Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 98
3. desember 2011 LAUGARDAGUR70 - DAGUR HARMONIKUNNAR - Velkomin á létta tónleika Harmonikufélags Reykjavíkur á morgun, sunnudaginn 4. desember, kl. 15, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjölmörg tónleikaatriði á dagskrá. Harmonikufélag Reykjavíkur Haukur Ingvarsson hefur vakið athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Nóvem- ber 1976, sem segir frá svaðilför Þórodds Ríkharðs- sonar þegar hann reynir að verða foreldrum sínum úti um litasjónvarp. Nóvember 1976 er fyrsta skáld- saga Hauks Ingvarssonar, dag- skrárgerðarmanns á Rás eitt. Sagan gerist á þremur dögum í nóvember 1976, þremur árum fyrir fæðingu höfundarins. Upp- nám verður á heimili hjónanna Ríkharðs og Dórótheu þegar slokknar endanlega á sjónvarps- tækinu þeirra. Litasjónvörp eru ekki á hverju strái og því leitar Ríkharður til reddarans Baldurs á neðri hæðinni, sem lofar engu en tekur son þeirra hjóna, Þórodd, með sér í afdrifaríka vinnuferð. Sjónvarpsbyltingin Haukur er bókmenntafræðingur að mennt og hefur áður sent frá sér ljóðabókina Niðurfall og bók- ina Andlitsdrættir samtíðarinnar, þar sem hann tekur fyrir síðustu skáldsögur Halldórs Laxness. Svo vill til að hugmyndin að skáld- sögunni kviknaði við rannsóknir fyrir síðarnefndu bókina. „Ég þurfti að grúska talsvert í gömlum dagblöðum í tengslum við rannsóknir mínar á Halldóri, fletta upp ritdómum um hann og því um líkt. Í þeirri vinnu rakst ég á greinar sem tengdust svart- hvíta sjónvarpinu; það voru harð- ar deilur á Alþingi á 8. áratugnum um hvort hefja ætti útsendingar í lit. Ég hafði verið að burðast með ákveðnar persónur í nokkurn tím- ann en vantaði beinagrind í sögu fyrir þær. Þarna fann ég sögusvið sem var mjög heppilegt fyrir þær og var kominn með þungamiðju í sögu sem gat vísað út fyrir sig og verið mjög sterkt tákn fyrir tíðar- andann. Við í okkar samtíma erum gjörn á að tala um netið og bylt- ingu þess en þegar maður skoðar þennan tíma sem var, áttar maður sig á hvað sjónvarpið hafði í för með mikla byltingu. Og hún varð í mörgum áföngum, litasjónvarp, útsendingar um allt land, bein- ar útsendingar og svo framvegis. Þetta gerist allt í mörgum þrep- um.“ Þetta er eitt af þeim dæmum um hvernig bókin kallast á við samtímann. Haukur segist þó litl- ar áhygggjur hafa haft af því að bókin myndi ekki skírskota til nútímans, og varaðist frekar að draga upp sterkar hliðstæður en hitt. „Líkindin milli 8. áratugarins og dagsins í dag eru augljós. Ég hafði frekar áhyggjur af því að það gæti orðið klisjukennt og dólgslegt ef ég færi að benda á eitthvað sem var „alveg eins“ 1976 og 2011. Les- endur munu alltaf tengja við sam- tímann, það þarf ekkert að gera það fyrir þá. Ég vildi líka nálgast þennan tíma á eigin forsendum.