Fréttablaðið - 03.12.2011, Side 90
3. desember 2011 LAUGARDAGUR62
80 ára afmæli
JÓN BOÐI
BJÖRNSSON
Gleðigjafinn síungi, dansarinn
Jón Boði Björnsson (Boði), mat-
reiðslumeistari og bryti frá
Sjónarhóli í Hafnarfirði, nú að
Löngufit 24 í Garðabæ er 80 ára,
sunnudaginn 4. desember 2011.
Það mun gleðja hann mikið að sjá
sem flesta samferðamenn, vini og fjölskyldumeðlimi gefa sér
tíma til þess að samgleðjast honum.
Byrjað verður á marseringu að hætti Boða, naglasúpan
margfræga verður á sínum stað, dansað, sungið og glaðst
saman.
Staðsetningin er Sjónarhóll á Kaplakrika frá kl. 15.00-18.00,
Boði afþakkar blóm og gjafir en sparibaukur verður staðsettur
við hljómsveitarpallinn og eru framlög vel þegin sem munu
renna í ferðasjóð unga mannsins.
Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir Ólafur Örn Pétursson
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Sími: 551 7080 · 691 0919 · athofn@athofn.is · www.athofn.is
Elskuleg móðir okkar, dóttir og systir,
Vera Siemsen,
hjúkrunarfræðingur,
Lágholti 9, Mosfellsbæ,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
1. desember.
Helgi Siemsen Sigurðarson
Guðmundur Siemsen Sigurðarson
Ólafur Siemsen Sigurðarson
Gústav Magnús Siemsen
Kristín Siemsen Ásbjörn Sigurgeirsson
Ólöf Guðfinna Siemsen Baldur Bjartmarsson
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
Jón Lindberg
Friðþjófsson
lést að heimili sínu í Pennfield, New Brunswick, þann
19. nóvember. Útför fór fram frá Dartmouth Chapel
N.S. 28. nóvember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Bertelsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sveinn Ragnar Björnsson
skipstjóri, Framnesvegi 20, Keflavík,
áður Garðbraut 56, Garði,
lést á Landsspítalanum v/Hringbraut, 25. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn
6. desember kl. 13.00.
Loftveig Kristín Sigurgeirsdóttir
Guðlaug Þóra Sveinsdóttir Baldvin Sigurðsson
Sigurgeir Borgfjörð Sveinsson Elín Gunnarsdóttir
Björn Sveinsson Elísa Rakel Jakobsdóttir
Rósa Sveinsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn.
Frá Vegagerðinni
Mánudaginn 5. desember verða afgreiðsla og skrif-
stofur Vegagerðarinnar í Borgartúni lokaðar frá
kl. 12 á hádegi, vegna jarðarfarar Auðar Eyvinds.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnar Guðmundur
Guðjónsson
vélstjóri
frá Eyri við Ingólfsfjörð, Strandasýslu, lést sunnudaginn
27. nóvember á Höfða dvalar- og hjúkrunarheimili,
Akranesi. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju
þriðjudaginn 6. desember kl. 14.00.
Sigríður E. Gunnarsdóttir Sveinn T. Þórólfsson
Ásdís Gunnarsdóttir
Guðrún A. Gunnarsdóttir Ásgeir G. Jónsson
Helga Gunnarsdóttir Sigtryggur Karlsson
barnabörn og barnabarnabörn
timamot@frettabladid.is
THOR JENSEN athafnamaður (1863-1947) fæddist þennan dag.
„Fjáraflamenn eru frekar ráðsmenn yfir fé sínu en fullkomnir eigendur. Því
ber þeim að verja fé sem þeir hafa aflögu til framfara og menningarbóta.“
Á þessum degi árið 1990 fékk Miðnes-
hreppur kaupstaðarréttindi og nefndist
eftir það Sandgerðisbær. Miðnes-
hreppur var stofnaður árið 1886 þegar
Rosmhvalaneshreppi var skipt í tvennt
eftir endilöngu nesinu. Hélt hinn hlutinn
gamla nafninu áfram en hann náði yfir
byggðirnar Garð, Leiru og Keflavík.
Sandgerðisbær nær yfir alla vestur-
strönd Miðness, allt út að Garðskaga.
