Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 22

Fréttablaðið - 19.12.2011, Side 22
22 19. desember 2011 MÁNUDAGUR Ekkert íslenskt fyrirtæki er með meira eigið fé en Landsvirkj- un, samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækj- um landsins miðað við árið 2010. Arðsemi Landsvirkjunar á liðn- um áratug hefur enda verið með miklum ágætum. Eigið fé félags- ins hefur liðlega fjórfaldast og nam nærri 190 milljörðum króna í árslok 2010. Engin hlutafjáraukning hefur átt sér stað hjá Landsvirkjun á liðnum áratug heldur hefur félagið byggt upp eigið fé sitt með góðum rekstri á tímabilinu. Arðsemi Landsvirkjunar er góð samanbor- ið við önnur frambærileg íslensk fyrirtæki á borð við Marel, Össur, Alfesca og HB Granda. Öll eiga þessi félög það sammerkt að vera meðal eiginfjársterkustu félaga landsins, hafa öll notið umtals- verðs vaxtar á liðnum áratug og hafa ekki þurft að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Í öllum tilfellum er stuðst við upp- gjörsmynt hvers félags. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er meðalarðsemi Lands- virkjunar nærri 19% á þessu tímabili, samanborið við um 11% hjá Össur og HB Granda, 6% hjá Alfesca og 1% hjá Marel. Við mat á meðalarðsemi er horft til breyt- inga eigin fjár að teknu tilliti til arðgreiðslna og hlutafjáraukninga hjá hverju félagi fyrir sig. Í nýlegri skýrslu Sjónarrandar, sem unnin var fyrir Fjármálaráðu- neytið, kemur fram að arðsemi Landsvirkjunar af raforkusölu til stóriðju hefur verið liðlega tvöfalt hærri en arðsemi af raforkusölu til almennings. Skýrsluhöfundar hafa við mat á arðsemi ekki vilj- að líta til arðsemi eigin fjár, þar sem Landsvirkjun njóti ríkis- ábyrgðar á öll lán sín og því betri lánskjara en ella og geti skuldsett sig meira. Landsvirkjun greið- ir hins vegar gjald til ríkissjóðs fyrir ríkisábyrgðina sem leiðir til lægri hagnaðar en ella. Mæling á arðsemi eigin fjár er því mjög eðlilegur mælikvarði á árangur Landsvirkjunar eins og annarra fyrirtækja. Það er hins vegar fylli- lega eðlilegt að gera þá kröfu til Landsvirkjunar að fyrir tækið skili góðri arðsemi eigin fjár. Sú er líka raunin. Velferðarnefnd Alþingis sam-þykkti nýja þingsályktunartil- lögu um staðgöngumæðrun í vel- gjörðarskyni. Tillagan er nokkuð breytt frá fyrra þingi þar sem heil- brigðisnefnd fjallaði um hana og samþykkti með breytingum. Til- lagan hefur nú verið samþykkt af tveimur þingnefndum, nú með yfirgnæfandi meirihluta, og er það vísbending um vönduð vinnu- brögð beggja nefnda við að skilja staðreyndir frá kenningum og for- dómum. Staðganga stuðningsfélag og Til- vera, samtök um ófrjósemi, hafa lagt sitt af mörkum til að stuðla að upplýstri og faglegri umræðu um málefnið. Í þeim tilgangi fengu félögin Karen Busby, lagaprófess- or við Manitoba-háskóla í Kanada, til landsins í maí sl. Hún er helsti sérfræðingur í staðgöngumæðr- un á Vesturlöndum, en hennar sérsvið eru mannréttindi, jafn- rétti og kúgun kvenna. Rannsókn hennar fólst í að finna allar birt- ar fagrannsóknir um staðgöngu- mæðrun á Vesturlöndum og bera niðurstöður þeirra saman. Hún bjóst við að finna handfylli rann- sókna en þær urðu 40 talsins. Fullyrðingar um skort á rann- sóknum hafa komið fram, m.a. í skýrslu vinnuhóps þáv. heilbrigð- isráðherra (jan./júní 2010) sem ýmsir umsagnaraðilar styðjast ennþá við í málflutningi sínum, sem og minnihluti velferðarnefnd- ar. Það skýtur skökku við, þar sem skýrslan fjallar að mestu leyti um staðgöngumæðrun í hagnaðar- skyni og í þróunarlöndunum en að mjög litlu leyti um staðgöngu- mæðrun í velgjörðarskyni á Vest- urlöndum eins og er til umræðu hér á landi. Í skýrslunni segir þó orðrétt um staðgöngumæðrun í velgjörðar- skyni: „Konurnar geta til dæmis verið vinkonur, systur eða jafn- vel mæðgur. Þá er gengið út frá því að allir aðilar sem að málinu koma, séu þátttakendur af fúsum og frjálsum vilja. Ekki er ástæða til að ætla að slíkt hafi neikvæðar afleiðingar.