Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 3. desember 2011 23 TIL BJARGAR LÍFI BRÉF Við bjóðum þér að koma til okkar laugardaginn 10. desember á alþjóðlegum degi mannréttinda og taka þátt í að breyta heiminum með því að nota öflugasta vopnið sem þú átt: NAFNIÐ ÞITT. Á hinu árlega bréfamaraþoni Amnesty International kemur fólk saman og skrifar undir bréf og sendir jólakort í þágu þolenda mannréttindabrota. Fyrir þolendur og fjölskyldur þeirra eru bréfin tákn um alþjóðlega samstöðu fólks sem lætur sér annt um réttindi þeirra og mannlega reisn. Frekari upplýsingar eru á www.amnesty.is Reykjavík Þingholtsstræti 27 kl. 13–18 Akureyri Amtsbókasafnið kl. 11–16 Egilsstöðum Hús handanna (Nían) kl. 10–17 Ísafirði Edinborgarhúsinu kl. 14–17 Það verður heitt á könnunni hjá okkur og boðið upp á piparkökur á þessum stöðum laugardaginn 10. des: Áfengisauglýsingar virka ekki, segja framleiðendur og heild- salar, en hafa þá einstöku sérstöðu, að hafa aðeins þau áhrif, að þeir sem þegar eru neytendur skipti um tegund? Viðkomandi auglýsa síðan hvað af tekur í miðlum sem höfða sérstaklega til barna og ungmenna? Samkvæmt þessu þá eru það yfir- lýst markmið framleiðenda og inn- flytjenda að fá börn og ungmenni til að skipta um áfengistegund? Áfengisauglýsingar hafa enga sérstöðu og eins og aðrar auglýsing- ar þá virka þær vel. Annars væru viðkomandi ekki að auglýsa dag út og dag inn. Hagsmunaaðilar hafa haldið því fram að ekkert orsaka- samhengi sé milli auglýsinga og aukinnar neyslu í samfélaginu, vit- andi það að það er ekki hægt að meta áhrif auglýsinganna með slík- um aðferðum, eins og samfélagið sé lokuð, einangruð og dauðhreins- uð rannsóknarstofa sem byggir á klassískum rannsóknum um virkni lyfja versus lyfleysu. Slíkar aðferðir er ekki nýtilegar í þessum tilgangi. Hins vegar eru til rannsóknir þar sem kannað hefur verið hvaða þætt- ir hafa áhrif á neyslu barna og ung- menna sem hafa lent illa í áfengis- neyslu. Einn af þeim þáttum, sem þar hafa veruleg áhrif, eru áhrif áfengisauglýsinga, bæði hvað varð- ar aldur er neysla hefst, tegundir, magn og tíðni neyslu. Önnur rök hagsmunaaðila eru þau að „allt má erlendis“ þegar vitað er að í mörgum löndum er ströng löggjöf eða reglur um áfengis- auglýsingar sem m.a byggja að velferðar sjónarmiðum um vernd barna og ungmenna. Í Noregi er að mörgu leyti sambærileg lög- gjöf og hérlendis, í Frakklandi gilda ákveðin lög t.d. um algert auglýsingabann á íþróttaleikvöng- um, Bretar eru að velta fyrir sér breytingum m.a vegna óhóflegrar áfengisneyslu ungmenna, sama á við um í Danmörku, sem státar af þeim vafasama heiðri að eiga heims- met í unglingadrykkju. Á vettvangi Evrópusambandsins er umræða um verulega aukið aðhald bæði út frá heilbrigðisjónarmið- um og ekki síður út frá velferðarsjónarmiðum barna og ungmenna og svona mætti lengi telja. Fullyrðingar um að „allt megi erlendis“ eru því fyrst og fremst byggðar á óskhyggju hagsmuna- aðila í áfengisbransan- um og sem slíkar með öllu óbrúklegar við upp- eldi æskunnar og eða sem siðferðisviðmið í sam- félaginu almennt. Nýlegar rannsóknir Rannsóknar og grein- ingar um áfengis – og vímuefnaneyslu fram- haldsskólanema sýna að ástand er með ágætum en ef bætt er við niðurstöðum er ná til sama aldurshóps sem eru utan skóla þá gjörbreytast niðurstöður til hins verra svo um munar. Að meta drykkju unglinga á tilteknum tíma- punkti/um þarf ekki að segja allt m.a. vegna þess að unglingar lenda almennt ekki í vanda við fyrsta sopa og forsagan þeirra sem neytenda er stutt. Neysla og neyslumynstur er ferli. Hlutfallslega meiri fjöldi ungs fólks (20+) í meðferð hjá SÁA gæti hugsanlega átt rætur sínar að rekja til „vel heppnaðra“ áfengis- auglýsinga fyrri ára. Kjarni málsins er að áfengis- auglýsingar eru bannaðar sam- kvæmt 20. grein áfengislaga. Hinn siðferðilegi boðskapur laganna er skýr. Með grímu lausum áfengis- auglýsingum og eða heimsku legum útúrsnúningum úr lögum eru þau brotin margsinnis dag hvern. Hagsmuna aðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með tiltölu- lega