Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 19.12.2011, Blaðsíða 37
EKKI TREYSTA HVERJUM SEM ER FYRIR TÖNNUNUM ÞÍNUM TANNHVÍTTUN ÆTTI ALLTAF AÐ FRAMKVÆMA HJÁ TANNLÆKNI Af hverju stafar litur tanna ? Það sem ákvarðar lit tanna er annarsvegar litur tannbeins og hinsvegar yfirborðslitur. Dökkir drykkir, reykingar, tannsteinn og önnur óhreinindi geta haft áhrif á yfirborðslit tanna. Silfurfyllingar gefa jafnframt dökkan lit sem og gamlar viðgerðir (postulín og plast). Slitnar tennur litast hraðar en óslitnar. Sumir eru með dökkar tennur í grunninn, en þá er tannbeinið dekkra að lit. Hvað er til ráða? Til að sem bestur árangur náist við tannhvíttun þarf að meta hvert tilfelli fyrir sig. Við gætum þurft ólíka meðferð til að ná fram bjartara brosi. Almenn tannhreinsun þar sem yfirborð tanna og róta er hreinsað bætir ekki einungis útlit og lýsir tennur, heldur er hún einnig nauðsynleg til að viðhalda heilbrigði tanna og tannvegs. Oft er þessi meðferð nóg til að viðhalda fallegum og hvítum tönnum. Því er mikilvægt að fara reglulega til tannlæknis í tannhreinsun og almennt eftirlit. Stundum næst ekki góður litur nema með því að endurnýja fyllingar og lýsa tannbein. Á dökkar rótfylltar tennur er postulínsskel stundum eina leiðin til að fá góðan lit. Tannbein sem er mjög dökkt er svo hægt að reyna að lýsa en tennur taka misvel við lýsingu. Það gengur t.d. betur að lýsa gult tannbein heldur en brúnt eða grátt. Ef viðhalda á litnum þarf að skerpa á lýsingunni á u.þ.b. tveggja til þriggja ára fresti. Slit tanna þarf að laga með plastfyllingum til að koma í veg fyrir frekari litun í framtíðinni. Tannhvíttun Efnin sem notuð eru til að lýsa tennur innihalda peroxíð í mismunandi formi og styrk. Á markaðnum í dag eru allskyns strimlar, tannkrem, pennar og munnskol, sem ekki eru sterk, innihalda 0,1% peroxíð eða minna og eru heimil í almennri sölu. Þessi efni eru fín í hreinsun á yfirborðslit en ekki hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þau lýsi tannbein. Sterkari efni er svo hægt að fá hjá tannlæknum og fer lýsingin þá fram með skinnum eða við stól hjá tannlækninum. Í þeim tilfellum eru sterk efni notuð og þess vegna þarf að verja tannholdið og hafa sjúklinginn undir eftirliti. Aukaverkanir og varnaglar Aukaverkanir eru helst kul sem getur varað allt að sólahring eftir að hætt er að lýsa – og tennur eru líka mótækilegri fyrir lit á þessum tíma. Ef óvarlega er farið geta tennur og tannhold skaðast. Tennur geta orðið stökkari, glærar og mjög næmar. Aldrei skyldi reyna lýsingu nema um heilbrigðar tennur og munnhol sé að ræða. Ekki má lýsa tennur sem eru með skemmdir eða ónýtar fyllingar. Sjúklingar með mjög slitnar tennur og bert tannbein eru líklegri til að fá aukaverkanir sem og mjög ungir einstaklingar, þar sem taugin í tönnum þeirra er mjög stór. Lýsing með sterkari efnum en þeim sem selja má í almennri sölu ætti alltaf að vera undir eftirliti tannlækna enda er ekki um hættulausa meðferð að ræða. Velja þarf tilfellin þar sem lýsing kemur að gagni – og þar sem hún er skaðlaus. Lýsing tanna skilar oft fallegra brosi og betra útliti, sé munnurinn heilbrigður. Allt er þó best í hófi og setja ber heil- brigðið ofar öllu. EINUNGIS HVÍTTUN HVÍTTUN OG TANNFYLLINGAR PIPA R \ TBW A SÍA 113 5 0 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.