“ Fyrrnefndar rannsóknir fylgd- ust grannt með upplifun stað- göngumæðra. Flestir ef ekki allir rannsakendur töldu sig geta sýnt fram á að staðgöngumæður væru úr lægri stéttum, beittar þrýstingi og jafnvel kúgun, upplifðu mikinn missi við að afhenda barnið for- eldrum o.s.frv. Þrátt fyrir ein- beittan vilja rannsakenda studdi engin af rannsóknunum þessar né aðrar neikvæðar kenningar nema síður sé. Allar niðurstöður eru einróma sammála um ágæti stað- göngumæðrunar á Vesturlöndum og umfram allt almenna ánægju staðgöngumæðra með að hafa tekið hlutverkið að sér. Það er gleðiefni fyrir vantrúaða að fá það staðfest að konur geta framkvæmt góðverk af heilum hug og vita vel hvers þær eru megn- ugar. Sá er styrkur og kærleikur kvenna sem ber að fagna. Pró- fessor Karen Busby er nú dyggur stuðningsmaður staðgöngumæðr- unar á Vesturlöndum, en rannsókn hennar ber heitið „Revisiting The Handmaid’s Tale: Feminist Theory Meets Empirical Research on Surrogate Mothers“. Heilbrigðisnefnd lagði fram tillögur að breytingum sem vel- ferðarnefnd tekur undir og sú helsta er aukin áhersla á réttindi og hagsmuni barnsins og stað- göngumóðurinnar og að hún hafi fullan ákvörðunarrétt yfir sínum líkama. Á sömu forsendum álítur heilbrigðisnefnd að það sé hluti af ákvörðunarvaldi íslenskra kvenna yfir eigin líkama að mega vera staðgöngumæður ef þær kjósa svo. Ýmis siðferðileg álitaefni hafa verið sett fram af siðfræðing- um og má þar m.a. nefna að lík- ami kvenna sé gerður að sölu- vöru, markaðsvæðingu og að um mögulegt brot á mannréttindum sé að ræða. Þegar um velgjörð er að ræða er fráleitt að tala um líkama kvenna sem söluvöru og niðrandi. Markaðsvæðing á stað- göngumæðrun í velgjörðarskyni er órökstudd með öllu og má því til stuðnings benda á að í Bret- landi, þar sem búa um 62 millj- ónir manna, hefur úrræðið verið leyft síðan um 1985 en staðgöngu- fæðingar eru aðeins 60-100 á ári. Svipaða sögu má segja af Hollandi, Nýja-Sjálandi og fleiri löndum. Varðandi brot á mannréttindum bendum við á að sérsvið Karenar Busby lagaprófessors er mann- réttindi, en hún var ráðgefandi við þær breytingar sem gerðar voru á þingsályktunartillögunni. Frá- leitt er að ætla að hún styðji brot á mannréttindum eða jafnréttislög- um. Hún er jafnframt einn stofn- enda og stjórnandi „Human Rights Research Initiative“-stofnunarinn- ar við Manitoba-háskóla. Þess má einnig geta að lögfræði- og siðaráð ESHRE, samtaka evrópskra sér- fræðinga, gaf út yfirlýsingu árið 2005 sem styður staðgöngumæðr- un í velgjörðarskyni. Fólk eignast börn með ýmsum hætti án nokkurs eftirlits hins opinbera en sá litli hópur fólks sem þarf á þessu úrræði að halda og telur 0-5 tilfelli á ári yrði undir mesta eftirliti og handleiðslu hins opinbera við barneignir sem þekkst hefur. Sérfræðingar munu velja hverjir fái notið úrræðisins og eins hvaða konur séu ákjósan- legar staðgöngumæður m.t.t. lík- amlegrar og andlegrar heilsu, fyrri reynslu af barneignum o.s.frv. Sérfræðingar munu fylgj- ast með ferlinu þar til nokkru eftir fæðingu barnsins til að tryggja velferð þess, staðgöngumóðurinn- ar og hennar fjölskyldu sem og for- eldra barnsins. Staðganga fagnar þessu skrefi í átt að auknu jafnræði í aðstoð við barneignir og auknu frelsi íslenskra kvenna til að ráða yfir eigin líkama, hvort sem þær vilja gefa nýra eða gefa meðgöngu með kærleikann að leiðarljósi. Staðgöngumæðrun: horfst í augu við staðreyndir Mikil arðsemi af raforkusölu til stóriðju Staðgöngu- mæðrun Soffía Fransiska Rafnsdóttir Hede talsmaður Staðgöngu Orkumál Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda Á hátíðis- og tyllidögum tala framámenn um ferðaþjón- ustu sem „vaxtarbrodd atvinnu- lífsins“ og hafa raunar gert það allt frá því að ég fór fyrst að