óáreittir af hálfu yfirvalda (Sjá dómasafn www.foreldrasamtok. is). Áfengis auglýsingar eru boðflennur í tilveru barna og unglinga sem þau eiga fullan og lög- varðann rétt á að vera laus við.Lögin eru sett á grundvelli velferðar- sjónarmiða og í tengslum við réttindi barna og ung- linga til þess að verða laus við áróður af þeim toga sem kemur fram í áfengis auglýsingum. Auglýsingarnar stríða og vinna markvisst gegn samfélagslegum mark- miðum eins og vímu- lausum grunnskóla. Markmiðum sem for- eldrar, forráðamenn og allir sem að uppeldis- málum vinna í þessu landi eru ein- huga um. Ýtrustu viðskiptahags- munir áfengisbransans um frelsi til þess að beina markvissum áfengis- áróðri að börnum og ungmennum eru í hróplegu ósamræmi við það. Sorglegt að fólk skuli í opinberri umræðu nefna slíkt sé dæmi um að „fjandskapur núverandi stjórn- valda gagnvart íslensku atvinnulífi og störfum fyrir vinnufúsar hendur eigi sér engin takmörk“. Verndum æskuna – Já takk Mikið hefur verið rætt og ritað á undanförnum mánuðum um meðferð stjórnmálamanna á endur- skoðun laga um stjórn fiskveiða. Þrátt fyrir allan orðaflauminn sér ekki enn fyrir endann á málinu og viðvarandi sátt um stöðu greinar- innar – þrátt fyrir að flestir sem að málinu koma lýsi sig sammála helstu markmiðum ríkisstjórnar- innar. Mikilvægi íslensks sjávar útvegs er óumdeilt og á síðustu árum hefur greinin nálgast fyrri stöðu sína hvað varðar mikilvægi fyrir þjóðar búið, t.d. hlutdeild í þjóðar- framleiðslu og gjaldeyristekjur. Sú arðsemi sem greinin gefur af sér, að hluta til byggt á auðlindinni, hefur því mikil og bein áhrif á lífs- kjör landsmanna. Sjávarútvegurinn hefur sýnt mik- inn styrk og sveigjanleika á síðustu árum og tekist að halda sér að mestu leyti á floti miðað við mjög breyti- legar aðstæður. Rekstur sjávar- útvegsfélaga getur klárlega gefið af sér góða og stöðuga arðsemi við núverandi skilyrði en auðvitað er helsta vandamál greinarinnar í dag of mikil skuldsetning. Sé litið á stöðuna frá sjónarhóli fjárfesta er augljóst að fáir fjár- festingarkostir eru í boði, m.a. vegna gjaldeyrishaftanna. Skráning félaga í kauphöll gengur hægt þann- ig að ekki er um auðugan garð að gresja. Skráning sjávarútvegsfélaga á hlutabréfamarkað er ekki líkleg á næstunni, til þess eru þau flest of lítil og of veikburða. Engu að síður hlýtur fjárfesting í sjávar útvegi að teljast áhugaverð á hverjum tíma svo framarlega sem aðstæður og horfur séu traustar. Á næstu vikum og mánuðum mun endurskipulagningu efnahagsreikn- inga margra sjávarútvegsfélaga ljúka. Við það munu myndast tæki- færi til að fjárfesta í greininni þar sem þörf verður á auknu eigin fé inn í mörg þeirra. Félög sem koma út úr þessari endurskipulagningu eru mörg mjög skuldsett og gætu þurft samstarfsaðila sem kæmu inn með eigið fé. Mikil fjárfestingar þörf hefur safnast upp í greininni og geta flestra félaganna til fjárfest- inga er örugglega takmörkuð miðað við óbreytta stöðu þeirra. Þarna kunna því að myndast góð tækifæri fyrir fjárfesta. Um margar leið- ir er að ræða, t.d. gæti sjóðaform hentað vel. Þannig mætti ímynda sér að sjávarútvegs sjóður væri góð leið inn í greinina þar sem sjóður- inn færi í samstarf við viðkomandi fyrir tæki og um leið væri boðið upp á dreifingu áhættu fyrir fjárfesta. Það er hins vegar deginum ljós- ara að viðunandi lending varðandi löggjöf um sjávarútvegsmál er grundvallarforsenda fyrir því að fjárfestar hafi trú á greininni. Það þarf að skapa stöðuga framtíðarsýn fyrir íslenskan sjávarútveg til þess að fjárfestar geti og vilji vera með. Fjárfestarnir eru til og tækifærin líka, spurningin snýst um fram- tíðarsýn og minnkun óvissu. Þær aðstæður verða stjórnmálamenn okkar einfaldlega að skapa. Framtíðarsýn fyrir sjávarútveg – takk!Áfengis-auglýsingar Árni Guðmundsson Formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum Sjávarútvegsmál Ari Skúlason Framkvæmdastjóri Landsvaka hf. Hagsmuna- aðilar sýna í verki afar einbeittan og einlægan brotavilja sem þeir komast upp með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.