Morgunblaðið - 10.07.2010, Blaðsíða 29
systkinum Mannsa, þeim Margréti og
Kára, sem nú er látinn, og föður
þeirra Þórarni. Okkur Indriða kom
vel saman og Kári sá til þess að við
hefðum nóg að gera. Ég sé hann fyrir
mér í bláum vinnuslopp í eldhúsi
Bjargar segjandi með sposkum svip:
„Indriða og eitt stykki stelpu, takk,“
það þýddi e.t.v. ferð í fjárhús, bílferð,
sækja kálfa eða huga að geitum. Þeg-
ar vordvölinni lauk var ég með loforð
um að mega koma aftur um haustið í
réttirnar. Þær urðu líka nokkrar vor-
og haustferðirnar mínar til þeirra.
Það var alla tíð gestkvæmt í Kvist-
ási hjá Mannsa og Björgu. Seinustu
ár var Mannsi orðinn lélegur til
heilsu, skrokkurinn slitinn en topp-
stykkið furðu gott, að eigin sögn. Nú
hefur hann kvatt þessa jarðvist og við
fjölskyldan þökkum honum sam-
fylgdina. Vinnuhrjúf höndin hefur
strokið létt um kinn í síðasta sinn.
Guð gefi Björgu og Indriða styrk á
erfiðri stund og blessi minningu Har-
aldar Þórarinssonar, Mannsa frænda.
Sigríður Ingvarsdóttir.
Þeim fækkar gömlu „orginölun-
um“, sem settu svip sinn á hverja
sveit. Haraldur vinur minn í Kvistási
var einn af þeim. Trúr og tryggur,
alltaf til staðar ef þess þurfti með.
Alltaf tilbúinn að leysa hvers manns
vanda með gamanyrði á vör.
Haraldur kom víða við á lífsleiðinni
og hafði frá mörgu að segja, en lengst
af rak hann verkstæði í göngufæri frá
bænum í Kvistási. Hann gerði göngu-
slóða frá heimili að vinnustað, sem hét
„Austurvegur“ þegar völundurinn
gekk til vinnu, en „Vesturvegur“ þeg-
ar hann hélt aftur heim.
Þarna var alltaf nóg að gera; það
þurfti að lagfæra tól og tæki bænda,
en yfir sumarið voru það hjólbarða-
og púströraviðgerðir, sem tóku sinn
tíma. Þetta var á þeim árum, sem Ís-
lendingar fóru ekki af bæ nema með
drekkhlaðna bíla; öll sæti setin og
gjarnan farangur á toppgrind. Þannig
hefluðu bílarnir malarvegina sem
hlykkjuðust um sveitir landsins,
vegagerðinni að kostnaðarlausu!
Fyrr en varði var hljóðdunkurinn far-
inn undan, bensíntankurinn eins og
gatasigti og dekkin „punkteruð“, eins
og gamalgrónir Akureyringar orða
það. Þá var gott að hafa völunda á
borð við Harald við veginn. Hann var
tilbúinn til hjálpar að degi sem nóttu.
Hafði gaman af, gaf sér tíma og
sagði sögur. Ekki skemmdi fyrir ef
eitthvað var til á kútnum. Ef viðgerð-
in var tímafrek var ferðalöngum boð-
ið í mat og gistingu. Þeir sem í Kvis-
tás komu, niðurbrotnir með
uppgefinn farskjóta, fóru háleitir á vit
nýrra ævintýra á glæsivagni, sem
virtist sem nýr. Þá var karlinn í Kvis-
tási glaður. Hvort launað var fyrir
greiðann skipti hann ekki meginmáli.
Aðalatriðið var að gera fólk ánægt
með lífið og tilveruna.
En þetta er liðin tíð. Það er ekki
lengur þörf fyrir snúningslipra völ-
unda með fárra kílómetra millibili við
þjóðveginn. Þeim fækkar líka sem
muna þessa daga. Haraldur er farinn
í ferðalag á traustum farskjóta. Hann
er vel búinn með kjarnmikið nesti
undir sætinu. Ég veit hann kemst á
leiðarenda, því hann vildi ná öllum
settum markmiðum, hvað sem það
kostaði, hversu gáfuleg sem þau voru.
