Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 2
3. desember 2011 LAUGARDAGUR2 Þorgeir, var þetta bara Klíka? „Milljón manns hafa fylgt mér með elegans í gegnum ferilinn og Klíkan er þar á meðal.“ Þorgeir Ástvaldsson fékk viðurkenningu í vikunni fyrir framlag sitt til íslenskrar tón- listar. Hann gerði meðal annars garðinn frægan með hljómsveitinni Klíkunni. ORKUMÁL „Þetta er mikið tjón,“ segir Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti í Leirársveit, þar sem spaðarnir af 24 metra hárri vind- myllu losnuðu af og féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. „Það er ekki vitað nákvæmlega hver frumorsökin er og hvað gerð- ist. Trúlega hefur skemmst spaði og við það komið titringur á mylluna. Hún sneri sér ekki alveg rétt undan vindinum. Það hefur verið einhver feill í gangi,“ segir Haraldur. Að sögn Haraldar slóst einn spað- anna í mastrið og skemmdi það áður en mótorhausinn losnaði frá mastr- inu og vindmyllan féll til jarðar. Haraldur segir enn allt á huldu hvernig fer með ábyrgðargreiðslur og tryggingar vegna tjónsins og hversu mikið það sé. „Það er ekki gott að segja en það hleypur á ein- hverjum milljónum,“ áætlar hann. Vindmyllan í Belgsholti er af gerðinni Hannewind og er fram- leidd í Svíþjóð. „Það var áhugi fyrir því hjá mér að virkja vindinn og maður hjá Orkustofnun benti mér á þessa tegund,“ segir Haraldur. Frá því vindmyllan var sett upp í Belgsholti að viðstöddu fjölmenni í byrjun júlí í sumar hefur hún framleitt rafmagn fyrir utan stutt tímabil þegar upp hafa komið smá- bilanir að sögn Haraldar. Hann segir mylluna framleiða upp undir 26 kílóvött af rafmagni þegar best láti. Við þær aðstæður geti hann selt um 10 kílóvött frá sér inn á almenna netið. Afganginn nýti hann á búi sínu. Haraldur segir að fram undan sé að endurhanna vindmylluna og athuga hvort breyta þurfi útfærslu hennar. Hann hafi þegar verið búinn að taka ákvörðun um að lækka hið 24 metra háa mastur niður í 15 til 18 metra. „Ég sé ekki að það sé þörf á að hafa mastrið svona hátt,“ segir hann. gar@frettabladid.is Spaðarnir þeyttust af vindmyllu í Belgsholti Vindmylla í Belgsholti í Leirársveit féll af 24 metra mastri sínu á þriðjudag eftir að hafa framleitt rafmagn í aðeins fimm mánuði. Bóndinn segir orsakir óhappsins ekki ljósar og óvíst hver þurfi að bera tjónið sem hlaupi á milljónum. VINDMYLLAN Í BELGSHOLTI Haraldur Magnússon í Belgsholti kveðst lengi hafa haft áhuga á að beisla vindorkuna og loks hafa keypt þessa vindmyllu frá Svíþjóð og sett hana upp í sumar. Myndin er frá því að verið var að reisa mylluna. MYND/HANNEVIND SAMFÉLAG „Þetta eru óskiljan- leg vinnubrögð af hálfu ríkis- sjóðs. Vanvirðing við mannlífið og menninguna sem tengjast starfseminni,“ segir Gunnar Hákonarson, markaðsstjóri Kolaportsins, sem verður lokað í allt að átján mán- uði á næsta ári vegna fyrirhug- aðra bygginga- framkvæmda í Tollhúsinu. Tollstjórinn í Reykjavík hyggst reisa þar ramp undir bílastæði fyrir starfsmenn, samhliða við- gerðum á þaki. Breytingar hafa verið áætlaðar síðan árið 2008. Þá undirrituðu fjármálaráðu- neytið og Reykjavíkurborg vilja- yfirlýsingu þar sem segir að þess verði gætt að starfsemi Kola- portsins verði að stærstum hluta óröskuð. - rve / Allt í miðju blaðsins Endurbætur á Tollhúsinu: Kolaportið lagt niður um tíma GUNNAR HÁKONARSON BÚRMA, AP „Ef við höldum þessu áfram í sameiningu þá er ég sann- færð um að ekki verði hægt að snúa af braut lýðræðis,“ sagði Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræð- ishreyfingarinnar í Búrma, eftir að hafa rætt við Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Clinton hefur lofað herforingja- stjórninni í Búrma margvíslegri aðstoð Bandaríkjanna, og heitir enn frekari aðstoð ef Búrmastjórn gengur lengra í lýðræðisátt. Í gær bárust fréttir af því að Shan-þjóðflokkurinn, sem barist gegn Búrmastjórn, hefði undirrit- að vopnahlés samkomulag. - gb Vopnahléssamningar nást: Suu Kyi vongóð um framfarir CLINTON OG SUU KYI Eftir nærri tvo áratugi í stofufangelsi hitti Suu Kyi loks fulltrúa eins valdamesta ríkis heims. NORDICPHOTOS/AFP ÞÝSKALAND Um það bil helmingur íbúa borgarinnar Koblenz í Þýskalandi, um fimmtíu þúsund manns, þarf að yfirgefa heimili sín á morgun, þegar 1,8 tonna sprengja frá seinni heims- styrjöldinni verður gerð óvirk. Nú þegar er búið að rýma fangelsi, elliheimili og sjúkrahús á svæðinu til öryggis. Fyrir klukkan níu í fyrramálið þurfa 45 þúsund manns að vera farin að heiman, en 2.500 manna lið slökkviliðsmanna, sjúkraliðs og hreinsunarfólks bíður átekta ef illa skyldi fara. - gb Sprengja gerð óvirk í Koblenz: Tugir