða árið 2007. Þegar útgjöld lögregluembætt- anna og Lögregluskólans eru skoð- uð má greina mikla hækkun frá árinu 2007 til ársins 2008 hjá Lög- regluskólanum, eða um 48%. Að hluta til skýrir fjölgun brautskráðra lögreglunema aukninguna. Al- mennt er kostnaður yfirstjórna lögregluembætta þar sem sýslu- maður er jafnframt lögreglustjóri ekki talinn til útgjalda lögregl- unnar þar sem þau eru á öðrum lið í fjárlögum og erfitt er að meta framlag hvers og eins sýslu- manns til lögreglustarfsins. Þetta er meginástæðan fyrir því að greina má mikla út- gjaldaaukningu hjá lögreglunni á Suðurnesjum árið 2009 sam- anborið við árið 2008. 1. janúar 2009 voru verkefni tengd tolla- málum og öryggismálum á Keflavíkurflugvelli færð frá embættinu. Færri ársverk en fleiri glæpir Tæp 80% lögreglumanna segja að sér líki best við einkennishúf- una og svörtu einkennisskyrt- una, þegar þeir eru spurðir um viðhorf sitt til einkennisfatnaðar lögreglunnar. Könnunin var gerð í apríl og maí í fyrra og alls svör- uðu 375 lögreglumenn henni eða tæp 54 prósent starfandi lög- reglumanna. Á eftir húfu og skyrtu er svokallaður búningur 1 vinsælastur, þá hvíta ein- kennisskyrtan. Verst lík- aði svarendum, þ.e. illa eða frekar illa, við svo- nefndan sumar- jakka 2, vetrarjakka 3 og götuskó. Með nýju út- boði á einkennis- fötum er stefnt að því að ná fram hagræðingu og sparnaði hjá lög- reglunni, segir í skýrslu ríkislög- reglustjóra. Sáttir við húfuna BÚNINGAR LÖGREGLU 459 hegningarlagabrot voru framin árlega að meðal- tali árin 2007-2009. 3% fjölgun var í þessum brotaflokki miðað við tímabilið 2006-2008. ‹ LÖG OG REGLA › »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.