“ Upprunasaga Todds Richardson Persónurnar höfðu verið lengi í mótun, sérstaklega Þóroddur Ríkharðs son og byggir á karakter sem Haukur bjó til fyrir nokkrum árum undir nafninu Todd Richard- son. „Todd birti sagnabálka á vefsíðu Nýhil, orti ljóð á ljóð.is, skrifaði á Bjartsvefinn, átti í tölvupóstsam- skiptum við fólk og þar fram eftir götunum. Hann var svona rómant- ísk klisja um þetta 20. aldar skáld, sótti mikið til bítskáldanna og skrifaði lausan og ljóðrænan stíl. En Todd var sumsé Vestur- Íslendingur og skrifaði á Nýhil- vefinn um Ísland séð með augum útlendingsins. Ég ímyndaði mér að hann hefði yfirgefið Ísland í kringum 1980 og heitið Þóroddur Ríkharðsson. Á einhverjum tíma- punkti fékk ég áhuga á að vita hver væri forsaga þessa manns og í tengslum við það fóru að fæðast persónur í kringum hann, þessi fjölskylda og nágrannar hennar á stigaganginum.“ Samtal við menningarsögu Bókin er ofin mörgum þráðum. Á yfirborðinu er hún skrifuð í raunsæisstíl og kinkar þannig kolli til tíðarandans í bókmennt- um á Íslandi á 7. og 8. áratugnum. „Í bókinni er því ákveðin sam- ræða við bókmenntir tímabilsins en þetta er samt ekki sú tegund af bókmenntum sem hefði verið skrifuð á því, að því leyti að text- inn er unninn með öðrum hætti og vísar í allar áttir. Það er til dæmis heill þráður í gegnum bókina sem er bara samtal við bíómynd- ir þessa tíma, til dæmis er óbeint vísað í The Graduate og ein lykil- senan tengist kvikmyndinni Bad- lands eftir Terence Malick. Það er því ýmislegt sem kvik- myndanörd gæti höggvið eftir í þessari bók, sem fer kannski framhjá öðrum sem taka aftur á móti eftir öðrum þráðum, til dæmis vísunum í tónlist eða bók- menntir. Textinn er þannig marg- laga og ég finn það á þeim les- endum sem hafa lesið bókina að upplifunin er mjög ólík eftir því hvaða þráðum þeir rekja sig eftir.“ Guðbergur hafði mikil áhrif Þessi samræða við bókmenntir 8. áratugarins er kannski ástæðan fyrir því að sumir gagnrýnendur hafa þóst greina áhrif frá höfund- um á borð við Ólaf Gunnarsson, Einar Kárason og Guðberg Bergs- son. Haukur segir að líkingin við þá tvo fyrrnefndu hafi komið sér á óvart en þrætir ekki fyrir tengslin við Guðberg. „Ég held að þau geti í og með verið sprottin af því að við höfum báðir dálæti á tilteknum banda- rískum rithöfundi sem ég held að hafi haft mikil áhrif á okkur báða. Ég las Guðberg mjög mikið á mínum háskólaárum og þótt hann prediki gjarna sjálfur að hann sé sjálfsprottinn höfundur og enginn hafi haft áhrif á hann, þá viður- kenni ég fúslega að hann hefur haft mikil áhrif á mig.“ Ætlaði alltaf að verða rithöfundur Haukur lifir og hrærist í bók- menntum beggja vegna borðs- ins svo að segja; sem fræðimaður rannsakar hann þær, sem útvarps- maður fjallar hann um þær og sem rithöfundur skrifar hann þær. Er það kostur fyrir rithöfund að koma svona að þeim úr mörgum áttum eða getur það verið íþyngjandi? „Margir íslenskir rithöfundar nú til dags hafa annaðhvort hafið nám eða lokið myndlistarnámi. Ég held að ein skýringin sé sú að lengi vel var engin formleg mennt- un hér á landi í því að verða rit- höfundur. Mig hefur aldrei langað til að verða neitt annað en rithöf- undur. Ástæðan fyrir því að ég fór í íslensku og lagði stund á bók- menntir var sú að ég vildi búa mig undir það starf; ég lít á námið sem praktískan grunn fyrir það starf sem ég hef kosið mér. Dagvinnan mín er hins vegar hérna upp á Útvarpi. Eðli máls- ins samkvæmt fylgist ég vel með bókmenntavettvanginum; ég veit vel hvað er að gerast, les mikið og ræði við höfunda. Það hafa aldrei verið eins margir vel skrifandi höfundar á Íslandi og nú og á síð- ustu árum hafa komið út fjölmörg skáldverk sem ég hygg að muni lifa. Vinnan í Útvarpinu er að vissu leyti mitt framhaldsnám og þeir höfundar sem ég hef kynnst í gegnum störf mín hafa kennt mér margt.