Fréttablaðið - 19.12.2011, Page 26

Fréttablaðið - 19.12.2011, Page 26
en Helga vann við teiknimynda- og auglýsingagerð í ein þrjátíu ár. Í dag býr listakonan í Svíþjóð eftir að hafa kvatt Bretland árið 2006. „Það hefur alltaf verið draum- ur að gera eitthvað fyrir hana Dimma limm en það hefur ein- faldlega ekki gefist tími fyrr en nú. Fyrir tveimur árum fór ég að fikta við myndirnar og reyna að gera þær fínar í gegnum tölvuna. Ég segi eins og er að ef ég hefði vitað hvílík vinna beið mín held ég að ég hefði jafnvel sleppt þessu,“ segir Helga og hlær. „En ég lærði mikið af þessu.“ Stellið er úr postulíni, djúpir diskar og bollar með þremur mis- munandi myndum úr ævintýrinu. Auk þess er ástartré á hverjum bolla. Hnífapörin eru sömuleiðis til í þremur útgáfum, með svani, prinsi og Dimmalimm á skaftinu en þau koma í sérpakkningum. „Jú, þetta er mér mjög kært verkefni. Dimma- limm, Helga Egil- son frænka mín, gaf mér bókina þegar ég eignaðist minn son en ég átti náttúru- lega eintak af bók- inni sjálf þegar ég var lítil,“ segir Helga og bætir við að hún þiggi gjarnan góð ráð frá heimafólki varðandi markaðs- setningu á stellinu en hana langar líka að koma því á markað erlend- is. „Það væri gaman að fá hjálp og góð ráð. Ég hef staðið í þessu alein og myndi með glöðu geði taka öllum ábendingum um út- og inn- flutning.“ Stellið og hnífa pörin fást núna í Safnbúð Þjóðminjasafns- ins og hjá Art Form á Skóla- vörðustíg. Þá fást h n í fa - pörin í Kokku, hjá Kraumi og á Amtsbókasafninu á Akureyri. juliam@frettabladid.is Hnífapör, diskar og bollar með myndum úr bók Muggs um Dimmalimm. Framhald af forsíðu Glerlistakonan Sigrún Ólöf Einarsdóttir í Gler í Berg- vík fékk viðurkenningu Handverks og hönnunar í vetur fyrir hönnun sína á glermortelum. Skálin og stauturinn eru munnblásin og handmótuð og geta mortélin stað- ið á tvo vegu. „Mortélin þola talsvert högg en þau eru þykk í botninn, þung og stöðug. Það er þó nokkuð mál að blása þau og ná þykktinni í botninn og svo slípa ég skálarnar til í réttan halla,“ útskýrir Sigrún, en hún hefur rekið glerblástursverkstæðið Gler í Bergvík á Kjalarnesi í bráðum 30 ár. Meðal nýrra vara Sigrúnar er einnig sushi-sett sem hún hannaði úr þvotta- brettisgleri sem flutt var til landsins snemma á fimmta áratugnum. „Það átti að smíða úr þeim þvottabretti en svo skall stríðið á og eftir það komu þvottavélarnar á heimilin. Glerið endaði svo hjá mér fyrir mörgum árum,“ segir Sigrún, en hún sagar glerið niður, slípar og sandblæs áður en hún hitar plöturnar í móti. Rifflurnar í glerinu lætur hún njóta sín. Nánar má forvitnast um muni Sigrúnar á www.gler- ibergvik.is. - rat Viðurkenning fyrir hönnun GLERLISTAKONAN SIGRÚN ÓLÖF EINARSDÓTTIR Í GLER Í BERGVÍK FÉKK VIÐURKENNINGU HANDVERKS OG HÖNNUNAR Í VETUR FYRIR HÖNNUN SÍNA Á GLERMORTÉLUM. SKÁLIN OG STAUTURINN ERU MUNNBLÁSIN OG HANDMÓTUÐ. Hleðslutæki farsíma eru sjaldan til prýði. Nema maður eigi svona tæki frá fyrirtækinu Absolument Design í Frakklandi sem er sérlega smart. SNILLDARJÓLAGJÖF 15% Jólafsláttur af þessum frábæru hleðslutækjum Útsölustaðir: Kokka, Dúka, Nordic Store, Pottar og Prik Akureyri, Hús Handanna Egilstöðum, Póley Vestmannaeyjum, Auntsdesign Hlíðasmára. Eldheit íslensk hönnun Svunta, hanski, kokkahúfa www.auntsdesign.is Yndislegar dúnsængur og koddar úr 100% hvítum gæsadún Sölufulltrúar: Jóna María jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan brynjadan@365.is 512 5465 Snorri snorris@365.is 512 5457

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.