Fréttablaðið - 19.12.2011, Page 20

Fréttablaðið - 19.12.2011, Page 20
20 19. desember 2011 MÁNUDAGUR Flestir þeirra sem verða blind-ir eða alvarlega sjónskertir á unga aldri eða snemma á full- orðinsárum verða það sökum arfgengra hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnunni (RP og tengdir sjúkdómar). Engar meðferðir eru til við þessum augnsjúk- dómum í dag og því er það hlut- skipti þeirra sem eru með þessa sjúkdóma að tapa sífellt meiri sjón með árunum og getur sjón- missirinn endað í alblindu. Mjög misjafnt er hversu hratt þessir sjónhimnusjúkdómar þróast, allt frá árum yfir í áratugi, og því er það mjög einstaklingsbundið hvenær og hverjir verða blindir, sumir á unglingsárum og aðrir seinna á fullorðinsárum. Algengt er að snemma í hrörnunar ferlinu séu þessi sjúkdómar ekki vel greinanleg- ir nema sérstaklega sé skim- að eftir þeim. Þannig getur einstaklingur með tiltekna birt- ingarmynd af slíkum sjúkdómi, sem gæti lýst sér í einungis 1/10 af fullu sjónsviði, náttblindu en skarpri og mjög þröngri miðju- sjón, staðist almennt sjónskerpu- próf (lesa á stafaspjaldið) sem oft er lagt fyrir einstaklinga vegna endurnýjunar á ökuskír- teini. Viðkomandi einstaklingur er hins vegar lögblindur. Verðmæti sjónar Dæmi eru um það, bæði hér- lendis og erlendis, að einstak- lingar sem eru með þessa arf- gengu hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu hafa ýmist fengið enga greiningu, ranga greiningu eða greiningu sem kemur mjög seint í sjúkdómsferlinu, jafnvel þegar fólk er orðið lögblint. Blindrafélagið hefur í tví- gang látið Capacent Gallup gera fyrir sig skoðanakannanir meðal almennings, 2009 og 2011, þar sem spurt er hvert af tilteknum heilsufarsáföllum fólk telji að myndi hafa neikvæðust áhrif á lífsgæði sín. Aðeins lömun skor- aði hærra í svörum en sjónmiss- ir. Þar fyrir neðan voru áföll eins og hjartaáfall, heilablóðfall, krabbamein og önnur áföll sem auðveldlega geta dregið fólk til dauða. Úr þessu má lesa ákveðið verð- mætamat og um leið þá miklu angist sem fólk stendur frammi fyrir gagnvart því að missa sjón- ina. Þessar niðurstöður gera rétta og snemmtæka greiningu augnlækna á augnsjúkdómum, hvort sem til eru við þeim með- ferðir eða ekki, mjög mikilvæga fyrir sálarheill þeirra sjúklinga sem í hlut eiga og möguleika þeirra á að njóta viðeigandi aðstoðar og þjónustu. Til dæmis með því að vísa þeim til Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Þekkingu fleygir fram Nú er það svo að hrörnunarsjúk- dómar í sjónhimnu eru fáséðir sjúkdómar. Talið er að nýgengi þeirra sé á bilinu 1/3000–1/3500. Það er því ljóst að þessir sjúk- dómar eru ekki oft að koma fyrir augu augnlækna. Á undanförnum árum hefur þekkingu á eðli þessara sjúk- dóma fleygt fram og nú er svo komið að fjölmargar klínískar sjúklingatilraunir eru við það að fara í gang, þegar hafnar eða jafnvel komnar vel á veg. Um er að ræða tilraunir með gena- meðferðir, stofnfrumumeðferð- ir, tilraunir með rafeindasjón og lyfja- og taugafrumu meðferðir, svo eitthvað sé nefnt. Þegar fyrstu meðferðirnar koma á almennan markað, sem gæti verið innan 5 ára, að mati þeirra sem eru bjartsýnir, munu þeir sjúklingar standa best að vígi sem hafa rétta og nákvæma greiningu. Ýmislegt bendir einnig til þess að meðal fyrstu og aðgengileg- ustu meðferðanna verði fyrir- byggjandi meðferðir sem muni stöðva eða hægja allverulega á hrörnunarferlinu. Verði það raunin eykst mikilvægi snemm- tækrar og réttrar greiningar ennþá meira. Aukin árvekni Um allan hinn vestræna heim kalla samtök þeirra sem eru með þessa augnsjúkdóma nú eftir aukinni árvekni augnlækna við skimun og greiningu þessara arfgengu hrörnunarsjúkdóma í sjónhimnu. Með réttri og snemmtækri greiningu aukast möguleikar sjúklinga á því að geta notið réttra meðferða þegar þær von- andi