Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 12

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 12
19. desember 2011 MÁNUDAGUR12 * Gildir á meðan birgðir endast. Þú kemst í samband við jólaandann Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Frábær tilboð á snjöllum símum Samsung Galaxy W 59.990 kr. staðgreitt eða 4,999 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * LG Optimus Hub 39.990 kr. staðgreitt eða 3.333 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir *og 2.000 kr. inneign á Tónlist.is i i i i . UMHVERFISMÁL Flokkunarstöð Sorpu í Gufunesi hefur tekið í notk- un búnað sem flokkar málmhluti sjálfvirkt, með segulafli, frá öðru sorpi. Því þurfa heimili á höfuð- borgarsvæðinu og önnur svæði sem Sorpa þjónar í sorphirðu, ekki lengur að vera með sérstaka flokk- unartunnu undir smáa málmhluti. Í tilkynningu frá Reykjavíkur- borg er þeim tilmælum þó beint til almennings að héðan í frá verði málmhlutir, líkt og niðursuðudós- ir, álpappír, skrúfur, naglar og þess háttar, settir beint ofan í sorptunn- una en ekki í poka með öðru sorpi. Málmar eru um þrjú prósent af heimilissorpi, að því er fram kemur í tilkynningunni, og alls nást um 60 prósent af öllum málmi úr sorpinu með þessari nýju aðferð. Um átta til tíu tonn af járni og um eitt tonn af öðrum málmi er flokkað frá með þessum hætti á viku. Afraksturinn er svo sendur úr landi, aðallega til Bretlands og Spánar, til endurvinnslu. Úr málminum er svo framleidd ýmis vara, svo sem grill og garð- húsgögn og þar fram eftir götun- um. - þj Nýr búnaður í sorphirðu og endurvinnslu í flokkunarstöð Sorpu: Flokkar málma sjálfkrafa frá SJÁLFVIRKT Ásmundur Jónsson, verk- stjóri í móttökustöð Sorpu, sést hér með hluti sem nýi búnaðurinn flokkaði frá almenna sorpinu. MYND/SORPA AKRANES Akranesbær mun leggja fjórtán milljónir króna í nýsköp- un, atvinnu- og ferðamál í bænum á næsta ári. Þetta samþykkti bæjar stjórnin á fundi fyrir helgi. Bæjarráði var falið að vinna að nánari útfærslu á hugmynd- um og leggja tillögur um ráð- stöfun á peningunum fyrir bæjar- stjórn. Þá mun atvinnumálanefnd og stjórn Akranesstofu verða falið að leggja fyrir bæjarstjórn greinar gerðir um störf verkefna- stjóra í atvinnumálum og ferða- málum. - þeb Akranesbær veitir fé: Fjórtán millj- ónir í nýsköpun DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í þrjá- tíu daga fangelsi, einkum fyrir að stela úr verslunum. Maðurinn hafði þann háttinn á að setja vörur í poka í verslunun- um og ganga út án þess að borga. Þá var hann dæmdur fyrir að brjótast inn í bifreið, í félagi við óþekktan mann, og stela úr henni radarvara. Maðurinn hefur játað. - jss Dæmdur í 30 daga fangelsi: Stöðvaður með þýfi við útidyr DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur karl- maður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir að ráðast á annan mann og stórslasa hann. Árásarmaðurinn kom á heimili mannsins og krafðist launa sem hann taldi sig eiga inni hjá fyrir- tæki sem fórnarlambið stýrði. Þegar fjármunir voru ekki reiddir fram sló hann manninn í andlitið þannig að hann hlaut skurð ofan við augabrún, brot á kinnbeini og augntóft, auk fleiri áverka. Fórnarlambið hafði verið undir hendi geðlæknis vegna geðrask- ana, sem versnuðu um allan helm- ing við árásina. Árásarmaðurinn, sem á langan sakaferil, var dæmd- ur til að greiða fórnarlambinu 600 þúsund krónur. - jss Réðist á mann inni á heimili: Átta mánuði inni eftir árás DÓMSMÁL Ákæruvaldið í landinu er farið að krefjast harðari refsinga yfir kynferðis- brotamönnum og dómstólar farnir að herða þær. Umræðan í samfélaginu frá almenningi, stjórnmálamönnum, gras- rótarsamtökum og þolend- um kynferðisbrota er farin að skila árangri í þyngri dómum. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, afbrota- fræðings við Háskóla Íslands. Mikil aukning hefur orðið í óskilorðsbundnum dómum yfir brotamönnum sem hafa níðst kynferðislega á börn- um, en 21 einstaklingur sat í fangelsi í fyrra fyrir barna- níð. Árið 2001 sat einn inni og það sem af er ári hafa fjórtán setið í fangelsi fyrir slík brot. Hafa ber í huga að fjöldi barnaníðinga sem sitja inni safnast upp og því var talan svo há í fyrra. Að mati Helga hefur aukin umræða gert það að verkum að fólk er óhræddara við að kæra kynferðisbrot og því fái lögreglan fleiri kærur inn á borð til sín. Umburðarlyndið fyrir brotunum minnkar með hverju árinu og því má segja að þau séu meira uppi á yfirborðinu og rannsóknaraðilar taki þeim alvarlegar en áður. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðis- brotadeildar lögreglunnar, segir marga sam- verkandi þætti ástæður fjölgunarinnar. Hann nefnir þar að rannsóknaraðferðir lögreglunnar hafi batnað, Barnahús var stofnað, samvinna Barnaverndarstofu og lögreglu jókst sem og aukin menntun í geiranum almennt. „Þá kannski síðast en ekki síst stofnun kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar sem var sett á laggirnar árið 2007,“ segir Björgvin og bætir við að ákæruvaldið hafi einnig stigið ákveð- ið skref í sömu átt og fyrrgreindar stofnanir. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnun- ar, segir brýnt að bregðast við þessari fjölgun því þeir fangar sem brjóta gegn börnum kyn- ferðislega eru „lægst settir“ innan fangasam- félagsins. „Það er skylda okkar að bjóða þeim sem best- ar aðstæður, líkt og öðrum,“ segir Páll. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsis- málastofnun hafa þó ekki orðið miklar sveifl- ur síðan árið 2001, að undanskildum árunum 2009 og 2010, í fjölda dóma innan hvers árs þar sem dómþoli hefur verið dæmdur annars vegar í óskilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn börnum og hins vegar í skilorðsbundna refsingu. sunna@frettabladid.is Dómstólar herða refsingar Breyttar áherslur dómstóla og ákæruvalds eru taldar meginforsenda þess að barnaníðingar eru yfirleitt dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi. Einn sat í fangelsi 2001 fyrir barnaníð en í fyrra voru þeir 21. PÁLL WINKEL HELGI GUNN- LAUGSSON BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Tuttugu og einn barnaníðingur sat í fangelsi á síðasta ári og hefur óskilorðsbundnum dómum fyrir slík brot fjölgað mikið á síðustu tíu árum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KULDAKAST Á INDLANDI Indverskir karlar hlýja sér við eld á köldum morgni í Allahabad á sléttunni undir Himalajafjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.