Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 3. desember 2011 13
arionbanki.is – 444 7000
Fjármálalæsi - fræðslufundur
Almenningur og
hlutabréfakaup -
hvað ber að hafa í huga?
Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar
um fjármálalæsi, fjallar um hlutabréfakaup á
mannamáli. Hlutabréfakaup eru áhættusöm
fjárfesting og því er mikilvægt að kynna sér vel
það sem þarf að hafa í huga.
Fundurinn, sem haldinn verður þriðjudaginn
6. desember í höfuðstöðvum Arion banka,
Borgartúni 19, hefst kl. 17:30.
Léttar veitingar í boði. Allir velkomnir
Skráning á arionbanki.is eða hjá þjónustuveri í
síma 444-7000.
Á fræðslufundinum verður farið yfir það sem ber að hafa í huga við
kaup á hlutabréfum þar sem fjárfesting í þeim felur í sér áhættu.
Ekki verður fjallað um einstök hlutafélög eða útboð á vegum bankans.
ÞÝSKALAND „Við erum komin á nýtt
stig í samhæfingu Evrópusam-
bandsins,“ sagði Angela Merkel
Þýskalandskanslari í ræðu á þýska
þinginu í gær, þar sem hún lýsti
hugmyndum sínum um að styrkja
efnahagssamstarf evruríkjanna.
Nýtt efnahagsbandalag evru-
ríkjanna sé nauðsynlegt til að
vinna bug á kreppunni og bjarga
evrunni, og þetta nýja bandalag
fæli í sér strangar fjárlaga reglur
með refsiákvæðum. Til þess
þurfi að gera breytingar á stofn-
sáttmálum Evrópusambandsins,
en þær breytingar verði ekki gerð-
ar í hvelli.
„Einfaldar og hraðvirkar lausnir
eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta
er ferli, og það ferli mun standa
árum saman.“
Hún sagði nánari útfærslur
verða kynntar á mánudaginn
í næstu viku, þegar hún hittir
Nicolas Sarkozy Frakklands-
forseta, en stefnt er að afgreiðslu
á leiðtogafundi Evrópusambands-
ins í Brussel um miðja vikuna.
Ráðamenn Evrópusambands-
ríkjanna eru á stöðugum fund-
um þessa dagana til að komast
að sameiginlegri niðurstöðu, sem
gæti styrkt trú fjármálaheimsins
á evruna og hjálpað skuldugustu
evruríkjunum úr vanda.
Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu
í Frakklandi, þar sem hann lagði
áherslu á nauðsyn þess að evru-
ríkin verði að tengjast sterkari
böndum til að koma í veg fyrir
að skuldabákn þeirra gangi af
evrunni dauðri.
„Við verðum að standa fullkom-
lega saman á móti þeim sem efast
um stöðugleika evrunnar og veðja
á hrun hennar,“ sagði hann.
Í gær brá David Cameron, for-
sætisráðherra Bretlands, sér síðan
yfir Ermarsundið í heimsókn til
Frakklands að ræða við Sarkozy.
Bretar hafa nokkra sérstöðu þar
sem þeir eru ekki með evru, en
Cameron sagðist standa heils-
hugar að baki því að leysa yrði
vandann með því að gera stofnun-
um evruríkjanna kleift að sann-
færa markaði. Einnig þurfi að efla
samkeppnishæfni sumra Evrópu-
sambandsríkjanna.
„Reyndar þarf ekki að breyta
stofnsáttmálum til þess,“ sagði
hann, „en ég stend alveg klár á
því að ef gera þarf samnings-
breytingar þá mun ég sjá til þess
að við verjum og styrkjum hags-
muni Bretlands.“
gudsteinn@frettabladid.is
Merkel útilokar nú
allar skyndilausnir
Þýskaland vinnur hörðum höndum að því að fá Evrópusambandið til að mynda
formlegt efnahagsbandalag til að tryggja ábyrga fjárlagastjórn. Hafnar sem fyrr
sameiginlegri skuldabréfaútgáfu. Sarkozy og Cameron hittust í Frakklandi.
ANGELA MERKEL Kanslari Þýskalands ítrekar enn á ný andstöðu sína við margvís-
legar aðgerðir, sem önnur evruríki hafa viljað grípa til í von um að leysa skulda-
vandann á evrusvæðinu. NORDICPHOTOS/AFP
AKUREYRI Ríflega helmingur
Akureyringa er frekar eða mjög
hlynntur því að banna akstur í
Hafnarstræti, eða Göngugötunni
svokölluðu. 36 prósent eru frekar
eða mjög andvíg banni. Þetta eru
niðurstöður könnunar á vegum
félagsvísindadeildar Háskólans á
Akureyri og greint er frá í Akur-
eyri Vikublaði.
Þar kemur fram að fleiri konur
eru hlynntar göngugötu en karl-
ar, eða 55 prósent kvenna á móti
45 prósentum karla. Niðurstöð-
urnar byggja á 506 svörum við
símakönnun sem gerð var um
miðjan október. - sv
Spurt um akstur í Hafnarstræti:
Fleiri hlynntir
göngugötu
GÖNGUGATAN Á AKUREYRI Helmingur
Akureyringa er hlynntur því að loka fyrir
umferð í miðbænum. MYND ÚR SAFNI
DANMÖRK Amager-maðurinn svo-
kallaði neitaði fyrir rétti í gær
að hafa nauðgað konu á fimm-
tugsaldri árið 2007. Hann er
sakaður um tvö morð og átta
nauðganir eða kynferðisárásir
í nágrenni við Amager í Kaup-
mannahöfn á árabilinu 1987 til
2010.
Þrátt fyrir að sönnunargögn,
meðal annars lífsýni, bendi ein-
dregið til sektar mannsins, sem
er nú 46 ára gamall, hefur hann
neitað sök í öllum málunum.
Gert er ráð fyrir að dómur
verði upp kveðinn fyrir jól.
- þj
Réttað yfir Amager-manninum:
Segist saklaus
af glæpunum
Áfram í varðhaldi
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið
úrskurðaður í áframhaldandi gæslu-
varðhald til 8. desember að kröfu
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
í tengslum við rannsókn hennar á
skotárás í austurborginni föstudaginn
18. nóvember.
DÓMSMÁL
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á
höfuð borgarsvæðinu hefur
ákært mann á þrítugsaldri fyrir
að stela mat úr Bónus fyrir
nær tíu þúsund krónur og síðan
áfengi úr Vínbúð fyrir nær þrjú
þúsund.
Þá er maðurinn ákærður
fyrir fjársvik, þar sem hann
hafi pantað veitingar á matsölu-
stað en stungið af án þess að
greiða fyrir þær. Loks er hann
ákærður fyrir að hafa haft tæpt
gramm af marijúana á sér sem
lögreglan fann við leit á honum
á lögreglustöðinni við Hverfis-
götu.
Þess er krafist að maðurinn
verði dæmdur til refsingar og til
greiðslu alls sakarkostnaðar.
- jss
Ákærður fyrir fjársvik:
Sveik út veiting-
ar og stal víni