Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 8

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 8
19. desember 2011 MÁNUDAGUR8 Með því að kaupa FRIÐARLJÓSIÐ styrkir þú hjálparstarf og um leið verndaðan vinnustað. FRIÐARLJÓSIN verða seld við eftirtalda kirkjugarða um jól og áramót. Þau fást einnig víða í verslunum. GUFUNESS- OG FOSSVOGSKIRKJUGARÐUR 23. des. kl. 13–17 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 KIRKJUGARÐURINN VIÐ SUÐURGÖTU 23. des. kl. 13–16 24. des. kl. 1O–16 KIRKJUGARÐUR AKUREYRAR 24. des. kl. 1O–17 31. des. kl. 13–17 P IP A R \T B W A - 1 02 97 5 LÁTUM FRIÐARLJÓSIÐ LÝSA UPP AÐVENTUNA FRÉTTASKÝRING Hvað gerðist á síðustu þingfundum fyrir frí? Þingmenn brugðu ekki út af vana sínum og dagskrá þingsins, síðustu daga fyrir jólafrí, var í uppnámi. Framan af virtist allt með ró og spekt en tillaga Bjarna Benedikts- sonar, formanns Sjálfstæðisflokks- ins, um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde, virkaði sem sprengja inn í þingstörfin. Sátt náðist um málið og þingi lauk á laugardag. Reynt var að fá tillögu Bjarna tekna til umræðu fyrir hlé, en stjórnarliðar tóku það ekki í mál. Ótækt væri að jafn stórt mál kæmi fram svo skömmu fyrir áætluð þinglok. Á endanum var samið um að tillagan yrði tekin til umræðu 20. janúar. Stjórnarliðar gáfu ekkert eftir hvað varðaði umræðu og heim- ildir Fréttablaðsins herma að þeir hafi stungið upp á þingfund- um fram að jólum og á milli jóla og nýárs ef þörf kræfi, ætti að afgreiða tillögu Bjarna strax. Þær raddir munu hafa verið háværast- ar innan Vinstri grænna. Til þess kom ekki og mun þingmönnum lítt hafa hugnast slík starfsáætlun eftir maraþonfundi síðustu daga. Raunar er umhugsunarefni að slík tillaga geti nýst sem hótun. Að það að þingmenn starfi eftir svipuðu tímaplani og aðrir þegn- ar þessa lands geti virkað sem pressa í samningum. Þess í stað fóru þingmenn í jólafrí 17. des- ember og hefja þingstörf aftur 16. janúar, eftir mánaðarhlé. Nokkur umræða hefur farið fram um starfshætti Alþingis. Sú umræða virðist hins vegar ekki skila sér inn í þingsali, þar sem staða, lík þeirri sem nú kom upp, er orðin hefð við áætluð hlé á þing- störfum. Þingmenn funda fram á nætur og mál koma inn á færi- bandi, allt til að ná starfsáætlun um boðað frí. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, sagði í samtali við Fréttablaðið á föstudag að starfs- fólk vissi ekkert um hvenær þing- störfum lyki. Það yrði að vera tilbúið til að vinna eins og þing- mönnum semdist um. Það virðist því ganga að innleiða á þingi það sem fjölmargir þingmenn hafa kallað eðileg vinnubrögð. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, virðist sama sinn- is, en við þinglok sagði hún nauð- synlegt að þingmenn gætu reitt sig á að starfsáætlun stæðist. Agnúar væru á þingsköpum, þrátt fyrir endurskoðun, og úr því yrði bætt í nefnd. „Sú nefnd mun þó fyrst og fremst vinna áfram að því að end- urbæta þingsköp og vinnubrögð hér á Alþingi eins og heitið var við afgreiðslu málsins, síðastliðið vor.“ Fjöldi mála var afgreiddur á síð- ustu dögum þingsins. Má þar nefna mál sem tengjast tekjugrunni fjár- laga og afgreiðslu ríkisborgara- réttar. kolbeinn@frettabladid.is Þingi lokið þrátt fyrir óvissu um hríð Hefðbundin óvissa var um hvenær hlé yrði gert á þingstörfum. Um hríð leit út fyrir að þingað yrði fram að jólum og jafnvel á milli jóla og nýárs. Sátt náðist um meðferð tillögu um Geir H. Haarde. Frekari endurbætur á þingsköpum. BJARNI BENEDIKTSSON Tillaga formanns Sjálfstæðisflokksins um að draga til baka ákæru á hendur Geir H. Haarde verður tekin til umræðu 20. janúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 1. Hversu mikið hækkuðu bréf í Högum á fyrsta degi viðskipta? 