Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 114
3. desember 2011 LAUGARDAGUR86 Tveir áhugamenn um raf- bækur og íslenska lestrar- hefð hafa opnað nýja raf- bókarveitu. Síðan heitir Emma.is og gefur öllum landsmönnum tækifæri til að gefa út sín eigin verk á rafrænu formi. „Við sáum strax að það var mik- ill áhugi fyrir þessu,“ segir Óskar Þór Þráinsson, sem ásamt Fann- ari Frey Jónssyni hefur stofnað og opnað nýja rafbókaveitu, Emmu. is, þá fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Um er að ræða vefsíðu þar sem sjálfstæðir höfundar, útgef- endur, fyrirtæki og rétthafar geta gefið út rafbækur fyrir íslenska lesendur, hvort heldur sem þeir eru þekktir eða ekki. Gríðarstór markaður hefur myndast fyrir rafbækur erlendis, en þeir Íslendingar sem hafa vilj- að prófa fyrirbærið hafa hingað til þurft að láta sér nægja að lesa bækur á öðrum tungumálum. Viðbrögðin við möguleikanum á íslenskum rafbókum hafa verið geysilega góð að sögn Óskars. „Við opnum með fjórar bækur sem ekki hafa verið gefnar út áður. Annað, sem við erum sér- staklega ánægðir með, er að geta boðið upp á efni sem er ekki fáan- legt lengur á prenti, en mikil eftirspurn er eftir. Til dæmis hefur Þor- grímur Þráins son feng- ið tækifæri til að gera bók sína, Allt hold er hey, aðgengilegt fyrir lesendur aftur hjá okkur, en hún hefur verið ófáanleg lengi og ekki fengist endurprentuð.“ Skiptar skoðanir eru um ágæti rafbóka og sumir eru hræddir við að þær muni bola prentuðum bókum út af markaðnum í náinni framtíð. Óskar segir það af og frá, enda séu þær hliðstæðar en alls ekki sami hluturinn. „Svo má ekki gleyma því að tilkoma rafbóka er algjör bylting fyrir marga hópa sem eiga erfitt með hefðbundinn lestur. Hægt er að stýra textanum og lestrinum mun meira og sjón- daprir og lesblindir geta nýtt sér rafbækur.“ Óskar vonast til þess að Emma muni skapa vettvang fyrir sköp- unar- og lestrarglaða Íslendinga. „Við erum líka að leita að skúffu- skáldunum. Það sem við erum kannski spenntastir fyrir er að þetta er opið öllum. Fólk sem er að skrifa smásögur, ljóð eða sértækar bókmenntir líkt og fantasíur getur þarna gefið út sitt efni og náð til þeirra lesenda sem hafa áhuga. Ég held að þetta muni auka fjölbreytni í íslenskri bókaflóru.“ Og Óskar segir þetta vera næsta skrefið í aldalangri bókmenntasögu þjóðarinnar. „Nú þegar eiga rúm- lega 90 prósent þjóðar- innar tæki til að lesa rafbækur. Það er hægt að nota spjaldtölvur, lófatölvur, snjallsíma og venju legar tölvur til lestrarins. Þetta er bara spurning um kynna sér málið og læra á tæknina.“ bergthora@frettabladid.is VILJA LÍKA SKÚFFUSKÁLDIN FRUMKVÖÐLAR Fannar Freyr Jónsson og Óskar Þór Þráinsson segja lófabókaflóðið vera rétt að byrja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA RAFBÓK Svona lítur forsíða bókar út hjá Emmu.is Nýr kærasti Jennifer Lopez,, Casper Smart, ver samband sitt og stórstjörnunnar með kjafti og klóm. Á twitter-síðu sinni segir Smart að fólk eigi að forð- ast að dæma hluti sem það hafi ekki hundsvit á en fjölmiðlar þar vestra efast um að nokkur alvara búi að baki sambandinu, Lopez sé bara að nota hann á meðan hún nær sér eftir skilnaðinn við Marc Anthony. Casper og Jennifer kynntust á tónleikaferðalagi Lopez um heiminn og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Vinur dansar- ans segir að sam- bandið sé enn á fyrstu stig- unum og það verði bara að koma í ljós hvort þarna sé ein- hver alvara á ferð. „Casper segir að J.Lo sé með ótrú- legan líkama og samband þeirra er mjög líkamlegt.“ Menn geta síðan bara lagt sínar merkingar í hvað þessi orð vinar- ins þýða. „Enginn veit hins vegar hvað fram- tíðin ber í skauti sér en Casper skemmtir sér konunglega.“ Kærastinn sýnir klærnar GÓÐUR KÆRASTI Casper Smart ver samband sitt og Jennifer Lopez með kjafti og klóm á Twitter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.