Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.12.2011, Blaðsíða 18
18 3. desember 2011 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 AÐVENTUKVÖLD FRÍKIRKJUNNAR VIÐ TJÖRNINA Hugljúf og skemmtileg jólastemning. Sunnudagskvöld 4. desember kl. 20. Hinn ungi og hæfileikaríki kór Fríkirkjunnar býður upp á fjölbreytta tónlistardagskrá, undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur söngkonu og við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur organista. Ræðumaður kvöldsins er Þráinn Bertelsson, rithöfundur og þingmaður. Prestarnir Séra Hjörtur Magni og Séra Bryndís stýra dagskránni og flytja ritningalestur. Hefðbundinn aðventuguðsþjónusta kl.14. Allir hjartanlega velkomnir. SPOTTIÐ Þorsteinn Pálsson er í tímabundnu leyfi frá Kögunarhólsskrifum. FRÁ DEGI TIL DAGS Allir tapa Stjórnvöld hafa lagt til að heim-ildir launþega til greiðslu á frá- dráttarbæru iðgjaldi til viðbótar- lífeyrissparnaðar lækki úr 4% af launum í 2%. Rökin fyrir þessari tillögu eru að þannig muni neysla aukast og þá um leið hagvöxtur. Meginástæðan fyrir tillögunni er þó sú að með þessari aðgerð aukast tekjur ríkissjóðs til skamms tíma um 1,4 milljarða eða 0,3% af heildar skatttekjum næsta árs. Með tillögunni er horft fram hjá þeirri staðreynd að þörfin fyrir við- bótarlífeyrissparnað hefur aldrei verið meiri en núna. Mannfjölda- spár gera ráð fyrir gerbreyttri samsetningu þjóðarinnar og því breyttu þjóðfélagi á næstu ára- tugum með auknu vægi lífeyris- þega. Í dag eru til dæmis rúmlega fimm vinnandi einstaklingar á móti hverjum lífeyrisþega en eftir 20 ár er því spáð að þeir verði þrír og eftir 40 ár aðeins tveir. Af þessu leiðir að í framtíðinni verða mun færri sem greiða skatta af atvinnu- tekjum til að fjármagna samneysl- una, á sama tíma og velferðarkerfið þarf að vaxa með fjölgun lífeyris- þega og hækkandi lífaldri þeirra. Kosturinn við viðbótarlífeyris- sparnað er að einstaklingar ráða því sjálfir hvort þeir nýta sér hann til að búa í haginn fyrir framtíð- ina. Þegar kreppir að geta þeir hætt tímabundið með sparnaðinn og byrjað svo aftur þegar svigrúm eykst á ný. Allir hagnast ef einstak- lingar geta nýtt sér þessa heimild. Einstaklingurinn sjálfur fær hærri eftirlaun, ríkið fær skatta af eftir- laununum og þörfin fyrir opinberan stuðning verður minni. Það myndi lýsa mikilli skammsýni ef ríkið gripi nú til þess ráðs að minnka heimildir til sparnaðar til að auka tekjur til skamms tíma. Með því er einnig vegið að kerfi sem tekist hefur að byggja upp frá árinu 1999. Inngrip af þessu tagi eru óheppileg þegar kemur að sparnaði og það er óvíst að einstaklingar byrji aftur að spara þó svo að heimildir verði auknar á ný. Vonandi bera þingmenn gæfu til að hafna tillögu stjórnvalda um að minnka heimildir til viðbótar- lífeyrissparnaðar. Það er öllum fyrir bestu. Arnaldur Loftsson Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins Gunnar Baldvinsson Framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins Halldór Kristinsson Framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins Haraldur Yngvi Pétursson Rekstrarstjóri séreignarsjóðsins Lífeyrisauka Lífeyrissjóðir Á form um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu. Meirihlutinn í fjárlaganefnd virtist hafa vit sitt úr meirihluta allsherjar- og menntamála nefndar, en í umsögn um fjárlagafrum- varpið til fjárlaganefndar lýsti hann miklum efasemdum um fangelsis- bygginguna á Hólmsheiði, vildi minni framkvæmd á höfuðborgarsvæð- inu en hins vegar byggja nýja öryggisálmu með því sem henni tilheyrir við fangelsið á Litla-Hrauni. Þessi afstaða gengur þvert á allar niðurstöður Fangelsismála stofnunar og innanríkisráðuneytisins, þar sem málið hefur verið í undirbúningi árum saman. Hún kemur hins vegar ekki sérstaklega á óvart. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar er Björgvin G. Sigurðs- son, sem undanfarið hefur ástundað óskammfeilið og grímulaust kjör- dæmapot, meðal annars í umræðum um flutning réttargeðdeildar frá Sogni á Klepp, hugsanlegan flutning Landhelgisgæzlunnar til Suður- nesja og byggingu nýs fangelsis. Þingmaðurinn hefur borið brigður á alla útreikninga og röksemdir sem leiða til annarrar niðurstöðu en þeirrar að viðkomandi starfsemi væri bezt komin í Suðurkjördæmi. Stundum hefur ákafinn hlaupið með þingmanninn í gönur, eins og þegar hann sakaði innanríkisráðherrann um að hafa lekið í Frétta- blaðið upplýsingum um aukakostnað sem því fylgdi að byggja frekar á Litla-Hrauni en á Hólmsheiði. Þessar háleynilegu upplýsingar voru úr minnisblaði Deloitte, sem þá hafði verið aðgengilegt á heimasíðu innan- ríkisráðuneytisins í átta mánuði. Það er alveg sjálfsagt að þingnefndir kalli eftir ýtarlegum upp- lýsingum um mismunandi valkosti þegar fé almennings er ráðstafað. Það á líka við í þessu máli. Tvennt skiptir hins vegar miklu máli þegar tekin er ákvörðun um að veita fé til hönnunar nýs fangelsis. Annars vegar að málið tefjist ekki frekar en orðið er. Ástandið í fangelsis málum er algjörlega skelfilegt og felur í sér margvísleg mannréttinda brot. Það verður alls ekki umflúið að koma byggingu nýs fangelsis á rekspöl og varla er hægt að taka mark á röksemdum um að 56 pláss séu of mörg, þegar hátt á fjórða hundrað manns bíða boðunar í afplánun. Hins vegar að fagleg sjónarmið, þar á meðal um rekstrar hagkvæmni, ráði för við ákvörðunina. Það er fullkomlega óþolandi hvernig þingmenn, fyrst og fremst þeir sem sitja á þingi fyrir Suðurkjördæmi, hafa komizt upp með að stilla málinu upp sem spurningu um atvinnu á Suðurlandi. Það er þess vegna full ástæða til að fagna því að þingheimur hafi áorkað að brjótast út úr fangelsi kjördæmapotsins, sem hefur verið undirrót svo margra vitlausra ákvarðana. Fag- og hagkvæmnisjónarmið eiga að ráða staðsetningu nýs fangelsis, ekki byggðapólitík. Úr fangelsi kjördæmapotsins Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sótt í söguna Guðni Ágústsson er hamrammur þegar svo ber undir. Fáum er betur gefið að sækja í fornsögurnar máli sínu til stuðnings og oft og tíðum er eins og Guðni sé ekki þessa tíma; hann eigi að spóka sig um með hjálm og skjöld um bleika akra og slegin tún. Eins og slíkum manni sæmir sækir Guðni í fortíðina í líkingum sínum og vill meina að „aðför“ að Jóni Bjarnasyni minni mest á Jón Arason, síðasta kaþólska biskupinn, „sem galt skoðana sinna sem píslarvottur einn haustdag í Skálholti og dó fyrir kóngsins mekt“. Svo mörg voru þau orð. Jón og séra Jón En hvað gerði Jón Arason? Jú, í stuttu máli má segja að samþykkt hafi verið að taka upp lútherskan sið á Íslandi. Jón var mikill höfðingi og hafði her manns. Í krafti þeirrar stöðu sinnar þráaðist hann við réttmætu valdboði og fór í vonlausa uppreisn og lét lífið á höggstokknum. Hvort Jón Bjarna kann Guðna þakkir fyrir samanburðinn skal ósagt látið. „Sleeper“ sögunnar „Sleeper“ er hugtak yfir njósnara sem plantað er komið er fyrir í óvina- landi. Þar leynist hann árum og stundum áratugum saman áður en hans innsta eðli brýst út og hann hefur undirróðurstarfsemi fyrir sinn sanna herra. Björn Bjarnason hefur nú fundið einn slíkan „sleeper“, nefnilega Svandísi Svavars dóttur. Hann upplýsir á síðu sinni að þræðir kommúnista liggi í innsta valdakjarna Vinstri grænna. Það megi meðal annars sjá á því að Svandís gekk í leikskóla í Austur-Þýskalandi. Stasi stendur sig greinilega vel. kolbeinn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.