Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 52
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur og myndavélar LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 20112
Í stuttu máli sagt uppfyllir hún allar kröfur sem gerðar eru til venjulegrar tölvu og tekur
flestum öðrum fram í hraða og
afköstum ásamt því að bjóða
upp á óþrjótandi notkunarmögu-
leika,“ segir Bjarni Ákason, fram-
kvæmdastjóri Apple á Íslandi, um
spjaldtölvuna iPad 2 sem hefur
notið mikilla vinsælda um allan
heim síðan hún kom á markað
fyrr á árinu.
Allt frá því að bandaríski
tölvurisinn Apple kynnti iPad 2
í febrúar var ljóst að mikil eftir-
vænting var fyrir tölvunni. Til
marks um það mynduðust langar
biðraðir óþreyjufullra viðskipta-
vina víða um heim þegar hún
kom fyrst í verslanir.
Bjarni segir notendur ekki hafa
orðið fyrir vonbrigðum enda sé
tölvan mun fullkomnari en fyrir-
rennari hennar, iPad frá árinu á
undan. „Því auk þess að vera
bæði hraðari og afkastameiri en
fyrsta týpan er önnur kynslóð-
in líka þynnri og léttari, vegur
ekki nema 600 grömm, þann-
ig að hún er fislétt og auðvelt að
ferðast með á milli staða. Svo er
hún líka búin myndavélum að
framan og aftan og hægt að eiga
vídeósamtöl í gegnum hana við
vini og vandamenn.“
Þá segir Bjarni óupptalinn
þann fjölda spennandi forrita
sem notendum iPad 2 stendur til
boða. „Í sumar fengu Íslending-
ar aðgang að vefverslun Apple í
Bandaríkjunum, apple.com, og
í kjölfarið opnaðist okkur heill
heimur af alls kyns spennandi
forritum. Allt frá ferðaforritum
með GPS-staðsetningartækj-
um og upp í sérhæfðari forrit, til
dæmis fyrir fólk sem stríðir við
sykursýki. Þetta eru forrit fyrir
allt sem hugsast getur og ódýr
að auki. Við getum keypt þau á
sama verði og Bandaríkjamenn
og mörg kosta ekki nema einhver
99 sent.“
Traust og á hagstæðu verði
Inntur út í þá gagnrýni að iPad 2
sé eingöngu dýrt leikfang, segir
Bjarni margt mæla á móti þeirri
staðhæfingu. „Í fyrsta lagi myndi
ég segja að iPad væri frem-
ur ódýr miðað við margar tölv-
ur þegar horft er til söluverðs og
viðhaldskostnaðar. Við sjáum
það einfaldlega af því hversu
sárasjaldan er komið með ein-
tök í viðgerð á verkstæðið. Enda
er viðhaldið náttúrulega miklu
minna þegar sami framleiðandi
er að hugbúnaði og vélbúnaði.
Þá er leikfang ákveðið rang-
nefni þar sem iPad 2 má hæglega
nýta sem fullkomna vinnutölvu.
Hraðinn, afkastagetan, góð raf-
hlöðuending, minni og ógrynni
vinnutengdra forrita eru vitnis-
burður um það. Auk þess er hægt
að bæta við tölvuna þráð- eða
þráðlausu lyklaborði, upphækk-
un og stuðningi þannig að hún
minnir á hefðbundna fartölvu
eða jafnvel borðtölvu nema að
músina vantar. Hún er auðvitað
óþörf þar sem skjárinn er snerti-
skjár,“ segir hann.
iPad 2 fæst í tólf gerðum, þar
sem meðal annars er hægt að
velja á milli svartrar og hvítrar
útgáfu, um þráðlausu staðarnet-
in 3G eða Wi-Fi og þrjár gagna-
stærðir: 16, 32 og 64. Í öllum til-
vikum segir Bjarni Apple hafa
lagt gríðarlega alúð í útlitið.
„Glæsileg hönnun er auðvitað
eitt helsta einkenni á öllu sem
frá Apple kemur og það á ekki
eingöngu við tölvur heldur alla
fylgihluti, tæki, tól, töskur og
fleira,“ segir hann og vísar á vef-
síðu Apple á Íslandi þar sem nán-
ari upplýsingar er að finna. Slóð-
in er www.epli.is.
iPad2 er uppspretta
óþrjótandi möguleika
Bandaríski tölvurisinn Apple setti iPad 2 spjaldtölvuna á markað á árinu. Hún þykir taka fyrirrennara sínum og öðrum
tölvum fram í hraða, afköstum og notkunarmöguleikum, að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra Apple á Íslandi.
Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri Apple á Íslandi, segir notendur iPad 2 ekki hafa orðið
fyrir vonbrigðum. Tölvan slái fyrirrennara sínum við að flestu leyti og öðrum sambæri-
legum tölvum á markaði. MYND/STEFÁN
Lófatölvan iPod Touch hefur bæði verið köll-uð hliðstæða iPhone án símamöguleikans og litla systir iPad nema léttari. Að sögn Bjarna
Ákasonar, framkvæmdastjóra Apple á Íslandi,
hefur iPod Touch notið gríðarlegra vinsælda frá
því að hún kom fyrir sjónir almennings á árinu.
„Hún hefur selst rosalega vel og virðist falla sér-
staklega vel í kramið hjá unga fólkinu,“ segir hann
og upplýsir að frá því í mars hafi framleiðandinn
Apple selt yfir 60 milljónir eintaka af iPod Touch
um allan heim.
En af hverju stafa vinsældir tölvunnar? „Í fyrsta
lagi keyrir iPod Touch sama stýrikerfið og iPad og
iPhone sem útskýrir samlíkinguna. Þess vegna
ganga velflest forritin á milli. Þá er iPod
Tough búin myndavél og vídeóupptöku-
vél og með Wi-Fi og innbyggðum aðgangi
að netverslununum iTunes og App Store
í Bandaríkjunum sem gerir notendum
kleift að hlaða niður tónlist og forrit-
um, þar á meðal alls kyns skemmti-
legum tölvuleikjum milliliða-
laust í tölvuna. Svo er hún vegna
stærðar alveg ótrúlega hand-
hæg.“
Nánari upplýsingar um iPod
Touch má nálgast á vefsíðunni
epli.is.
Lipur og létt í hendi
Lófatölvan iPod Touch hefur átt gríðarlegum vinsældum að fagna frá því að hún kom á markað
á árinu. Tölvan er búin helstu eiginleikum iPad og iPhone Tough nema léttari.
SPENNANDI NÝJUNGAR
iPad Smart Cover
iPad Smart Cover-hlífin var
hönnuð með iPad 2 í huga og
þau eru því fullkomið par. Hlífin
er þunn og úr endingargóðu efni
sem festir sig auðveldlega með
seglum. Hún vekur iPad sjálfkrafa
þegar þú opnar hana og auk
þess er hægt að rúlla henni upp
til að nota sem stand fyrir aukin
þægindi við lestur, áhorf á vídeó
og ritun. Hlífin fæst í ýmsum
litum.
Apple Digital AV
Adapter
Leyfðu iPad að njóta
sín á stórum skjá.
Apple Digital AV
Adapter gefur
þér kost á að
hafa myndasýningu, kvikmyndir,
ljósmyndir og allt það sem birtist
á iPad 2 skjánum í HD sjónvarp-
inu, myndvarpanum eða skjá sem
er með HDMI-tengi.
iPad Camera Connection Kit
Myndavélatengi sem gefur þér
kost á að flytja inn myndir beint
úr stafrænu myndavélinni með
USB-tengi eða úr SD-minniskorti.
iPad styður stöðluð myndasnið,
eins og JPEG og RAW, og er því
samhæft við flestar myndavélar á
markaðnum í dag.
ION iCade
Upplifðu
fyrsta alvöru
tölvuleikjatíma-
bilið með iCade
og iPad. iCade
minnir
mann
einna helst
á gömlu
spilakassana með stýri-
pinnum og tökkum. Kassinn er
einfaldur í uppsetningu, en hann
tengist þráðlaust við iPad og
hægt að nota hann til að stjórna
m.a. 100 klassískum Atari-leikjum
eins og Asteroids, Centipede og
Battlezone sem fást á App Store.
Farðu aftur í tímann og fáðu þér
iCade!
Crayola ColorStudio HD
Gerðu iPad að lifandi teiknibók!
Með þessum magnaða penna,
sem er sérhannaður fyrir litlar
hendur, er hægt að notast við
sýndarpenna á borð við túss-
penna, vaxliti, pensla, tréliti og
blekpenna. Ýmsar útfærslur af
litabókum fylgja sem hafa að
geyma ýmsar hljóð- og tækni-
brellur, hreyfimyndir og tónlist
þegar maður litar.