“ Haukur segir óskastöðuna vita- skuld vera þá að geta gert rit- störfin að fullri dagvinnu. „Ég fékk ritlaun í sex mánuði til að skrifa þessa bók og ákvað að reyna að nýta það tækifæri eins vel og ég gæti. Margir, sem lang- ar til að verða rithöfundar, kvarta yfir því að fá ekki tíma til að sinna þessu og mörgum verður kannski lítið úr verki þegar þeir fá loksins tímann. Ég vildi ekki lenda í þeirri stöðu að kvarta bara, heldur líka skila mínu þegar ég fékk tækifæri til þess.“ bergsteinn@frettabladid.is 70 menning@frettabladid.is HAUKUR INGVARSSON „Við í okkar samtíma erum gjörn á að tala um netið og byltingu þess en þegar maður skoðar þennan tíma sem var áttar maður sig á hvað sjónvarpið hafði í för með mikla byltingu.” FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LIFI LITASJÓNVARPSBYLTINGIN BIRNA LÁRUSDÓTTIR Er aðalhöfundur og ritstjóri bókarinnar Mannvist – sýnis- bók um fornleifar. Bókin Mannvist – sýnisbók íslenskra fornleifa eftir Birnu Lárusdóttur fornleifafræðing er komin út hjá Opnu. Bókin opnar heim fornleifa fyrir leikum og lærðum. Birna og samverkamenn hennar settu sér það markmið að beina sjónar- horninu frá helstu sögustöðum og valdasetrum að hversdagslegri minjum um daglegt líf almenn- ings. Fornar leifar á Íslandi er að finna á ólíklegustu stöðum um allt land og frá ýmsum aldurs- skeiðum því ekki eru allar forn- leifar svo ýkja gamlar, sam- kvæmt skilgreiningu laganna er miðað við 100 ár. Bókin er með fjöldamörgum ljósmyndum sem styðja við textann. Birna Lárusdóttir er forn- leifafræðingur og hefur starfað hjá Fornleifastofnun Íslands frá árinu 1999. Hún er aðalhöfundur þessa mikla verks og jafnframt ritstjóri þess. Aðrir höfundar efnis eru Adolf Friðriksson, Árni Hjartarson, Bjarni F. Einarsson, Elín Ósk Hreiðarsdóttir, Guð- mundur J. Guðmundsson, Hildur Gestsdóttir, Orri Vésteinsson og Þóra Pétursdóttir. Sýnisbók um fornleifar TE OG TÓNLIST Næstu tónleikar í Te og tónlist tónleikaröðinni á Bókasafni Seltjarnarness verða mánudaginn 5. desember klukkan 17.30. Nemendur Helgu Þórarinsdóttur leika fyrir gesti og gleðja með aðventu- og jólatónum. Helga Þórarinsdóttir er víóluleikari við Sinfóníu hljómsveit Íslands og kennir við Tónlistarskóla Seltjarnarness. Te og tónlist er samstarfsverkefni Tónlistarskóla Seltjarnarness og Bókasafns Seltjarnarness. Tónleikaröðin er í boði fyrsta mánudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ Í bókinni er því ákveðin samræða við bókmenntir tímabilsins en þetta samt ekki sú tegund af bók- menntum sem hefði verið skrifuð á því, að því leyti að textinn er unninn með öðrum hætti og vísar í allar áttir. Það er til dæmis heill þráður í gegnum bókina sem er bara samtal við bíómyndir þessa tíma ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.