Hann vílaði til dæmis ekki fyrir sér,
að ganga heilu sveitirnar í mann-
skaðaveðri til að komast á harmon-
ikkutónleika og nikkan var hans
hljóðfæri. – Ein mín ljúfasta minning
er frá dansleik í Vopnafirði, þar sem
dansað var við harmonikkuundirleik
fram að sólarupprás og allra síðasta
aukalagið var „Ó blessuð sértu sum-
arsól“ í tangótakti, það var dásamleg
nótt, sagði Haraldur í síðasta samtal-
inu sem við áttum. Þá var hann hress
og gamansamur, en vissi að kveðju-
stund nálgaðist. Hann var tilbúinn og
nú er Haraldur í Kvistási farinn úr
hlaði. Kelduhverfið er hálfkollhúfu-
legt á eftir.
Góða ferð gamli vin.
Gísli Sigurgeirsson.
Hann Mansi í Kvistási er fallinn
frá. Mansa kynntist ég sumarið 1966
þegar flokkur fólks, innlends og er-
lends, gerði innrás í Kelduhverfi. Hér
var á ferðinni hópur manna og kvenna
í þeim tilgangi að kvikmynda stóran
hluta kvikmyndarinnar um Hagbarð
og Signýju, Rauðu skikkjunnar. Það
var gott að eiga Mansa að þegar bílar
og vélar gáfu sig hér og þar, ellegar
þegar þurfti að skjótast eitt og annað
með liðið. Alltaf var Mansi tilbúinn,
sama hvenær sólarhrings var.
Nokkrum árum síðar kem ég í
Kelduhverfi og ræð mig þá sem kenn-
ara við Barnaskólann í Skúlagarði og
hvar nema á verkstæðinu hjá Mansa
var ráðningin staðfest. Þau þrjú ár
sem ég átti í Kelduhverfi var oftar en
ekki komið við á verkstæðinu eða þá
sest að kaffiborði heima í Kvistási þar
sem Björg bar í okkur ýmislegt góð-
gæti. Það var gaman og gott að koma
í Kvistás og ræða hin ýmsu málefni.
Ekki má gleyma að minnast á hve
barngóður minn maður og þau hjón
voru. Því kynntumst við vel með lítinn
dreng á þessum árum. Ætíð var hugs-
að um að barnið hefði nóg að bardúsa.
Yfirleitt var létt yfir mínum manni
og hann lét margt flakka. Sem frétta-
ritari útvarpsins var okkar maður
óborganlegur. Efnistök og frásögn
Mansa voru svo sérstök að ekki mátti
neinn gefa frá sér hljóð þegar þulur
kynnti að fréttaritari RÚV í Keldu-
hverfi læsi pistil sinn. Maður lagði við
hlustir, hvort sem fréttin fjallaði um
vegamál eða hvort músagangur yrði
meiri eða minni næstkomandi vetur.
Hann var snillingur til orðs og handa.
Björgu, Indriða og ættingjum
Mansa sendum við Kristín okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Flemming Jessen.
Þá hringir Mansi í Kvistási – Har-
aldur Þórarinsson – ekki framar að
haustlagi til að láta í ljósi áhyggjur
sínar af rjúpnastofninum, sem hann
fylgdist ákaflega vel með. Mansi var
mikið náttúrubarn, þótt hann hefði
það að ævistarfi að gera við bíla og
önnur tæki og tól fyrir nágranna sína
og ekki síst á fyrri árum vegfarendur
sem lentu í vandræðum á holóttum
vegum í Norður-Þingeyjarsýslu.
Sem dæmi um þetta áhugamál
hans sagði hann mér fyrir ekki löngu
að hann hefði eitt haustið talað við tólf
alþingismenn, þar af tvo ráðherra, til
að lýsa áhyggjum sínum af rjúpn-
astofninum og hvað þyrfti að gera til
að rétta hann við. Geri aðrir betur.
Það var í upphafi Kröfluelda, sem
hófust á jólaföstu árið 1975 og stóðu
sem kunnugt er með hléum allt fram
til ársins 1989, sem fundum okkar
Mansa bar fyrst saman. Hann fylgd-
ist grannt með framgangi mála á
þeim vettvangi, og ekki síst eftir að
mikið jarðrask varð í heimabyggð
hans, Kelduhverfi, vegna Kröfluelda.
