Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 76
KYNNING − AUGLÝSINGSpjaldtölvur og myndavélar LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 20116 Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðum við tvær gerð-ir af spjaldtölvum, annars vegar 10,1 tommu sem er vinsæl hjá þeim sem lesa mikið rafbæk- ur, og 8,9 tommur fyrir þá sem eru mikið á ferðinni og vilja nettari og léttari spjaldtölvu,“ segir Sverrir Jónsson, sölustjóri hjá Bræðrun- um Ormsson. Spjaldtölvur hafa fengið góðar viðtökur um allan heim og ekki síst hér á Íslandi. En hvað er svona sniðugt við þessa nýju tækni? Sverrir segir marga nota spjald- tölvuna eins og stjórnstöð fyrir önnur tæki á heimilinu ásamt því að vera sítengdur við netið. „Allar Samsung spjaldtölv- ur geta talað sjálfkrafa við önnur Samsung tæki, eins og síma, sjón- vörp, Blu-ray spilara og aðrar ferðavélar. Þetta eru allt þráðlaus samskipti og er hægt að stjórna tónlist og myndum gegnum spjaldtölvuna. Það sem er einnig mjög áhugavert við spjaldtölvuna er að hægt er að vera áskrifandi að tímaritum rafrænt, hvaðan sem er úr heiminum í gegnum hana og áskriftin kostar talsvert minna en í lausasöu blaða, fyrir utan að þú týnir aldrei blaðinu og þarft ekki að farga því,“ segir Sverrir. „Marg- ar af þeim bókum sem gefnar eru út í dag koma út í kiljum á ódýrum pappír og í mjög smáu letri. Spjald- tölvur henta því til dæmis les- blindum mjög vel því auðveldlega er hægt að stækka letrið að vild. Þá eru inni í mörgum raftímaritum lítil myndskeið, allt upp í 90 sek- úndur að lengd og það eykur enn meira ánægjuna við lesturinn að geta séð atburðinn sem um ræðir á myndskeiði líka.“ Munu spjaldtölvur jafnvel leysa bókina af? „Ég skal ekki segja en útgáfa rafbóka er mun hagstæð- ari en hefðbundin prentútgáfa og umhverfisvænni. Sumstaðar í heiminum hefur prentun skóla- bóka á pappír þegar verið hætt og sumir háskólar hafa hætt allri úgáfu á námsefni og láta spjald- tölvuna leysa það mál. En hvort sem spjaldtölvur verða það sem notað verður til að lesa allt náms- efni er annað mál, en þróunin er hafin í þessa átt.“ Sverrir segir stærstan hóp kaup- enda spjaldtölva vera á aldrinum tuttugu til fjörutíu og fimm ára. Þá kaupi þó nokkuð stór hópur á aldrinum fimmtíu og fimm og yfir spjaldtölvur til að hafa með í bú- staðinn til að fylgjast með frétt- um, vafra á netið, lesa eða horfa á kvikmyndir. „Rafhlaðan end- ist í 9 tíma ef horft er á kvikmynd- ir eingöngu en í um 72 klukku- stundir ef bara er hlustað á tón- list,“ segir Sverrir. „Einnig er hægt að fá mikið af íhlutum fyrir spjaldtölvur, dokkur, lyklaborð og f leira.“ Spurður hvort spjaldtölvan muni þá jafnvel leysa fartölvuna af segist hann reyndar eiga von á nýrri spjaldtölvu sem sé fullvaxin tölva og sé líklegri kand- ídat en núverandi spjaldtölvur í að geta leyst fartölvuna af hólmi. „Hún heitir Samsung Slate PC og er væntanleg til okkar í febrúar. Hún sameinar eiginleika spjald- tölvu og fartölvu. Sú vél er með 11,6 tommu skjá, Intel i-5 örgjörva og SSD drif en keyrir í Microsoft- umhverfi. Hún gæti leyst ferðavél- ina af í skólann og verið spennandi kostur fyrir þá sem vilja öfluga vél með eiginleika spjaldtölvunnar en er kannski ekki beinn arftaki heimilistölvunnar. Þó er því spáð að spjaldtölvan muni taka stóran hluta af sölu fartölva á markaðn- um í framtíðinni og sú þróun virð- ist þegar vera hafin samkvæmt rannsókn markaðsfyrirtækja.“ Ódýrari áskrift af tímaritum Spjaldtölvur munu eflaust rata ofan í margan jólapakkann í ár en þessi nýja tækni hefur fengið góðar viðtökur hér á landi eins og um allan heim. Sverrir Jónsson, sölustjóri hjá Bræðrunum Ormsson ehf., segir spjaldtölvur skemmtilega viðbót í flóru upplýsingatækninnar enda spennandi nýjung sem geti nýst á margan hátt. Sverrir Jónsson rekstrarstjóri hjá Bræðrunum Ormsson efh segir spjaldtölvur spennandi nýjung. MYND/GVA Orðabókin The Oxford Dic-tionary of English skilgrein-ir hugtakið rafbók sem „raf- ræn útgáfa prentaðrar bókar“ en nú orðið eru margar bækur einungis gefnar út á rafrænu formi og aldrei prentaðar. Mikil umræða hefur átt sér stað um þá ógn sem prentuðum bókum standi af rafbókunum og margir hafa gengið svo langt að lýsa yfir dauða bókarinnar á því formi sem við þekkjum. Það eru þó vænt- anlega óþarfa áhyggjur, hin hefð- bundna bók mun vafalítið halda velli, þótt aukin eftirspurn eftir raf- bókum þýði kannski færri prentuð eintök af hverri bók og færri útgefna titla. Rafvæðing bókarinnar býður hins vegar upp á mikla möguleika í útgáfumálum og ætti að auðvelda rithöfundum og öðrum bókaskrif- urum að koma verkum sínum á framfæri. Ævintýrið byrjaði árið 1971 þegar Michael S. Hart, tölvugúrú hjá Háskólanum í Illinois, skráði bandarísku sjálfstæðisyfirlýs- inguna á tölvutækt form. Í fram- haldinu var hrundið af stað verk- efni sem nefndist Project Guten- berg og gekk út á það að skrá sem f lestar bækur sem þegar höfðu verið gefnar út á tölvutækt form. Síðan hafa orðið miklar framfar- ir í rafrænni útgáfu bóka og í ágúst 2009 var hægt að nálgast yfir 2.000 ókeypis bækur á hinum ýmsu vef- síðum. Þar fyrir utan hefur orðið bylting í útgáfu rafbóka sem greitt er fyrir, enda hefur tækninni í tölvugeiranum fleygt ansi hratt fram síðan. Nú lesa menn bækur í spjaldtölvum, farsímum og kjöltu- tölvum hvar sem þeir eru stadd- ir og ekki er lengur í öllum tilfell- um nauðsynlegt að hlaða bókinni niður heldur hægt að lesa hana í sístreymi. Þar fyrir utan benda for- svarsmenn rafbókanna á að í því plássi sem venjuleg vasakilja taki sé hægt að geyma diska með þúsund- um rafbóka og spara þannig dýr- mætt plássið inni á heimilinu svo ekki sé nú minnst á léttari far- angur á ferðalögum bóka- orma. Þar að auki sé hægt að lesa rafbækurnar án þess að hafa lýsingu sem sé stór kostur á ferðalögum. Auk alls þessa benda rafbóka- ormarnir á að möguleikarnir í út- gáfu slíkra bóka séu nánast ótæm- andi og meðal annars sé hægt að endurvekja gamla framhaldssögu- formið sem Dostojevskí og f leiri stórkanónur skrifuðu sínar bækur í sem framhaldssögur í dagblöð- um. Höfundur geti þá birt hvern kafla bókarinnar um leið og hann hafi verið skrifaður og þannig hald- ið lesendum í spennu. Margar raf- bókavefsíður bjóða einnig upp á þann möguleika að þýða bækurn- ar jafnóðum og þannig ætti raf- bókavæðingin að gefa lesendum færi á að lesa bækur eftir höfunda sem skrifa á tungumálum sem þeir skilja ekkert í. Allt eru þetta góðir kostir sem bókaormar um allan heim taka fagnandi, en raunveru- legir bókaelskendur munu þó seint fórna pappírseintökunum fyrir raf- ræna strauma. Rafbókin hefur ótal kosti en pappírsunnendur efast Bylting hefur orðið í útgáfu rafbóka á undanförnum árum og sumir óttast um líf hinnar prentuðu bókar. Það eru þó væntanlega óþarfar áhyggjur. Þrátt fyrir auknar vinsældir rafbóka halda bókaormar fast í prentuðu bækurnar. Bókaormar munu væntanlega halda fast í prentuð eintök bóka, þótt framboð rafbóka aukist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.