Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 10
3. desember 2011 LAUGARDAGUR10 DANMÖRK Ný könnun leiðir í ljós að þriðji hver Dani hefur verið maka sínum ótrúr einhvern tím- ann á ævinni. Framhjáhaldið skiptist nokkuð jafnt milli kynja. Það var Gallup sem gerði þessa skoðanakönnun fyrir blaðið BT en það er hefðbundið fyrir danska fjölmiðla að fjalla um framhjáhald á þessum árstíma þegar jólahlaðborðavertíðin er í fullum gangi í Danmörku. Aðrar kannanir hafa sýnt að framhjá- hald meðal Dana stóreykst á aðventunni enda tækifærin ærin í jólahlaðborðum þar sem ölvun er mikil. Helsta ástæða framhjáhalds hjá körlum er skortur á kynlífi heimafyrir en helsta ástæða kvenna er að fá staðfestingu á því að vera enn eftirsótt í augum karla. Ný könnun í Danmörku: Þriðji hver Dani haldið framhjá SVEITARSTJÓRNIR Eva Dögg Þor- steinsdóttir, fulltrúi minnihluta E-lista í sveitarstjórn Mýrdals- hrepps, segir forsvarsmenn sveitarfélagsins hafa sýnt sér og þingmönnum Suðurlandskjör- dæmis óvirðingu á fundi. „Við erum farin að búa við menningu sem einkennist af virðingar- leysi og yfirgangi,“ bókaði Eva á fundi sveitarstjórnar og bætti við: „Guð blessi Mýrdalshrepp og samskipti innan hans.“ Sveitarstjóri og meirihluti sveitarstjórnar bókuðu þá mót- mæli við „aðdróttunum um ósæmilega hegðun gagnvart þingmönnum og fulltrúa E- listans“. - gar Fulltrúi í sveitarstjórn: Drottinn blessi Mýrdalshrepp VÍK Samskiptaörðugleikar eru í sveitar- stjórninni. KÚRT HJÁ MÖMMU Apynjan Safíra passar fimm vikna ungann sinn vel í dýragarðinum í Berlín. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Bandaríkjaþing sam- þykkti í gær refsiaðgerðir á hend- ur Íran, daginn eftir að Evrópu- sambandið tók ákvörðun um slíkt hið sama. Írönsk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að koma ekki í veg fyrir árás á breska sendiráðið í Teheran í vikunni. Þau hafa einn- ig verið gagnrýnd fyrir að ætla að koma sér upp kjarnorku vopnum, eins og segir í nýrri skýrslu Alþjóðakjarnorkustofnunarinn- ar þótt írönsk stjórnvöld þvertaki fyrir slíkt. Joe Biden, varaforseti Banda- ríkjanna, hvatti enn fremur stjórn- völd í Tyrklandi, þar sem hann var í heimsókn í gær, til að samþykkja refsiaðgerðir á hendur Íran, og hrósaði Tyrkjum jafnframt fyrir að þrýsta á Bashar al-Assad Sýr- landsforseta með refsiaðgerðum. Írönsk stjórnvöld virðast hins vegar engar áhyggjur hafa af við- brögðum Vesturlanda. Ali Larjani, forseti íranska þingsins, notaði þvert á móti tæki- færið og útskýrði fyrir frétta- mönnum sögulegar ástæður þess að mörgum Írönum þykir Bretar hafa farið illa með Íran, og sagði árásina á sendiráðið skýrast af uppsafnaðri reiði landsmanna. - gb Íranskir stjórnarerindrekar í London pakka saman og fara heim: Fleiri refsiaðgerðir samþykktar FLUTT ÚR SENDIRÁÐI Flutningamaður aðstoðar íranska erindreka við að koma farangri úr húsi. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Landssam- bands heilbrigðisstofnana telur nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítalann vera mikil- væga vegna sjúkraflugs og bráða- þjónustu við landsbyggðina. „Gæta verður þess þegar nýr Landspítali er byggður að þessi nánu tengsl verði ekki rofin. Hverfi Reykjavíkurflugvöllur veldur það mikilli afturför í bráða- þjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Land spítalans með sjúkraflugi,“ segir í ályktun stjórnarinnar. Í greinargerð segir stjórnin að árlega séu farin 350 til 400 sjúkra- flug til og frá Reykjavík auk ferða þúsunda sjúklinga með áætlunar- flugi. Sjúkraflutningar með þyrl- um Landhelgisgæslunnar bætist við. „Í sumum tilfellum ræður flutningstíminn á bráðasjúkrahús sköpum í því hvort tekst að bjarga lífi fólks eða ekki,“ segir stjórnin. Minnt er á yfirlýsta stefnu forsvars manna höfuðborgar innar um að Reykjavíkur flugvöllur „verði lagður niður“. Þá muni innanlands flug flytjast til Kefla- víkur. „Þetta lengir sjúkraflugið og við bætist erfiður akstur til Landspítalans þegar hver mín- úta getur verið dýrmæt. Allt tal um byggingu nýs innanlands- flugvallar nær Reykjavík er óraunsætt og marklaust,“ segir stjórnin. „Það gengur ekki að á sama tíma og byggður er full- kominn nútíma spítali fyrir alla landsmenn verði brugðið fæti fyrir sjúkraflugið með því að leggja flugvöll þess niður og færa þá bráðaþjónustu aftur um ára- tugi.“ - gar Landssamband heilbrigðisstofnana segir nýjan Reykjavíkurflugvöll óraunsæjan: Óttast mikla afturför bráðaþjónustu REYKJAVÍK Stjórn Landssambands heil- brigðisstofnana segir „allt tal“ um nýjan flugvöll nær Reykjavík en Keflavíkurflug- völlur er vera „marklaust“. LÖGREGLUMÁL Maður um þrí- tugt elti ungan dreng á hlaup- um í nágrenni við Grandaskóla í Reykjavík á miðvikudag. Að sögn drengsins var maðurinn á rauðum bíl. Vísir greindi frá bréfi lögregl- unnar til skólastjóra Grandaskóla þar sem kemur fram að maður- inn hafi veitt drengnum eftirför eftir göngustíg við Seilugranda. Maðurinn er sagður svarthærður og með svarta skeggbrodda. Lögreglan hefur hert eftirlit í Vestur bænum. - sv Hert eftirlit í Vesturbænum: Reyndi að elta uppi dreng NEYTENDUR Landsbankinn hefur ákveðið að innkalla alla nýlega drykkjarbrúsa sem merktir eru Sprota. Er þetta gert af öryggis- ástæðum þar sem í ljós hefur komið að tappi brúsans getur losn- að og geti það reynst hættulegt börnum. Um er að ræða litla brúsa í fimm mismunandi litum með svörtum tappa. Bankanum barst ábending frá viðskiptavini bankans síðdegis í gær og var því strax farið í það í dag að innkalla brúsana. - sv Laus tappi á vatnsbrúsum: Landsbankinn innkallar brúsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.