Þar opnuðust nýjar sprungur og
gamlar stækkuðu í þessum miklu
jarðsögulegu umbrotum hér á landi á
síðustu öld. Þá var gott fyrir okkur á
Fréttastofu Útvarpsins að eiga
Mansa að, því hann var vakinn og sof-
inn yfir því sem var að gerast í kring-
um hann. Sérstaklega var áhugavert
að fá að fylgjast með því í gegnum
hann hvernig Skjálftavatn varð til í
þessum umbrotum.
Það er ekki hægt að skilja svo við
Mansa að minnast ekki á áhuga hans
á harmonikkutónlist. Hann átti mikið
safn slíkrar tónlistar, ýmist á plötum
eða segulböndum, og ef frægir harm-
onikkuleikarar voru hér á ferðinni lét
hann sig ekki muna um að aka mörg
hundruð kílómetra til að hlusta á þá á
tónleikum.
Þegar Kröflueldar stóðu sem hæst
áttum við fréttamenn Útvarpsins
marga góða stundina í Kvistási þar
sem Björg var ætíð tilbúin með kaffi
að íslenskum sveitasið. Fyrir það skal
þakkað, jafnframt því sem Mansa eru
þökkuð óeigingjörn störf í þágu Út-
varpsins fyrr og síðar.
Mannlífið verður fátækara að hon-
um gengnum.
Kári Jónasson.
Minningar 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 2010
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÞÓRÐAR SVEINBJÖRNSSONAR,
Krummahólum 6,
Reykjavík,
áður Grundarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Boðaþingi fyrir alúð og hlýhug. Guð blessi ykkur
öll.
Kristín V. Þórðardóttir,
Björn Karl Þórðarson,
Jón Örn Þórðarson, Sigríður Svansdóttir,
Erna Hlín Þórðardóttir, Rúnar Þrúðmarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir fyrir þann hlýhug og vináttu sem
okkur hefur verið sýnd við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, sonar og
tengdasonar,
SÆMUNDAR HAFSTEINSSONAR,
Brekkubyggð 50,
Garðabæ.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki heima-
hlynningar og líknardeildar Landspítalans fyrir persónulega og hlýja
umönnun.
Guð blessi ykkur öll.
Auður Bragadóttir,
Tryggvi Már Sæmundsson, Arnbjörg Harðardóttir,
Bragi Reynir Sæmundsson,
Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir, Hafsteinn D. Þorsteinsson,
Hafsteinn Ólafsson,
Katrín Eyjólfsdóttir.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
fráfalls eiginkonu minnar, móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐBJARGAR PÉTURSDÓTTUR,
frá Eyri við Ingólfsfjörð,
Strandasýslu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Höfða, Akranesi.
Gunnar Guðjónsson,
Sigríður E. Gunnarsdóttir, Sveinn T. Þórólfsson,
Ásdís Gunnarsdóttir,
Guðrún A. Gunnarsdóttir, Ásgeir G. Jónsson,
Helga Gunnarsdóttir, Sigtryggur Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu
við andlát móður minnar, tengdamóður, systur og
ömmu,
LAUFEYJAR SIGURÐARDÓTTUR,
áður til heimilis að,
Espigerði 4.
Lísa Thomsen, Böðvar Pálsson,
Auðun Sæmundsson,
Salvör Sigurðardóttir,
Sigurður Böðvarsson,
Laufey Böðvarsdóttir,
Bryndís Ásta Böðvarsdóttir,
Anna Ýr Böðvarsdóttir,
Lára Böðvarsdóttir,
Dögg Thomsen,
Arndís Hulda Auðunsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, frænka, amma og
langamma,
MJÖLL ÞÓRÐARDÓTTIR,
Hverafold 84,
Reykjavík,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 8. júlí.
Ólafur Steinar Björnsson
og fjölskylda.
✝
Faðir okkar,
ÞORSTEINN JÓNSSON
flugmaður,
Skipasundi 40,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 30. júní.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurbjörn Þór Þorsteinsson,
Jón Bergsveinn Þorsteinsson,
Unnur Þorsteinsdóttir
og aðrir ástvinir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns,
GUÐBRANDS SVEINSSONAR,
Unhól,
Þykkvabæ.
Sigurfinna Pálmarsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.