Fréttablaðið - 03.12.2011, Síða 10
3. desember 2011 LAUGARDAGUR10
DANMÖRK Ný könnun leiðir í ljós
að þriðji hver Dani hefur verið
maka sínum ótrúr einhvern tím-
ann á ævinni. Framhjáhaldið
skiptist nokkuð jafnt milli kynja.
Það var Gallup sem gerði þessa
skoðanakönnun fyrir blaðið
BT en það er hefðbundið fyrir
danska fjölmiðla að fjalla um
framhjáhald á þessum árstíma
þegar jólahlaðborðavertíðin er í
fullum gangi í Danmörku. Aðrar
kannanir hafa sýnt að framhjá-
hald meðal Dana stóreykst á
aðventunni enda tækifærin ærin
í jólahlaðborðum þar sem ölvun
er mikil.
Helsta ástæða framhjáhalds
hjá körlum er skortur á kynlífi
heimafyrir en helsta ástæða
kvenna er að fá staðfestingu á
því að vera enn eftirsótt í augum
karla.
Ný könnun í Danmörku:
Þriðji hver Dani
haldið framhjá
SVEITARSTJÓRNIR Eva Dögg Þor-
steinsdóttir, fulltrúi minnihluta
E-lista í sveitarstjórn Mýrdals-
hrepps, segir forsvarsmenn
sveitarfélagsins hafa sýnt sér og
þingmönnum Suðurlandskjör-
dæmis óvirðingu á fundi. „Við
erum farin að búa við menningu
sem einkennist af virðingar-
leysi og yfirgangi,“ bókaði Eva
á fundi sveitarstjórnar og bætti
við: „Guð blessi Mýrdalshrepp og
samskipti innan hans.“
Sveitarstjóri og meirihluti
sveitarstjórnar bókuðu þá mót-
mæli við „aðdróttunum um
ósæmilega hegðun gagnvart
þingmönnum og fulltrúa E-
listans“. - gar
Fulltrúi í sveitarstjórn:
Drottinn blessi
Mýrdalshrepp
VÍK Samskiptaörðugleikar eru í sveitar-
stjórninni.
KÚRT HJÁ MÖMMU Apynjan Safíra
passar fimm vikna ungann sinn vel í
dýragarðinum í Berlín. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN Bandaríkjaþing sam-
þykkti í gær refsiaðgerðir á hend-
ur Íran, daginn eftir að Evrópu-
sambandið tók ákvörðun um slíkt
hið sama.
Írönsk stjórnvöld hafa verið
gagnrýnd fyrir að koma ekki í veg
fyrir árás á breska sendiráðið í
Teheran í vikunni. Þau hafa einn-
ig verið gagnrýnd fyrir að ætla að
koma sér upp kjarnorku vopnum,
eins og segir í nýrri skýrslu
Alþjóðakjarnorkustofnunarinn-
ar þótt írönsk stjórnvöld þvertaki
fyrir slíkt.
Joe Biden, varaforseti Banda-
ríkjanna, hvatti enn fremur stjórn-
völd í Tyrklandi, þar sem hann var
í heimsókn í gær, til að samþykkja
refsiaðgerðir á hendur Íran, og
hrósaði Tyrkjum jafnframt fyrir
að þrýsta á Bashar al-Assad Sýr-
landsforseta með refsiaðgerðum.
Írönsk stjórnvöld virðast hins
vegar engar áhyggjur hafa af við-
brögðum Vesturlanda.
Ali Larjani, forseti íranska
þingsins, notaði þvert á móti tæki-
færið og útskýrði fyrir frétta-
mönnum sögulegar ástæður þess
að mörgum Írönum þykir Bretar
hafa farið illa með Íran, og sagði
árásina á sendiráðið skýrast af
uppsafnaðri reiði landsmanna. - gb
Íranskir stjórnarerindrekar í London pakka saman og fara heim:
Fleiri refsiaðgerðir samþykktar
FLUTT ÚR SENDIRÁÐI Flutningamaður
aðstoðar íranska erindreka við að koma
farangri úr húsi. NORDICPHOTOS/AFP
HEILBRIGÐISMÁL Stjórn Landssam-
bands heilbrigðisstofnana telur
nálægð Reykjavíkurflugvallar
við Landspítalann vera mikil-
væga vegna sjúkraflugs og bráða-
þjónustu við landsbyggðina.
„Gæta verður þess þegar nýr
Landspítali er byggður að þessi
nánu tengsl verði ekki rofin.
Hverfi Reykjavíkurflugvöllur
veldur það mikilli afturför í bráða-
þjónustu við þá landsmenn sem
þurfa að komast til Land spítalans
með sjúkraflugi,“ segir í ályktun
stjórnarinnar.
Í greinargerð segir stjórnin að
árlega séu farin 350 til 400 sjúkra-
flug til og frá Reykjavík auk ferða
þúsunda sjúklinga með áætlunar-
flugi. Sjúkraflutningar með þyrl-
um Landhelgisgæslunnar bætist
við. „Í sumum tilfellum ræður
flutningstíminn á bráðasjúkrahús
sköpum í því hvort tekst að bjarga
lífi fólks eða ekki,“ segir stjórnin.
Minnt er á yfirlýsta stefnu
forsvars manna höfuðborgar innar
um að Reykjavíkur flugvöllur
„verði lagður niður“. Þá muni
innanlands flug flytjast til Kefla-
víkur. „Þetta lengir sjúkraflugið
og við bætist erfiður akstur til
Landspítalans þegar hver mín-
úta getur verið dýrmæt. Allt tal
um byggingu nýs innanlands-
flugvallar nær Reykjavík er
óraunsætt og marklaust,“ segir
stjórnin. „Það gengur ekki að á
sama tíma og byggður er full-
kominn nútíma spítali fyrir alla
landsmenn verði brugðið fæti
fyrir sjúkraflugið með því að
leggja flugvöll þess niður og færa
þá bráðaþjónustu aftur um ára-
tugi.“ - gar
Landssamband heilbrigðisstofnana segir nýjan Reykjavíkurflugvöll óraunsæjan:
Óttast mikla afturför bráðaþjónustu
REYKJAVÍK Stjórn Landssambands heil-
brigðisstofnana segir „allt tal“ um nýjan
flugvöll nær Reykjavík en Keflavíkurflug-
völlur er vera „marklaust“.
LÖGREGLUMÁL Maður um þrí-
tugt elti ungan dreng á hlaup-
um í nágrenni við Grandaskóla
í Reykjavík á miðvikudag. Að
sögn drengsins var maðurinn á
rauðum bíl.
Vísir greindi frá bréfi lögregl-
unnar til skólastjóra Grandaskóla
þar sem kemur fram að maður-
inn hafi veitt drengnum eftirför
eftir göngustíg við Seilugranda.
Maðurinn er sagður svarthærður
og með svarta skeggbrodda.
Lögreglan hefur hert eftirlit í
Vestur bænum. - sv
Hert eftirlit í Vesturbænum:
Reyndi að elta
uppi dreng
NEYTENDUR Landsbankinn hefur
ákveðið að innkalla alla nýlega
drykkjarbrúsa sem merktir eru
Sprota. Er þetta gert af öryggis-
ástæðum þar sem í ljós hefur
komið að tappi brúsans getur losn-
að og geti það reynst hættulegt
börnum. Um er að ræða litla brúsa
í fimm mismunandi litum með
svörtum tappa.
Bankanum barst ábending frá
viðskiptavini bankans síðdegis í
gær og var því strax farið í það í
dag að innkalla brúsana. - sv
Laus tappi á vatnsbrúsum:
Landsbankinn
innkallar brúsa