Sandgerði var upphaflega útvegsjörð í
betra lagi og bjuggu þar góðbændur,
sem aðallega höfðu fiskinn í sjónum að
bústofni. Eins og nafnið gefur til kynna
er jarðvegur þar mjög sendinn og ekki
vel fallinn til ræktunar. Sandurinn var að
miklu leyti heftur með umfangsmikilli
ræktun melgresis og hleðslu mikils
sjóvarnargarðs á fyrri hluta 20. aldar.
Heimild: Wikipedia
ÞETTA GERÐIST: 3. DESEMBER 1990
Sandgerðisbær verður til
„Þetta ár er svokallað Nansen/Amund-
sen ár í tilefni þess að 100 ár eru frá því
að Roald Amundsen varð fyrstur manna
á Suðurpólinn og 150 ár eru frá fæðingu
heimskautafarans Fridtjofs Nansen,“
segir Per Landro menningarfulltrúi
norska sendiráðsins. Margir viðburðir
hafa verið skipulagðir á árinu í tilefni
þessa og í gær var opnuð sýning í Ráð-
húsi Reykjavíkur um Fridtjof Nansen.
„Þessi sýning var fyrst sett upp í
Hofi á Akureyri í haust í tengslum við
heimsókn utanríkisráðherra Noregs,
Jonas Gahr Støre,“ segir Per, en tilefni
heimsóknarinnar var stofnun Nansen
prófessorsstöðu við Háskólann á Akur-
eyri. „Háskólanum var síðan gefin
þessi sýning og hún hefir hangið þar
uppi. Hins vegar fannst okkur tilvalið
að leyfa Reykvíkingum að njóta henn-
ar líka,“ útskýrir Per en um er að ræða
yfirlitssýningu um líf og störf Nansens
á veggspjöldum með myndum og texta
á ensku.
En hver var þessi Nansen? „Hann var
norskur heimskautafari, vísindamaður
og mannvinur,“ byrjar Per að útskýra.
Sem ungur maður var hann afreks-
maður á skíðum og skautum en árið
1888 vann hann það afrek að fara fyrir
flokki manna á skíðum yfir Grænlands-
jökul. „Þá vann hann sér það til frægð-
ar að komast norðar en nokkur annar
maður hafði áður gert á árunum 1893
til 1896,“ segir Per.
Þó að Nansen hafi ekki stundað heim-
skautaferðalög eftir þetta voru marg-
ir heimskautafarar sem tóku hann sér
til fyrirmyndar enda hafði Nansen not-
ast við nýjungar bæði í klæðnaði og út-
búnaði á ferðum sínum.
„Nansen var doktor í dýrafræði og
einbeitti sér að haffræði eftir 1896.
Hann fór af því tilefni í margar vísinda-
ferðir, aðallega á Norður-Atlantshafi,“
segir Per en Nansen var afar þekktur
í Noregi bæði meðan hann lifði og ekki
síður í dag.
Hann var þekktur í þjóðfélaginu enda
talaði hann fyrir sjálfstæði Noregs og
lagði meðal annarra grunn að aðskiln-
aði landsins frá Svíþjóð.
Síðasta hluta ævinnar einbeitti Nan-
sen sér að starfi innan Þjóðabanda-
lagsins. Árið 1922 hlaut hann friðar-
verðlaun Nóbels fyrir vinnu sína fyrir
fórnarlömb fyrri heimsstyrjaldarinnar
og vinnu með flóttamönnum sem hann
sinnti allt til dauðadags árið 1930.
Því er ljóst að um afar merkan mann
er að ræða og ekki úr vegi að skella sér
í Ráðhúsið og fræðast nánar um hann.
Sendiherra Noregs á íslandi, Dag Wernø
Holter, opnaði sýninguna í Ráðhúsinu í
gær og mun hún standa fram yfir jól.
solveig@frettabladid.is
150 ÁR FRÁ FÆÐINGU FRIDTJOFS NANSEN: SÝNING Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR
Landkönnuður og mannvinur
VIÐ HLIÐ NANSENS Í tilefni þess að 150 ár eru frá fæðingu heimskautafarans Fridtjof Nansen hefur verið sett upp sýning um Nansen í Ráðhúsi
Reykjavíkur. Hér er menningarfulltrú norska sendiráðsins, Per Landro, við mynd af Nansen. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON