Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 10
19. desember 2011 MÁNUDAGUR10 Verslunin Arna KoKo Stíll Belladonna Skóbúð Selfoss – Austurvegi 13–15 Eyjavík Mössubúð Skóbúð Húsavíkur Ozone – Kirkjubraut 12, Akranesi LEÐURSKÓR TÆKNI Um þriðjungur fólks sext- án ára og eldra hefur sótt tón- list, kvikmyndir eða annað höf- undarréttarvarið efni í gegnum netið samkvæmt svissneskri rannsókn. Talsmaður rétthafa á Íslandi telur hlutfallið svipað hér á landi. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall ógnar niðurhal á tónlist og kvik- myndum ekki svissnesku menn- ingarlífi að mati nefndar sem svissneska þingið fékk til að rannsaka áhrif niðurhals. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta lögum um netnotkun til að bregðast við ólöglegu nið- urhali. Þar getur almenningur hlaðið niður höfundarréttarvörðu efni til persónulegra nota, en ólöglegt er að dreifa því frekar. Almenningur eyðir svipuð- um upphæðum í afþreyingu þó niðurhal hafi aukist samkvæmt niðurstöðum nefndarinnar. Þeir sem spari með því að hlaða niður tónlist eða kvikmyndum á netinu eyði peningum í tónleikamiða eða ferðir í kvikmyndahús. „Við erum ósammála þessum niðurstöðum nefndarinnar,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka mynd- rétthafa á Íslandi (SMÁÍS). Hann segir að hlutfall þeirra sem hlaði niður ólöglega sé trú- lega svipað hér og í Sviss, en hlut- fallið sé mun hærra hjá ákveðn- um hópum. Til dæmis sýni rannsókn SMÁÍS að um 70 pró- sent karla á aldrinum 16 til 24 ára sækja höfundarréttarvarið efni á netið. Snæbjörn segir rannsóknir sem gerðar hafi verið hér á landi sýna að þeir sem hlaði niður efni hefðu í nærri fimmtungi tilvika keypt það. Tap þeirra sem fram- leiði slíkt efni sé því verulegt. Þrátt fyrir þetta gengur plötu- sala og sala á tónlist í gegnum netið vel hér á landi. Nýlega bár- ust fréttir af því að sala á geisla- plötum sé um 29 prósentum meiri en í fyrra. Sala á tónlist í gegnum netið hefur einnig aukist. „Það stefnir í algert metár,“ segir Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri vefsins Tón- list.is. Hann segir að sala hjá vefversluninni hafi aukist um 30 prósent milli ára, og þó hafi síð- asta ár verið metár. Mikill munur er á sölu á tón- list eftir því hvort tónlistarmenn- irnir eru íslenskir eða erlendir. Engil bert segir að um 70 pró- sent af þeirri tónlist sem keypt sé í gegnum vefsíðuna sé íslensk. Svo virðist sem neytendur kjósi að kaupa íslenskt efni, en séu lík- legri til að sækja erlent efni með ólöglegum hætti. Snæbjörn segir það fagnað- arefni að Íslendingar kaupi svo mikið af innlendu efni, en hjá því verði ekki litið að sala á erlendri tónlist sé í litlu samræmi við áhuga almennings á henni. Hann segir sláandi mun á sölutölum á íslenskri og erlendri tónlist, og sá munur sé svo mikill að hann verði ekki skýrður með sölu í gegnum erlendar vefverslanir á borð við Amazon. brjann@frettabladid.is Telja ekki þörf á að herða reglur um niðurhal af netinu Nefnd svissneska þingsins telur enga ástæðu til að breyta reglum til að stöðva ólöglegt niðurhal. Þriðjung- ur hleður niður ólöglega. Sala á íslenskri tónlist eykst þrátt fyrir niðurhal en sala á erlendri tónlist dalar. NIÐURHAL Þriðjungur fólks sextán ára og eldra hefur hlaðið niður höfundar- réttarvörðu efni í gegnum netið, og um 70 prósent karla á aldrinum 16 til 24 ára. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SVEITARSTJÓRNIR Guðrún Pálsdótt- ir, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ómögulegt að ákveða tímafrest við fyrirspurnum bæjarfulltrúa. Þetta kemur fram í svari bæjar- stjórans við fyrirspurn Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sem vildi fá því svarað hvað væri eðlilegt að það tæki langan tíma að svara fyrirspurnum. „Það fer að sjálfsögðu eftir eðli máls og hversu mikilla gagna þarf að afla. Almenna reglan er sú að fyrirspurnum er svarað svo fljótt og kostur er og tími og aðstæður leyfa,“ segir í svari bæjarstjórans. - gar Fyrirspurnir í Kópavogi: Ómögulegt að ákvarða frest GUÐRÚN PÁLSDÓTTIR Svara eins fljótt og aðstæður leyfa segir bæjarstjóri Kópavogs. DANMÖRK Allt að 80 prósent allra starfsmanna í bakaríum Dan- merkur vinna