Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 66
3. desember 2011 LAUGARDAGUR8
ORKUHÚSIÐ
SKURÐHJÚKRUNARFRÆÐINGUR ÓSKAST
á skurðstofur Orkuhússins, þar sem gerðar eru bæklunar-
aðgerðir. Mjög fjölbreytt og skemmtilegt starf. Góður
vinnutími. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall og
æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Fyrirspurnum og umsóknum með upplýsingum um starfs-
feril og meðmæli sendist til bjorn@orkuhusid.is fyrir
15. desember nk.
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Sími 585 2000
www.reykjalundur.is
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS
auglýsir lausar stöður til umsóknar
Sálfræðingur á tauga- og hæfingarsviði í 100%
starf - taugasálfræði
Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings á
tauga-og hæfingarsviði Reykjalundar.
Umsækjandi þarf að hafa réttindi til að starfa sem
sálfræðingur á Íslandi, þekkingu og reynslu á sviði
taugasálfræði, taugasálfræðilegra greininga full-
orðinna, vitrænni þjálfun og vinnu með hópa og
aðstandendur. Starfið felst í greiningu og endurhæf-
ingu fólks með langvinna taugasjúkdóma og áunna
vitræna skerðingu.
Sálfræðingur á tauga- og hæfingarsviði í 50%
starf - klínísk sálfræði
Laus er til umsóknar 50% staða sálfræðings á tauga-
og hæfingarsviði Reykjalundar.
Umsækjandi þarf að hafa réttindi til að starfa sem
sálfræðingur á Íslandi, þekkingu og reynslu á sviði
klínískrar sálfræði og hugrænni atferlismeðferð, sál-
fræðilegri vinnu vegna afleiðinga alvarlegra veikinda
og áfalla, sálfræðilegri greiningu fullorðinna og vinnu
með hópa og aðstandendur. Starfið felst í sálfræði-
meðferð og endurhæfingu fólks með langvinna
taugasjúkdóma og áunna vitræna skerðingu.
Laun samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags
Íslands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings
Sálfræðingafélags Íslands og Reykjalundar.
Umsóknir berist til Ingu Hrefnu Jónsdóttur, forstöðu-
sálfræðings (ingah@reykjalundur.is).
Upplýsingar um starfið veita Smári Pálsson taugasál-
fræðingur (smarip@reykjalundur.is) og Ólöf H.
Bjarnadóttir yfirlæknir tauga- og hæfingarsviðs
(olofb@reykjalundur.is).
Umsóknarfrestur er til 16. desember 2011 og
þurfa umsækjendur að geta hafið störf hið fyrsta.
Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegum teymum þar
sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun
og heildræna sýn. Óskað er eftir einstaklingum með
færni í samskiptum og sveigjanleika, frumkvæði og
sjálfstæði í starfi sem hafa áhuga á að taka þátt í
uppbyggingu innan endurhæfingar.
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða verkefnastjóra við lagadeild.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér náið samstarf við akademíska
starfsmenn, nemendur deildarinnar og stoðdeildir háskólans.
STARFSSVIÐ:
Umsjón með námsáætlunum meistaranema.
Umsjón með starfsnámi.
Umsýsla vegna ritgerða og námskeiða fyrir ritgerðarnema.
Umsjón með kennsluskrám og skráningum í MySchool kennslukerfið.
Samskipti við nemendur.
Afgreiðsla umsókna um grunn- og meistaranám.
Upplýsingagjöf og kynningar á námsbrautum.
Aðstoð við skrifstofustjóra lagadeildar og ýmis tilfallandi verkefni.
LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI MEÐ:
Ríka þjónustulund og góða samskiptahæfileika.
Röggsemi og frumkvæði.
Góða skipulagshæfni og nákvæmni í vinnubrögðum.
Góð íslensku- og enskukunnátta.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, BA í lögfræði mikill kostur.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóna K. Kristinsdóttir, skrifstofustjóri lagadeildar
í síma 599 6407 eða netfang jonak@ru.is. Umsóknum skal skilað rafrænt til Háskólans í Reykjavík
fyrir 13. desember. Slóðin er: www.hr.is/lausstorf
Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
VERKEFNASTJÓRI VIÐ LAGADEILD
HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
www.hr.is
Verkstæðis-
maður
Ert þú laghent(ur) og hefur mikinn
áhuga á mótorhjólum, snjósleðum
og öðrum skemmtilegum tækjum?
Arctic Trucks óskar að ráða góðan verkstæðismann
fyrir Yamaha tæki. Viðkomandi þarf að geta unnið
sjálfstætt, vera samviskusamur og vandvirkur.
Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hallveig
Andrésdóttir starfsmannastjóri, sími 540 4911.
Umsóknir sendist á umsokn@arctictrucks.is.
Umsóknarfrestur er til 9. desember.
Arctic Trucks - Kletthálsi 3 - 110 Reykjavík - sími 540 4900
www.yamaha.is
www.tskoli.is
Framúrskarandi kennari í ljósmyndun óskast
við Tækniskólann. Við leitum að einstaklingi
með góða menntun í faginu, iðnmeistara-
réttindi, kennsluréttindi og víðtæka reynslu.
Þarf að geta hafið störf um áramót.
Nánari upplýsingar veitir Bjargey Gígja Gísladóttir,
skólastjóri Upplýsingatækniskólans, í síma 514
9351 og í tölvupósti, bgg@tskoli.is og Baldur
Gíslason skólameistari í síma 514 9001og
í tölvupósti bg@tskoli.is
Launakjör eru samkvæmt stofnanasamningi
Tækniskólans og KÍ. Umsóknarfrestur er til 12. des.
Umsóknir sendist á bg@tskoli.is.
(Ath! þessi auglýsing gildir í sex mánuði)
Kennari
í ljósmyndun
óskast