Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 19.12.2011, Síða 46
19. desember 2011 MÁNUDAGUR30 folk@frettabladid.is * Gildir á meðan birgðir endast. Jólaandinn er hjá Vodafone Þín ánægja er okkar markmið vodafone.is Frábær tilboð á snjöllum símum Samsung Galaxy Y 24.990 kr. staðgreitt eða 2.083 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * Nokia 700 59.990 kr. staðgreitt eða 4.999 kr. á mánuði í 12 mánuði Fjölskyldu ALIAS fylgir * HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 19. desember 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Tónlistarmaðurinn Mugison heldur fría tónleika í Höllinni í Vest- mannaeyjum. Opið fyrir alla meðan húsrúm leyfir. ➜ Uppákomur 20.00 Kexmas 2011 heldur áfram á Kex hostel. Í kvöld mun Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir lesa upp úr bókinni Generalizations about Nations auk þess sem Hugleikur Dagsson mun lesa upp úr bók- inni Popular Songs 2. Sóley stígur svo á stokk klukkan 21 og leikur lög af nýrri plötu sinni, We Sink. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði send- ist á hvar@ frettabladid. is. AFMÆLISDAGUR leikarans Jake Gyllenhaal er í dag. Á næstunni munum við meðal annars sjá hann í myndinni End of Watch, ásamt Ugly Betty-stjörnunni Americu Ferrera. VINSÆL Í KÖBEN Barnaföt Söndru Berndsen hafa vakið athygli í Danmörku. Sandra segir að markaðurinn þar úti sé mjög erfiður fyrir unga fatahönnuði og mikla vinnu þurfi til að koma sér á framfæri. Sandra Berndsen hannar barnaföt undir merkinu Oktober. Hún hefur vakið athygli í Danmörku og hafa föt hennar verið tekin til sölu í stærstu verslunar- miðstöð landsins. „Það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ segir Sandra Bernd- sen, ungur fatahönnuður búsettur í Kaupmannahöfn. Ný barnafata- lína hennar hefur verið tekin til sölu í stærstu verslunarmiðstöð Danmerkur, Field‘s. Búðin sem selur fötin heitir Field‘s Design- store og er orðin vel þekkt ytra fyrir að velja hönnun efnilegra fatahönnuða til sölu í búðinni. Sandra útskrifaðist úr Køben- havns Mode- og Designskole árið 2008 og hóf stuttu síðar að hanna undir merki sínu Oktober. Henni bauðst ásamt nokkrum ungum hönnuðum að taka þátt í tísku- vikunni í Kaupmannahöfn í fyrra og í kjölfarið kom hún hönnun sinni, aðallega kvenmannsfötum, í sölu í nokkrum litlum hönnunar- búðum í Kaupmannahöfn. Sandra segir það allt annað mál að vera komin inn í Field’s. „Þetta er mjög gott tækifæri. Það eru rosalega margar litlar búðir í hverfunum hérna í Kaupmannahöfn, en að komast inn í Field‘s er eiginlega draumurinn. Þar er allt fólkið og maður er í kringum hinar stóru búðirnar og fær allt aðra athygli.“ Hún segir að margt ólíkt með því að koma sér á framfæri á Íslandi og í Danmörku fyrir ungan fatahönnuð. „Markaðurinn hér er ofboðslega erfiður. H&M og fleiri búðir þar sem hægt er að kaupa ódýr föt gera okkur líka erfiðara fyrir. Heima á Íslandi er fólk miklu meðvitaðra um hönnun og meira fyrir hana. Ég held að það sé aðeins auðveldara að vekja athygli á sér þar.“ Tækifæri eins og þetta býðst ekki án fyrirhafnar að sögn Söndru, sem segir mikla vinnu fólgna í því að koma sér áfram. „Maður þarf stöðugt að vera vak- andi fyrir öllum tækifærum sem gætu boðist, og hafa frumkvæði sjálfur líka. Þetta er erfitt en sem betur fer er þetta líka rosalega skemmtilegt.“ bergthora@frettabladid.is SELUR BARNAFÖT SÍN Í FIELD‘S 31.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.