þúsunda yfirgefa heimili NEYTENDUR Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði í flestum verslana keðjum um 1,6 prósent til 5,6 prósent frá því í júní. Undantekningin var þó Hagkaup og Nóatún, þar sem verðið hafði lækkað um 1,2 prósent og 2,4 pró- sent. Þetta kemur fram í nýrri mælingu verðlagseftirlits ASÍ sem gerð var í nóvember. Mesta verðhækkun á milli mælinga var hjá Nettó, um 5,6 prósent, 10-11 um 5,2 prósent og Samkaupum Úrval um 4,6 pró- sent. Töluverðar hækkanir má sjá í öllum vöruflokkum í verslunum landsins, en einstöku lækkanir eru þó sjáanlegar í öllum versl- unum nema hjá 10-11. - sv Nýjasta verðlagskönnun ASÍ: Verðhækkanir í flestum búðum LÖGREGLUMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, og tveimur fyrrverandi undirmönnum hans. Þeir sitja í varðhaldi vegna rannsóknar sér- staks saksóknara á meintum umfangsmiklum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Hinir mennirnir tveir eru Jóhannes Baldursson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri markaðs- viðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfa- miðlari. Varðhaldsúrskurðurinn er til miðvikudagsins næsta. Viðskiptin sem til rannsóknar eru vegna gruns um stórfellda, kerfisbundna markaðsmisnotkun og önnur brot árin 2004 til 2008 nema á annað hundrað milljörð- um og hafa alls um þrjátíu manns verið yfirheyrðir vegna þeirra á síðustu dögum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sérstakur saksóknari hefði boðað Bjarna Ármansson, sem var bankastjóri á undan Lárusi, til yfirheyrslu. Bjarni er á ferðalagi og ekki væntanlegur til landsins fyrr en í síðari hluta desember. Þá mun hann mæta í skýrslutöku. - sh Um þrjátíu manns hafa verið yfirheyrðir vegna Glitnisrannsóknar sérstaks saksóknara: Gæsluvarðhald þremenninganna staðfest Salt sakar Glitnismenn um blekkingar Forsvarsmenn félagsins Salt Investments fagna rannsókn sérstaks saksóknara á láni Glitnis til félagsins fyrir kaupum á bréfum í bankanum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að meðal þeirra lánveitinga sem væru til rannsóknar væri 15,2 milljarða lán til Salt Financials, dótturfélags Salt Investments, sem er í eigu Róberts Wessman. „Salt Investment tapaði umtalsverðum fjárhæðum á viðskiptunum og telur félagið sig hafa verið beitt blekkingum af hálfu stjórnenda bankans,“ segir í yfirlýsingunni. Viðskiptin hafi verið að undirlagi Glitnis og byggt á gögnum sem sýndu fram á sterka stöðu bankans. „Í ljós hefur komið að bankinn var að afhenda einskis verða pappíra til Salt en eftir stóð gríðarlega há skuldbinding Salt gagnvart bankanum.“ Félagið hafi staðið í skilum og afhent allar tryggingar sem lágu að baki viðskiptunum. LÖGREGLUMÁL Egill Einarsson, rit- höfundur, sjónvarpsmaður og líkamsræktar frömuður, hefur ásamt unnustu sinni verið kærður fyrir að nauðga átján ára stúlku á heimili Egils aðfaranótt föstudags fyrir rúmri viku. Kæran var lögð fram á fimmtu- dag. Stúlkan, sem hefur stundað líkamsrækt undir handleiðslu Egils, kveðst hafa farið heim með parinu eftir gleðskap í miðbænum og þar hafi Egill nauðgað henni. Unnusta hans hafi tekið þátt í ofbeld- inu. Egill segir í yfirlýsingu sem lesa má hér til hliðar að ásakan- irnar séu frá leitar og til þess eins að sverta mannorð hans. Hann hafi falið lögmanni að undirbúa kæru á hendur stúlkunni fyrir rangar sakar- giftir. Eftir atburði næturinnar flúði stúlkan fáklædd heim til vinkonu sinnar sem bjó í nágrenninu, að því er fram kom á Vísi í gærkvöldi. Morguninn eftir leitaði hún á neyðar móttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Egill var yfirheyrður vegna málsins í gær. Egill er þekktur sjónvarps maður og rithöfundur. Þættir byggðir á bók hans, Mannasiðum Gillz, voru á dagskrá Stöðvar 2 fyrr í ár og fram- hald þeirra væntanlegt á næsta ári. Þá var hann meðhöfundur að síð- ustu útgáfu símaskrárinnar. - sh Þekktur sjónvarpsmaður og rithöfundur segir ásakanir átján ára stúlku fráleitar: Egill Einarsson kærður fyrir nauðgun „Það er refsivert að saka fólk ranglega um lögbrot. Það er jafnframt refsivert að hafa samband við handrukkara í þeim tilgangi að kúga fé út úr fólki. Þær ásakanir sem á mig hafa verið bornar eru fráleitar og engar líkur á að þær muni leiða til opinberrar ákæru. Tilgangurinn með þessum ásökunum er því augljóslega ekki að ná fram ákæru heldur einvörðungu að sverta mannorð mitt. Af tillitssemi við hlutaðeigandi mun ég ekki tjá mig meira um þessi mál opinberlega að svo stöddu. Ég hef falið lögmanni mínum að kæra viðkomandi fyrir rangar sakargiftir.“ Yfirlýsing Egils SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.