Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 118

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 118
3. desember 2011 LAUGARDAGUR90 sport@frettabladid.is ARENA SANTOS keppnishöllin þar sem A-riðill heimsmeistaramótsins fer fram tekur um 5.000 áhorfendur í sæti. Mótshaldarar hafa farið varlega í það að spá fyrir um hve margir áhorfendur muni mæta á leikina sem fram fara í Santos. Sumir hafa nefnt töluna 1.000 og aðrir eru aðeins bjartsýnni og búast við allt að 2.000 áhorfendum. UTAN VALLAR Sigurður Elvar Þórólfsson segir sína skoðun Þær eru hrikalegalega góðar og líklega með bestu leikmenn mótsins í sínum röðum. Við verðum allar að leggjast á eitt. ANNA ÚRSÚLA GUÐMUNDSDÓTTIR LEIKMAÐUR ÍSLANDS Sigurður Elvar Þórólfsson og Pjetur Sigurðsson fjalla um HM í Brasilíu seth@frettabladid.is – pjetur@365.is www.tskoli.is Dreifnám Tækniskólans Kvöld og fjarnám Innritun stendur yfir í: • Byggingagreinar. Húsasmíði og tækniteiknun • Rafiðngreinar. Rafvirkjun og rafeindavirkjun • Skipstjórnargreinar. A, B, C, D og E stig • Upplýsinga- og fjölmiðlagreinar. • Vélstjórnargreinar og málmiðngreinar. • Meistaraskólann. Nám til iðnmeistara í öllum iðngreinum Dreifnám er samheiti yfir greinar sem kenndar eru utan dagskóla, ýmist í fjarnámi eða í staðbundnu kvöldnámi. Nánari upplýsingar á tskoli.is Nýr kafli verður skrifaður í dag í íslenska íþróttasögu þegar kvenna- landslið Íslands leikur sinn fyrsta leik á heimsmeistaramótinu í handbolta hér í Santos í Brasilíu. Ísland hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM og er þetta í annað sinn sem kvennalandsliðið kemst í lokakeppni á stórmóti. Evrópumeistaramótið í Danmörku í fyrra var frumraunin en þar tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum. Það er ekki sjálfgefið að Ísland sé í þessari stöðu að vera með lið í úrslitakeppni á stórmóti. Fyrirliðinn Hrafnhildur Skúladóttir hefur t.d. beðið eftir þessu tækifæri í 14 ár. Það þarf allt að ganga upp til þess að Ísland sé í þessari stöðu. Það er því hið eina rétta að njóta augnabliks- ins og njóta þess að horfa á Ísland keppa í lokakeppni á stórmóti. Við Íslendingar erum reyndar góðu vanir. Karlalandsliðið hefur varla misst úr stórmót á undanförnum árum og Íslendingar gera miklar kröfur. Íslenska liðið hefur sett sér það markmið að komast í 16-liða úrslit. „Stelpurnar okkar“ ætli sér að ná árangri. Þær eru ekki hingað komnar sem ferðamenn. Möguleikarnir eru til staðar en flest þarf að ganga upp til þess að liðið verði í hópi fjögurra efstu í A-riðli. Góð vörn, markvarsla og mörk úr hraðaupphlaupum verða lifibrauð Íslands á þessu móti. Ef það gengur upp er aldrei að vita hvað gerist í framhaldinu. Brasilía er gestgjafi heims- meistaramótsins og er þetta í 20. sinn sem HM kvenna fer fram. Það er óhætt að segja að Brasilíumenn eru ekkert að æsa sig mikið þegar kemur að ýmsum stórum hlutum sem tengjast þessu móti. Daginn fyrir fyrsta leikinn í Arena Santos var t.d. gríðarlega margt sem átti eftir að ganga frá. Þar á meðal net- samband fyrir fjölmarga blaða- og fréttamenn sem fylgja liðunum. Þegar spurt var um stöðu mála var svarið einfalt. „Þetta verður í lagi á morgun.“ Það er ekkert stress í gangi hjá mótshöldurum – bara alls ekki. „Við reddum þessu“ er frasi sem var örugglega fundinn upp í Brasilíu en ekki hjá Blikksmiðju Guðmundar á Akranesi. – Áfram Ísland. Nýr kafli í íslenskri íþróttasögu HANDBOLTI Mótherjar Íslands í fyrsta leiknum á heimsmeistara- mótinu er Svartfjallaland sem er til alls líklegt á þessu móti. Flestir gera ráð fyrir því að Evrópumeist- aralið Noregs undir stjórn Þóris Hergeirssonar og Svartfjalla- land muni berjast um efsta sætið í A-riðlinum í Santos. Og þessi lið gætu jafnvel farið alla leið á þessu móti. Ísland og Svartfjallaland átt- ust við í riðlakeppni Evrópumóts- ins í Danmörku í desember í fyrra þar sem Ísland tapaði með þriggja marka mun, 26-23. Forráðamaður Svartfellinga sagði í gær að mark- miðin væru skýr. Að tryggja liðinu farseðil á Ólympíuleikana og þá kemur