svart. Þetta er mat skattstjóra í Danmörku. Skatturinn gerði könnun í 24 bakaríum á dögunum og kann- aði starfsfólkið þar. Í ljós kom að 91 prósent var ekki skráð sem starfsfólk þrátt fyrir að vera við störf. Nokkur hluti var skráður á atvinnuleysisbætur. Starfsfólkið hafði sumt skrautlegar skýringar á veru sinni í bakaríunum. Einn reyndi að flýja burt, en þegar hann náðist, í bakarafötum og þakinn hveiti, sagðist hann aðeins hafa farið út úr húsi til að kaupa dagblað og væri alls ekki bakari. - þeb Bakarí í Danmörku skoðuð: Langflestir vinna svart RÚSSLAND, AP Khadzhimurad Kamalov, fjölmiðlamaður sem hafði lengi verið gagnrýninn á stefnu og vinnubrögð stjórnvalda í rússneska héraðinu Dagestan, var skotinn til bana á götu úti á fimmtu- dag. Kamalov var nýkominn út af skrifstofum blaðsins Chernovik í borginni Makhachkala þegar grímuklæddir byssumenn skutu hann niður og komust svo undan. Kamalov stofnaði blaðið Cherno- vik árið 2003, en það sagði á gagnrýninn hátt frá framferði öryggissveita í Dagestan, sem er nágrannahérað Tsjetsjeníu. Meðal annars eru þær sakaðar um að kynda undir ófriði við uppreisnar- menn með pyntingum og aftökum án dóms og laga. Margir telja að morðið á Kamalov tengist þessari umfjöllun og sagði núverandi ritstjóri Chernovik, Biyakai Magomedov, að tilgang- urinn hefði verið að hræða starfs- fólkið. Rússland hefur lengi verið eitt hættulegasta land heims fyrir blaðamenn þar sem árásir á þá eru algengar og sjaldnast upplýstar. Til dæmis er morðið á blaðakonunni Önnu Politkovskaju, sem fjallaði um grimmdarverk gegn borgurum í borgarastyrjöldinni í Tsjetsjeníu, enn óleyst fimm árum síðar. - þj Gagnrýninn fjölmiðlamaður myrtur í rússneska héraðinu Dagestan: Skotinn fyrir utan skrifstofur blaðsins MYRTUR Kamalov og samstarfsfólk hans höfðu lengi verið stjórnvöldum óþægur ljár í þúfu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem dæmdur var fyrir ofsaakstur undir áhrifum vímu- efna. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í níu mánaða fangelsi en Hæstiréttur dæmdi hann í fimm- tán mánaða fangelsi. Þá var hann sviptur ökurétti ævilangt. Maðurinn var fundinn sekur um að aka án réttinda undir áhrifum áfengis og fíkniefna á allt að 140 kílómetra hraða á höfuðborgar- svæðinu án þess að sinna stöðvun- armerkjum lögreglu. - jss Hæstiréttur þyngdi dóm: Ökuníðingur fékk 15 mánuði Svissneska þingið fól nefnd sem fjallaði um erlent niðurhal að kanna möguleika á að takmarka niðurhal á kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og öðru höf- undarréttarvörðu efni. Nefndin fjallaði um þrenns konar kerfi sem nota má til að sporna við niðurhalinu. Í fyrsta lagi fjallaði nefndin um það kerfi sem þegar hefur verið tekið upp í Frakklandi. Þar getur dómari svipt einstaklinga nettengingu í allt að eitt ár verði þeir í þrígang uppvísir að því að sækja höfundarréttarvarið efni á netið. Nefndin hafnaði þeirri lausn á þeim forsendum að hún samræmist ekki lögum um tjáningarfrelsi, auk þess sem hún færi handhöfum höfundarréttar of mikil völd. Í öðru lagi fjallaði nefndin um möguleika á því að sía út höfundarréttarvarið efni úr netumferð. Því hafnaði nefndin á þeirri forsendu að leiðin ógni friðhelgi einkalífs fólks og geti auk þess tafið netumferð. Þriðja leiðin sem nefndin fjallaði um var að leggja nefskatt á nettengingar gegn því að heimilt væri að hala niður efni án takmarkana. Taldi nefndin þá leið ófæra þar sem almenningur væri á móti nefskatti og væri vantrú- aður á að peningarnir skiluðu sér á réttan stað. Þá myndi heimild til að deila efni án takmarkana varla standast alþjóðlega sáttmála sem Sviss hefur undirgengist. Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri SMÁÍS, segir þessar þrjár leiðir ekki fýsilegar að mati sam- takanna. Þau vilji helst að lögfestur sé möguleiki á að loka fyrir aðgang íslenskra netnotenda að síðum sem sannarlega dreifi efni með ólöglegum hætti. Um þá leið fjallaði svissneska nefndin ekki. Hafnaði þremur leiðum til að takmarka ólöglegt niðurhal UPPREISNARHUNDUR Útigangs- hundurinn Loukanikos hefur verið áberandi í mótmælum Aþeninga gegn efnahagsstjórninni í Grikklandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.