fara að líta dagsins ljós á næstu 5-10 árum. Þar sem engin von var gefin fyrir 15-20 árum er núna von. Opið bréf til íslenskra augnlækna Heilbrigðismál Kristinn Halldór Einarsson formaður Blindrafélagsins Með réttri og snemmtækri greiningu aukast möguleikar sjúklinga á því að geta notið réttra meðferða þegar þær vonandi fara að líta dagsins ljós á næstu 5-10 árum. Þar sem engin von var gefin fyrir 15-20 árum er núna von. Eftir þegarverju ári kemur Pósturinn jólagjöfum á milli ættingja og vina frá öllum landshornum. Stórt dreifikerfi Póstsins iðar af lífi þegar fara að láta sjá sig á pósthú- sum landsins. Pósturinn kemur þeim heim að dyrum viðtakanda, sem ereinu skrefi frá jólatrénu. skiptir engu málið hvað gjöfin er , Pósturinn kemur því til skila. Það stoppar þig því ekkert ef þú vilt gefa seturínum á Drangsnesi þvottavél og ömmu þinni flatskjá. Pósturinn hefur látið smíða fyrir sig fyrsta póst-appið á Íslandi. Í þessu notadrjúga símaforriti er hægt að fylgjast með sendingum, finna pósthús og póstkassa á korti og fletta upp skiladögum fyrir jólin. Póstappið nýtir sér tæknilega möguleika snjallsíma og má sem dæmi nefna að nofdddtendur fá og Android síma. Póstappið nýtir sér möguleika snjallsíma og má sem dæmi nefna að notendur fá upplýsingar um pósthús og póstkassa út frá eigin staðsetnigu á korti. stappið er í stöðugri þróun og það má fastlega búast við því að á næstu mánuðum muni bætast við fleiri gagnlegir notkunarmöguleikar. Af nógu er að taka í fjölbreyttri þjónustu Póstsins. Póstappið er fáanlegt bæði fyrir iPhone og Android síma. Pósturinn hefur látið smíða fyrir sig fyrsta póstappið á Íslandi. Í þessu notadrjúga símaforriti er hægt að fylgjast með sendingum, finna pósthús og póstkassa á korti og fletta upp skiladögum fyrir jólin. Póstappið nýtir sér tæknilega möguleika snjallsíma og má sem dæmi nefna að notendur fá upplýs- ingar um pósthús og póstkassa út frá eigin staðsetnigu á korti. Póst-appið er í stöðugri þróun og það má fastlega búast við því að á næstu mánuðum muni bætast við fleiri gagnlegir notkunarmöguleikar. Af nógu er að taka í fjölbreyttri þjónustu Póstsins. Póst-appið er fáanlegt bæði fyrir iPhone og Android síma. Á hverju ári flytjum við jólagjafir á milli ættingja og vina frá öllum landshornum og dreifikerfi Póstsins iðar af lífi þegar gjafirnar fara að láta sjá sig á pósthúsum landsins. Pósturinn kemur þeim heim að dyrum viðtakanda, sem er einmitt einu skrefi frá jólatrénu. Það skiptir engu málið hvað gjöfin er stór, Pósturinn kemur henni til skila. Það stoppar þig því ekkert ef þú vilt gefa afa þínum á Drangsnesi þvottavél og ömmu þinni flatskjá. Það þarf ekki mikið til að vekja góðar minningar um jólin. Einhver smáhlutur, mynd frá síðasta sumri, sokkapar eða falleg bók. Það er hugurinn sem skiptir máli. Sendu hug þinn með Póstinum – heim að dyrum. Kynntu þér SMS-f rímerk i á post ur.is Pósturinn hefur látið smíða fyrir sig fyrsta pósmeðan á Íslandi. Á senda símaforriti er hægt að fylgjast með sendingu og ins og þeirra fjölmörgu s öluaðila sem selja frímerki um land allt. Sms-frímerki er númer sem send- andi skrifar skýrt og greinilega efst í hægra horn sendingar, þar sem frí- merkin eru venjulega sett. Hægt er fá sent sms-frímerki sem gildir fyrir allt að fimmtíu sendingar. Kostnaðurinn gjaldfærist á símreikning sendanda. JÓLIN SNIÐUGT Hver hefði getað ímyndað sér fy ir r tuttugu árum að það yrði h ægt að k aupa frímerki með síma og penna? Pósturinn hefur innleitt enn eina tækninýjungina í póstsamskiptum landsmanna, sms- frímerki. Það er því hægt að nálgast frímerki allan sólarhringinn, allan ársins hring óháð opnunartíma Pósts- Það er hugurinn sem skiptir máli. Sendum jó lin! www.postur.is Bæði fyrir iPhone og Android

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.