Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 44

Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 44
3. desember 2011 LAUGARDAGUR44 Skóli fyrir þ ig? Ertu strákur eða stelpa á aldrinum 16-25 ? Langar þig að stunda skemmtilegt nám: í heimavistarskóla? í góðum félagsskap? í fögru umhverfi? Uppl. www.hushall.is eða í síma 471 1761 Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað Vegna forfalla getum við bætt við nemendum á komandi önn Metal Íslensk hönnun Íslenskt handverk Metal design • Skólavörðustígur 2 • sími 552 5445 M ikil og heit umræða hefur verið hér á landi um vexti og verðtryggingu hús- næðislána í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Hrun krónunnar leiddi til mik- illar hækkunar á verðbólgu sem aftur leiddi til mikillar hækkunar á vöxtum – bæði vegna verðtrygg- ingar og mikillar hækkunar nafn- vaxta. Fram að hruni hafði skuld- setning heimilanna vaxið hröðum skrefum. Bankarnir voru ágengir í markaðssetningu sinni og buðu allt að 100% fjármögnun á bíla- kaupum, fellihýsum, sumarbústöð- um og íbúðarhúsnæði til viðbótar við mikið úrval neyslulána í formi veltikorta, kreditkorta og annarra skammtímalána. Og lánin var hægt að taka í alls kyns erlendri mynt. Landsmenn voru því illa búnir undir gengishrun og verðbólgu- skot. Hvers konar lán hafa verið í boði? Í raun má segja að almenningur hafi staðið frammi fyrir þremur ólíkum kostum þegar um húsnæðis- lán er að ræða. 1. Óverðtryggð lán með breyti- legum nafnvöxtum. Misjafnt er hversu oft vextir breytast. Í seinni tíð hafa bankarnir boðið upp á lengri vaxtaviðmiðanir og nýverið allt að fimm ár í senn. 2. Verðtryggð lán þar sem grunn- vextir (raunvextir) eru ýmist fastir til langs tíma eða breytan- legir á nokkurra ára fresti. Verð- tryggða kerfið hefur aðallega verið notað fyrir löng lán, 5-40 ára húsnæðislán. 3. Erlend húsnæðis- og bílalán, þar sem miðað er við erlenda markaðs vexti að viðbættu áhættu- og þjónustuálagi inn- lendu bankanna. Þessi lán voru dæmd ólögmæt og greiðendum gert að greiða lægstu vexti sem Seðlabankinn gefur út. Vextir á Íslandi undanfarna áratugi 10-25% Ef horft er til þróunar verð- tryggðra og óverðtryggðra vaxta hér á landi síðastliðin 20 ár (byggt á upplýsingum Seðlabanka Íslands), má sjá að vextir hafa oftast legið yfir 10% á ári. Þrisvar á þessum 20 árum hafa þeir nálgast 20% og nú síðast farið yfir 25%. Það er athyglis vert að á þessum árum hafa nafnvextir óverðtryggðra lána yfirleitt verið nokkru hærri en nafnvextir verðtryggðu lán- anna (þ.e. raunvextir að viðbættri 12 mánaða verðbólgu). Undantekn- ingarnar eru þau ár sem krónan hefur fallið mjög mikið. Þá hækka nafnvextir verðtryggðra lána fyrr en óverðtryggðara. Raunvextir verðtryggðu lánanna hafa verið 1-3% lægri en þeirra óverðtryggðu. En hver er ástæð- an fyrir þessum mikla vaxtamun? Þegar bankarnir ákvarða nafn- vextina eru þeir í raun að spá fyrir um þróun verðlags á næstu mánuð- um og misserum. Reynslan sl. 20 ár sýnir okkur að í slíkum spám hafa þeir iðulega reiknað sér óvissuálag vegna ófyrirséðra atburða, eink- um óvissu um áhrif af breytingum á gengi krónunnar. Í verðtryggða kerfinu er þessari óvissu um þróun verðbólgu eytt með því að samið er um raunvexti, en lántakandinn axlar ábyrgð á verðbólgunni. Þegar krónan fellur hafa heildarvextir (þ.e. raun vextir að viðbættri verð- bólgu) síðan hækkað í samræmi við aukna verðbólgu, og þó það eigi bæði við um verðtryggða og óverð- tryggða vexti gerist það fljótar á verðtryggðu lánunum vegna bein- tengingar við vísitölu neysluverðs. Eftir hrunið 2008 hefur þetta snúist við og nú eru raunvextir á óverðtryggðum lánum ríflega 2% hagstæðari en á verðtryggðum lánum. Ólíklegt er að það ástand sé varanlegt. Gjaldeyris höftin hafa læst mikið fjármagn inni í hag- kerfinu á bankabókum eða ríkis- bréfum, þar sem vextir hafa verið mjög lágir. Af þeim ástæðum hafa bankar og sparisjóðir getað boðið tiltölulega hagstæð