2. Hvað heitir íþróttafólk ársins 2011 hjá Íþróttasambandi fatlaðra? 3. Hvaða landsliðsmaður í hand- bolta hannar nú stuttermaboli? SVÖR: PRAG, AP Vaclav Havel, fyrrver- andi forseti Tékkóslóvakíu og síðar Tékklands, lést í gær 75 ára að aldri eftir langvinn veik- indi. Havel var einn af þekktustu andófsmönnum Austur-Evrópu á tímum kalda stríðsins og var margoft handtekinn af komm- únistastjórninni í Tékkóslóvakíu fyrir skrif sín. Hann kom boðskap sínum um mannréttindi og gagnrýni á stjórn- völd til skila með leikritum sínum og ritgerðum sem gengu manna á milli. Havel fór fyrir „Flauelsbylting- unni“ svokölluðu sem kom komm- únistum frá völdum haustið 1989 og var kjörinn forseti í kjölfarið. Eftir að leiðir skildi milli Tékk- lands og Slóvakíu árið 1992 sagði hann af sér, en var svo kjörinn forseti Tékklands árið eftir. Hann gegndi því embætti allt til ársins 2003. Fjölmargir stjórnmálaleiðtogar um allan heim hafa vottað Havel virðingu sína, þar á meðal Lech Walesa, fyrrverandi Póllandsfor- seti, og Madeleine Albright, fyrr- verandi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Talið er að Havel verði borinn til grafar á föstudag. - þj Fyrrverandi forsetinn og rithöfundurinn Vaclav Havel látinn, 75 ára að aldri: Frelsishetja Tékklands er látin FRELSISFRÖMUÐUR LÁTINN Vaclav Havel var einn frægasti andófsmaður kaldastríðstímans og leiddi síðar þjóð sína sem forseti. FRÉTTABLAIÐ/AP FLUGMÁL „Ég myndi ekki segja að hætta hafi skapast, en af þessu er sannarlega lítilshátt- ar aukin áhætta,“ segir Ingimar Sigurðarson, flugrekstrarstjóri Flugfélagsins Arna. Aðflug að austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar hefur á þessu ári verið brattara en vanalegt er vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Umhverfissvið Reykjavíkur hafnaði nýverið beiðni Isavia, sem rekur Reykjavíkurflugvöll, um að einstök tré verði lækkuð þar sem þau skaga upp í hindrunarflöt aðflugs að austur- vesturflugbraut flugvallarins. „Trén eru orðin of há til þess að hægt sé að fljúga yfir brautina á eðlilegan hátt. Aðflugið er brattara og því er í raun og veru búið að stytta brautina til notkunar fyrir okkur. Þetta breytir engu stórkostlegu, en hefur sannarlega einhver áhrif.“ Ingimar segir ljóst að við óbreytt ástand komi að þeim tímapunkti að ekki verði lengur við unað, hvort sem það er eftir tvö, fimm eða tíu ár. „Okkar vélar þurfa tiltölulega langa flug- braut. Ef ekkert verður að gert kemur að því að við þurfum að takmarka notkun á þessari braut, þegar vissar veðuraðstæður skapast, og takmarka þannig þjónustu við okkar viðskipta- vini.“ - hhs Flugrekstrarstjóri Flugfélagsins Arna segir tímaspursmál hvenær bregðast verði við vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð: Lítils háttar aukin áhætta en þó engin hætta TRÉN ERU FYRIR Flugrekstrarstjóri flugfélagsins Arna segir að vissulega fylgi því aukin áhætta að aðflugið að austur-vesturflugbraut sé nú brattara en vant er, vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! 1. Um 18,1 prósent. 2. Kolbrún Ösp Stefánsdóttir og Jón Margeir Sverrisson. 3. Róbert Gunnarsson. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.