ekki margt annað til greina en að komast í sjálfan úrslitaleik- inn – í það minnsta. „Þetta lið sem við erum mæta er gríðarlega sterkt og í raun bara félagsliðið Buducnost sem endaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra. Og það lið mun að mínu mati vinna Meistaradeildina í ár. Þetta er stórt verkefni fyrir okkur,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, í gær eftir æfingu liðsins í Arena Santos. Ákefðin þarf að vera í lagi „Við þurfum að leggja mikla áherslu á að ganga út í skytturn- ar þeirra, og vera með ákefðina í lagi. Það verður rauði þráðurinn í okkar leikskipulagi til þess að byrja með,“ bætti Ágúst við. Íslenska liðið æfði af mikl- um krafti í gær á síðustu æfing- unni fyrir frumsýninguna í dag. Allir leikmenn liðsins eru heil- ir og einbeitingin skín úr augum þeirra. Það er alveg ljóst að leik- urinn gegn Svartfjallalandi verður gríðarlega erfiður en Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hvergi smeyk. „Við reynum að negla þær, þær eru hrikalegalega góðar og lík- lega með bestu leikmenn mótsins í sínum röðum. Við verðum allar að leggjast á eitt og sýna okkar styrk og það sem hefur leitt okkur hing- að,“ sagði Anna í gær en það er ljóst að línumaðurinn mun standa í ströngu í vörn sem sókn gegn lík- amlega sterku liði Svartfjallalands í leiknum í dag. Fáir iðkendur en mikill áhugi Íbúafjöldinn í Svartfjallalandi er aðeins um 700.000 en athygli vekur að aðeins eitt þúsund skráð- ir iðkendur eru í handbolta í land- inu. Til samanburðar eru rúmlega sex þúsund skráðir iðkendur á Íslandi. Einn forsvarsmanna liðs- ins segir að um 50% af landsmönn- um muni horfa á beinar útsending- ar frá leikjum liðsins. Svartfjalland komst, líkt og Ísland, á HM í gegnum umspil. Svartfjallaland vann Tékka sam- anlagt 75-52 í tveimur leikjum. Ísland vann Úkraínu 61-42 saman- lagt í tveimur leikjum. Svartfjalla- land endaði í sjötta sæti á Evrópu- meistaramótinu í Danmörku í desember á síðasta ári. Það var í fyrsta sinn sem Svartfjallaland komst inn í úrslitakeppni EM en Íslendingar voru í sömu sporum á því móti, sem nýliðar. Reynum að halda okkur á jörðinni „Það er rosalega gott að vera komin á stórmót, HM, og allt. En við erum að reyna að halda okkur á jörðinni og líta á þetta sem venjulegan landsleik. Einn leik í einu og allt það. Þannig er stemn- ingin í hópnum,“ sagði Hanna Guð- rún Stefánsdóttir. „Þetta er stórt verkefni fyrir okkur“ Ísland fær risa prófraun í fyrsta leiknum á HM í Brasilíu en andstæðingurinn, landslið Svartfjallalands, er í raun eitt besta félagslið heims. Gríðarlega öflugt lið sem gæti farið alla leið á þessu heimsmeistaramóti. DAGINN FYRIR LEIK Íslensku landsliðskonurnar hafa æft í Santos í Brasilíu síðustu dagana en þar mætir Ísland sterku liði Svart- fjallalands í frumraun sinni í úrslitakeppni heimsmeistaramóts í handbolta. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Andstæðingur Íslands á HM í Brasilíu í dag, Svartfjalla- land, er eitt sterkasta landslið heimsins. Liðið var nálægt því að komast í undanúrslit EM í Dan- mörku í fyrra en endaði með sex stig líkt og Rúmenía sem náði öðru sætinu í milliriðlinum og komst þar með í undanúrslit. Allir leikmenn liðsins eiga það sameiginlegt að hafa á einhverj- um tímapunkti leikið með félags- liðinu Buducnost frá Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands. Og að sjálfsögðu er þetta lið meist- ari í heimalandinu en yfirburðir liðsins undanfarna tvo áratugi eru ótrúlegir. Liðið hefur fagnað meistaratitlinum á hverju vori frá árinu 1992 eða í tuttugu skipti í röð. Dragan Adžic er þjálfari lands- liðsins og það kemur líklega ekki á óvart að hann er einnig þjálfari meistaraliðsins Buducnost. Nán- ast allir leikmenn Svartfjalla- lands hafa leikið í einhvern tíma undir stjórn Adžic hjá Buduc- nost. - seth „Landslið“ Svartfjallalands: Meistarar í 20 ár í röð ÖFLUG Skyttan Bojana Popovic er ein allra besta handknattleikskona heimsins í dag. NORDIC PHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.