óverðtryggð lán á kostnað sparifjár eigenda en sjálf- ir fengið ríflegan vaxtamun. Af hverju eru vextir háir á Íslandi? Engum blöðum er um það að fletta að vextir upp á 10-12% að jafn- aði, sem öðru hvoru hoppa upp í 20-25%, eru meginorsök þess greiðsluvanda sem heimilin glíma við. En af hverju eru vextir hér á landi svona mikið hærri en í nágrannalöndum okkar? Svarið er ekki einfalt en tengist þeim sveifl- um sem einkennir gengis- og verð- lagsmál okkar því vaxtakjör ein- stakra landa ráðast í grunninn af: ■ ávöxtunarkröfu fjármagnseig- enda, sem ávallt er mæld með raunvöxtum ■ verðbólgu og verðbólguvænting- um ■ eftirspurn eftir fjármagni ■ samkeppni á fjármálamarkaði ■ áhrifum stýrivaxta Seðlabank- ans á fjármálamarkaðinn Ef litið er til þróunar verðbólgu sl. 20 ár og hún sett í samhengi við þróun gengis íslensku krón- unnar má sjá mikla fylgni. Breyt- ingar á gengi íslensku krónunn- ar er megin skýringin á óstöðugu verðlagi og miklum sveiflum í verðbólgu. Ástæðan fyrir þessu er einföld; hlutdeild erlendra neyslu- vara og innflutt hráefni íslenskra framleiðenda er um 40% af endan- legri neyslu almennings. Áratugum saman var þjóð- félagið fast í vítahring gengis-, verðlags- og launabreytinga. Með þjóðarsáttar samningunum 1990 gerðu aðilar vinnumarkaðarins með sér samkomulag um að brjót- ast út úr þessum vítahring og fengu stjórnvöld með sér í þá vegferð. Lykilatriði þessarar stefnu var að tekin var upp fastgengisstefna. Ein- blínt var á kaupmátt launa fremur en launahækkunina sjálfa og að halda verðbólgu í skefjum. Með þessu samkomulagi lækkaði verð- bólgan úr 25-30% niður í 2-3% á tiltölulega skömmum tíma og lagði grunn að nýrri sókn í efnahags- og atvinnumálum. Forsenda þessarar stefnu var agi og ábyrgð í hagstjórn og við gerð kjarasamninga. Tilraunin með fljótandi gengi mis- tókst Eftir að fjármagnshreyfing- ar voru gefnar frjálsar 1995 og einka væðingu bankanna 1997 fór að reyna verulega á getu Seðla- bankans til að verja fastgengis- stefnuna. Forsendur hennar brustu sumarið 2000. Eftir afar takmark- aða umræðu var fyrirkomulagi gengismála breytt vorið 2001 og tekið upp fljótandi gengi með verð- bólgumarkmiði. Seðlabankanum var með lögum gert að halda verð- bólgu í skefjum með stjórntækj- um peningamálastefnunnar. Þar gegndu stýrivextir lykilhlutverki. Þrátt fyrir þessa breytingu á stjórn peningamála varð engin breyting á stefnu stjórnvalda. Lausatök voru í ríkisfjármálunum þrátt fyrir mikinn vöxt í atvinnu- lífinu. Seðlabankinn hækkað stýrivexti mikið og jókst vaxta- munur milli Íslands og nágranna- landanna verulega. Fór munurinn milli Íslands og evrusvæðisins í 17,5% þegar mest var árið 2008 en minnstur var þessi munur 3,5% árið 2003. Gengi íslensku krónunn- ar sveiflaðist mjög mikið. Á þess- um tíu árum sem liðin eru frá því að við hurfum frá fastgengisstefn- unni og tókum upp fljótandi gjald- miðil hefur krónan fallið þrívegis; 2000-2001 um fjórðung, 2006 um fimmtung og 2008 um helming. Á mynd 2 má sjá vaxtamuninn milli Íslands og evrusvæðisins með tilliti til ávöxtunarkröfu á óverð- tryggðum ríkisbréfum til 5-10 ára. Bréf sem samkvæmt kenningunni ættu að leggja grunninn að vöxt- um viðkomandi lands eða landa. Vaxtamunurinn hefur verið 7,7% að meðaltali þessi 12 ár til viðbót- ar við 1-3% álag bankanna vegna óvissunnar um þróun gengis- og verðlagsmála. ■ VERÐTRYGGÐ LÁN EÐA ÓVERÐTRYGGÐ? Hvernig fara íslensk heimili að því að standa undir miklu hærri vöxtum en þekkjast í nágrannalöndum okkar? Svarið við því er í sjálfu sér einfalt. Við höfum gert það með því að lengja stöðugt í húsnæðislánum og útfæra mismunandi leiðir til þess að dreifa vaxtabyrðinni á fleiri ár. Afleiðingin er að eignamyndun er mun hægari hér á landi en í nágrannalöndunum og skuldsetningin meiri. Verðtryggingin var tekin upp í lok 8. áratugarins eftir að fjár- málakerfi landsins var komið í miklar ógöngur. Þjóðhagslegur sparnaður var í lágmarki og lífeyriskerfi