vinna við ferðamál fyrir 30 árum. Þessi vaxtarbroddur hefur verið ákaflega renglulegur allan þennan tíma þrátt fyrir fögur orð og fyrirheit. Uppvaxtarskilyrðin hafa verið skipulagsleysi, fálm- kennd markaðsmál, skattpíning og sáralítil arðsemi. Það eina sem forystumenn hins opinbera hafa skreytt sig með er vaxandi fjöldi ferðamanna. Það að telja rollurnar inn í réttina segir ekk- ert um fallþunga dilkanna sem, að því að virðist, eru við það að falla úr hor. Atvinnugreinin hefur sjálf reynt að beina sjón- um að vandanum án þess að fá teljandi áheyrn. Afskipti hins opinbera af ferða- málum hafa alltaf borið keim af hagsmunabaráttu og of oft af ófagmannlegum vinnubrögðum. Nú eru þau á hendi tveggja stofn- ana, Íslandsstofu (markaðsmál) og Ferðamálastofu (skipulag og eftirlit). Fyrrverandi iðnaðar- ráðherra beit hausinn af skömm- inni með því að setja ferðamála- stjóra sem hafði hvorki unnið við né hafði menntun í ferða- málum. Það var niðurstaðan úr pólitískum hráskinnsleik við að koma öðrum embættismanni að. Bankasýslan hvað? Við höfum oft verið ákaflega seinheppin í markaðsmálum, hvort heldur er við sölu á vörum eða þjónustu. „Inspired by Ice- land“ var enn ein sönnun þess. Menn tóku sig til og gerðu „við- horfskönnun“ þar sem niðurstað- an var „áætlað hrun“ upp á 30%. Sú hrunspá varð ekki að veru- leika heldur örlítil fjölgun ferða- manna. Það að ekki varð hrun eins og „spáð“ hafði verið þökk- uðu menn átakinu sem var eins og að skjóta úr fallbyssu á mark- aðinn í stað þess að beina því að ákveðnum markhópum. Svo þökkuðu menn sér fyrir „árang- urinn“ og verðlaunuðu sjálfa sig. Átakið var pólitísk ákvörðun og tilraun til að skreyta sig með stolnum fjöðrum. Það nýjasta sem gripið er til við að draga úr vaxtarskilyrðum í atvinnugreininni er að leggja 100 kr. skatt á gistieiningu. Með því innheimtir tjaldstæði sem selur gistieininguna á 1.000 kall, 10% skatt en lúxushótelið sem selur hana á 30.000 innheimtir 0,3% skatt. Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutningsatvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Engin atvinnugrein býr við við- líka takmarkanir við stofnun og rekstur fyrirtækja fyrir utan allt skatta- og leyfisfarganið sem sem t.d. eigendur veitinga- húsa búa við. Rannsóknir og athuganir í ferðaþjónustu hafa nánast ein- göngu beinst að því að skoða hve margir fara inn og út úr land- inu og fjölguninni slegið upp sem markmiði í sjálfu sér. Um það hvert þeir fara, hvað þeir gera eða í hvað þeir eyða er allt of lítið vitað. Þar sem skilgrein- ing á atvinnugreininni er vill- andi hér á landi eða í besta falli á reiki eru allar tölur um fjölda starfsmanna og veltu í atvinnu- greininni hreinar getgátur út frá vafasömum forsendum. Til hvaða atvinnugreinar telst bens- ínstöð, verslun sem selur ull eða sérleyfið til Keflavíkurflugvallar og Keflavíkur? Nú er talað um takmörkun á þessum „gífurlega fjölda“ ferða- manna á ákveðnum stöðum út frá forsendum náttúruverndar eingöngu. Ferðaþjónustan sjálf byggir á rannsóknum um þol- mörk út frá fjölda og aðdrátt- arafli en þeim rökum er aldrei haldið fram. Það er þó deginum ljósara að eitt af því sem dregur ferðamenn til Íslands er fámenn- ið og þegar ferðamenn verða of margir dregur úr aðsókn og hún leitar jafnvægis. Sumstaðar ger- ist það löngu áður en átroðningur á náttúru verður of mikill þannig að hún verði fyrir tjóni. Það er kominn tími til að ein- hver segi eitthvað – keisarinn er ekki í neinu. Uppvaxtarskilyrði vaxtarbroddsins Ferða- þjónusta Björn S. Lárusson viðskipta- fræðingur Það er kannski vert að geta þess að ferðaþjónusta er eina útflutnings- atvinnugreinin sem er gert að innheimta VSK. Samanburður á arðsemi eigin fjár Arðsemi eigin fjár í uppgjörsmynt Landsvirkjun HB Grandi Össur Alfesca Marel 0% 5% 10% 15%

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.