Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 18
18 19. desember 2011 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 K annanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa for- ystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vís- bendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar. Fréttablaðið sagði um helgina frá einni slíkri, þeirri fjórðu sem gerð er eftir hrun. Hún sýnir ekki miklar breytingar frá því í fyrra, en staðfestir einmitt að sú mikla vinstribylgja sem bar núverandi stjórnarflokka inn í stjórnarráðið snemma árs 2009 hefur að mestu leyti fjarað út. Þannig hefur fylgi stjórnar- flokkanna minnkað úr 51,5% í síðustu kosningum og mælist nú aðeins um 31,1% samanlagt, sem myndi skila þeim um þriðj- ungi þingsæta. Í apríl 2009, þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar töluðu um hugmynda- fræðileg þáttaskil í landinu og kenndu stefnu Sjálfstæðisflokksins um allt sem miður hafði farið í hruninu, mældist stuðningur við stjórnarflokkana raunar enn meiri, eða tæplega 60%. Þá sagðist einnig meirihluti aðspurðra treysta öðrum hvorum stjórnarflokknum bezt til að fara með alla málaflokkana þrettán sem spurt var um. Strax í fyrra hafði þetta breytzt og myndin er nú áfram svipuð; flestir segjast treysta Vinstri grænum til að sinna umhverfismálum og rannsókn á bankahruninu, en í öllum öðrum málaflokkum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið forystuna. Það er ekki sízt í efnahagsmálunum sem traust á stjórnar- flokkunum hefur hrunið. Fleiri segjast nú treysta Sjálfstæðis- flokknum en fylgi hans segir til um í málaflokkum tengdum efnahagsmálum, atvinnu- og skattamálum. Athyglisvert er að ein mesta breytingin frá því í fyrra snýr að nýtingu náttúruauðlinda. Þar hefur þeim fækkað verulega, sem treysta VG bezt, en að sama skapi fjölgar þeim sem leggja traust sitt á Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta endurspeglar afstöðu almennings til deilna bæði innan ríkisstjórnarinnar og milli stjórnar og stjórnar andstöðu um nýtingu fiskimiða og orkulinda og erlendar fjárfestingar. Þar nýtur stefna VG minnkandi vinsælda. Niðurstöður könnunar MMR staðfesta að vinstriflokkarnir hafa gloprað úr höndum sér því mikla tækifæri sem þeir fengu þegar þeir mynduðu fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn Íslands- sögunnar. Og sýna að sama skapi fram á að Sjálfstæðisflokkurinn á aftur færi á að ná forystu í íslenzkum stjórnmálum. Það sem könnunin nær þó ekki utan um er hinn stóri hópur sem er kominn með ógeð á öllum gömlu stjórnmálaflokkunum og er mjög óviss hvað hann muni kjósa. Sá hópur er stór, eins og sést á að því að aðeins um 60% svarenda tóku afstöðu til spurninganna í könnuninni að meðaltali. Enn er sá möguleiki fyrir hendi að nýtt eða ný framboð, sem setja fram skýra stefnuskrá, umbylti á ný því fremur gamalkunnuga pólitíska landslagi, sem birtist í þessum könnunum. - eflir einbeitingu, úthald og þrek - vinnur gegn streitu og álagi - talin hjálpa gegn depurð og prófkvíða við hlustum! HALLDÓR Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyris- sjóða. Þetta viðmið var hugsan- lega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árleg- ur hagvöxtur hafði þá að meðal- tali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síð- ustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðal- tal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýj- ustu tölur Hagstofunnar er það meðal tal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunar- kröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunar- krafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamál- um ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkis- skuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Mögu- leikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðal- talstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfest- ingar. Þetta viðmið heldur líka vöxt- um húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum sam- kvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxt- unarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxta- byrði fjölskyldu með 30 milljóna króna hús- næðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst. Væntur lífeyrir og lánakjör Fjármál Már Wolfgang Mixa fjármálafræðingur Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmark- aðir. Hvers vegna ekki fyrr? Bjarni Benediktsson lagði fram tillögu á þingi um að afturkalla ákæru á Geir H. Haarde. Býsna mikilvæg tillaga sem snýr að uppgjöri við hrunið, afturköllun landsdóm og ákæru Alþingis. Sem sagt ekki daglegt brauð hér á ferð. Það var því lítið undrunarefni að Bjarni vildi fá tillöguna á dagskrá og að hún yrði rædd í þaula. Þess vegna vekur það nokkra furðu að hann skuli setja hana fram svo að segja á síð- asta degi þingsins. Ef tillagan var svona bráðnauðsynleg og þurfti mikla umræðu, hví lagði hann hana þá einfaldlega ekki fram mun fyrr? Helvítis höfuðborgin Kristján L. Möller, fyrrverandi ráðherra samgöngumála, ætlar ekki að styðja samgönguáætlun eftirmanns síns. Ástæðan er einföld; of mikið fé fer í höfuðborgarsvæðið að hans mati og of lítið í landsbyggðina. Nú væri gaman að skoða tölur um samgöngufram- kvæmdir síðustu ára. Án þess að hafa lagst í ýtarlegar rannsóknir virðist manni sem ekki halli of mikið á þann litla blett sem er heimili helmings þjóðarinnar. Nema síður sé. Þumalskrúfan Kristján er þingmaður Sam- fylkingarinnar í Norðaustur- kjördæmi og hann mun ekki styðja áætlun sem gerir ekki ráð fyrir Norðfjarðargöngum í bráð. Það er alvörumál að neita að styðja frumvarp stjórnar sem hefur aðeins eins manns meirihluta. Líklega munu æ fleiri svona dæmi koma upp, þar sem þingmenn nýta sér veika stöðu stjórnarinnar til að ýta fram sínum hagsmunamálum. Þeir munu allir sem einn neita að um kjör- dæmapot sé að ræða, en það er merkileg tilviljun að alltaf virðast þingmenn tilbúnir til að láta brjóta á málum í eigin kjördæmi, en ekki öðrum. Þumalskrúfan mun herðast að ríkisstjórninni. kolbeinn@frettabladid.is Áhugaverðar niðurstöður í könnun MMR: Glatað tækifæri vinstristjórnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.