lands- manna var að þrotum komið þar sem sparnaður launafólks brann upp á verðbólgubálinu. Verðtryggingarkerfið var einkar ógagnsætt í byrjun og erfitt að átta sig á raunverulegri stöðu lána. Heimili og fyrirtæki áttu einnig í erfiðleikum með að standa í skilum með greiðslur af þessum lánum, því verðbólgan var gríðarleg og staðgreiða varð verðbótarþátt vaxta. Eftir slæma reynslu af þessari fyrstu útfærslu var aðferðafræðin endurskoðuð. Sú aðferð sem tekin var upp fólst í því að bæta verðbótum við höfuðstól lánsins og dreifa þannig verðbótaþætti vaxtanna á restina af lánstímanum. Kostur þessarar aðferðar felst í því að þegar verðbólguskot verða, leggst hækkun vaxtanna við höfuð- stólinn í stað þess að gjaldfalla strax. Áhrifin verða þau að greiðslubyrði lánsins hækkar minna í kjölfar verðbólgu- skotsins en á móti er hækkun greiðslubyrðarinnar varanleg til loka lánstímans. Samanburður á tveimur kostum Til að átta sig betur á því hvaða áhrif verðbólguskot hefur á íslensk lán má skoða dæmi um tvö 24 milljóna króna lán til 40 ára, annað verðtryggt og hitt óverðtryggt. Verðbólga er 2,5% allan lánstímann nema hvað að það kemur verðbólguskot með 12% verðbólgu í tvö ár og 5,5% í næstu tvö ár þar á eftir. Óverðtryggð lán bera talsvert meiri greiðslubyrði sem hlutfall af tekjum á fyrri hluta lánstímans á meðan verð- tryggð lán er „léttara“ til að byrja með en þyngra á seinni hlutanum. Hvort þetta er kostur eða ókostur ræðst væntanlega af tekjum viðkomandi fjölskyldu. Hér er miðað við lán af meðalíbúð fyrir fjölskyldu á meðal- tekjum. En hvaða áhrif hefur verðbólgu- skotið á greiðslubyrði þessara ólíku húsnæðislána? Greiðslubyrði óverð- tryggða lánsins hækkar mjög mikið á meðan verðbólguskotið er að ganga yfir meðan greiðsludreifingarþáttur verðtryggða lánsins dregur úr hækkun greiðslubyrðinnar. Af óverðtryggða láninu hækkar greiðslubyrðin um samtals 6 milljónir króna á þeim fjórum árum sem verðbólguskotið gengur yfir en fellur síðan aftur í sama farið en greiðslubyrðin af verðtryggða láninu hækkar um 50 þúsund krónur þessi fjögur ár, því hækkun vaxtanna leggst að mestu á höfuðstólinn og dreifist því á restina af lánstímanum. Ef gengið er út frá því að fjölskyldan geti greitt hækkun- ina á óverðtryggðu vöxtunum er hinn mikli munur á milli þessara tveggja lánaforma fólginn í því að eftirstöðvar verðtryggða lánsins verða á hverju tíma hærri en óverð- tryggða lánsins, þ.e. eignamyndunin í óverðtryggðakerfinu er hraðari. Hins vegar er hætt við því að fjölskyldur með meðal- tekjur þurfi að taka ný lán til þess að borga hækkun óverð- tryggðu vaxtanna. Kjör slíkra lána eru yfirleitt mun verri en þau kjör sem eru á húsnæðisláninu og að auki bætist 250 þús.kr. lántökukostnaður við. Háir vextir fylgifiskur fallvaltrar krónu Af hverju eru vextir hér á landi svona mikið hærri en í nágrannalöndum okkar, spyrja Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar ASÍ, í annarri af tveimur greinum sem þeir skrifa. H öf uð st ól ll án a ■ SKÝRINGARMYNDIR Vaxtamunur milli Íslands og Evrusvæðis 1990-2011 Verðbólga á Íslandi og gengi ísl. krónunnar 1991-2011 Hækkun greiðslubyrði í verðbólguskoti 12 9 6 3 0 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 ■ Ávöxtun 10 ára ríkisbréfa á Evrusvæðinu ■ Ávöxtun 5-10 ára ríkisbréfa á Íslandi ■ Verðbólga síðustu 12 mán. – vinstri ás ■ Gengisvísitala ísl. krónunnar – hægri ás 20 15 10 5 0 250 210 170 130 90 91 9293949596 97989900 01 0203040506 07080910 11 Ve rð bó lg a í % Ví si ta la t-1 t t+1 t+2 t+3 t+4 ■ Greiðslubyrði af verðtryggða láninu ■ Greiðslubyrði af óverðtryggða láninu 400 300 200 100 0 40 30 20 10 0 Þúsund krónur Milljónir króna G re ið sl ub yr ði á m án uð i Höfuðstóll verðtryggða lánsins Höfuðstóll óverðtryggða lánsins ÓLAFUR DARRI ANDRASON Deildarstjóri hag- deildar Alþýðusam- bands Íslands GYLFI ARN- BJÖRNSSON Forseti Alþýðusambands Íslands
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.